Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2008, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.2008, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2008 Lesbók 11FRÉTTASKÝRING M ilan Kundera vísar því alfarið á bug að hafa verið uppljóstrari og segir grunsamlegt hvað þetta til- ræði við mannorð sitt sé full- komlega undirbúið. Sumir hafa verið fljótir til að fordæma Kun- dera, en aðrir komið honum til varnar. Í dag- blaðinu Le Monde birtist í gær grein Kundera til varnar eftir franska rithöfundinn Yasminu Reza og birtist hún hér fyrir neðan. Kundera var á sínum yngri árum sannfærður kommúnisti og fór ekki að efast fyrr en kom að sýndarréttarhöldunum gegn andstæðingum stjórnvalda og afkristnaðist hann endanlega þegar Sovétmenn réðust inn í Tékkóslóvakíu 1968 og kæfðu vorið í Prag. Kundera var bann- að að skrifa og árið 1975 fluttist hann í útlegð til Parísar. Í bókum á borð við Óbærilegan létt- leika tilverunnar fjallar hann um hina daglegu auðmýkingu einstaklingsins í alræðisríkinu. Lögregluskýrsla birt Í grein, sem birtist á mánudag í tékkneska blaðinu Respekt, var því haldið fram að Kun- dera hefði í mars árið 1950 farið til lögreglunnar í Prag og ljóstrað upp um mann að nafni Miros- lav Dvoracek. Dvoracek var gestur á stúd- entagarðinum þar sem Kundera bjó. Hann hafði flúið land og snúið aftur og mun hafa ætl- að að afla upplýsinga um efnaiðnaðinn í Tékkó- slóvakíu fyrir leyniþjónustu tékkneskra útlaga, sem hann komst í samband við í Bæjaralandi. Greinin er eftir Adam Hradilek, sem hefur verið að rannsaka mál af þessum toga við tékk- neska stofnun um rannsóknir á alræðisstjórn- unum, USTR, og þar er vísað í lögregluskýrslu, sem fannst fyrr á þessu ári. Samkvæmt skýrsl- unni kom „Milan Kundera, nemi, fæddur 1. apr- íl 1929 í Brno, íbúi í Prag VII stúdentagörð- unum“ til lögreglu 14. mars klukkan 16 og gaf skýrslu um Ivu Militku, annan námsmann, sem bjó á garðinum. Í skýrslunni segir að Militka hafi sagt öðrum námsmanni að hún hafi hitt Dvoracek, sem hefði sagst hafa gerst liðhlaupi úr tékkneska hernum og flúið til Þýskalands. Hann hefði beðið hana að geyma fyrir sig skjalatösku. Lögreglan greip Dvoracek þegar hann kom að sækja töskuna. Í ljós kom að hann var með fölsuð skilríki og handtók hún hann. Í töskunni voru „tveir hattar, tvö pör af hönskum, tvö pör af sólgleraugum og kremtúpa“. Dvora- cek var dæmdur í 22 ára fangelsi og afplánaði 14 ár í vinnubúðum. Yfirvöld segja að skýrslan sé ekki fölsuð, en það þykir draga úr trúverð- ugleika hennar að þar er hvorki að finna undir- skrift Kunderas, né kennitölu. Í grein í blaðinu The New York Times kemur fram að Dvoracek hafi búið í Svíþjóð frá því að hann losnaði úr fangelsi 1964. Í júní fékk hann hjartaáfall og getur ekki talað. Kona hans, Mar- keta Dvoracek Novak, sagði blaðinu að Hradi- lek hefði í júní sýnt sér afrit af lögregluskýrsl- unni og hún hafi sýnt það manni sínum. „Já, hann skildi það, en það breytti ekki miklu,“ sagði hún. „Hann veifaði aðeins hendinni. Eftir heilt líf skiptir það ekki máli. Það er of seint.“ Í frétt á alþjóðlegu frönsku fréttastöðinni France 24 er haft eftir Dvoracek Novak að hún viti ekki til þess að maður sinn hafi þekkt Kun- dera eða hitt. Hún hefði ekki heyrt að möguleiki væri á því að hann hefði átt þátt í að komið var upp um mann hennar fyrr en henni var sýnt skjalið og segir að sér finnist þetta skrítið. Hún efast um að réttlætanlegt sé að nota þetta skjal eitt og sér gegn Kundera. Vojtech Ripka, yfirmaður skjaladeildar USTR, sagði að skýrslan hefði fundist fyrir til- viljun fyrr á þessu ári og stofnunin hefði ekki sérstaklega beint spjótum sínum að Kundera. Rótað í fortíðinni Tékknesk stjórnvöld stofnuðu USTR í febrúar til að rannsaka stjórnartíð kommúnista og nas- ista. Í Tékklandi hafa menn ýtt á undan sér að kafa ofan í fortíðina en á þessu ári var hafin kerfisbundin rannsókn. USTR fer þá leið að birta öll nöfn, hvort sem um er að ræða upp- ljóstrara, sendisveina eða samstarfsmenn gömlu öryggislögreglunnar. Fyrir vikið hefur sviðsljósið beinst að mörgum landsþekktum mönnum, fyrst og fremst pólitíkusum. Umdeilt hversu traust skjölin séu og eru dæmi um að menn sem voru til dæmis hleraðir hafi að ósekju verið skráðir sem aðstoðarmenn. Í The New York Times er vitnað í Roberto Calasso, náinn vin Kundera og stjórnanda for- lagsins Adelphi, sem gefur Kundera út á Ítalíu. Hann segir að ásakanirnar beri vitni um óvild Tékka í garð Kundera. Einnig er vitnað í Michael Kraus, sem er frá Prag og er prófessor við Middlebury College í Vermont í Bandaríkjunum, sem segir að það væri ekki út úr karakter fyrir ungan mann, sem hefði helgað sig málstað kommúnismans, að veita svona upplýsingar. „Ef hann gerði þetta í raun var hann bara að gera skyldu sína við föð- urlandið, eins og hann sá það,“ segir Kraus og bætir við að skoðanir Kundera kunni að hafa breyst, en þá hafi hann verið „sanntrúaður“. Taka ber fram að Kraus sat í ráðgjafarnefnd- inni, sem lagði á ráðin um stofnun USTR. Á miðvikudag komu fram nýjar upplýsingar, sem stangast þvert á greinina í Respekt. Zde- nek Pesat bókmenntasagnfræðingur lýsti þá yf- ir að annar námsmaður í Prag, Miroslav Dlask, hefði sagt til Dvoraceks. Pesat hefði sagt sér að hann hefði látið lögregluna vita af Dvoracek. „Miroslav Dlask hafði samband við mig og sagði mér að kærasta sín og tilvonandi eig- inkona, Iva [Militka] hefði hitt gamlan vin, sem hún vissi að hefði flúið vestur og sennilega snúið aftur [til Tékkóslóvakíu] með ólöglegum hætti,“ sagði Pesat. „Dlask sagði mér að hann hefði greint lögreglu frá þessu.“ Pesat kvaðst telja að Dlask hefði viljað forða vinkonu sinni frá því að lenda í vandræðum vegna manns, sem hefði flúið land eða væri jafnvel útsendari leynþjónustunnar og hygðist veiða hana í gildru. Pesat tók sérstaklega fram að nafn Kundera hefði ekki verið nefnt á sínum tíma. Hann bætti við að hann hefði verið búinn að gleyma þessu máli, en það hefði rifjast upp fyrir honum þegar ásakanirnar á hendur Kun- dera birtust. Það einfaldar ekki málið að Hradi- lek er fjarskyldur ættingi Ivu Militku og á henni hefur í 58 ár hvílt skuggi þess að hafa á einhvern hátt orðið völd að óförum Dvoraceks. Hradilek segir að það hafi vafist fyrir sér hvort hann hefði siðferðilegan rétt til að birta skjalið, en að lokum hefði hann komist að þeirri niðurstöðu að þessar upplýsingar þyrftu að koma fram. Hann hefði reynt að ná sambandi við Kundera, en án árangurs. „Kundera heimsækir land sitt aðeins á laun og dvelur á hótelum undir öðru nafni,“ var haft eftir Hradilek í Guardian. „Hann hefur svarið tékkneska vini sína til þagnar þannig að þeir vilja ekki einu sinni tala við blaðamenn um hver Milan Kundera er eða var. Nú er komið fram myrkt og flókið mál fyrir tilviljun […] það gef- ur til kynna að verið geti aðrar ástæður fyrir einbúaeðli hans en áður var talið.“ Sumir Tékkar sárir Kundera Friðrik Rafnsson, sem hefur þýtt bækur Kun- dera á íslensku og þekkir vel til höfundarins, fjallar meðal annars um þetta í athugasemdum, sem bárust í tölvupósti: „Í því andrúmslofti ótta og tortryggni sem ríkti á tímum kommúnism- ans, því sem Kundera hefur kallað „slefbera- samfélag“ er erfitt að segja hvað er satt og log- ið, en hvers vegna þessi rógsherferð nú?“ skrifar Friðrik. „Tvennt getur komið til. Sumir Tékkar eru afar sárir Kundera fyrir að hafa ekki snúið heim og ekki viljað taka þátt í enduruppbyggingu tékkneska samfélagsins eftir hrun kommúnismans, rétt eins og þjóðin ætti heimtingu á því. Ýmsir landar hans þola ekki að hann skuli hafa kosið að vera áfram í Frakklandi og vilja vera frjáls listamaður og lifa sínu einkalífi, en hafna því að vera opinber persóna. Auk þess á hann sér eflaust ófáa öf- undarmenn, enda hefur hann notið meiri vel- gengni en nokkur núlifandi landi hans á al- þjóðavísu. Auk þess er greinilega verið að reyna að gera hann tortryggilegan vegna þess að hann hefur ekki komið fram í fjölmiðlum eða veitt viðtöl frá 1984 og ályktað sem svo að það sé vegna þess að hann hafi svo margt að fela. Þetta hefur hann hins vegar margútskýrt í greinum í gegum árin, til dæmis í List skáld- sögunnar: eftir útkomu Óbærilegs léttleika til- verunnar árið 1984 fannst honum hann hafa val á milli þess að eyða tíma sínum í fjölmiðlum og á bókmenntahátíðum, eða halda áfram að skrifa.“ Í þessu máli gæti Kundera hæglega verið höfuðpersóna í skáldsögu eftir sjálfan sig. Samfélag slefberanna minnir á sig Fullyrðingar um að Milan Kundera hafi fyrir tæplega 60 árum ljóstrað upp um mann, sem dæmdur var í nauðung- arvinnu fyrir njósnir, hafa komið mönnum í opna skjöldu og nú er deilt um hvort skjalið, sem grunurinn er reistur á, sé marktækt. Bent er á að undirskrift Kundera sé ekki á skjalinu og vitni segir að uppljóstrarinn sé allt annar maður. Milan Kundera Er Kundera persóna í skáldsögu eftir sjálfan sig? Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is Þ að er erfitt að fyrirgefa nokkrum manni að vera víðfrægt stórmenni. Og þegar hann er þessum kostum búinn og þögull að auki er það enn erfiðara. Þögnin er hrein móðgun í veldi hávaðans. Sá sem ekki vill af- hjúpa sig, vill hvergi koma fram opinberlega nema í verkum sínum, er óþægilegur og því til- valið skotmark. Milan Kundera hefur fjallað ít- arlega um ýmis málefni í verkum sínum. Hann hefur skrifað um sjálfan sig, líf sitt, hér og þar, meðal annars í gegnum tilbúnar persónur sín- ar („tilraunasjálf“), þar sem hann hefur kann- að hvers vegna manneskjunni líður svona illa og leitað leiða út úr þeirri vanlíðan. Hann hefur aldrei látið undan þögulu kröf- unni um að rithöfundurinn sé einhvers konar leiðsögumaður, heimspekingur (ritgerðir hans vekja jafnmargar spurningar og þær svara), sagnfræðingur, eða það sem væri enn verra, maður sem þarf að gera upp einhver mál. Kun- dera stendur, einn og óstuddur, með ritverk- um sínum, og forðast það sem hann kallar við- burði: „Hvað er viðburður? Frétt sem vekur athygli fjölmiðlanna. Skáldsögur eru hins vegar ekki skrifaðar sem viðburðir, heldur eitthvað varanlegra.“ Og skyndilega kemur skjal, lögregluskýrsla frá árinu 1950 sem enginn getur vitað hvort er ekta, grafið upp sextíu árum eftir að viðburð- irnir sem þar er greint frá áttu sér stað og sagt er frá þessu um allan heim, og þannig er þetta á hörmulegan hátt gert að viðburði. „Þetta er nokkuð kemur mér algerlega á óvart,“ segir hann, „ég átti alls ekki von á þessu, vissi ekkert af þessu í gær og þetta gerðist ekki.“ Ég er óendanlega djúpt snortin af því hvað hann kemst klaufalega að orði, tal- ar um nokkuð og vísar með því bæði til þess að lögregluskýrslan skuli hafa verið dregin fram í dagsljósið og að hann skuli vera borinn sökum í málinu. En sannarlega gerðist nokk- uð. Til varð púðurslóð fjölmiðla, samdar voru tvíræðar fyrirsagnir, menn gáfu í skyn („sagt er að hann hafi verið uppljóstrari“…), sem er enn lymskulegri ásökun en að fullyrða það, ef- anum var lætt inn, óhróðrinum, skugga var skyndilega varpað á algerlega einstakt lífs- hlaup og ritverk þessa manns. En fyrst og fremst, og þess vegna eru þessar línur festar á blað, kom í ljós að gagnvart skriðu sem þessari er maðurinn algerlega varnarlaus. Hann á ekkert svar við þessu. Hann byrjar á því að neita þessu alfarið, en ef hann heldur áfram að tjá sig verður hvert orð hans aðeins vatn á myllu þeirra sem vilja bera hann sökum. Það er hægt að sópa lífi manns burtu á þrjátíu sekúndum, en standa samt í þeirri góðu trú að það hafi verið gert faglega og af skyldurækni. Engin alvörurannsókn átti sér stað, og lang- oftast voru fréttir af þessu birtar án fyrirvara, sem verður að teljast vægast sagt hæpið. Orð- in eru hluti af raunveruleikanum. Hvort sem þau eru sögð eða skrifuð fara þau óvæntar leiðir og geta eytt öllu sem á vegi þeirra verð- ur. Það þyrfti að stoppa þau í tæka tíð. FRIÐRIK RAFNSSON ÞÝDDI Það er erfitt að fyrirgefa nokkrum manni að vera víðfrægt stórmenni Yasmina Reza Reza (f. 1960) er eitt vinsælasta leikskáld Frakka og rithöfundur. Meðal þekktustu verka hennar eru leikritin Vígaguðinn og Listaverkið sem bæði hafa verið sett upp á Íslandi. Nýjasta bók hennar fjallar um forseta Frakklands, Nicolas Sarkozy. Grein þessi birtist á forsíðu Le Monde í gær. SKOÐUN Yasmina Reza

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.