Morgunblaðið - 05.07.2008, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
„GÓÐAN deig.“ Þeir sem horfðu á
bresku þættina Allo Allo!, sem
sýndir voru í Sjónvarpinu fyrir
margt löngu í þýðingunni Allt í
hers höndum, kannast við þessa
kveðju lögreglumannsins breska
Crabtree, þ.e. „Good moaning.“
Nú á að endurvekja þessa sígildu
gamanþætti BBC, en að þessu sinni
á leiksviði og halda í leikferð um
Bretland með sýninguna. Leikritið
var skrifað árið 1992, af sömu höf-
undum og sömdu sjónvarpsþættina,
David Croft og Jeremy Lloyd.
Leikarinn Gorden Kaye, sem lék
franska kráreigandann René Arto-
is, mun þó ekki bregða sér í hlut-
verkið góða í leiksýningunni. Vicki
Michelle mun hins vegar leika
Yvette Carte-Blanche, hjákonu
René, líkt og hún gerði í sjónvarps-
þáttunum á 9. áratugnum.
René Artois
og félagar
fara á flakk
Allt í hers höndum á
leiksvið í Bretlandi
Ó, René! René Artois með hjákonu
sinni Yvette Carte-Blanche.
SUMARSÝNING Listasafns-
ins á Akureyri verður opnuð í
dag, yfirlitssýning á verkum
Guðmundar Ármanns Sig-
urjónssonar. Guðmundur hefur
starfað við myndlist og kennslu
í fjóra áratugi og verið mik-
ilvirkur í félags- og baráttu-
málum myndlistarmanna.
Í tilkynningu frá safninu
segir að Guðmundur hafi staðið
vörð um þá trú sína að það sé
„nauðsynlegt að næra þann mikla áhuga á listum
sem íbúar á Akureyri hafa ræktað með sér á
undanförnum áratugum.“ Safnið er opið alla daga
nema mánudaga frá 12-18. Aðgangseyrir kr. 400.
Myndlist
Yfirlitssýning á
verkum Guðmunds
Guðmundur Ár-
mann Sigurjónsson
SÖNGKONAN og tónlistar-
maðurinn Ólöf Arnalds heldur
tónleika í Sólheimakirkju í dag
kl. 14 og er aðgangur ókeypis.
Um leið munu Sólheimar fagna
78 ára afmæli sínu og vígja
nýtt þjónustuhús af því tilefni,
Vigdísarhús, sem heitir í höf-
uðið á frú Vigdísi Finnboga-
dóttur, fyrrverandi forseta Ís-
lands.
Ólöf gaf út sólóplötuna Við
og við í fyrra og var hún lofuð mjög af gagnrýn-
endum og m.a. valin plata ársins í Morgunblaðinu.
Það má því búast við ljúfum tónum að hætti Ólaf-
ar í Sólheimakirkju.
Tónleikar
Ólöf Arnalds syng-
ur í Sólheimakirkju
Ólöf
Arnalds
NORRÆNA orgelhátíðin í
Hallgrímskirkju stendur yfir
þessa dagana og býður í dag
upp á tónleika með einum virt-
asta organista Danmerkur,
Bine Katrine Bryndorf,
prófessor í orgelleik við
Konunglega Konservatoríið í
Kaupmannahöfn.
Bryndorf kemur fram á
tvennum tónleikum um
helgina, í hádeginu í dag kl. 12
og annað kvöld kl. 20. Á hádegistónleikunum leik-
ur hún verkið L’Ascension eftir Messiaen. Efnis-
skrá sunnudagstónleikanna er tvískipt með verk-
um eftir J.S. Bach, Messiaen og Carl Nielsen.
Tónleikar
Bach, Messiaen og
Nielsen á hátíð
Bine Katrine
Bryndorf
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
SUMARTÓNLEIKAR við Mývatn
hefjast um helgina og standa næsta
mánuðinn. Það er stúlknakórinn
Graduale Nobili sem hefur dag-
skránna með tónleikum í Reykja-
hlíðarkirkju klukkan níu í kvöld.
María Vigdís Kjartansdóttir hef-
ur sungið í kór frá því hún var átta
ára og byrjaði í barnakór Jóns
Stefánssonar, sem er einmitt
stjórnandi Graduale Nobili. Nú, 13
árum síðar, er hún að ljúka söng-
námi í Söngskóla Reykjavíkur og
stefnir út í heim í nám. „Það er
ekkert hægt að hætta núna,“ segir
hún.
Hún segir góðan anda í kórnum
og innbyrðis samkeppni sé mjög í
hófi. „Þetta er eintóm gleði og fé-
lagsskapurinn er náttúrulega stór
hluti af þessu. Skemmtilegustu
partíin sem maður fer í eru kór-
partí.“ Þar eru klassísku tónverkin
lögð til hliðar og slagarar eins og
„Nína“ fá að hljóma.
Efnisskráin verður blanda af lög-
um af plötunni In Paradisum sem
þær sendu frá sér í vor. „Þetta eru
allt íslensk nútímaverk og uppá-
haldslagið mitt er „Ég skal lofa
eina þá“ eftir Báru Grímsdóttur.
Það er svo rytmískt og melódískt,
maður er alltaf að söngla það á leið-
inni heim af æfingum.“
Stúlknakórinn Graduale Nobili hefur Sumartónleika við Mývatn í kvöld
„Þetta er eintóm gleði“
Morgunblaðið/G.Rúnar
Glaðbeittar Stúlknakórinn Graduale Nobili naut veðurblíðunnar í gær þeg-
ar ljósmyndara bar að garði. Stúlkurnar syngja í Reykjahlíðarkirkju í kvöld.
Hlusta má á söng kórsins á
www.myspace.com/gradualenobili
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
BRESKA myndlistarkonan Bridget
Kennedy opnar í dag allsérstaka
sýningu á Akureyri, á ekki síður sér-
stökum sýningarstað, VeggVerki.
Eins og nafnið ber með sér er sýnt á
vegg, nánar tiltekið vesturhlið húss-
ins að Strandgötu 17.
Þar sýnir Kennedy Pantone-heiti
lita úr ljósmynd sem fengin var af
vefsíðu VeggVerks og sýnir fjöruna
við bæinn, sjó og land. Pantone-
kerfið er notað í prentverki yfir liti,
þeir skírðir með nöfnum og tölum.
Kennedy hefur sem sagt leyst
myndina upp í grófa punkta, pixla á
tölvumáli, og fundið út heiti hvers
litar í myndinni í forritinu Photo-
shop sem hún síðan færir yfir á
vegginn með stenslum í rúðustrikað
net nákvæmlega eftir fyrirmyndinni.
Í stað landslagsmyndar blasir því
við á veggnum mikil súpa talna og
heita, t.d. „Black 447“.
Rómantíkin á bak og burt?
„Það er býsna langt ferli að baki,
að ná þessum upplýsingum,“ út-
skýrir Kennedy. Hún klippi stensla
með Pantone-heitunum út í þunnt
plast og máli í gegnum þá á vegginn.
„Ég hef mikinn áhuga á hug-
myndum um fegurð og rómantík
sem tengjast landslagsmyndum og í
verkum mínum rýri ég myndirnar
þannig að útkoman verður al-
gjörlega laus við rómantík, jafnvel
álitin kuldaleg,“ segir Kennedy um
verk sín almennt.
„Ég hef áhuga á því hvort greina
megi rómantík í þessari gjörbreyttu
mynd, eftir þessa breytingu.“
Sýningin Landline opnuð á VeggVerki á Akureyri í dag
Landslagsrómantík
í Pantone-útfærslu
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Landline Neðra horn, hægra meg-
in, á verki Kennedy á VeggVerki.
SÝNING tileinkuð sumri verður
opnuð í dag kl. 16 í Galleríi Ágúst.
Á henni verða sýnd valin verk
þeirra listamanna sem sýndu á
fyrsta starfsári gallerísins. Þetta
eru Andrea Maack, Ásdís Sif Gunn-
arsdóttir, Davíð Örn Halldórsson,
Hulda Stefánsdóttir, Magnea Ás-
mundsdóttir, Rakel Bernie og Sara
Björnsdóttir.
Á myndinni fyrir ofan gefur að
líta verk eftir Davíð Örn.
Sumarsýning í Ágúst
Morgunblaðið/Valdís Thor
12. júlí kl. 21
Í Reykjahlíðarkirkju og 13.
júlí kl. 21 í Skútustaðakirkju:
Kristinn H. Árnason, gítar-
leikari og Helga Þórarins-
dóttir á víólu.
19. júlí kl. 21
Í Reykjahlíðarkirkju: Seb-
astiano Brusco, píanóleikari
frá Róm.
26. júlí kl. 15
Í Þorgeirskirkju við Ljósa-
vatn og sama dag kl. 21 í
Reykjahlíðarkirkju: Karlakór
St. Basil dómkirkjunnar í
Moskvu.
2. ágúst kl. 21
Í Reykjahlíðarkirkju: Rose
Menzel, mezzosópran, Erika
Anschütz víóluleikari og Fred
Rensch píanóleikari.
3. ágúst kl. 14
Dimmuborgir: Helgistund
og tónlist.
3. ágúst kl. 21
Í Skútustaðakirkju: Rose
Menzel, mezzosópran, Erika
Anschütz, víóluleikari, Fred
Rensch píanóleikari.
Næst á
dagskrá
ÞAU mistök urðu við gerð
fréttar sem birtist í Morgun-
blaðinu í gær af bláu bílvélinni
hans Rogers Hiorns í Hafn-
arhúsinu, að nafn Yean Fee
Quay var misritað og hún rang-
lega sögð starfa hjá Listasafni
Íslands. Hið rétta er að hún er
sýningarstjóri hjá Listasafni
Reykjavíkur.
Hún og lesendur eru beðnir
velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTTING
Bláa bílvélin