Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2008, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2008, Side 10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2008 10 LesbókBÆKUR V el get ég ímyndað mér að Susan Faludi myndi hefja samtal um efnistök sinnar nýjustu bókar, The Terror Dream: Fe- ar and Fantasy in Post-9/11 America, með því að vísa til höfunda sem hafa látið að sér kveða í umræðunni um hryðjuverkaárásirnar ellefta september 2001. Hún gæti nefnt menn á borð við Richard Clarke, Steve Coll, Lawrence Wright, Tom Kean, Lee Hamilton, Peter Bein- art og Dinesh D’Souza, en allir hafa þeir sent frá sér rómaðar bækur um efnið á undanförnum árum. Að upptalningunni lokinni myndi hún spyrja hvers vegna engir kvenhöfundar væru á listanum. Hvort það sé eitthvert einkamál karlmanna að tjá sig um efnið. Hún myndi benda á að ríkjandi viðhorf í þeirri menning- arlegu samræðu sem hefur verið í gangi á liðnum árum um hryðjuverkaógnina sé ein- mitt að öryggismál komi kon- um ekki við nema í þeim skiln- ingi að þeim stafi ógn af umhverfi sínu og öðrum menn- ingarheimum, að þær þurfi á vernd að halda. Konum hefur ver- ið hliðrað út úr umræðunni um „þjóðaröryggi“ og lítið verið gert úr framlagi þeirra hinn örlagaríka dag og almennt þegar kemur að störfum sem tengjast almannahagsmunum. Blóraböggull og veikur blettur Stóra tesan í bókinni er að í kjölfar ellefta sept- ember hafi átt sér stað menningarkippur aftur á bak í tíma fyrir samskipti kynjanna; ótti greip um sig og tækifæri gafst til að koma höggi á femínisma, tækifæri sem var nýtt af ýmsum aft- urhaldsöflum. Jafnréttisbaráttan og kvenrétt- indi urðu að sérkennilegum blóraböggli, þau voru veikur blettur á skildi ríkisins, táknmynd fyrir þann meinta veikleika sem gerði óvinum kleift að koma höggi á þjóðina. Með því að snúa kynjahlutverkunum við, sagði sjónvarpspredik- arinn Jerry Falwell skömmu eftir árásirnar, höfðu femínistar orsakað „að Guð lyfti þeim verndarhjúp af þjóðinni sem varið hafði hana gegn árásum allt frá 1812“. Kvenhatur og kven- fyrirlitning í nútímanum er umfjöllunarefni The Ter- ror Dream, bókar sem skoðar menning- arsögu Bandaríkjanna á liðnum árum út frá sértæku sjónarhorni með for- vitnilegri útkomu. Þeir sem hafa gaman af því að spá í menning- arfræði og þeir sem hafa áhuga á því hvernig lesa megi dægurmenn- ingu í samhengi við stærra sam- hengi og stóru spurningarnar í samtíðinni fá margt fyrir sinn snúð í bók Faludi. Þá er aðferða- fræðin sem hún beitir skólabók- ardæmi um hvernig hægt er að lesa jafnvel ómerkilegustu birtingarmyndir dæg- urmenningarinnar á merk- ingarbæran hátt. Og ég spái því að lesandi muni með reglulegu millibili líta upp úr bókinni í forundran, vart trúandi þeim beinu tilvitnunum sem fyrir honum liggja á síðunni, svo ofstæk- isfullt er sumt af því sem Faludi dregur upp úr meginstraumsumræðum bandarískra fjölmiðla. Aftur til fortíðar Haustið 2001 var ýmiss konar orðræða á sveimi í menningunni, forsetinn reyndi að stappa stál- inu í þjóðina og leitað var að skýringum á þeim atburðum sem höfðu átt sér stað. Horft var um öxl og það tímabil sem menningariðnaðurinn dró upp úr öskustó sögunnar var sjötti áratug- urinn, hið upphafna tímabil kjarnafjölskyld- unnar og kjarnorkunnar, tímabilið þegar karl- mennskan blómstraði á hvíta tjaldinu í gervi Johns Wayne og hinn venjulegi karlmaður gat séð fyrir fjölskyldu sinni með dagvinnunni einni saman. Horfið var aftur til þessarar ímynduðu fortíðar þar sem allt var eins og það átti að vera, stoðunum hafði ekki verið kippt undan hinni hefðbundnu heimsmynd og óvinurinn í austri var skýr og skiljanlegur, þegar leitað var að menningarlegum fyrirmyndum. Alvöru karl- manna var þörf á nýjan leik, nýrra kald- astríðsmanna sem þrömmuðu framsettir upp á svið alþjóðlegra stjórnmála, líkt og kúreki inn á krá, og gómuðu vondu kallana „dauða eða lif- andi“; karlmanna sem gátu verndað sitt kven- fólk. Hugmyndin um „öryggismömmur“ sem héldu sig heima við af ótta við hryðjuverka- menn og fylltu búrið af dósamat fór að verða áberandi, sagt var frá því að einhleypar konur væru að fyllast örvæntingu og vildu allt til þess vinna að komast í hnapphelduna svo þær hefðu einhvern til að hringja í úr flugvélinni ef þeim væri rænt. Slökkviliðsmenn urðu kyntákn og hin fullkomna ímynd karlmennsku, þótt þriðj- ungur þeirra sé kvenkyns. Fræg fyrirsögn á dagblaðsgrein frá þessum tíma hljóðar svo: „Úr rústum tvíburaturnanna rísa hin karl- mannlegu gildi“, en höfundurinn var Peggy Noonan, þekktur pólitískur ummælandi á hægri væng stjórnmálanna. „Nú þegar við búum ekki lengur við friðsæld og öryggi,“ skrifaði Martin van Creveld í Newsday, „er sennilegt að femínisminn verði undir í lífsbar- áttunni, því hann byggir á þeirri fölsku sann- færingu að konur geti varið sig jafnvel og karl- ar“. Í víðlesnum dálki spáði Mona Charin fyrir um endalok kvenréttindabaráttunnar: „Hið nýja andrúmsloft ótta og ógnar – þegar okkur stafar hætta af illum karlmönnum – mun þagga niður í karlhöturunum.“ Og svo mætti lengi telja, og það gerir Faludi. Bókinni er skipt niður í ólík umræðusvið en höfundur hefur ávallt áberandi menningarafurðir og fjölmiðla- umræðu til hliðsjónar, bíómyndir, sjónvarps- þætti, dálka, fréttir og blogg. Hún sýnir hvernig viðhorf gagnvart pyntingum snarbreyttust í vinsælum sjónvarpsþáttum eftir 9/11, hvernig fordæmingar á fóstureyðingum blönduðust við- horfum í garð innrásarinnar í Afganistan, og hvernig gamaldags kven- og karlmennsku- ímyndir lögðust eins og mara yfir menningar- umræðuna. Þessi bók er ferðalag um aðkreppt sálarlíf þjóðar og sýnidæmi um tangarhald sól- þurrkaðra fortíðarkreddna á nútímanum. vilhjalmsson@wisc.edu Karlmennska á tímum hryðjuverka The Terror Dream | Susan Faludi Susan Faludi Bók hennar er ferðalag um aðkreppt sálarlíf þjóðar og sýnidæmi um tangarhald sólþurrk- aðra fortíðarkreddna á nútímanum. BÆKUR VIKUNNAR BJÖRN ÞÓR VILHJÁLMSSON Eftirfarandi texti eftir Thor Vilhjálmsson birtist í tímaritinu Birtingi árið 1959. Það var árið sem svokölluð viðreisnar- stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks var mynduð en hún sat við völd í tólf ár. En textinn á kannski ekki síður er- indi við okkur nú. Þ jóðinni hefur lánazt að hefja fágaða stjórnvitr- inga uppfyrir sig sjálfa til að ráðstafa aurunum sem eitt sinn höfðu þá óheppilegu stefnu að ætla sér ofan í vasa þegnanna en hefur nú með kænsku og snilli sérfræðinga í aurum verið beint þaðan undir hinu glæsta merki viðreisnarinnar sem er háleit og dularfull eins og fornaldarinnar sálútvíkkandi laun- helgar og er ekki nema á vitorði æðstu prestanna hvað verið er að reisa við. Þeir einir þykjast sjá eitthvað rísa líkt og með ófresku skyni afrísku töfradoktora með náttúrubörnum myrkviðarins. Og þegar sauðsvartur almúgi sér aðeins hrynja og falla kringum sig þá segja þessir doktorar í abrakadabra: nú liggur vel á mér. Frelsið, segja þeir við þá sem eru fastir undir rústum draumsins um að rísa undir íbúðarhúsi sem þeir hafa haft fyrir tómstundayndi að þræla í að byggja. Frelsið er hið glæsta hnossið, segja þeir við þá sem með einu pennastriki er gert að borga nær tvöfalt hærri vexti af lánum sem margur heiðarlegur maður var áður að kikna undir, geta hvorki selt né haldið áfram, fólk sem dreymir um að búa í húsi og slítur sér út á fáum árum við það samkvæmt sinni eigin frelsisþrá. Sitja bara fastir eins og fluga á límbornum pappír. Viðreisn Birtingsmaður Thor Vilhjálmsson var einn af Birtings- mönnum en tímaritið var gefið út 1953-68. Morgunblaðið/Kristinn S akamálasögunni Tokyo Year Zero eftir David Peace vindur fram í skugga stríðs. Lögreglumaðurinn Minami er kvaddur á vettvang glæps sama dag og Japanskeisari til- kynnir um uppgjöf þjóð- arinnar í síðari heimsstyrj- öld. Lík ungrar konu hefur fundist en í stað rannsóknar er aldraður Kóreumaður sem haldið hefur verið í nauðung- arvinnu dreginn úr nærliggjandi húsi og dæmdur til dauða fyrir glæpinn. Hann er grafinn lifandi. Atriði þetta slær tóninn fyrir verk- ið í heild. Hér er á ferðinni saka- málasaga sem innleiðir módern- ískar umbyltingar í formið og sprengir það í tætlur. Það sem mestu skiptir er tónninn, hinn huglægi stíll vitundarflæðis og geðsýki sem byggir á reglubundnum endurtekningum, það hvernig Peace fangar umhverfi eyðilandsins, sam- félags í rústum. Unnið er markvisst með kaldhæðnina sem felst í að morðmál sé rannsakað þar sem hundruð þúsunda hafa nýverið ver- ið myrt í ægilegustu stríðsárásum sögunnar. Sjálfur er rannsókn- arlögreglumaðurinn lúsugur og tötrum klæddur, hann á við eit- urlyfjavanda að stríða og starf- ar í gjörspilltri stofnun. Hér er kafað ofan í þá myrkustu og vonlausustu veröld sem ég hef kynnst í krimma. Tokyo Year Zero | David Peace Kafað ofan í myrkrið F lestar birtust greinarnar sem safnað er saman í How Beautiful It Is And How Easily It Can Be Broken eftir Daniel Mendelsohn á síðum tímaritsins New York Review of Books, en um árabil hef ég einmitt byrjað á því að skoða efnis- yfirlitið til að sjá hvort Men- delsohn sé með grein. Mað- urinn er framúrskarandi menningarrýnir, skemmtilegur og kaldhæðinn, menntaður í klassískum fræðum og fornum bókmenntum og sýn hans á nýj- ustu menningarafurðir Hollywood, svo dæmi sé nefnt, tekur mið af því á máta sem gerir skrifin að sýnidæmi um það hvernig iðka má hin oft óskýru samanburðarfræði á frjóan hátt. Hér er að finna frábæra ritgerð um við- brögð kvikmyndaiðnaðarins við ellefta september, en Mendelsohn fjallar um kvikmyndirnar World Trade Center og United 93 í samhengi við leikverk Æskýlos- ar um Persana. Þá á höfundur frábæra ritgerð um Brokeback Mountain en málefni samkyn- hneigðra í menningunni er al- gengt viðfangsefni höfundar, eins og sést í skrifum hans um Tennessee Williams. Þetta er bók sem er uppfull af fróðleiksmolum og ber leiftrandi innsýn höfundar í menninguna fagurt vitni. How Beautiful It Is And How Easily… | Daniel Mendelsohn Framúrskarandi menningarrýnir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.