Morgunblaðið - 05.07.2008, Page 10

Morgunblaðið - 05.07.2008, Page 10
10 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR Nú er svo komið að bílar halda sigekki innan hámarkshraða af virðingu fyrir lögum og reglum, heldur einfaldlega vegna þess að þá eyða bílarnir ekki eins miklu. Það er svokallaður „sparakstur“.     En skilyrðin tilþess að spara bensín með þeim hætti eru verri hér á landi en annars staðar í Evrópu. Íslend- ingar eru nefni- lega með versta bílaflotann í Evrópu þegar kemur að eyðslu og útblæstri, eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær. Með- algildi útblásturs nýskráðra bíla á Íslandi er 193,3 g/km, en Portúgal stendur sig best með gildið í kring- um 150.     Þá eru ónefnd fellihýsin, sem ýtaenn frekar undir eyðsluna.     Og allir jepparnir, sem virðastnauðsynlegir til að komast á milli staða í borginni, ekki síst í fjár- málahverfinu í Borgartúni.     Getur verið að jeppum hafi fjölgaðí réttu hlutfalli við kílómetrana sem hafa verið malbikaðir á lands- byggðinni?     En hækkandi olíuverð kollvarparöllum forsendum.     Mengunin er nánast engin, hanner ódýrari í innkaupum, sparar helming í eldsneytiskostnaði og krafturinn og allir aksturseig- inleikar eru nákvæmlega þeir sömu og í bensínbíl,“ segir Aðalsteinn Leifsson sem keypti metangasbíl í fyrra.     Það er ekki að ósekju að Geir H.Haarde forsætisráðherra hefur talað um að Íslendingar þurfi að breyta neyslumynstri sínu. Ef marka má umferðina út á land í gær, þá er hugarfarsbreyting að eiga sér stað! STAKSTEINAR Er hugarfarið að breytast?                      ! " #$    %&'  (  )               *(!  + ,- .  & / 0    + -                  12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (          !   !       "#      :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? !    ! ! ! ! ! !  ! ! !                        *$BC                       !   "   # $    *! $$ B *! $% & '  % '   (  )'* ) <2 <! <2 <! <2 $('&  + , -# ).  D2E           <       $  !  !     % % 6 2      &' !#  (  !  # $!       !  )     ( *    B      # ' *' $  +" ,"   !  )        %   )  # $ -- !    /0  )11  )'   2 )  #) +  Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR Eftir Jón Sigurðsson Blönduós | Gott er að eiga góða móður þegar leita þarf skjóls fyrir áreiti heimsins. Á þeim degi sem Héraðs- nefnd A-Húnavatnssýslu var lögð niður eftir tæplega 20 ára tilveru fór að rigna í sýslunni langflestum til mikillar ánægju. Folaldið braut ekki heilann um þessi sögulegu tímamót í sýslunni að öðru leyti en því að það var blautt og undir móðurkviði var skjól að finna fyrir vætunni. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Gott er að eiga góða móður KONA sem höfðaði mál gegn lífeyr- issjóðnum Gildi fékk í gær viður- kenningu á því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, að Gildi hefði verið óheimilt að draga örorkulífeyri og tekjutryggingu sem hún fær frá Tryggingastofnun ríkisins frá ör- orkulífeyrinum sem hún fær frá líf- eyrissjóðnum. Byggðist niðurstaðan á vanhæfi ráðuneytisstjóra í fjár- málaráðuneytinu og undirmanna hans til að staðfesta breytingu á samþykktum lífeyrissjóðsins. Auk þess var Gildi gert að greiða konunni 700.000 krónur í málskostnað. Konan hóf að taka örorkulífeyri á árinu 1982, þá metin 75% öryrki eftir brjósklosaðgerð á Landspítalanum ári fyrr. Hún varð sjóðfélagi í Gildi árið 2005 við sameiningu eldri lífeyr- issjóða. Á ársfundi Gildis 2006 var gerð breyting á samþykktum sjóðs- ins, m.a. sú að tekið skyldi tillit til líf- eyris- og bótagreiðslna frá almanna- tryggingum. Óvíst hvort Gildi áfrýjar Héraðsdómur segir ráðuneytis- stjórann hafa verið vanhæfan, vegna stöðu sinnar sem formaður stjórnar Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda, til að fjalla um sambærilegar breytingar og gerðar voru á samþykktum Söfn- unarsjóðsins hjá öðrum lífeyrissjóð- um. Á sama hátt voru allir undir- menn hans í ráðuneytinu taldir vanhæfir. Óvíst er hvort Gildi áfrýj- ar dómnum. „Þetta mun hafa mikla þýðingu fyrir fjölmarga,“ sagði Ragnar Að- alsteinsson, lögmaður konunnar, í samtali við fréttavef Morgunblaðs- ins í gær. „Ég tel að dómurinn muni hafa þau áhrif að 14 lífeyrissjóðir sem breyttu samþykktum sínum fyr- ir 2-3 árum verði nú að gera upp síð- asta tímabil að nýju fyrir u.þ.b. 2.000 öryrkja.“ onundur@mbl.is Örorkan ekki skert vegna vanhæfis embættismanna KANARÍEYJAFLAKKARAR standa fyrir 15 ára afmælishátíð í Árnesi helgina 11.-13. júlí næstkom- andi með tilheyrandi skemmti- dagskrá og veisluhöldum. Samfélag Íslendinga á Kanarí er mjög sam- heldið á veturna og hefur það verið hefð að hópurinn hittist hér heima yfir sumartímann líka, en í ár er 15. sumarið sem það er gert og verður dagskráin sérlega vegleg af því til- efni. Að sögn Sigurborgar Jón- asdóttur, Kanaríeyjafara, var úti- legan smá í sniðum í fyrstu en hefur vaxið ár frá ári og telur nú um 300 manns á öllum aldri. Í ár hefst dagskráin með trompi á föstudagskvöldinu 11. júlí, en þá verður hitað upp með ýmsum heima- tilbúnum skemmtiatriðum og loks harmonikkuballi þar sem verður dansað fram eftir nóttu. Á laug- ardagskvöldinu nær dagskráin svo hápunkti með hátíðarhlaðborði sem hefst kl. 19. Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur mun skemmta gest- um yfir borðhaldinu, en að því loknu verður ósvikið sveitaball þar sem sveiflukóngurinn Geirmundur Val- týsson syngur fyrir dansi og er þetta þriðja sumarið sem Geirmundur skemmtir Kanaríeyjaflökkurum. Þá verður á laugardeginum dregið úr stærðarinnar happadrætti í til- efni 15 ára afmælisins, þar sem verða margir glæsilegir vinningar en aðalvinningurinn er að sjálfsögðu ferð til Kanaríeyja í boði Heims- ferða. Happadrættismiðar verða seldir í Árnesi yfir helgina. Mikil stemning ríkir iðulega í útilegunni og leggja skipuleggjendur áherslu á að allir séu velkomnir, Kanaríeyja- flakkarar sem aðrir. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Fyndinn Jóhannes Kristjánsson mun reyta af sér brandarana. Kanaríveisla á Íslandi AÐ TILLÖGU ráðgjafanefndar verður lagt til á næsta fundi borgarráðs að Anna Kristins- dóttir, stjórn- málafræðingur og fyrrverandi borgarfulltrúi, verði ráðin mannréttinda- stjóri Reykjavíkurborgar. Alls sóttu 23 einstaklingar um embættið. Ráðgjafanefnd um ráðninguna boðaði sex af umsækjendunum í viðtöl. Það er samdóma álit nefndarinnar sem fór yfir um- sóknir og tók viðtölin að Anna Kristinsdóttir fullnægi best þeim kröfum sem gerðar eru sam- kvæmt auglýsingu um starf mannréttindastjóra, segir í frétt frá Reykjavíkurborg. Anna lauk BA-gráðu í stjórn- málafræði frá Háskóla Íslands ár- ið 2006. Hún vinnur nú að loka- ritgerð í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu frá HÍ. Maki Önnu er Gunnar Örn Harðarson, framkvæmdastjóri, og eiga þau þrjú börn. Anna Kristinsdóttir var borgar- fulltrúi Reykjavíkurlistans. Verði mann- réttindastjóri Anna Kristinsdóttir LANDSSAMTÖK hjólreiðamanna harma að ekki skuli vera gert ráð fyrir hjólreiðabraut með að- greindum stefnum í tengslum við lagningu forgangsakreinar á Miklubraut, sem nú er í vinnslu. „Sú hljóðmön sem mokað hefur verið upp samfara þessari fram- kvæmd mun klárlega þrengja að þeim gangstíg sem fyrir er,“ segir í ályktun stjórnar samtakanna. Samtökin hvetja Reykjavík- urborg og Vegagerðina til að bregðast skjótt við og leggja full- gilda aðgreinda hjólreiðabraut meðfram Miklubraut. „Ef jafnræði á að ríkja milli samgöngumáta er mikilvægt að framvegis verði hug- að að slíku við lagningu ak- brauta.“ Ekki hugað að hjólandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.