Morgunblaðið - 05.07.2008, Side 26
26 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÉG veit ekki hvert
íslenska veiði-
mannaþjóðfélagið
stefnir. Þjóð sem
komst til álna með því
að veiða sér til matar
getur ekki hugsað sér
að skjóta ísbjörn, sem
ógnar fólki. Það er
kallaður til danskur
sérfræðingur til að svæfa bangsa!
Meira að segja ráðherra kemur á
staðinn með einkavél og telur ekki
rétt að mynda dýrið fyrr en það hef-
ur verið snyrt fyrir myndatöku. Þá
ærist fjölmiðlaherinn, sem telur sig
hafinn yfir lög og reglur. Sjálf-
hverfan er slík þar á bæ, að það
verður að fyrstu frétt hjá Stöð 2, að
ráðherra hafi heft för myndasmiða
að ísbirninum. Samt lá það fyrir, að
slíkt hafði ekki verið gert. Þeir
höfðu aðeins verið beðnir að bíða
um stund. Og nú má ekki nýta
landsins gæði til að lyfta okkur úr
kreppunni.
„Græni herinn“ virðist vera veru-
leikafirrtur. Liðsmenn hans virðast
ekki gera sér grein fyr-
ir forsendum þess, að
þjóðin geti lifað í land-
inu. Það er efnt til tón-
listarveislu í grænum
lundi til dýrðar náttúru
Íslands. Um leið á að
kveða niður virkjanir
og álver, en þegar fólk-
ið hverfur á braut,
margir með ölglampa í
augum, er völlurinn
þakinn áldósum og
grænn völlurinn grát-
andi eftir traðkið.
Þetta er fólkið sem ætlar að
bjarga náttúru Íslands; náttúru sem
hefur verið að eyðast frá því að land
byggðist. Upphaflega var gengið á
gróðurinn til að fé og fólk gæti lifað
af harðindi. En eyðingaröflin eru
enn að verki; gróður lætur undan og
jarðvegurinn fýkur á haf út. Virkj-
anir og stóriðja eiga þar enga sök.
„Græni herinn“ ætti að blása til
sóknar til að endurheimta alla þá
„náttúru“, sem hefur fokið á haf út
frá því að landið byggðist.
Málflutningur talsmanna „Græna
hersins“ er sorglegur. Einn þeirra
hélt því blákalt fram, að þar sem
ekkert atvinnuleysi væri til staðar á
Húsavík og Vestfjörðum væri
ástæðulaust að efna þar til nýsköp-
unar í atvinnulífi. Atvinnuleysið
væri í Reykjavík. Það er að vísu fal-
inn í þessu nokkur sannleikur. Það
er ekki skráð mikið atvinnuleysi á
Húsavík eða nærsveitum. Ástæðan
fyrir því er sú, að fólkið er farið. Það
sem verra er, það er unga fólkið
sem fyrst fer að heiman, jafnvel eft-
ir framhaldsnám, vegna þess að það
hefur ekki fundið atvinnu við hæfi í
heimabyggð. Þessa þróun verður að
stöðva; það er aðkallandi að skapa
ný vel launuð störf fyrir vel mennt-
að ungt fólk á Norðurlandi og víðar
á landsbyggðinni.
Það skemmir þessa umræðu, að
stilla virkjunum og náttúruvernd
upp sem andstæðum. Ég vil vernda
náttúru Íslands og endurheimta þau
landsgæði, sem þurfti að fórna til að
halda lífinu í þjóðinni um aldir. En
það fer saman með virkjunum og
stóriðju. Við þurfum uppsprettu
verðmæta til að yrkja landið. Við lif-
um ekki á loftinu. „Græni herinn“
þarf sitt ál í sínar öldósir, liðsmenn
hans vilja fljúga með álfuglum og
uppspretta listsköpunar er í þeim
auði sem atvinnulíf landsins skapar.
Við eigum að nýta þá orku sem við
eigum fyrir álverksmiðjur og aðra
stóriðju. Það er „græn stefna“, því
þannig dregur úr framleiðslu á áli
með orku, sem gerð er með olíu og
kolum víðs vegar um heiminn.
„Eitthvað annað“, hafa andstæð-
ingar stóriðju sagt í áratugi, en
þetta „eitthvað annað“ er ekki í
hendi. Nýjasta hugmyndin sem ég
heyrði var sú, að byggja fossa, sem
útlendingar vilja borga fyrir að
horfa á, líkt og danskur Íslendingur
gerði í Bandaríkjunum. Ég vissi
ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta
þegar þessi hugmynd var sett fram í
Sjónvarpinu í fullri alvöru. Við eig-
um nóg af fossum, sem við horfum á
fyrir ekki neitt og leyfum gestum
okkar að njóta þeirra líka. Það hefur
að vísu verið tekist á um það í sam-
félaginu, hvort selja eigi aðgang að
okkar dýrmætustu náttúruperlum.
Þannig mætti skapa tekjur til að
bæta aðgengi að þeim og tryggja, að
ágangur ferðamanna skaði ekki
náttúruna. Það hefur gerst og er að
gerast enn. Því verður að linna.
Það er gjarnan talað um álver á
Bakka við Húsavík, eins og það
komi Húsvíkingum einum við. Því
fer þó fjarri, því það er ljóst að slík
framkvæmd yrði vítamínsprauta
fyrir nærsveitir, allt frá Akureyri
austur á Þórshöfn. Þessi byggðarlög
þurfa á slíkum aflvaka að halda, ef
ekki á illa að fara. Þetta á sér-
staklega við um byggðirnar á norð-
austurhorninu, þar sem meðalaldur
hefur hækkað jafnt og þétt. Ef
þeirri þróun verður ekki snúið við
verða þessar sveitir í framtíðinni
fyrst of fremst athvarf fyrir höfð-
uborgarbúa í orlofi. Viljum við það?
Ég segi nei.
Ég vil nýta orkuna til atvinnu-
uppbyggingar og verðmætasköp-
unar til fegurra mannlífs. Þann afl-
vaka á meðal annars að nýta til að
endurheimta landsgæði. Það er enn
mikill uppblástur í sveitum þing-
eyinga og þar eru stórar mann-
gerðar eyðimerkur fyrir. Þegar
liggja fyrir drög um að nýta hagnað
af álveri við Húsavík til að stöðva
landeyðinguna og græða það sem
blásið hefur upp. Þannig verður
landið bætt um leið og gróðurinn
vinnur gegn þeim neikvæðu áhrif-
um, sem álverið hefur á andrúms-
loftið. Vonandi gengur þetta eftir.
Náttúruvernd og virkjanir fara saman
Sverrir Leósson
fjallar um virkjanir
og mannlíf almennt
norðan heiða
Sverrir Leósson
» „Græni herinn“ þarf
sitt ál í sínar dósir og
sínar flugvélar, enda fer
náttúruvernd saman með
virkjunum, segir Sverrir
Leósson
Höfundur er útgerðarmaður
á Akureyri.
ÞEGAR ég hóf
fyrst störf sem hjúkr-
unarfræðingur eftir
nám og nýkomin úr
fæðingarorlofi var ég
ánægð – komin í
draumastarfið. Sama
sumar útskrifaðist
litli bróðir minn úr
10. bekk grunnskóla.
Hann fór á samning á
verkstæði til að læra vélvirkjun.
Hann fékk hærri grunnlaun en ég.
En ég var ánægð í vinnunni,
vann nætur- og helgarvaktir þar
sem börnin mín voru ekki öll kom-
in í leikskóla og þannig náði ég að
hækka launin mín. Það var góður
andi á deildinni, gaman að koma í
vinnuna og mönnunin var góð.
Vegna skipulagsbreytinga var
deildin sameinuð annarri deild
sem gekk ekki eins vel að manna.
Deildin hrundi og það var stöðugt
verið að hringja og biðja um auka-
vaktir. Til að byrja með var ég
dugleg að segja já og hélt að þetta
væri tímabundið ástand sem
myndi lagast. Oft var ég að vinna
mun meira en ég og fjölskyldan
mín þoldum, sérstaklega á sumrin.
Á tímabili var það þannig að síma-
númer spítalans birtist ekki á
skjánum, því það var orðið svo al-
gengt að starfsfólk svaraði ekki
þegar það sá hvaða númer var að
hringja. Símnúmerabirtir var orð-
ið eitt af nauðsynjatækjum starfs-
manna.
Þegar börnin voru öll komin í
leikskóla ætlaði ég að
vinna hjá Heilsu-
gæslu höfuðborg-
arsvæðisins og ég
hlakkaði mikið til að
fara að vinna í dag-
vinnu.
Fyrstu mán-
aðamótin kom áfallið:
ég var í mínus. Út-
borguð laun voru
lægri en leik-
skólagjöldin. Ég sagði
upp og fór aftur að
vinna nætur- og helg-
arvaktir – ég hafði
ekki efni á því að vinna dagvinnu.
Síðan hóf ég nám í ljósmóð-
urfræði. Námið var erfitt og
krefjandi – en ég var komin á
rétta hillu í lífinu. En greinilegt
að ég hafði ekkert peningavit, því
ég athugaði aldrei hver launa-
kjörin væru eftir útskrift. Launin
sem voru í boði á kvennadeild
LSH var 4 flokka launalækkun
fyrir mig. Ég réð mig á heilsu-
gæslustöð út á landi sem gat boð-
ið mér betri laun.
En ég var búin að mennta mig
sem ljósmóðir og draumurinn var
að starfa við fæðingar. Maðurinn
minn vildi líka komast í bæinn þar
sem dvölin úti á landi krafðist
þess að hann væri mikið í burtu
þar sem hann starfaði að mestu í
Reykjavík.
Ég fékk vinnu á fæðingardeild
LSH – réð mig í 50% næturvaktir,
sem þýddi að ég fékk 3. flokka
launahækkun fyrir að vinna næt-
urvinnu og grunnlaunin voru orðin
ásættanleg. Og þar sem mér þótti
svo gaman að vinna í mæðravernd
var ég fljótlega farin að vinna með
vinnunni á LSH á Miðstöð
Mæðraverndar. En það var meira
áhugamál sem ég fékk vasapening
fyrir. Oft hitti ég konurnar aftur á
fæðingardeildinni eða var að sinna
þeim í heimaþjónustu eftir fæð-
ingu. Þetta var virkilega góður
tími – vinnufyrirkomulagið átti vel
við mig og ég beið eftir því að það
losnaði staða í MFS einingunni.
En þar vantaði ekki ljósmæður –
þar var góður kjarni að störfum.
Það eru ekki bara ljósmæður sem
eru ánægðar með að veita sam-
fellda þjónustu, það er sú þjón-
usta sem okkar skjólstæðingar
vilja fá.
Það er alveg ótrúlegt að það
virðist hafa verið lenska í gegnum
árin innan heilbrigðiskerfisins að
leggja allt niður eða breyta því
sem vel gengur. Miðstöð Mæðra-
verndar sem var ljósmæðrarekin
deild sem skipulagði sig út frá
þörfum kvenna var lögð niður.
Hvers vegna get ég ekki enn skil-
ið. MFS einingin var líka lögð nið-
ur. Einingin var of vinsæl og of
mörgum konum var vísað frá. Það
vantar í dag að konur hafi mögu-
leika á að fá samfellda þjónustu.
Í síðustu samningalotu við Ríkið
var Ljósmæðrafélag Íslands í
samfloti með öðrum BHM fé-
lögum. Með því samstarfi fengum
við upplýsingar um hvar ljós-
mæður voru í launum í sam-
anburði við aðrar háskólamennt-
aðar stéttir hjá ríkinu. Sá
samanburður var okkur mikið
áfall. Kvennadeild LSH var með
lægst launuðu sviðunum innan
spítalans, launaröðunin innnan
Heilsugæslu höfuðborgarsvæð-
isins var skammarleg. Ljósmæður
á landsbyggðinni voru engu betur
staddar.
Af hálfu ríkisins virtist gilda að
það mætti gera hvað sem er við
ljósmæður, þær tækju því þegj-
andi – og við höfum gert það. Við
erum uppteknar af því að vinna
vinnuna okkar – okkar skjólstæð-
ingar hafa alltaf verið í fyrirrúmi.
Nú er komin ný ríkisstjórn með
nýjum ráðherrum og í stjórn-
arsáttmálanum er tilgreint að
bæta eigi hag kvennastétta. Við
bindum miklar vonir við þessi lof-
orð – við þurfum virkilega á því
að halda að þau verði efnd.
Gefandi starf eða gefið starf
Unnur Berglind
Friðriksdóttir skrif-
ar um starf og laun
ljósmæðra
» Það er alveg ótrúlegt
að það virðist hafa
verið lenska í gegnum
árin innan heilbrigð-
iskerfisins að leggja allt
niður eða breyta því
sem vel gengur.
Unnur Berglind
Friðriksdóttir
Höfundur er ljósmóðir.
Í MORGUNBLAÐINU í gær
var birt aðsend grein eftir Agnar
Kr. Þorsteinsson vegna tilboðs
Exista til hluthafa Skipta og inn-
lausnarferils í framhaldi af því.
Ekki er ástæða til þess að elta ólar
við þau stóryrði sem í greininni er
að finna, enda dæma þau sig sjálf.
Hins vegar er tilefni til þess að
halda staðreyndum til haga varð-
andi þessi viðskipti.
Hluthöfum Skipta voru veittar
átta vikur til þess að taka afstöðu
til tilboðsins, frá 27. mars til 26.
maí. Bréf með tilboðinu og skil-
málum þess var sent öllum hlut-
höfum Skipta 27. mars auk þess
sem auglýsingar birtust í dag-
blöðum. Því er erfitt að átta sig á
því hvers vegna greinarhöfundur
vissi ekki af tilboðinu og skil-
málum þess fyrr en 11. júní og
vart við aðra að sakast en hann
sjálfan í því efni.
Tilboðið fékk góðan hljómgrunn
og þegar tilboðstímabili lauk
höfðu nær allir hluthafar í Skipt-
um tekið tilboði Exista sem leiddi
til þess að félagið hafði yfir að ráða
meira en 99% hlutafjár. Í sam-
ræmi við lög hófst því innlausn
þeirra hluta sem eftir stóðu og
greinarhöfundur virðist vera
ósáttur við. Innlausnarferli af
þessu tagi lýtur reglum íslenskrar
hlutafélagalöggjafar sem er sam-
bærileg við það sem gerist í ná-
grannalöndum okkar.
Skipti er nú að fullu í eigu um 30
þúsund hluthafa Exista, sem er
eitt stærsta og fjölmennasta al-
menningshlutafélag landsins, og
bætast hluthafar Skipta í þann
hóp.
Þegar viðskipti eiga sér stað
með stór hlutafélög er ekki við því
að búast að allir hluthafar séu full-
komlega sáttir. Yfirgnæfandi
fjöldi hluthafa Skipta kusu að taka
tilboði Exista í hlutabréf sín sem
segir væntanlega mest um sann-
girni tilboðsins. Þeir sem ekki eru
sáttir við þá niðurstöðu hafa fullan
rétt til þess að láta skoðun sína í
ljós en æskilegt væri að það væri
gert af hófstillingu og með stað-
reyndir málsins að leiðarljósi.
Sigurður Nordal
Um tilboð í
hlutabréf Skipta
Höfundur er framkvæmdastjóri
samskiptasviðs Exista.
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
MEÐ sólargjöf og gleðiboðskap er
góða Ísland og Blessuð Reykjavík
Blessuð Reykjavík
(Lag: yfir fornum frægðar ströndum)
Sunnan báran boð þér flutti,
blessuð Reykjavík.
Fornar súlur flutu hingað.
Fann þig auðnan rík.
Yfir gaf norsk hetja hafsins
heimsins iðu-torg.
Bær var Ingólfs Arnarsonar
Íslands höfuðborg.
Þorkell máni afkomandi
orðstír lifir þar.
Siðaður best – samt í heiðin,
sérkenni hans var.
Sig hann fól þeim Guði er gefur
glaða sólskin hér.
Lífgar það mest líf á jörðu,
líf svo ávöxt ber.
Frúin Hallveig Fróðadóttir
formóðir góð var.
Fyrstu landnáms heiðrum hjónin
heimáí Vík – loks þar.
Kristni ákvað árið þúsund,
albest löggjöf hér.
Guð í Kristi gaf oss – þar með
gleðiboðskap þér.
(Sbr. sjá Róm. 8.38-39)
PÉTUR SIGURGEIRSSON
biskup.
Með sólargjöf
og gleðiboðskap
smáauglýsingar
mbl.is