Morgunblaðið - 03.03.2008, Page 43

Morgunblaðið - 03.03.2008, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 F 43 Það er til siðs að staldra viðvið og við og taka stefnuna,átta sig á því hvert maðurstefnir og hvaða leiðir maður ætlar að fara til að komast á áfangastað. Í lífinu gerist þetta gjarnan þegar ein- hvers konar breyt- ingar verða á hög- um manns, hvort sem þær breyt- ingar eru góðar eða slæmar. Margir nota þá tækifærið, meta stöðuna sem þeir eru í, skoða alla möguleika á áframhaldi og marka sér síðan þá stefnu sem þeir telja ákjósanlegasta til árangurs. Sýnt þykir að það að marka sér stefnu í lífinu sé mun vænlegra til árangurs en að eigra stefnulaust um lífið. Stefnuleysið leiði hugsanlega til þess að fólk nái aldrei að koma undir sig fótunum í lífinu, það láti bara reka á reiðanum og bregðist við utanaðkomandi áreiti eftir því sem það berst, án þess að sýna nokkurt frumkvæði að aðgerð- um sjálft. Betra er að vera gerandi í eigin lífi, ákveða sjálfur hvernig framtíðin á að líta út og fylgja þeirri stefnu sem maður hefur einsett sér. Garðyrkjufélag Íslands er gamalt og gróið félag en það var stofnað ár- ið 1885. Upphaflega var tilgangur fé- lagsins sá að efla og auka áhuga á garðyrkju hvers konar, aðallega með það að augnamiði að kenna al- menningi að rækta nytjajurtir til matar. Þekking almennings á slíkri ræktun var af skornum skammti í lok 19. aldarinnar, að vísu höfðu menn tekið kartöflur og rófur í sátt og var það ein af uppstöðunum í fæði margra Íslendinga en aðrar mat- jurtir voru ekki algengar í ræktun. Ljóst var á þessum tíma að til- tölulega auðvelt var að rækta marg- ar af þeim matjurtum sem ræktaðar voru í nágrannalöndum okkar og mikilvægt var að auka fjölbreytni í fæðuvali Íslendinga, meðal annars til að ráða bug á sjúkdómum sem or- sökuðust af þessu fábreytta fæðu- vali. Ein af þeim leiðum sem Garð- yrkjufélagið valdi til að koma boðskap sínum á framfæri var út- gáfa Garðyrkjuritsins, ársrits sem hefur komið út árlega nær óslitið frá stofnun félagsins. Félagið útvegaði félagsmönnum sínum fræ, áburð, plöntur og annað sem þurfti til ræktunarinnar og sendi um land allt, ásamt leiðbein- ingum um það hvernig ætti að með- höndla viðkomandi vörur. Þessi þjónusta var mjög mikilvæg því á þessum upphafsárum félagsins var óhægt um vik að útvega sér þessar vörur nema með mikilli fyrirhöfn. Tímarnir breytast og nú er Garð- yrkjufélagið í annarri stöðu en við upphaf þéttbýlismyndunar á Íslandi. Ræktun matjurta er aðallega til gamans í heimagörðum og tengist frekar lífsstíl en raunverulegri þörf á að drýgja tekjurnar með heima- ræktuninni. Þekking almennings á ræktun hefur tekið stórstígum fram- förum á undarförnum árum og menn eru mjög duglegir við að miðla af þekkingu sinni og reynslu til ann- arra. Samt sem áður þarf að vera til vettvangur fyrir áhugafólk um garð- yrkju þar sem það getur komið sam- an og spjallað um þetta lifandi og skapandi áhugamál sitt við aðra jafn áhugasama einstaklinga og þar höf- um við Garðyrkjufélagið. Á aðalfundi Garðyrkjufélagsins síðastliðið vor var kjörinn nýr for- maður, Vilhjálmur Lúðvíksson. Vil- hjálmur er ræktunarfólki að góðu kunnur og hefur verið virkur í fé- lagsmálum á ræktunarsviðinu um árabil. Með nýjum mönnum koma nýir siðir og hefur stjórn félagsins með Vilhjálm í fararbroddi nú hafið vinnu við stefnumótun Garðyrkju- félagsins til framtíðar. Niðurstaða vinnunnar verður kynnt á aðalfundi félagsins þann 15. apríl í vor og þá verður ljóst hvert Garðyrkjufélagið stefnir og hvaða leiðir það ætlar að fara til að komast á áfangastað. Stefnumótun Garð- yrkjufélags Íslands Höfundur er forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar LbhÍ 649. þáttur BLÓM VIKUNNAR Guðríður Helgadóttir Opið mán.-fim. kl. 9-17.30 fös. kl. 9-17 Haukur Geir Garðarsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali haukur@fastis.is SELJENDUR GERIÐ KRÖFUR LÁTIÐ LÖGGILTAN FASTEIGNASALA SKOÐA OG VERÐMETA EIGNINA YKKAR, ANNAÐ ER ÁBYRGÐARLEYSI. Vorum að fá í einkasölu fallega 2ja her- bergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi, á þessum vinsæla stað. Forstofa, eldhús, gott svefnherbergi, baðherbergi og stofa með suðvesturverönd. Parket og flísar á gólfi. Glæsilegt útsýni. Stutt á golfvöllinn. Ákv. sala. KLUKKUBERG – HAFNARF. 2 Vorum að fá í einkasölu fallegt endaraðhús á 2 hæðum með innbyggðum bílskúr á þessum vinsæla stað. Stofur með hurð út á stóra vesturverönd, eldhús, búr/geymsla, gestasnyrting, baðherb. sjónvarpshol og 3 herbergi. Vestursvalir, glæsilegt útsýni. Botnlangagata. Hiti í stétt og bílaplani. Ákv. sala. KLETTÁS – GARÐABÆR Rað Vorum að fá í sölu glæsilega og fullbúna 3ja herb. endaíb. á jh. í nýju fjölbýli, ásamt stæði í bílskýli. Forst., 2 herbergi, glæsil. baðherbergi, eldhús með eikarinnr., stofa með timburverönd og garði. Fallegt suður og vesturútsýni. Í kj. er sér geymsla og stæði í bílskýli. Húsið er álklætt að utan. Laus við kaups. Verð 29,9 millj. NORÐURBAKKI HF. – BÍLSKÝLI 3 Vorum að fá í einkasölu glæsilega 111 fermetra 3ja herb. íbúð á jarðhæð í litlu nýlegu fjölbýli ásamt stæði í bílskýli. Stofa með hurð út á verönd, 2 herbergi, vandað eldhús, baðherbergi með baðkari og sturtu og þvottahús. Parket og flísar á gólfum. Húsið er klætt að utan og því viðhaldslítið. Áhv. um 16 millj. Ákveðin sala. BOÐAGRANDI - BÍLSKÝLI 3 Vorum að fá í sölu fallega og rúmgóða 3ja herb. íb. ofarlega í lyftuhúsi með stórglæsi- legu útsýni í þrjár áttir og 15 ferm. yfir- byggðar svalir. L.f. þvottavél í íbúð, þurrk- herbergi á hæðinni. Sérbílastæði. Ákv. sala. ORRAHÓLAR – ÚTSÝNI 3 Vorum að fá í sölu fallega 4ra herbergja íbúð í þríbýli ásamt um 40 ferm. risi með ýmsum möguleikum. Stofa, borðstofa, 2 herbergi, eldhús, endurnýjað baðherbergi, þvottahús. Nýl. járn á þaki, endurn. raflagnir og -tafla. Einnig hafa lagnir út í götu svo og dren verið endurnýjuð. Sér hiti og sér rafmagn. Mjög góð staðsetning. Laus strax. Óskað er eftir tilboði HOFTEIGUR - LÆKKAÐ VERÐ 4 Eigum 2 bil eftir, annarvegar 132 ferm. og hinsvegar 142 ferm. Um er að ræða nýl. iðnaðarhúsnæði sem er klætt að utan. Mjög góð lofthæð allt að 7 metrar. Milliloft að hluta. Stórar innkeyrsludyr. Gott at- hafnasvæði. Sanngjarnt verð 19,9 – 21,9 millj. STEINHELLA – LAUST – LOFTHÆÐ Atvh. Í einkasölu rúmgóð, 94 ferm., 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í nýlegu fjölbýli. Stofa, 2 svefnherb., eldhús, baðherbergi og þvotta- herbergi í íbúð. Parket. Ásett verð 24,9 millj. RJÚPNASALIR – KÓP. 3 Sundagarðar 2 – Til leigu Til leigu 2. og 3. hæðin í þessu glæsilega vel innréttaða húsi. Samtals um 1.000 fermetrar. Leigutími frá 1. apríl 2008. Fasteignafélagið Kirkjuhvoll Upplýsingar veitir Karl í síma 892 0160 - karl@kirkjuhvoll.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.