Morgunblaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 11
FRÉTTIR
RÍKISSTJÓRNIN hefur í kjölfar
jarðskjálftans á Suðurlandi hinn 29.
maí síðastliðinn, ákveðið að tillögu
forsætisráðherra og dóms- og
kirkjumálaráðherra, að setja á
laggirnar starfshóp ráðuneyta sem
ætlað er að vinna náið með fulltrú-
um sveitarstjórna á jarðskjálfta-
svæðunum á Suðurlandi við að
meta hvernig fara skuli með
ótryggð tjón einstaklinga og fyr-
irtækja. Einnig hvernig haga skuli
fjárhagslegum stuðningi við sveit-
arfélögin, m.a. vegna endurreisn-
arstarfsins. Gríðarmikið eignatjón
varð víða í skjálftanum og skemmd-
ust hús, innbú og samgöngu-
mannvirki.
Reynslan frá árinu 2000 mun
verða höfð að leiðarljósi við þessa
vinnu. Ráðuneytisstjóri forsæt-
isráðuneytisins mun stýra starfs-
hópi ráðuneytanna en auk þess
munu sitja í honum fulltrúar dóms-
og kirkjumálaráðuneytis, félags- og
tryggingamálaráðuneytis, heil-
brigðisráðuneytis, samgöngu-
ráðuneytis, umhverfisráðuneytis,
viðskiptaráðuneytis og fjár-
málaráðuneytis.
Endurreisn-
arstarf hafið
á Suðurlandi
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
ÞÓ að framkvæmdir við Kára-
hnjúkavirkjum séu á lokasprettinum
hefur aðsókn ferðamanna og ann-
arra gesta á svæðið lítið minnkað.
Mun umferðin aukast enn meir frá
15. júlí til 15. ágúst nk. þegar al-
menningur getur ekið eða gengið yf-
ir Kárahnjúkastífluna. Þá var nýlega
farið að bjóða fólki upp á skipulagðar
skoðunarferðir inn í stöðvarhúsið í
Fljótsdal. Nú þegar hafa nærri 300
manns farið í þær ferðir.
Á síðasta ári komu um 10 þúsund
gestir í Végarð, upplýsingamiðstöð
Kárahnúkavirkjunar við Fljótsdals-
stöð, og að sögn Sólveigar D. Berg-
steinsdóttur forstöðumanns stefnir í
svipaða aðsókn á þessu ári. Á fyrstu
sex mánuðum ársins höfðu um tvö
þúsund manns komið í Végarð, sem
er svipað og á sama tíma í fyrra, en
framundan eru annasömustu mán-
uðirnir í ferðaþjónustunni; júlí og
ágúst. Þegar mest lét, árið 2006,
komu nærri 16 þúsund manns að
skoða virkjunarsvæðið.
Sólveig segir engan vafa leika á
því að ferðaþjónustuaðilar á Fljóts-
dalshéraði hafi notið góðs af nábýl-
inu við Kárahnjúkavirkjun. Aukning
sé vel merkjanleg á stöðum eins og
Skriðuklaustri, Sænautaseli og gisti-
stöðum.
Þúsundir að Kárahnjúkum
Ljósmynd/Landsvirkjun
Gestir Skipulagðar skoðunarferðir að Kárahnjúkum hafa verið tíðar. Hér
eru starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Austurlands á ferðinni nýverið.
Reiknað með mikilli umferð yfir Kárahnjúkastíflu í sumar
Almenningi boðið í skoðunarferðir inn í Fljótsdalsstöð
UNDIRRITAÐUR hefur verið sam-
stafssamningur milli Keilis á Kefla-
víkurflugvelli, Securitas og Öryggis-
miðstöðvarinnar. Samkvæmt
samningnum hyggjast fyrirtækin
stuðla að öflugu námi fyrir örygg-
isverði. Þeim hefur fjölgað verulega
hin seinustu misseri og skipta nú
orðið hundruðum. Öryggi er orðið
snar þáttur í daglegu lífi fólks. Við
treystum tilteknum starfsstéttum
fyrir mikilvægum þáttum í lífi okkar,
heimilum, fyrirtækjum og bæjarlífi,
segir í fréttatilkynningu. Öryggis-
vörslu hefur þó ekki verið sinnt
markvisst innan skólakerfisins. Með
samstarfssamningnum hyggjast fyr-
irtækin þrjú bæta úr brýnni þörf
með því að koma upp markvissri
kennslu fyrir öryggisverði og tengja
hana hinu almenna skólakerfi. Þann-
ig telja fyrirtækin að efla megi þekk-
ingu innan stéttarinnar, efla áhuga
fólks á starfinu og þar með bæta ör-
yggi almennt.
Bylting í
þjálfun ör-
yggisvarða
Heildsöludreifing og þjónusta:
Tæknivörur, Skútuvogi 12c auk viðurkenndra söluaðila um land allt
M110 fæst hjá Vodafone og Símanum,
ÚTIVISTARSÍMINN
sem þorir og þolir
Flúðasiglingin var rosaleg,
allt rennblotnaði en síminn
virkaði.
Þekki þessi ekki
neitt, Fannst þau
bara svo ekta
þýsk eitthvað.
Skemmtilegt sjónarhorn,
Nonni skal aldrei komast
með tærnar þar sem ég
hef hælana.
Þetta var frábær ferð
og kjötið ljúffengt.
Sætt.
Blautasta Hróarskeldu-
hátíðin hingað til, að
utan sem innan.
30 mínútum áður
en sá stóri tók.
Nenni þessu varla aftur,
en það var gaman
meðan á því stóð.
Á skíðum
skemmti ég
mér...
Högg,- ryk- og rakavarinn (IP54) • VGA myndavél • Bluetooth
Vasaljós • Stereo FM-útvarp • Innbyggður hátalari