Morgunblaðið - 05.07.2008, Page 22

Morgunblaðið - 05.07.2008, Page 22
bílar 22 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Lilju Þorsteinsdóttur liljath@mbl.is Ilmandi hjólbarðareykur fauk íhressandi moldarroki framaní spennta áhorfendur á fyrstukvartmílukeppni sumarsins síðasta laugardag. Keppendur létu veðrið ekki trufla sig og þeir sem blaðamaður ræddi við ætluðu að hefja keppnistímabilið með stæl. Steindór Björn Sigurgeirsson sem keyrir Mitsubishi Evolution 8 er ekki nýliði í kvartmílunni. „Ég byrj- aði að keppa í fyrra og varð Íslands- meistari á þessum bíl. Ég er að keppa í GT flokki og stefnan er vissulega sett á að færa til Íslands- metið í þeim flokki í sumar.“ Steindór er ekki í vandræðum með að svara því hvað sé skemmti- legt við kvartmíluna. „Það er frelsið, þú mátt vera með gjöfina í botni og ekkert rugl. Þeir sem eru áhuga- samir verða endilega að drífa sig, þegar ég var polli var okkur ýtt í burtu þegar „fagmennirnir“ voru á ferð en það er ekki lengur þannig. Það er skemmtilegra þegar fleiri mæta og allar spurningar gera okk- ur gott.“ Árdís Pétursdóttir sat í bílnum sínum og beið þess að komast í tíma- töku. „Í dag er ég á Ford Mustang Mach 1 með 429 vél, þetta er í fyrsta sinn sem ég keppi í kvartmílu en ég hef mætt á æfingar hérna. Þetta er reyndar ekki minn bíll, hann er heima bilaður. Minn er með stærri vél og á að geta náð talsvert betri tíma en þessi.“ Bíllinn næstum aukaatriði Árdís hvetur fólk til að koma endi- lega og prófa. „Þetta er þvílíkt gam- an, adrenalín, spenna og það er gam- an að geta staðið bílinn eins og hann dregur án þess að þurfa að spá í því. Það skiptir ekki máli hvernig bíl fólk á, það er keppt í flokkum og sam- bærilegir bílar keyra saman. Það eru alls konar bílar hérna og ég hvet fólk til að mæta.“ Á eina BMW bílnum sem keppti í þetta sinn var Jón Bjarni Jónsson. „Ég er á BMW 530d og keppi í 14,9 flokki. Þetta er fyrsta keppnin mín á þessari braut en ég keppti fyrst á Akureyri í sumar þó ég hafi reyndar dottið út í fyrstu umferð,“ segir Jón Bjarni og brosir. „Markmiðið er auð- vitað að vinna en það er gaman að vera með, að prófa og sjá hvernig þetta kemur út.“ Eins og hinum viðmælendum finnst Jóni Bjarna gaman að keyra hratt. „Það er gaman að geta keyrt hratt löglega og svo er alltaf ákveðin stemning í kring um keppnina. Það er um að gera að mæta og prufa, ég gerði það og finnst mjög gaman. Það þarf alls ekki að vera á öflugasta bíl í heimi.“ „Með gjöfina í botni og ekkert rugl“ Kvartmílan höfðar til fólks á öllum aldri og áhuga- sömum er frjálst að mæta til að æfa sig eða keppa. Eftirvænting skein úr augum áhorfenda á kvartmílu- brautinni þegar blaðamann bar að garði. Kvartmílubrautin Risavaxin tryllitæki, götubílar og jafnvel gamli fjölskyldubíllinn geta keppt á kvartmílubrautinni. Það er um að gera fyrir fjölskylduna að skella sér upp á braut í góðu veðri. Bílastelpa Árdís Pétursdóttir hvetur konur og karla til að koma og prófa að keyra á kvartmílubrautinni. Undratæki Fjölbreytt farartæki eru á brautinni.Fagurrauður Stundum er betra að halda fyrir eyrun. Morgunblaðið/hag www.kvartmila.is Loksins er góða veðrið komið hingað norður en eftir fremur milt vor var eins og sumarið léti á sér standa. Því er þó ekki að neita að rigningin und- anfarið var kærkomin fyrir jörðina og allan gróður. Þegar vel viðrar er upplagt að nota tækifærið og njóta útiveru hvort sem er heima fyrir eða á ferðalagi. Ekki skortir fögur svæði hér í Þingeyjarsýslum til að heim- sækja í þessum tilgangi og um leið að komast í snertingu við íslenska náttúru í öllum sínum fjölbreyti- leika. Enn fjölgar slíkum áfanga- stöðum í dag þegar Kristján Möller samgönguráðherra opnar formlega Opinn skóg í Akurgerði í Öxarfirði sem verður án efa spennandi áning- arstaður þar sem njóta má náttúru, útivistar og heilsubótar í fögru um- hverfi, sannkölluð vin við veginn eins og segir í auglýsingu um opnunarhá- tíðina.    Þessa dagana eru sjö ungmenni frá sjálfboðaliðasamtökunum Seeds hér við störf. Segja má að heimsókn sjálfboðaliða sé að verða einn af föst- um liðum sumarsins í mörgum þorp- um og bæjum landsins og þannig er það hér á Kópaskeri. Að venju héldu þau alþjóðakvöld fyrir heimamenn og gesti þar sem tækifæri gafst til að fræðast um heimalönd sjálfboðaliðanna með ýmsu móti, meðal annars með því að smakka á ýmsum þjóðarréttum. Líkt og undanfarin ár er fjöru- hreinsun aðalverkefnið sem unnið er í sjálfboðavinnu en sveitarfélagið Norðurþing leggur fólkinu til hús- næði og fæði með stuðningi fyr- irtækja á staðnum. Hægt er að fræð- ast nánar um verkefni Seeds á Íslandi á www.seedsiceland.org.    Tjaldstæðið á Kópaskeri lætur ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn en hefur vakið athygli fyrir snyrtimennsku og góðan aðbúnað. Eftir að nýtt að- stöðuhús var tekið í notkun á síðasta ári hefur gestum á tjaldstæðinu fjölgað til muna og ekki spillir fyrir að þar geta ferðamenn dvalið sér að kostnaðarlausu.    Fagurt og frítt nefnist sýning sum- arsins í Bragganum í Núpasveit sem opnuð var 27. júní sl. Þar sýnir Ing- unn St. Svavarsdóttir, Yst, 13 verk: teikningar á léreft og pappír, ásamt skúlptúr, innsetningu og atómljóði á ensku. Óskað er eftir þýðingu á ljóð- inu yfir á íslenska tungu. Verðlaun fyrir bestu þýðinguna verða veitt í sýningarlok og eru þau teikning eft- ir Yst. Þetta er fimmta sýning Ing- unnar í Bragganum og er umfjöll- unarefnið tilhugalíf, frjósemi, væntingar og vonir. Aðgangseyrir er enginn og verkin eru ekki verðlögð. Sýningin stendur til 13. júlí og er op- in daglega frá kl. 11 til kl. 18. Það er forvitnilegt að heimsækja Ingunni í Braggann því húsið sjálft er sann- kallað listaverk og varla hægt að ímynda sér að það hafi áður gengt hlutverki fjárhúss.    Stefnt er að opnun forsýningar Jarðskjálftasetursins á Kópaskeri þann 17. júlí nk. Undirbúningur hef- ur staðið yfir allt frá stofnun Skjálftafélagsins sl. haust en sýn- ingin verður til húsa í skólahúsinu. Í sumar verður aðallega um að ræða myndasýningu sem byggist á jarð- fræðilegri sérstöðu svæðisins, hin- um þekkta Kópaskersskjálfta 1976 og afleiðingum hans.    Ásbyrgismót er einn af árlegum við- burðum í héraðinu, fjölskylduhátíð þar sem Norður-Þingeyingar og gestir þeirra, bæði börn og full- orðnir reyna með sér í íþróttum og skemmta sér saman. Í ár er mótið í fyrsta sinn haldið af HSÞ, Héraðssambandi Þingeyinga, sem varð til við sameiningu tveggja héraðssambanda, Ungmenna- sambandi Norður-Þingeyinga og Héraðssambandi Suður-Þingeyinga. Ákveðin hefð hefur skapast fyrir því að mótið sé haldið aðra helgina í júlí og verður nú dagana 11.-13. júlí. KÓPASKER Kristbjörg Sigurðardóttir fréttaritari úr bæjarlífinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.