Morgunblaðið - 05.07.2008, Page 19

Morgunblaðið - 05.07.2008, Page 19
skilning á öðru fólki, sjálfri mér og lífinu. Ég ber virðingu fyrir lífinu, öllu lífi. Kannski er þetta eins og með ljósið og skuggann, sorgina og gleðina, lífið og dauðann, það verð- ur að hafa eitthvert mótvægi til að geta gert sér grein fyrir samheng- inu og meta það sem er jákvætt. Þá er ég ekki að segja að dauðinn sé alltaf neikvæður, hann er eðli- legur hluti af lífinu og maður áttar sig á því þegar maður er í návist hans. Sú nánd færir manni þroska, víðsýni og virðingu fyrir fólki.“ Hvernig verndarðu þig gagnvart því að taka hluti sem þú sérð í starfi ekki of mikið inn á þig? „Það getur verið erfitt og aldrei er hægt að brynja sig alveg og það er heldur ekki gott að vera of var- inn. Þegar ég var læknanemi var til siðs að nemar kryfðu lík, nú er það fremur sjaldan að lík eru kruf- in. Mér brá þegar líkið sem ég átti að kryfja var af litlum fimm ára dreng sem ég hafði annast á barnadeildinni. Hann var með hvít- blæði. Í dag læknast langflest börn sem fá hvítblæði en þessi litli drengur dó úr sjúkdómnum. Það fékk mjög á mig að hann skyldi deyja en ég hugsaði með mér að ég hefði þekkt hann lifandi og myndi kryfja hann af virðingu og hlýju gagnvart honum. Sorgin grípur mann gagnvart dauðanum, að minnsta kosti í hvert sinn sem ung manneskja deyr, en manni lærist visst æðruleysi. Sorg- in er hluti af lífinu. Maður skilur ekki lífið ef maður hefur ekki rými fyrir sorgina. Og það er erfiðara að setja sig í spor annarra ef maður getur ekki tekið þátt í sorg þeirra.“ Áverkinn í sálinni Þú varst um tíma yfirlæknir neyðarmóttöku vegna nauðgunar á slysa og bráðamóttöku Landspít- alans. Það hefur örugglega ekki verið auðvelt starf. „Þar sá ég hversu illa mann- eskjur geta farið með aðra mann- eskju. Í Neyðarmóttökuna kemur fólk á öllum aldri en langflestir sem leita þangað eru ungar konur, sem eru að byrja lífið. Það er mjög vont veganesti út í lífið að vera beittur ofbeldi. Þeir sem besta þekkingu hafa á þeirri streitu sem hlýst af miklum áföllum segja að ef önnur manneskja brýtur gegn þér með þessum hætti og veldur þér djúpum harmi þá sé það verra áfall en hlýst af stórslysum eða nátt- úruhamförum. Þú missir trú á öðr- um manneskjum. Kynferðislegt of- beldi hefur djúp áhrif á sjálfsmyndina og sjálfsvirðinguna og veldur miklum skaða sem ekki er sýnilegur. Líkamstjónið sem hlýst af því er alvarlegt en oft minni háttar miðað við hversu áverkinn í sálinni getur verið djúp- ur.“ Varðstu ekki stundum reið þegar þú sást hvað fólk leyfir sér að gera annarri manneskju? „Jú, maður verður það en þá þarf maður líka að leita orsakanna. Hvað er það í menningu okkar sem fær karla til að hegða sér á þennan hátt? Hvernig ölum við upp börnin okkar og hvaða gildi innrætum við þeim? Hver er karlmennsku- ímyndin á okkar dögum? Hvernig höfum við áhrif á hana? Við verð- um að spyrja okkur þessara spurn- inga. Um daginn var ég að horfa á mynd um Karþagó í sjónvarpinu, ég horfði líka á mynd um Hinrik VIII og grimmdina sem þá ríkti, og daglega fæ ég fréttir af Íraks- stríðinu og ástandinu í Afganistan og ég hugsa: Breytist veröldin virkilega svona lítið, erum við virkilega sífellt að meiða annað fólk?“ Eiga kynferðisafbrotamenn eitt- hvað sameiginlegt? „Það hafa ekki verið gerðar mjög margar rannsóknir á ger- endum. Fólk sem beitir aðra of- beldi á við augljósan vanda að glíma. Kynferðislegt ofbeldi er fyrst og fremst valdbeiting gagn- vart annarri manneskju. Þar er kynfæri notað sem vopn til að upp- hefja sig og beita aðra manneskju valdi. Það að einhver velji þá leið til að upphefja sig er grunnvand- inn. Gerendurnir geta verið af öllu tagi. Það er enginn einn þjóð- flokkur eða menn í rykfrökkum sem eru sýnilegir gerendur.“ Hver er besta forvörnin? „Í fyrsta lagi að hlúa vel að börnum í uppeldi, sýna þeim virð- ingu og væntumþykju, hlýju og stuðning. Það er lykilatriði í því að byggja upp góða einstaklinga með sjálfsvirðingu. Síðan á að opna um- ræðuna og ræða í skólum við ung- linga um kynlíf, jafnrétti, virðingu fyrir öðrum og sjálfum sér og hvernig megi ekki hegða sér. Þetta á ekki bara að ræða við stúlkurnar heldur einnig við drengina. Kyn- ferðislegt ofbeldi tengist mjög skemmtunum um helgar þar sem áfengisneysla og önnur neysla á sér stað og er örugglega of mikil hjá of mörgum ungum einstaklingum. Of- beldi er oft beitt þegar stúlkurnar eru ofurölvi og vita ekki hvað er að gerast. Umræða um þessi mál og nauðsyn þess að draga úr neyslu myndi strax hafa jákvæð áhrif. Það ríkir ákveðið markaleysi og hömluleysi vegna þessa hraða takts sem er í samfélagi okkar og sömu- leiðis agaleysi. Vinnudagurinn er langur og það bitnar á fjölskyldu- lífi. En þetta agaleysi, markaleysi og hömluleysi sem er ákveðinn veikleiki í samfélaginu, einkum meðal ungs fólks, er líka á vissan hátt styrkleiki okkar sem þjóðar. Það sem er veikleiki á einu sviði getur orðið að styrkleika á öðru sviði. Þess vegna getum við gert alls konar hluti sem agaðri þjóðir láta sér ekki detta í hug að reyna. Og gerum það með glæsibrag. Eins og til dæmis að halda Leiðtoga- fundinn án fyrirvara og kæla hraun sem rennur.“ Kvennabarátta er eilífðarviðfangsefni Þú varst einn af stofnendum Kvennalistans. Funduð þið fyrir fordómum í byrjun? „Fordómarnir hafa örugglega verið þó nokkrir. Fulltrúar stjórn- málaflokkanna sem fyrir voru skildu lítið í þessu. Mjög margir þeirra bönkuðu í okkur og buðu okkur í sinn flokk og sögðust vera með baráttumál okkar á stefnu- skránni. En þeir minntust ekki á að þau mál voru mjög neðarlega á lista. Svo voru þeir líka með laus sæti á framboðslistum en þau voru líka mjög neðarlega. Þegar þessi boð dugðu ekki þá reyndu þeir að gera grín að okkur. Og þegar það dugði ekki þá reyndu þeir að láta eins og við værum ekki til. En svo þurftu þeir að keppa við okkur og þá settu þeir sínar konur ofar á lista og stefnumálin svolítið ofar.“ Hafa markmið Kvennalistans náðst? „Við höfum náð mörgum áföng- um. Neyðarmóttakan er einn þeirra, nokkuð sem er áþreifanlegt. Það er kannski erfiðara að festa hendur á mörgum öðrum áföngum. Tilkoma Kvennalistans átti ekki síst þátt í að byggja upp sjálfs- traust og styrk kvenna úti í sam- félaginu. Markmiðið var einmitt að virkja konur og þjóðfélagið til auk- innar vitundar um mikilvægi kven- frelsis. Hver og ein manneskja glímir við það á hverjum degi að tryggja réttindi sín og konur berj- ast fyrir sínum réttindum. Ég hitti mjög oft konur sem hafa sótt styrk og kraft í kvennabaráttuna og um- ræðuna sem varð þegar Kvenna- listinn var á dögum. Þannig náði Kvennalistinn markmiði sínu og ég lít á Kvennalistann sem áfanga á langri leið. En kvennabarátta er ei- lífðarviðfangsefni. Það er mikilvægt að láta ekki fenna í sporin og gleyma ekki því sem gert hefur verið. Mikilvægast er að baráttan haldi áfram og vitund okkar eflist um mikilvægi þess að samfélagið hagnast á því að allir þegnar njóti fyllstu réttinda, séu jafnir, geti blómstrað, látið það rætast sem í þeim býr og gert það sem þá dreymir um.“ Þú fórst í forsetaframboð á sín- um tíma en Ólafur Ragnar Gríms- son var kjörinn forseti. Sérðu eftir því að hafa farið í þetta framboð? „Nei, ég sé ekki eftir því. Ég var hvött til að bjóða mig fram og ákvað að láta slag standa. Ég vildi fylgja eftir og koma áleiðis ýmsum lífsgildum og hugsjónum sem ég trúi á. Í kosningabaráttunni kynnt- ist ég stórum hópi fólks um allt land sem ég þekkti ekki áður og fékk innsýn í þjóðfélagið sem ég hefði annars ekki fengið. Þetta var dýrmæt lífsreynsla og mjög skemmtilegur tími.“ Er ekki leiðinlegt að tapa? „Það er ekki endilega leiðinlegt að tapa. Þvert á móti getur verið þroskandi að tapa. Það eru svo margar leiðir í lífinu og engu er lokið þótt maður nái ekki öllum áföngum. Ég er mjög ánægð þar sem ég er í dag og sátt við öll úr- slit í mínu lífi.“ Morgunblaðið/Golli Þegar ég horfði yfir salinn þá hugsaði ég með mér að ef öll þessi samtök hættu starfsemi sinni myndu þau sannarlega verða sýnileg. Þá myndu stjórnvöld og aðrir sjá hversu gríð- arlega mikilvægt starf þau vinna til að tryggja velferð í samfélaginu og létta þannig mjög á hinu opinbera. » að tapa MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.