Morgunblaðið - 05.07.2008, Page 12

Morgunblaðið - 05.07.2008, Page 12
12 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í FYRSTU var gríðarleg eftirspurn eftir lóðum í Úlfarsárdal við Úlfarsfell en fyrstu lóðirnar voru boðnar út árið 2006. Reykjavíkurborg hefur á þessu ári þurft að endurgreiða um 200 milljónir króna vegna skila á lóðum sem úthlutað var í hverfinu. Þá hefur verið ákveðið að fresta lóðaúthlutun sem fram átti að fara nú haust. Íbúðahverfið Úlfarsárdalur mun telja yfir 10 þúsund manns þegar það verður fullbyggt. Húsbyggjendur og verktakar fara ekki varhluta af niðursveiflu í íslenska efnahagslífinu Morgunblaðið/RAX Úlfarsárdalur: 900 íbúðir FRAMKVÆMDIR hófust í mars á þessu ári við gatna- og holræsagerð í Reynisvatnsási í Graf- arholti. Í sama mánuði var úthlutað lóðum og bar nokkuð á því að þeir sem dregnir voru út skiluðu lóðunum. Á svæðinu, sem þekur um 10 hektara er ráðgert að byggja 116 íbúðir og er áætlað að ljúka gatnagerð í október. Verður einnig gerð tengibraut á þessu gróðursæla svæði inn á Hólmsheiði. Nú eru vegir lagðir en engin hús enn byggð á svæðinu. Morgunblaðið/RAX Reynisvatnsás: 116 íbúðir ÁÆTLAÐ er að byggja 400 íbúðir á svæðinu; einbýlishús, parhús og raðhús. Landið er alls um 58 hektarar og er því svipað að stærð og Grafarholtshverfið í Reykjavík. Hugmyndin er að byggja hverfi sem er gisnara en venjuleg íbúðahverfi og koma til móts við sífellda eftirspurn eftir sérbýlishúsum í Mosfellsbæ. Þá geti bærinn einnig undirstrikað þá sérstöðu sína að sam- eina kosti sveitar og þéttbýlis. Morgunblaðið/RAX Leirvogstunga: 400 íbúðir Í HVERFINU verða um 1.020 íbúðir í fjölbýlishúsum og sérbýlum auk verslunar- og þjón- ustubygginga. Gert er ráð fyrir tveimur leikskólum og grunnskóla í hverfinu. Miklar deilur spruttu upp um tengiveg úr hverfinu, um Álafosskvos, að Vesturlandsvegi. Um 40% lóða eru nú seldar í hverfinu. Lóðir einbýlishúsanna eiga að vera 750-800 fermetrar og bílakjallari und- ir hverju fjölbýlishúsi. Aðeins eitt fjölbýlishús er risið á svæðinu. Morgunblaðið/RAX Helgafell: 1.020 íbúðir FRÉTTASKÝRING Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is TÓMIR húsgrunnar og hálfkláruð steypuflykki blasa við þegar beygt er inn í nýja Úlfarsfells- hverfið í Reykjavík. Sömu sögu er að segja af nýja hverfinu í Leirvogstungu í Mosfellsbæ. Einstaka smiður er á vappi hér og þar og í fjarska heyrist suð í háþrýstidælu. Veður er með besta móti og engan íbúa að sjá á götunum. Allt er með kyrrum kjörum. Nýju íbúðahverfin í höfuðborginni og í nágrenni hennar eru ef til vill tær birtingarmynd þess að niðursveifla í efnahagslífinu er hafin; hægari og erfiðari tímar eru í nánd. Lánsfé af skornum skammti. Lítið selst af lóðum Hægst hefur á sölu lóða í nýja Helgafellshverf- inu í Mosfellsbæ. Um 40% lóða þar eru nú seldar en áætlað er að reisa 1.020 íbúðir á svæðinu; þar af fjölmörg einbýlishús og raðhús. Í skipulagi hverfisins er gert ráð fyrir grunnskóla á stórri lóð í miðjunni og í tengslum við hann verður starf- ræktur leikskóli. Þá er einnig gert ráð fyrir sér- stakri leikskólalóð í nánd við miðju hverfisins. Sömu sögu er að segja af framkvæmdum í áð- urnefndu Leirvogstunguhverfi. Bjarni Guð- mundsson, sem stendur fyrir byggingu þess, segir mjög hafa hægt á sölunni. „Það selst lítið sem ekkert í dag, sem auðvitað telst eðlilegt þar sem enginn fær peninga.“ Hann segir það þó sæta furðu hve mikið er að gerast í hverfinu miðað við efnahagsástandið. Gert er ráð fyrir um 400 lóðum á svæðinu og um 1200-1300 íbúum. Erfitt er að segja til um hvenær hverfið verður fullmótað en framkvæmdaaðilar vonast til að svo verði innan tveggja til þriggja ára. Lóðum skilað og verð lækkar Nýlega ákvað bæjarstjórn Hafnarfjarðar að lækka verð á lóðum í nýju Vallarhverfi í bænum þar sem um tuttugu vilyrðishafar skiluðu sér ekki við úthlutun. Þá hefur lóðum einnig verið skilað við Reyn- isvatnsás í Reykjavík. Um 650 umsóknir bárust upphaflega í þær 106 íbúðir sem eiga að vera í hverfinu. Þar eiga að vera 58 einbýlishús og 12 rað- og parhúsalóðir fyrir 48 íbúðir. Forvitnilegt verður að fylgjast með hvort líf glæðist að nýju í þessum hverfum og hvenær glaumur mannlífsins mun að lokum yfirgnæfa suðið í háþrýstidælunni. „Lítil sem engin sala á lóðum“  Hægst hefur á framkvæmdum í nýjum íbúðahverfum í höfuðborginni og ná- grenni hennar  Erfitt að segja til um hvenær hverfin verða fullmótuð MEÐ hliðsjón af þeim fjölda íbúða sem voru í byggingu í árs- lok 2007 og byrjað hefur verið á á þessu ári, má áætla að nú séu jafnvel allt að 4.500 íbúðir í byggingu í landinu öllu. Óvíst er hvenær þessar íbúðir munu koma á markað. Upplýsingar um fjölda nýrra íbúða sem voru í byggingu í lok hvers árs á tíma- bilinu frá 1970 til loka síðasta árs, sýna að fjöldinn hefur aldr- ei verið meiri en einmitt í lok síðasta árs. Þá voru rúmlega 6.200 nýjar íbúðir í byggingu. Ástæða er til að benda á að taka ber upplýsingum um fjölda íbúða í byggingu á hverjum tíma með ákveðinni varúð. 4.500 íbúðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.