Morgunblaðið - 05.07.2008, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.07.2008, Qupperneq 2
Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÞAÐ ER stórkostlegt að hafa þessa aðila með sem trúa á þetta verkefni og ég held að það auð- veldi REI að fá fleiri aðila að málinu. Það eru fleiri aðilar sem hafa sýnt því áhuga að koma að þessu sem ég get ekki nefnt á þessari stundu. Það hefur verið rætt við bankastofnanir og sjóði,“ segir Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykja- víkur, um aðkomu IFC InfraVentures, nýs 100 milljóna dala fjárfestingarsjóðs, undir stjórn Al- þjóðabankans, að frumathugun á hagkvæmni þess að reisa jarðvarmavirkjun í Afríkuríkinu Djíbútí. Alls leggur sjóðurinn fjórar milljónir Banda- ríkjadala til verkefnisins, eða sem svarar 310 millj- ónum íslenskra króna, og kveða samningar á um að ef tilraunaboranir gefi góða raun og fyrirhuguð 50MW jarðvarmavirkjun verði að veruleika muni styrkurinn breytast í hlutafé, ellegar að sjóðurinn geti fengið féð, 35% af áætluðum heildarkostnaði við athugunina, til baka með ávöxtun. Spurður um aðdraganda verkefnisins segir Hjörleifur að forsvarsmenn Reykjavik Energy In- vest (REI) hafi lengi átt í viðræðum við Interna- tional Finance Corporation (IFC), deild í Alþjóða- bankanum. Nokkurn tíma hafi tekið að leggja lokahönd á samninginn, sem falli að stefnu og áformum REI. „Þetta er hluti af þeirri vegferð sem menn eru í, að fá aðila til þess að taka þátt í þessum verk- efnum og þar með að minnka áhættu REI. Ef illa fer og árangur af borunum verður ekki sá sem menn ætlast til munu þeir afskrifa það sem þeir láta í þetta. Þannig að þetta er áhættufé sem þeir eru að leggja í þetta,“ segir Hjörleifur. Margir komið að undirbúningnum Inntur eftir því hvaða áhrif nýlegar manna- breytingar innan REI hafi á verkefnið í Djíbútí segir Hjörleifur þær ekki munu tefja það. Margir hafi lagt hönd á plóginn í undirbúningnum, nú þegar stjórn REI hafi samþykkt samninginn. „Þetta er búið að vera lengi í undirbúningi. Ég hef átt við þá símafundi og Kjartan Magnússon hitti þá úti í Djíbútí [...] Þeir starfsmenn REI sem hvað helst hafa unnið að þessu eru fyrst og fremst Gunnar Örn Gunnarsson og Þorleifur Finnsson.“ Rashad Kaldany, aðstoðarforseti IFC í Mið- Austurlöndum og Afríku segist í tilkynningu hlakka til samvinnu við REI í framtíðinni. Alþjóðabankinn í sæng með REI Í HNOTSKURN »InfraVentures er nýr sjóð-ur innan International Fin- ance Corporation (IFC), fjár- festingararms Alþjóða- bankans. »Sjóðurinn hefur til aðbyrja með úr að spila jafn- gildi um 7,8 milljarða króna, en til samanburðar úthlutaði IFC á sjöunda hundrað millj- arða króna til ýmissa verkefna víðs vegar um heim í fyrra.  Nýstofnaður sjóður tengdur bankanum leggur til 310 milljónir króna vegna verkefnis í Djíbútí  Gefi tilraunaboranir góða raun getur sjóðurinn fengið framlaginu breytt í hlutafé í verkefninu BAUTASTEINN verður afhjúp- aður til heiðurs Einari Oddi Kristjánssyni, fyrrverandi þingmanni, laugardaginn 12. júlí næst- komandi. Það eru Samtök at- vinnulífsins og Alþýðusamband Íslands sem standa fyrir athöfninni en steinn- inn verður reistur að Sólbakka á Flateyri í Önundarfirði, heima- byggð Einars. Að sögn Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra SA, telja sam- tökin nauðsynlegt að leggja rækt við minningu Einars Odds og framlag hans til sögu verkalýðs- hreyfingarinnar á Íslandi og sam- skipta milli samtaka á atvinnu- markaði. Því hafi ASÍ og SA ákveðið að standa að þessu í sam- einingu. „Við teljum mjög viðeigandi að halda minningu Einars Odds á lofti með þessum hætti, ekki síst vegna þess hve mikill brautryðj- andi hann var í þjóðarsáttinni ár- ið 1990 og hvað starf hans skipti miklu máli fyrir land og þjóð,“ segir Vilhjálmur. Einar Oddur var þingmaður Sjálfstæðisflokks og sat á þingi frá árinu 1995 þar til hann lést í fyrra. Í minn- ingu Ein- ars Odds Einar Oddur Kristjánsson ASÍ og SA reisa bautastein Eftir Ómar Garðarsson SJÖ manna hópur á tveimur tuðrum kom til Vestmannaeyja síðdegis í gær eftir að hafa siglt hringinn í kringum Ísland. Ferðin hófst 16. júní og til- gangur hennar var að safna pen- ingum til styrktar Krafti, stuðnings- félagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstand- endur þess. Ferðin hefur skilað ár- angri því þegar sjömenningarnir komu til hafnar í gær var búið að safna um sjö milljónum króna til Krafts. Ferðin tók 18 daga Samtals tók hringferðin 18 daga, var komið við á tæplega 20 stöðum og voru móttökurnar víðast hvar frá- bærar, að sögn ferðalanganna. Á ýmsu gekk í ferðinni en erfiðastir reyndust Faxaflóinn og Skagafjörð- ur. „Þetta hefur verið barningur á köflum,“ sagði Þorsteinn, einn sjö- menninganna, við Morgunblaðið þeg- ar hann steig upp úr bátnum við kom- una til Eyja. Var hann eins og hinir með saltstorknar kinnar enda ekkert skjól að hafa í opnum bátunum þegar pus gengur yfir. „En þetta hefur verið skemmtilegt og á flestum stöðum sem við komum á voru móttökur með ólíkindum góð- ar. Yfirleitt gekk ferðin vel en tveggja tíma sigling yfir Faxaflóa tók sex tíma og hann var ansi grófur inn Skaga- fjörðinn. Þar fengum við nokkrar fyll- ur og vorum orðnir blautir og hraktir þegar við komum til Sauðárkróks,“ sagði Þorsteinn en taldi að aldrei hefði verið hætta á ferðum. Lengsti leggurinn var frá Horna- firði til Vestmannaeyja og tók hann um tólf tíma. „Það var allt í lagi nema að það var þoka að Dyrhóley og síð- asta spölinn til Eyja var dálítið pus.“ Það er afrek að sigla í kringum Ís- land þar sem allra veðra er von þrátt fyrir að hásumar sé. En tilgangurinn var góður. „Fyrst og fremst vorum við að þessu til að safna peningum til góðs málefnis og við getum ekki verið annað en ánægð með árangurinn. Síðast þegar ég vissi var búið að safna sjö milljónum sem renna til Krafts. Það gæti verið orðið meira og þeir sem vilja leggja málefninu lið geta hringt í síma 907-2700,“ sagði Þor- steinn að lokum. Var barningur á köflum Morgunblaðið/ Sigurgeir Jónasson Hlýjar móttökur Hópurinn ásamt Sigurgeiri Brynjari Kristgeirssyni, fram- kvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar, sem styrkti hópinn myndarlega. Hringferð til styrktar Krafti lauk í Eyjum í gær MAÐURINN sem lést í vinnuslysi við Hafnarfjarð- arhöfn í fyrra- dag hét Tomaka Ryszard. Hann fæddist í Pól- landi árið 1962 og vann hér á landi fyrir Atl- antsskip. Tom- aka var ein- hleypur og barnlaus. Slysið varð um borð í flutn- ingaskipinu Selfossi, sem er í eigu Eimskipafélagsins, þegar verið var að hífa gáma um borð. Lést í vinnuslysi Tomaka Ryszard 2 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud- laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is LÍÐAN drengsins sem ekið var á við Fjallkonuveg í Graf- arvogi um eittleytið í gærdag er stöðug og er hann ekki í lífs- hættu, að sögn læknis á skurð- deild barna á Landspítala. Hann var á leið yfir Fjall- konuveginn á reiðhjóli þegar ekið var á hann á fólksbíl á litlum hraða. Að sögn Sævars Helga Lárussonar, sérfræð- ings hjá Rannsóknarnefnd um- ferðarslysa, var drengurinn ekki með hjálm. Sævar segir fulla ástæðu til að impra á hjálmanotkuninni sem hafi fyr- ir löngu sannað gildi sitt. Slysstaðurinn er hraðahindrun sem notuð er eins og gangbraut, enda er girðing á umferðareyju við hana rofin, svo fólk komist í gegn. Nálægt eru und- irgöng sem gangandi og hjólandi vegfarendur geta nýtt sér án slysahættu. Kunnugir segja að þar sem „gangbrautin“ sé til staðar og göngin ekki merkt átti fólk sig oft ekki á þeim möguleika. Aðspurður tekur Sævar Helgi undir að tilefni geti verið til að vekja meiri athygli á undirgöngunum á þessum stað. Morgunblaðið/Júlíus Öryggi Skammt frá þessum göngum undir Fjallkonuveginn er hraðahindrun sem nýt- ist sem gangbraut yfir götuna. Göngin eru öruggari leið. Líðan drengs sem ekið var á í Grafarvogi er stöðug Þurfa undirgöng merkingar? VEGNA fjár- skorts hefur Heil- brigðisstofnun Suðurnesja (HSS) í Keflavík þurft að skerða þjónustuna veru- lega. „Málið er að það eru ekki til peningar. Ég vil alls ekki gefa upp alla von, en í augnablikinu hef ég ekkert í höndunum um að það muni koma peningar,“ segir Sigríður Snæ- björnsdóttir, forstjóri HHS. Hún segir stofnunina hafa brugð- ist við fjárþörf með lokun hraðmót- töku, nýjungar í heilbrigðisþjónustu þar sem sjúklingum var boðið upp á hraða afgreiðslu í heilsugæslu. Vísað til Reykjavíkur Næsta skref sé að leggja niður heilsugæsluvaktina utan dagvinnu og öðrum tilvikum en neyðartilfell- um verði vísað á læknavaktina í Reykjavík og á slysadeild Landspít- ala háskólasjúkrahúss. Sigríður segir að á milli 50 og 100 sjúklingar komi á heilsugæsluna daglega utan dagvaktarinnar, sem ljúki klukkan 16.00, og að af þessum fjölda megi áætla að níu af hverjum tíu sjúklingum verði sendir annað. Sigríður segir HSS hafa úr minna fé að spila en sambærilegar heilsu- gæslustofnanir á landsbyggðinni, sé litið til fjölda íbúa, og að ef hún fengi jafnháa fjárhæð og sú stofnun sem næstlægsta upphæð fékk ætti hún að fá 450 milljónir króna aukalega 2008. Hún segir HSS hafa veitt sömu þjónustu og aðrar sambærilegar stofnanir en fyrir mun minna fé. „Við erum í rauninni með þessari fjárveitingu, sem við höfum haft, að veita sömu þjónustu og okkar sam- anburðarstofnanir, í mörgum tilfell- um fyrir miklu minna fé, því við höf- um getað gert þetta fyrir svona 50-75% af því sem hinar stofnanirnar hafa fengið,“ segir Sigríður. Miðað hafi verið við heilsugæslu- stofnanir á Blönduósi, Sauðárkróki, Vestmannaeyjum, Ísafirði, Aust- fjörðum, Akranesi og Selfossi. baldur@mbl.is Níu af hverjum tíu sendir annað Sigríður Snæbjörnsdóttir Í HNOTSKURN »Á fjárlögum fékk HSS78.734 krónur á íbúa. »Sú stofnun sem næst komvar með 101.013 krónur á hvern íbúa. »Sú stofnun sem hæsta upp-hæð fékk var með 200.976 krónur á íbúa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.