Morgunblaðið - 05.07.2008, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 05.07.2008, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ÁKÆRA á hendur Jóni Ólafssyni, kaupsýslu- manni og fyrrverandi stjórnarformanni Norður- ljósa samskiptafélags hf., og þremur öðrum var lögð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær, vegna meintra meiriháttar skattalagabrota við eigin skattskil og í störfum fyrir Norðurljós, Skífuna hf. og Íslenska útvarpsfélagið hf. Er Jóni gert að sök að hafa á árunum 1999 til 2002 vantalið tekjur sínar, fjármagnstekjur og eignarskattsstofna og þannig komið sér undan greiðslu samtals um 361 milljónar króna. Stór hluti þeirrar upphæðar er vegna vangoldins fjár- magnstekjuskatts á skattframtali árið 2000, þegar Jón seldi hlut sinn í Skífunni ehf. til Norðurljósa í nafni félagsins Inuit Enterprises Ltd. Vangoldinn 10% fjármagnstekjuskattur af sölunni er talinn rúmar 194 milljónir króna. Ásamt Jóni eru í málinu ákærðir þeir Hregg- viður Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Norðurljósa, Ragnar Birgisson fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Skífunnar og Símon Ásgeir Gunn- arsson endurskoðandi. Hreggviður og Ragnar vegna eigin skattskila, auk brota í störfum sínum fyrir fyrrgreind félög, en Símon fyrir að telja rangt fram fyrir Íslenska útvarpsfélagið. Hregg- viður er talinn hafa skotið 24 milljónum króna undan skatti árin 1998 til 2002, en Ragnar tæpum 4,9 milljónum á svipuðu tímabili. Ákært fyrir margar rangfærslur í rekstri Jón og Hreggviður eru ákærðir fyrir brot í rekstri Norðurljósa, m.a. að hafa ekki skráð félag- ið á launagreiðendaskrá og ekki greitt ríkissjóði staðgreiðslu af launum starfsmanna, m.a. sínum eigin, að upphæð 76 milljónir. Einnig að hafa gjaldfært sem kostnað hjá Norðurljósum um 26 milljónir sem voru félaginu óviðkomandi og rang- fært ársreikninga Norðurljósa vegna þess. Jón og Ragnar eru ákærðir fyrir að hafa í störfum sínum fyrir Skífuna vantalið launagreiðslur að upphæð 29 milljónir, vangoldið staðgreiðslu opinberra gjalda að upphæð 11 milljónir og skilað röngum virðisaukaskattskýrslum til að koma Skífunni undan greiðslu 9,5 milljóna virðisaukaskatts. Jón, Símon og Hreggviður eru svo allir ákærðir fyrir brot framin í rekstri Íslenska útvarpsfélags- ins. Jón og Hreggviður fyrir að vantelja launa- greiðslur til sjálfra sín, þriggja stjórnarmanna og þrettán annarra starfsmanna, og margvíslegar aðrar greiðslur að upphæð 117 milljónir sem hefði átt að greiða 42,9 milljónir í skatta af, auk þess að koma félaginu undan tæpum 6 milljónum af virð- isaukaskatti. Símon er ákærður ásamt Jóni og Hreggviði fyr- ir að hafa gert röng skattframtöl fyrir útvarps- félagið, vantalið skattskyldar tekjur og oftalið frá- dráttarbær gjöld, sem nam 632 milljónum króna. Ákært í skattamáli Jóns Ólafssonar HUMARHÁTÍÐ á Höfn í Hornarfirði var sett með miklu húllumhæi í gærkvöldi. Mikil stemn- ing myndast í bænum í kringum þessi árlegu há- tíðahöld, en í ár var ákveðið að hafa hornfirska menningu í forgrunni og sjá því heimamenn nær alfarið um alla dagskrárliði. Það má því berlega sjá að mikill sköpunarkraftur ríkir á Höfn því boðið verður upp á fjölmargar myndlistarsýn- ingar og tónlistaratriði auk tveggja dansleikja. Þessir trúðar eru svo afsprengi listasmiðju krakkanna í bænum og lífguðu sannarlega upp á skrúðgönguna í setningarathöfninni. LjósmyndSigurður Mar Halldórsson Alhornfirsk karnivalstemning á Humarhátíð FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is SÍÐUSTU mánaðamót voru mörgum einstaklingum erfið þar sem geng- isþróunin og verðbólgan urðu til þess að hækka greiðslubyrði lána all- verulega. Dæmi eru um erlend bíla- lán sem hækkuðu eingöngu síðan í júní um mörg þúsund krónur. Hið sama má segja um verðtryggð íbúða- lán. Frá áramótum nemur hækkunin í mörgum tilvikum tugum þúsunda króna. Hjá Íbúðalánasjóði fengust þær upplýsingar að umsóknir vegna greiðsluerfiðleika væru orðnar 250 á þessu ári, sem er 34% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Allt síðasta ár bárust um 380 slíkar umsóknir. Nýjar opinberar tölur um vanskil einstaklinga við lánastofnanir liggja ekki fyrir og talsmenn bankanna sögðust ekki hafa orðið varir við auk- in vanskil að neinu ráði. Hins vegar er hætt við að það eigi eftir að breytast á næstu mánuðum þar sem spáð er uppsögnum í stórum stíl og auknu atvinnuleysi. Af sam- tölum við bankamenn má ráða að þeir kvíða haustinu, telja að það verði mörgum viðskiptavina þeirra mjög erfitt. Þjónustufulltrúar bankanna fá æ fleiri til sín sem hafa áhyggjur af auk- inni greiðslubyrði, og velta fyrir sér hvernig hægt er að bregðast við. Fólk spyr um aðstoð við greiðsludreifingu, lengingu lána, biður um hækkun á yf- irdrættinum eða spyr hvernig það geti dregið úr útgjöldunum. Bank- arnir segjast vera allir af vilja gerðir til að aðstoða fólk í fjárhagsvanda en hins vegar er erfiðara að fá yfirdrátt- inn hækkaðan. Margir eru að auki komnir með slíkar heimildir upp und- ir þak, og hærri yfirdráttur er sjaldn- ast lausn allra mála. Sparnaður og ráðdeild eru lykilorðin í dag. Ráðgjafarstofa um fjármál heim- ilanna finnur vel hvaða áhrif sam- dráttur í efnahagslífinu hefur á fólk. Það sem af er ári hafa borist um 400 umsóknir um aðstoð en allt síðasta ár voru yfir 600 umsóknir afgreiddar. Að sögn Ástu S. Helgadóttur, for- stöðumanns Ráðsgjafarstofunnar, er biðlisti eftir viðtölum. Er stofan kem- ur úr sumarfríi reiknar Ásta með þungum mánuðum í ágúst og sept- ember, eins og gjarnan vill verða, en nú megi gera ráð fyrir enn meira annríki. Fyrirhugað er að fjölga starfsmönnum Ráðgjafarstofu, en þeir eru nú sex í föstu starfi. Ungt fólk í vanda Starfsmenn stofunnar finna fyrir aukinni greiðslubyrði hjá fólki, ekki síst hjá ungu fólki sem hefur skuld- sett sig upp í topp með kaupum á hús- næði og bíl og er um leið með náms- lán á bakinu. Berast Ráðgjafarstofunni t.d. fjölmargar fyrirspurnir frá ungu fólki um hvern- ig það getur losnað undan bílalán- unum. Á sama tíma hafa bankarnir nánast lokað fyrir alla lánafyr- irgreiðslu. Ásta segir þetta hafa mikil áhrif. Fólk sé orðið knúið til að taka á sín- um málum. „Ástandið er mjög slæmt en vonandi gengur þetta til baka,“ segir Ásta og óhætt að fullyrða að margir geti tekið undir með henni. Haustdrungi vofir yfir  Íbúðalánasjóður með þriðjungi fleiri umsóknir vegna greiðsluerfiðleika en í fyrra  Biðlistar hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna og starfsmönnum fjölgað Bílalán Hinir áhættufælnu neytendur hafa einnig fundið fyrir aukinni greiðslubyrði. Hér er dæmi um mánaðarlega afborgun af bílaláni hjá SP sem stendur nú í 1,3 millj- ónum króna, er 50% verðtryggt í ísl. kr. og 50% í myntkörfu. Jan. 2008: 35.220 kr. Júlí 2008: 42.261 kr. Íbúðalán Lán tekið í janúar sl. hjá Íbúða- lánasjóði upp á 15 milljónir króna hefur hækkað um 9%, eða um 1,3 milljónir króna. Eru þá ekki tekin með áhrif af mögulegri lækkun á markaðsvirði íbúðarinnar sem lán- ið var tekið út á. Jan. 2008: 15.000.000 kr. Júlí 2008: 16.317.747 kr. Og það hækkar og hækkar og … HÖFUÐSTÖÐVAR Trygginga- miðstöðvarinnar munu færast um set um næstu áramót og verður starfsemin þá flutt að Síðumúla 24 í Reykjavík. TM hefur frá upphafi starfsemi sinnar árið 1957 verið til húsa að Aðalstræti 6, eða í rúmlega hálfa öld. Í fréttatilkynningu frá TM segir að aðgengi að skrifstofunum í Að- alstræti hafi lengi verið ófullnægj- andi, meðal annars vegna skorts á bílastæðum. Við flutningana að Síðumúla 24 muni því aðgengi við- skiptavina að þjónustu á höf- uðborgarsvæðinu taka stakkaskipt- um, enda verði þjónustan öll á jarðhæð. Miðað er við að starfsemin hefjist á nýjum stað um næstu ára- mót. Fasteignafélagið Landic Pro- perty keypti nýlega húsnæði Tryggingamiðstöðvarinnar. Trygginga- miðstöðin í Síðumúlann ENGAR nýjar vísbendingar hafa borist lög- reglunni á Suð- urnesjum vegna hvolpsins sem misþyrmt var í hrauninu skammt undan Kúagerði í júní. Hvolpurinn hafði verið urðaður lifandi undir þungu grjóti og var þrekaður mjög þegar vegfarandi fann hann fyrir til- viljun. Að sögn Heiðrúnar Sigurð- ardóttur, rannsóknarlögreglu- manns, er málið enn í rannsókn, en yfirheyrslum er lokið í bili. Þá ligg- ur enginn undir grun. Mál hvolpsins enn í rannsókn Hvolpurinn ÖLL sýni sem tekin voru í júní við strandlengju Reykjavíkur voru inn- an viðmiðunarmarka. Hvergi hefur orðið vart við skólpmengun, segir í frétt frá umhverfissviði. Umhverfis- og samgöngusvið vaktar strandlengju borgarinnar. Heilbrigðisfulltrúar taka sýni mán- aðarlega á ellefu stöðum. Sýna- tökustaðir eru valdir með tilliti til þess hvar líklegt er að fólk stundi útivist. Sýni sem tekin voru 25. júní síð- astliðinn bera vitni um ómengaða strönd í Reykjavík. Viðmið- unarmörk fyrir saurmengun á úti- vistarsvæðum í nánd við fjörur eru 100 saurkóligerlar í 100 millilítrum samkvæmt reglugerð um fráveitur og skólp. Ströndin er innan marka Skattrannsóknarstjóri hóf formlega rannsókn á skatt- skilum Jóns í febrúar árið 2002. Rannsóknin náði til tekjuáranna 1996 til 2001. Samhliða því hófst rannsókn á bókhaldi og skattskilum Ís- lenska útvarpsfélagsins, Sýnar, Skífunnar og Norðurljósa vegna sömu ára. Skattrann- sóknarstjóri skilaði skýrslu um þetta í febrúar 2003 til Jóns Ólafssonar til andmæla. Í framhaldinu var málið sent til embættis ríkisskattstjóra. Sex ára gamalt mál

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.