Morgunblaðið - 05.07.2008, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 27
MINNINGAR
✝ ValgerðurSveinsdóttir
fæddist í Gerði á
Barðaströnd 10.
nóvember 1931.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Patreksfjarðar
27. júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Ingveldur Jó-
hannesdóttir, f.
30.5. 1893, d. 18.7.
1966 og Sveinn
Ólafsson, f. 15.10.
1882, d. 2.6. 1950.
Systkini Valgerðar
eru: Jóhannes Hjálmar (sam-
feðra), f. 9.5. 1902, Jón Ingivald-
ur, f. 16.6. 1915, Svava, f. 17.2
1917, Ólafur, f. 28.7. 1925, Ólafía
Margrét, f. 6.9. 1926 og Hulda, f.
11.3. 1929, sem öll eru látin. Eft-
irlifandi systir Valgerðar er
Klara, f. 21.7. 1922.
Hinn 10. janúar
1953 giftist Val-
gerður Rögnvaldi
Haraldssyni frá
Hringsdal í Arn-
arfirði, f. 10.8. 1927,
d. 25.12. 1993. For-
eldrar hans voru Jó-
hanna Sveinsdóttir,
f. 31.5.1896, d. 22.4.
1975 og Haraldur
Jónsson, f. 6.4. 1894,
d. 18.7. 1958. Sonur
Valgerðar og Rögn-
valdar var Sveinn
Ingvar, f. 7.5. 1950,
d. 10.4. 2007, dóttir hans er Sig-
þrúður, f. 29.7. 1994.
Valgerður starfaði lengst af í
Hraðfrystihúsi Patreksfjarðar,
síðar Odda hf.
Valgerður verður jarðsungin
frá Patreksfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Í dag er kvödd Valgerður Sveins-
dóttir (alltaf kölluð Valla af ættingj-
um og vinum). Valla greindist með
krabbamein sl. haust, baráttan var
erfið, síðustu vikurnar var hún kom-
in í hjólastól og henni hrakaði ört þar
til hún fékk hvíldina 27. júní.
Minningar mínar af Völlu eru
margar, allt frá barnæsku minni
fram á þennan dag. Hún var gift
móðurbróður mínum, Rögnvaldi
Haraldssyni, þau bjuggu allan sinn
búskap á Patreksfirði. Þar sem ég
var alin upp á Bíldudal hjá móðurfor-
eldrum mínum voru samskiptin þó
nokkur, taka verður mið af því að á
þeim árum var bílaeign ekki eins al-
geng og í dag, en reynt að hittast
öðru hvoru. Mér er minnisstætt hvað
ég leit upp til Völlu þegar hún kom til
okkar, mér fannst hún alltaf svo fal-
leg og vel klædd. Þau hjónin áttu
einn son, Svein, hann kom oft með
þeim að hitta afa sinn og ömmu á
Bíldudal. Sveinn var fjórum árum
yngri en ég, fannst mér mikil upp-
hefð af að vera trúað fyrir að passa
hann í þessum heimsóknum.
Valla var myndarleg í öllu sem
hún tók sér fyrir hendur, mér er
minnisstætt þegar amma mín var
jarðsett á Bíldudal í maí 1975, við
vorum níu sem fórum vestur að jarð-
arförinni og vorum öll gestir Völlu og
Rögnvaldar, þegar komið var að því
að fljúga heim, varð breyting á veðri,
ekki var hægt að fljúga í heila viku,
allan tímann sátum við að veisluborði
og nutum gestrisni hennar og Rögn-
valdar. Seinna, eftir að ég giftist og
fór að búa komu þau oft til okkar
Péturs, fyrst í Búrfellsvirkjun, síðar
í Reykjavík. Það var alltaf spennandi
að sjá hvaða bíl þau ættu hverju
sinni, þeir voru alltaf svo flottir og
nostrað mikið við þá, stundum var
Sveinn með í för, þá á sínum bíl, og
ekki voru hans bílar síðri.Valla og
Rögnvaldur voru mjög samrýmd
hjón. Þegar Rögnvaldur fékk hjarta-
áfall og fór í aðgerð til Reykjavíkur,
héldu þau til hjá okkur Pétri, allt
virtist ætla að ganga vel og Rögn-
valdur var kominn heim til Patreks-
fjarðar, en þá kom reiðarslagið, hann
varð bráðkvaddur jólin 1993. Þetta
kom mjög illa við Völlu, hún átti erf-
itt með að sætta sig við að vera orðin
ein. Líka þurfti hún að selja húsið
þeirra, sem henni var mjög kært, svo
breytingarnar voru miklar. Hún
syrgði Rögnvald mikið eftir fráfall
hans, söknuðurinn var sár. Sveinn
sonur þeirra, lést fyrir rúmu ári, það
varð henni mikið áfall.
Sveinn á eina dóttur, Sigþrúði,
hún býr á Patreksfirði hjá móður
sinni Gróu, Sigþrúður fermdist í vor,
amma hennar komst í kirkjuna, hún
sagði mér að það hefði verið sér mik-
ils virði, sérstaklega fannst henni
vænt um að Sigþrúður var með háls-
festi með krossi á, sem Valla átti og
fermdist sjálf með.
Að lokum þökkum við hjónin fyrir
samfylgdina og biðjum Guð að
geyma minningu Völlu.
Mig langar að þakka Ingu syst-
urdóttur Völlu, fyrir allt sem hún
gerði fyrir frænku sína, hún hefur
staðið eins og klettur við hlið hennar
í þessum veikindum og verið henni
ómetanleg stoð og stytta, Guð blessi
hana fyrir það.
Ég og fjölskylda mín, sendum Sig-
þrúði, Gróu og Klöru, systur Völlu,
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Guðrún V. Árnadóttir.
Valgerður, eða Valla eins og hún
var ávallt kölluð, var gift ömmubróð-
ur mínum, Rögnvaldi.
Valla „frænka“ kom iðulega í
heimsókn til foreldra minna í Breið-
holtið þegar hún átti erindi til
Reykjavíkur. Ég man mjög vel eftir
þessum heimsóknum, Valla var árr-
isul, hún vaknaði fyrir klukkan 7 á
morgnana og las Morgunblaðið
flautandi lítinn lagstúf. Þetta minn-
ingarbrot er það fyrsta sem upp
kemur í hugann þegar ég hugsa til
hennar. Valla var ávallt óaðfinnan-
lega klædd og ég man hvað mér
fannst hún alltaf fín og vel greidd.
Eftir heimsóknir hennar notaði ég
óspart orðið „gasalega“, en það orð
notaði Valla mikið. Ég reyndi því að
líkjast henni og notaði það þegar ég
mögulega gat komið því við.
Þegar ég var lítil stelpa fékk ég að
fara vestur í heimsókn, en þau hjónin
voru búsett á Patreksfirði. Ég gisti
hjá Gróu og Svenna, syni Völlu og
Rögnvaldar og þótti mikið til þess-
ara heimsókna koma. Góðar minn-
ingar á ég frá þessum tíma og þakka
ég vel fyrir þær.
Valgerður lifði bæði eiginmann
sinn sem og einkason sinn, Svenna. Í
veikindum Völlu annaðist Inga um
Völlu og ber að þakka henni fyrir
það. Nú hefur Valla mín fengið hvíld-
ina og trúi ég því að liðnir ættingjar,
sumar og sól taki á móti henni.
Innilegar samúðarkveðjur sendi
ég til Sigþrúðar, Gróu, vina og ætt-
ingja.
Sigríður Pétursdóttir.
Á bjartasta tíma ársins, þegar
Patreksfjörður og Barðaströndin
skarta sínu fegursta, kvaddi Val-
gerður föðursystir okkar þennan
heim. Valla frænka og pabbi voru af-
skaplega náin systkin alla tíð og þar
af leiðandi var hún dugleg að kíkja í
molakaffi. Þegar hún leit inn var
spjallað um líðandi stund og gamla
tíð enda þótti Völlu jafnvænt um
sveitina sína Barðaströndina eins og
pabba okkar. Þegar við sem ungling-
ar byrjuðum að vinna í frystihúsinu
var það oftar en ekki Valla sem
kenndi okkur réttu handbrögðin, en
hún var sérlega vandvirk og sam-
viskusöm.
Í tvo áratugi bjuggu þau Valla og
Rögnvaldur í næsta húsi við okkur á
Brunnunum. Þau voru ávallt sam-
rýmd hjón. Þau ferðuðust víða bæði
innanlands og erlendis. Þeim fannst
mjög gaman að spila og á jólum
skemmtu þau sér við spilamennsku
ásamt foreldrum okkar. Á haustin
var ekki slegið slöku við, þá var farið
til berja og tínd krækiber og aðalblá-
ber. Fáir þekktu berjalöndin á
sunnaverðum Vestfjörðum eins vel
og þau, í minningunni komu þau allt-
af heim með öll ílát full og jafnvel
meira til og berin ótrúlega væn.
Missir Völlu var mikill þegar Rögn-
valdur varð bráðkvaddur á jólanótt
1993. Eftir það seldi Valla húsið á
Brunnunum og flutti í Sigtúnið þar
sem hún bjó til æviloka. Síðustu ár
bauð hún okkur alltaf í kaffi og
heimabakað meðlæti þegar við syst-
urnar vitjuðum okkar heimaslóða.
Í apríl á síðasta ári knúði dauðinn
aftur dyra þegar Sveinn einkasonur
hennar lést. Eftir það var eins og all-
ur lífsvilji væri henni horfinn, þegar
hún svo greindist með krabbamein í
vetur var baráttuþrekið lítið. Valla
frænka var glaðvær manneskja,
heimsókna hennar og hláturs verður
sárt saknað. Missir Klöru systur
hennar er mikill, hún ein er eftir af
systkinahópnum frá Gerði. Klöru og
Sigþrúði vottum við okkar dýpstu
samúð.Við viljum kveðja Völlu föð-
ursystur okkar með fyrstu tveimur
erindunum úr Vökudraumi Jenna
Jóns.
Ljúft er að láta sig dreyma liðna sælutíð,
sólríku sveitina kæru, svipmikla birkihlíð,
fjarlægu fjöllin bláu, frjósama
blómskreytta grund,
baðandi í geislagliti glaðværa morgunstund.
(Jenni Jóns.)
Ellen og Birna Ólafsdætur.
Valgerður
Sveinsdóttir
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
GUÐMUNDUR JÓN HELGASON,
sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í
Grindavík föstudaginn 27. júní, verður jarðsunginn
frá Grindarvíkurkirkju í dag, laugardaginn 5. júlí
kl. 14.00.
Þorgerður Guðný Guðmundsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og stjúpfaðir,
HILMAR JÓHANNESSON
rafeindavirkjameistari,
Brekkugötu 19,
Ólafsfirði,
sem lést þriðjudaginn 24. júní á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri, verður jarðsunginn frá
Ólafsfjarðarkirkju þriðjudaginn 8. júlí kl. 14.00.
Hrafnhildur Grímsdóttir,
Jóhann G. Hilmarsson, Anne Irmeli Turunen,
Haukur Hilmarsson
og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
JÓN ÁRMANN JAKOBSSON PÉTURSSON
tæknifræðingur,
Kringlunni 17,
lést á gjörgæsludeild Landspítala fimmtudaginn
26. júní.
Útför hans fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn
7. júlí kl. 15.00.
Hafdís Einarsdóttir,
Pétur H. Jónsson, Oddný Þ. Óladóttir,
Margrét Jónsdóttir, Arnór H. Arnórsson,
Einar Þór Jónsson, Gina Jónsson
og barnabörn.
✝
Elsku hjartans mamma okkar, tengdamamma,
systir og amma,
JÓNÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Rjúpufelli 7,
Reykjavík,
lést á heimili sínu að morgni fimmtudagsins 3. júlí.
Guðmundur Þór Sigurgeirsson,
Sigríður Margrét Sigurgeirsdóttir, Jón Arason,
Katrín Jóna Sigurgeirsdóttir, Guðbergur Sigurpálsson,
Hólmfríður Jóna Kramer, Ray Kramer,
Páll Helgason, Silla Runólfsdóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
LILJA GUÐLAUGSDÓTTIR,
Víðilundi 24,
Akureyri,
áður í Hafnarstræti 33,
lést miðvikudaginn 2. júlí á Sjúkrahúsinu á
Akureyri.
Margrét Þórhallsdóttir, Karl Eiríksson,
Þórhalla Þórhallsdóttir, Hjörtur Hjartarson,
Valdimar Þórhallsson, Inga Hjálmarsdóttir,
Gylfi Þórhallsson,
Eyþór Þórhallsson, Margrét Sigurðardóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
Elsku Hanna
frænka, það sem fyrst
kemur upp í huga mér
þegar ég hugsa um þig eru minn-
ingar frá því er ég var barn. Þú og
Maggi voru stór partur af daglegu
lífi okkar fjölskyldu. Þið mamma
voru ekki bara systur heldur miklar
vinkonur. Það voru ófáir dagarnir
sem við skruppum niður í Geitland
til þín eða að þú komst í Kópavog-
inn. Stundum fengum við systkinin
að horfa á Kanasjónvarpið í Geit-
landinu og oftar en ekki var lítil kók
í gleri og prins póló fylgifiskur
þessara dásemda stunda. Það var
alltaf notalegt að koma til þín og
Magga, hvort sem það var í Geit-
landið eða á Tunguheiðina. Það
voru heldur ekki fá ferðalögin sem
við fórum saman í, við fjölskyldan
og vinahópur mömmu og pabba.
Oftast var farið í tjaldútilegur og þá
reynt að vera við veiðivatn eða farið
í sumarbústað í Munaðarnesi. Þetta
var hápunktur lífsins að fara í þess-
ar útilegur og ekki spillti það fyrir
Hanna Ólöf
Guðmundsdóttir
✝ Hanna ÓlöfGuðmundsdóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 12.
apríl 1923. Hún lést
á Landspítalanum
við Hringbraut 12.
júní síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Fríkirkj-
unni í Reykjavík 23.
júní.
gleðinni að fá að vera
farþegi í „Randaflug-
unni“ hjá þér og
Magga. „Randaflug-
an“ var í mínum huga
sérlega glæsilegur
skutbíll, svartur og
gulröndóttur, amer-
ískur dreki með
krómstuðurum. Þegar
þú komst akandi á
„Randaflugunni“ varð
virðuleiki þinn enn
meiri í mínum huga.
Þannig varst þú
Hanna mín. Þú hélst
reisn þinni alla tíð þó svo að heilsu-
leysi hafi hrjáð þig síðustu árin. En
ekki var það að sjá á heimili þínu í
Gullsmára í Kópavogi, að snyrti-
mennskan hefði dalað þó svo að
heilsan væri farin að bila. Síðustu
mánuði lífs þíns bjóstu hjá henni
mömmu minni. Ég veit að sá tími
var ykkur samrýmdu systrum afar
dýrmætur. Hanna, ég þakka þér
allar góðu stundirnar sem við áttum
saman. Elsku mamma, þinn missir
er mikill og megi Guð vera með þér
í sorg þinni. Þín frænka, Margrét
Sigurðardóttir.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Margrét Sigurðardóttir.