Morgunblaðið - 05.07.2008, Side 4
4 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÍRSKIR dagar verða haldnir um helgina á
Akranesi í sjöunda skipti, en ljóst er að ein-
hverjir verða frá að hverfa þar sem ákveðið
hefur verið að hafa 23 ára aldurstakmark.
Á sama tíma er Landsmót hestamanna hald-
ið á Hellu auk Humarhátíðar á Höfn. Á hvor-
ugri hátíðinni eru aldurstakmörk.
Ástandið var orðið óþolandi
„Aðalástæðan er sú að síðustu tvö ár hefur
myndast ákveðið ástand á tjaldstæðum bæj-
arins sem er algjörlega óþolandi,“ segir Tóm-
as Guðmundsson, verkefnastjóri Akranes-
stofu, inntur eftir ástæðu
aldurstakmörkunarinnar. Hann segir þetta
eina ráðið til að brjóta upp mynstrið, og tekur
fram að muni þeir sem eru yngri en 23 ára
koma með ungum börnum sínum, eða jafnvel
foreldrum sínum, sé þeim leyft að mæta. „Við
kynntum okkur lagalegar hliðar þessa máls,“
segir Tómas, sem segir almannahagsmuni
vega þungt í þeim efnum.
Tjaldstæðið á Laugarvatni hefur tekið þá
ákvörðun að meina framvegis fólki undir þrí-
tugu, sem ferðast í hópi, um aðgang að tjald-
svæðinu í sumar. Þó er yngra fólki heimill að-
gangur séu þeir með börnum sínum eða ekki í
hóp. andresth@mbl.is
Aldurstakmark á Írska daga
23 ára aldurstakmark á Akranesi um helgina Mikil ölvun ungmenna síðustu ár ástæðan
Fá að mæta með börnum sínum eða foreldrum Dæmi um þrjátíu ára aldurstakmark á tjaldsvæði
Í HNOTSKURN
»Tjaldstæðið á Laugar-vatni er með 30 ára ald-
urstakmark. Það er þó opið
þeim sem ekki ferðast í hóp-
um eða eru með börn.
»Einnig var gripið tilaldurstakmörkunar á
Akureyri síðustu versl-
unarmannahelgi og á Bíla-
dögum.
»Samband ungra sjálf-stæðismanna stóð fyrir 20
manna mótmælum á Akra-
nesi í gær og stefnir sam-
bandið á að senda kvörtun til
umboðsmanns Alþingis.
Morgunblaðið/RAX
Ferðahelgi Ekki eru allir gestir tjaldstæða landsins fjölskyldufólk eins og hópurinn á myndinni.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
„PAUL hringdi í mig í morgun
[föstudag], hann gat bara talað ör-
stutt en sagðist enn vera á flugvell-
inum á Ítalíu. Hann sagðist vera
undir stöðugu eftirliti vopnaðra lög-
reglumanna sem færu með hann
eins og glæpamann. Þeir fylgdu
honum meira að segja á salernið,“
segir Rosemary Atieno Athiembo,
eiginkona Paul Ramses Odour, sem
var vísað úr landi af Útlendinga-
stofnun (ÚTL) síðastliðinn fimmtu-
dag.
Að hennar sögn voru ítölsku lög-
reglumennirnir mjög hissa á að
hann skyldi hafa verið sendur til
Ítalíu og hefðu þeir spurt hvers
vegna Íslendingar afgreiddu ekki
málið. Lögreglan hefði flutt hann í
hópi fólks í sömu stöðu á stofnun
þar sem fólk í þessari stöðu væri
vistað tímabundið í Rómarborg.
Hún hefði fengið númerið á þessari
stofnun en ekki tekist að ná í hann
símleiðis þar. Ráðgert væri að hann
mundi dvelja þar í þrjár vikur, eftir
það yrði hann fluttur annað, hvert
hafði hann ekki hugmynd um þegar
þau ræddust við seint í gærkvöldi.
Ekki væri á hreinu hvort hann
yrði áfram á Ítalíu eða hvort hann
yrði sendur áfram til annars lands í
framhaldinu.
Innt eftir viðbrögðum Pauls við
flutningunum segir hún hann hafa
hljómað afslappaðri en á flugvell-
inum, þar sem hann hefði verið í
miklu uppnámi og liðið mjög illa á
meðal varðanna.
Deilir tilfinningunum
Rosemary deilir þeim tilfinning-
um. „Mér líður mjög illa, á erfitt
með að sinna nýfæddum syni mín-
um og get ekkert borðað,“ segir
Rosemary. Hún býst við að sér
verði vísað úr landi bráðlega en veit
ekki enn hvert.
Fídel sonur þeirra, sem er mán-
aðargamall, er fæddur hér á landi.
Það breytir þó engu um lagalega
stöðu hans og telst hann því ken-
ískur ríkisborgari. „Það að dreng-
urinn sé fæddur hér veitir honum
engin sérstök réttindi, hann fær
hvorki ríkisborgararétt né sjálf-
krafa dvalarleyfi,“ segir Haukur
Guðmundsson, settur forstjóri Út-
lendingastofnunar. Hann segir jafn-
framt að lagaleg staða hælisleitenda
breytist ekkert þó þeir eignist börn
hér á landi. Hvergi í Evrópu gilda
reglur líkar þeim sem gilda í Banda-
ríkjunum þar sem börn þar fædd fá
sjálfkrafa ríkisborgararétt.
Íslandsdeild Amnesty Inter-
national sendi dómsmálaráðherra
bréf á fimmtudag þar sem íslensk
stjórnvöld eru hvött til að endur-
skoða ákvörðun sína „ekki síst í ljósi
þess að með endursendingu Paul
Ramses Odour til Ítalíu hafa íslensk
yfirvöld gengið á rétt nýfædds son-
ar hans til að njóta umönnunar
beggja foreldra,“ segir m.a. í bréf-
inu frá Amnesty.
Morgunblaðið/Ómar
Mótmæli „Frelsum Paul, frelsum Paul!“ hrópuðu mótmælendur við dómsmálaráðuneytið. Þeir kröfðust þess að mál Paul Oduor yrði tekið upp hér á landi.
Fer Fídel líka til Ítalíu?
Framhaldið er óljóst eftir að Paul Ramses Odour var í gærkvöldi fluttur á stofnun
í Róm þar sem fólk í hans stöðu er vistað tímabundið á meðan unnið er í máli þess
„FARI svo að niðurstaða Útlend-
ingastofnunar feli í sér brottvísun og
endurkomubann, mun brottvísun frá
Íslandi koma til
framkvæmda um
leið og ákvörðun
liggur fyrir.“
Svo hljóðar
niðurlag tilkynn-
ingar Útlend-
ingastofnunar um
„hugsanlega
brottvísun og
endurkomubann
Rosemary Atieno
Odhiambo“, eins
og það er orðað í inngangi bréfsins,
sem dagsett er 2. júní sl. Þau hjónin
sáu bréfið fyrst í síðustu viku.
Í rökstuðningi í meginmáli bréfs-
ins er tekið fram að þegar hún hafi
komið til landsins í mæðraskoðun
þann 20. desember sl. hafi hún við
skýrslutöku tjáð lögreglu að hún
ætlaði aftur til Svíþjóðar, þar sem
hún hefði haft dvalarleyfi undanfarin
ár, innan nokkurra daga. Dvöl henn-
ar hér síðan hafi verið „ólögmæt“.
Þá segir í niðurlagi að brottvísun
feli í sér „bann við komu til landsins
síðar, sbr. 3. mgr. 20. gr. laga nr. 96/
2002“. Var henni veittur fimm daga
frestur til að tjá sig skriflega um efni
málsins frá móttöku bréfsins.
Eiginkonan
á brottvísun
yfir höfði sér
Mun einnig fela í
sér endurkomubann
Rosemary
Odhiambo
Mannréttindasamtök segja áhrif
Dyflinnarsamkomulagsins þau að
múr sé að myndast utan um
Evrópu hvað málefni hælisleitenda
varðar. Sé hælisleitanda hafnað í
einu landi verði viðkomandi vísað
til síns heima óháð ástandinu í
heimalandinu. Þá taki jafnframt
gildi tímabundið endurkomubann
til Evrópu.
Dyflinnarsamkomulag Schen-
gen-ríkjanna felur í sér að fyrsta
viðkomulandi hælisleitenda beri
að fjalla um umsókn þeirra. Ríkjum
er þó í sjálfsvald sett hvort þau
fjalla um umsóknirnar og eru for-
dæmi fyrir því að það sé gert.
Norsk yfirvöld hafa til að mynda
ákveðið að hælisleitendum sem
koma frá Grikklandi verði ekki vís-
að til baka þar sem aðstæður þar
þykja óviðunandi.
Gagnrýni á Dyflinnarsamkomulagið
Í SKÝRSLU Amnesty International
um aðbúnað hælisleitenda á Ítalíu
frá árinu 2005 lýsa samtökin yfir
áhyggjum af aðbúnaði í hælisleit-
endabúðum. Þar segir m.a. að ítölsk
yfirvöld haldi hælisleitendum, sem
engin afbrot hafi framið, í auknum
mæli í varðhaldi þar til þeir fái laga-
lega aðstoð, slíkt geti tekið nokkra
mánuði. Í skýrslunni segir að Am-
nesty hafi ástæðu til að ætla að fólk
sem haldið er í búðunum hafi þurft
að sæta ofbeldi frá öryggisvörðum
og yfirmönnum búðanna.
Þar sé jafnframt deyfandi og ró-
andi lyfjum beitt í ótæpilegu magni,
vistarverur séu óþrifalegar og heil-
brigðisþjónusta ófullnægjandi. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Íslands-
deild Amnesty bendir allt til þess að
ástandið á Ítalíu hafi aðeins versnað
frá árinu 2005 þegar skýrslan var
gefin út. jmv@mbl.is
Hrikalegur
aðbúnaður