Morgunblaðið - 05.07.2008, Page 18

Morgunblaðið - 05.07.2008, Page 18
18 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is S amtökin almanna- heill voru stofnuð hinn 26. júní og eru samstarfsvett- vangur félaga og sjálfseignarstofn- ana sem vinna að almannaheill á Ís- landi. Formaður samtakanna er Guðrún Agnarsdóttir forstjóri Krabbameinsfélags Íslands. „Sam- tökin eru vettvangur þar sem sam- eiginlegum hagsmunum er beint í einn farveg. Lögð verður áhersla á þrjú verkefni. Í fyrsta lagi að vinna að einföldu og bættu skattaum- hverfi til samræmis við það sem gerist í nágrannalöndunum. Í öðru lagi að sett verði heildarlög um starfsvettvanginn, réttindi og skyldur og í þriðja lagi að skýra og skilgreina hlutverk og gagnsemi samtakanna fyrir opinberum að- ilum og almenningi,“ segir Guðrún. Hvaða máli skiptir stofnun sam- takanna? „Miklu máli. Samtökin vilja sam- eina þá krafta margvíslegra félaga og samtaka sem segja má að séu hálfósýnileg í samfélagsgerð okkar. Auðvitað vitum við oft af þeim góðu félögum sem eru að vinna að almannaheill og þau verða sýnileg við og við en flest þeirra vinna í kyrrþey að málefnum sínum. Þau eru þó mjög mikilvæg fyrir hag- sæld og velferð í samfélagi okkar, án þess að vera skilgreind eða eiga sér lagalegan grundvöll og án þess að hafa sömu réttindi og sambæri- leg félög í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Þessu vilja Samtökin almannaheill breyta. Í fyrra kallaði Björgólfur Guð- mundsson á fulltrúa 75 samtaka sem vinna að almannaheill niður í Iðnó. Í Landsbankanum hafði verið í gangi ágætt átak, „Leggðu góðu málefni lið“ þar sem viðskiptavinir bankans gátu látið peninga renna til ýmissa félaga og samtaka og bankinn lagði fjárhæð á móti. Þannig fengu 75 samtök eina millj- ón hvert. Þarna vorum við öll sam- ankomin í Iðnó, lítil og mjó, feit og stór, rangeygð og rauðhærð og allaveganna vorum við, fulltrúar fjölbreytilegra samtaka og félaga. Þegar ég horfði yfir salinn þá hugsaði ég með mér að ef öll þessi samtök hættu starfsemi sinni myndu þau sannarlega verða sýni- leg. Þá myndu stjórnvöld og aðrir sjá hversu gríðarlega mikilvægt starf þau vinna til að tryggja vel- ferð í samfélaginu og létta þannig mjög á hinu opinbera. Þá er ég ekki að gera lítið úr opinbera geir- anum eða einkageiranum. Þessi fé- lög eru hluti af hinum svokallaða þriðja geira og rannsóknir hafa sýnt að hann skapar ómælt fram- lag til hagsældar samfélaga. Á Ís- landi hefur þessi geiri ekki laga- lega skilgreiningu, starfsvettvangurinn hefur ekki ver- ið skilgreindur og hann nýtur alls ekki sömu skattaívilnana og und- anþága og sambærileg samtök gera í nágrannalöndunum og hafa gert lengi. Það að þau njóti skattaíviln- ana og undanþága í öðrum löndum er viðurkenning á mikilvægu fram- lagi þeirra, sem oft byggist á sjálf- boðaliðavinnu, eldheitri hugsjón eða grasrótarþekkingu á málefninu sem opinberir aðilar hafa ekki. Starfið almennt tekur þunga af op- inberum aðilum.“ Stjórnvöld eru þá ekki nógu meðvituð um framlag þessara sam- taka til samfélagsins? „Ég held að framlag þessara samtaka hafi almennt verið van- metið. Það stafar ekki af því að hollusta fólks við hina ýmsu mál- staði þeirra sé ekki nógu mikil. Þau njóta almennt velvildar en hafa ekki verið nógu sýnileg sem afl og ekki nógu vel skilgreind sem mikilvægur þáttur í athafna- og efnahagslífi okkar.“ Sorgin er hluti af lífinu Þú hefur verið forstjóri Krabba- meinsfélagsins frá 1992. Hafa orðið miklar framfarir í krabbameins- lækningum á þessum tíma? „Það er erfitt að mæla framfarir en þær hafa verið talsverðar. Frá því ég lærði læknisfræði hafa þær orðið gríðarlega miklar. Batahorfur sjúklinga sem greinast með krabbamein hafa almennt batnað verulega. Af þeim konum sem nú greinast með brjóstakrabbamein eru til dæmis 90 prósent á lífi eftir fimm ár og 80 prósent lifandi eftir tíu ár. Það gerist hvergi betra í heiminum. Ástæðurnar eru bæði regluleg leit, mjög góð og stöðugt batnandi meðferð og stuttur bið- tími frá greiningu til meðferðar. Ís- lendingar standa líka fremst Evr- ópuþjóða í því að lækna börn með krabbamein.“ Krabbamein er í hugum margra tengt við dauða. Hefur starfið sem forstjóri Krabbameinsfélagsins breytt lífshugmyndum þínum á ein- hvern hátt? „Starfið hefur fært mér betri Margar leiðir „Það eru svo margar leiðir í lífinu og engu er lokið þótt maður nái ekki öllum áföngum.“ Getur verið þroskandi Eftirfarandi samtök gerðust stofnfélagar á fundi Samtak- anna almannaheilla: Aðstandendafélag aldraðra, Blindrafélagið, Bandalag ís- lenskra skáta, Geðhjálp, Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs, Heimili og skóli – Landssamtök foreldra, Hjálparstofnun kirkj- unnar, Krabbameinsfélag Ís- lands, Kvenréttindafélag Ís- lands, Landvernd, Neytenda- samtökin, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Ung- mennafélag Íslands, Ör- yrkjabandalag Íslands. Samtökin almannaheill

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.