Morgunblaðið - 05.07.2008, Side 8

Morgunblaðið - 05.07.2008, Side 8
8 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STANGVEIÐI Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „HÉR hefur verið mokveiði, þetta er bara eins og í þá gömlu, góðu daga,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson kampa- kátur við Langá á Mýrum í gær. Enda höfðu þá veiðst um 240 laxar í ánni – á sama tíma í fyrra voru um 50 komnir á land. „Laxinn er um alla á, ekki nema um helmingur sem hefur veiðst neð- an við þjóðveg. Svo siglum við enn þá í góðu vatni og verðum það næstu vikurnar,“ en Langá nýtur góðs af vatnsmiðlunarstíflu í Langavatni. „Þótt við hefðum ekki veitt nema 50 laxa á sama tíma í fyrra þá end- uðum við samt í 1450 fiskum. Nú stefnir í 2.000 laxa sumar, ef veður og vatnsskilyrði verða í lagi.“ Ingvi Hrafn segir sömu sögu og veiðimenn víða um land, að laxinn komi afar vel haldinn úr hafi. „Það er mörg ár síðan ég hef séð svona mikið af sex til átta punda hængum hér; þeir eru eins og tundurskeyti.“ Samkvæmt fréttavef SVFR er veiðin í Norðurá komin yfir 500 laxa og þar síðasta holl veiddi 137 sem er afar gott. Síðasta holl veiddi síðan 70 í norðanáttinni – á sama tíma í fyrra fékk það ekki nema sex. Blússandi gangur er í veiðinni í Borgarfjarðaránum. Í Flókadalsá hafa þegar veiðst yfir 150 laxar á stangirnar þrjár, síðasta holl í Grímsá var það besta til þessa í sum- ar, fékk 30 laxa, og tvo síðustu holl í Kjarrá 30 og 40 laxa hvort. Minna er að veiðast í Þverá, sem heldur laxi ekki eins vel í litlu vatni eins og nú. Fleiri drekar Pétur Pétursson leigutaki Vatns- dalsár segir síðasta holl hafa veitt 28 laxa og fiskur sé orðinn ágætlega dreifður um ána, þótt það sé ekkert ofboðslega mikið gengið af honum. „En það eru fleiri drekar hér en þessi 24 punda sem veiddist. Við höf- um séð þá í Stekkjarfljóti og það eru fleiri hér í Hnausastreng,“ en hann var að aðstoða erlenda veiðikonu á bakkanum þegar hringt var í hann. „Svo láta þeir sumir fara lítið fyrir sér, þar til í haust. Þá fara þeir svo sannarlega á kreik,“ sagði Pétur og ekki laust við spennu í röddinni. Morgunblaðið/Einar Falur Í Langá Ólafur Finnbogason togast á við nýgenginn og kröftugan lax sem tók flugu í Strengjunum og strikaði síðan beint undir Skuggafoss. Eins og tundurskeyti  Mjög góð laxveiði er á Vesturlandi og talsvert hærra hlutfall af tveggja ára laxi en síðustu sumur  Eitt holl í Norðurá, sem er komið yfir 500 laxa, fékk 137 MUN fleiri stórir laxar eru að veiðast í ánum en síðustu sumur. Einar Gústafsson veiddi 101 cm langan hæng í veiðistaðnum Rúnka í Kjarrá og Örn Andrésson 99 cm hæng í Kaðalstaðahyl í Þverá. Þá hefur verið fjallað um metralanga hænginn sem Þorgeir Haraldsson veiddi í hinum fræga stórlaxahyl Hnausastreng í Vatnsdalsá og vó 24 pund eða 12 kíló í háfnum, áður en honum var sleppt aftur. Samkvæmt viðmiðunartöflu Veiðimálastofnunar er metralangur lax 20 pund. „Kvarðinn er nokkuð réttur í smálaxi en það er alveg hægt að bæta tveim- ur pundum við í stórum vorlaxi, segir Pétur Pétursson við Vatnsdalsá. Stórlaxasumar BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita 30 milljónum króna til að auka umferðaröryggi í Háaleit- ishverfi og Laugardal. Upphæðin skiptist með þeim hætti að 20 milljónir renni til aðlög- unar 30 km svæðis á Háaleitisbraut árið 2008. Tíu milljónir renni til að- gerða í því skyni að lækka umferð- arhraða umhverfis Laugalækja- skóla á árunum 2008 til 2009. Borgarstjóri lagði fram tillögu í borgarráði í apríl sl. þar sem um- hverfis- og samgönguráði er falið að gera tillögur um fjölgun 30 km svæða í íbúðahverfum. Þá verði gerð áætlun um fjölgun mislægra göngutengsla yfir umferðaræðar. Öryggið verði aukið SKOTVEIÐIFÉLAG Íslands og Fé- lag hreindýraleiðsögumanna hafa bent á að nauðsynlegt sé að hrein- dýraveiðimenn þreyti skotpróf til að sanna hæfni sína áður en þeir halda til veiða. „Því miður er ekki hægt að skylda veiðimenn til að taka slíkt skotpróf enn sem komið er þar sem mjög fáir riffilskotvellir eru til á Íslandi og ekkert ákvæði um slíkar kröfur í lögum. Stað- reyndin er sú að of margir veiði- menn halda til hreindýraveiða án þess að skotvopn þeirra séu í lagi, þá oftast að riffilsjónaukinn er ekki rétt stilltur,“ segir í frétt á vef fé- lagsins. En nú horfir til betri vegar því í tilefni 30 ára afmælis Skotveiði- félags Íslands nú í ár hyggst félagið bjóða félagsmönnum sínum, án end- urgjalds, að taka skotpróf áður en þeir halda til veiða og aðstoð við stillingu riffilsjónauka. Með þessu vill Skotvís tryggja að félagsmenn haldi eins vel undirbúnir til veiða og unnt er. Bjóða ókeypis skotpróf FARÞEGUM í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar fækkaði um tæp 3% í júní miðað við sama tíma í fyrra, úr rúmlega 257 þúsund farþegum árið 2007 í 250 þúsund farþega nú. Farþegum til og frá Íslandi fjölg- aði um rúmlega 2% milli ára en far- þegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fækk- aði um tæplega 31%, að því er fram kemur á vef Leifsstöðvar. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem farþegum sem leið eiga um Leifsstöð fækkar. Þróunin hófst í apríl sl. þegar farþegum fækkaði um 14,9% miðað við apríl í fyrra. Farþegar í maí voru 4,55% færri en í maí í fyrra. Að sögn Elínar Árnadóttur, for- stjóra Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar, gætir fækkunar áningar- farþega ekki í verslun í flugstöð- inni. Hún segir að reynslan sé sú að farþegar sem millilendi hér versli ekki í miklum mæli. Farþegar sem fara frá landinu og koma hingað versli mest og þeim fjölgaði í ný- liðnum júní um 2%. sisi@mbl.is Mun færri millilenda Farþegum í Leifsstöð fækkaði um 3% í júní

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.