Morgunblaðið - 05.07.2008, Síða 29

Morgunblaðið - 05.07.2008, Síða 29
✝ GuðmundurJón Helgason fæddist í Lamb- húskoti í Þórkötlu- staðahverfi í Grindavík 10. febr- úar 1921 Hann andaðist á Hjúkr- unarheimilinu Víðihlíð í Grinda- vík, föstudaginn 27. júní síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Helgi Jónsson frá Hraunkoti í Grindavík, f. 21. mars 1886, d. 15. okt. 1979, og Guðfinna Hjálmarsdóttir frá Þórkötlustöð- um í Grindavík, f. 14. okt. 1893, d. 29. maí 1980 Systkini Guð- mundar voru, Magnús, f. 3. júlí 1918, d. 28. sept. 1993, Guðrún, f. 21. ágúst 1925, d. 5. mars 2002 og Helga, f. 5. okt. 1933, d. 9. júlí 1997. Guðmundur kvæntist 3. des- ember 1949 Þorgerði Guðnýju ir, f. 1973 og Ómar, f. 1978. e) Bragi, f. 12. jan. 1957, kvæntur Önnu Soffíu Haraldsdóttur, börn þeirra eru Erna Rós, f. 1976, Guðný Rut, f. 1979 og Gunnar Örn, f. 1992. f) Þorgeir, f. 30. okt 1960, kvæntur Hildi Há- konardóttur, börn þeirra eru Svanhildur Guðbjörg, f. 1987, Brynjar Freyr, f. 1990 og Helga Guðný, f. 1998 , fyrir átti Þor- geir dóttirina Vigdísi Elvu, f. 1980. g) Guðbjörg Lilja, f. 4. maí 1962, gift Einari Einarssyni, börn þeirra eru Helgi, f. 1986, Bjarni, f. 1991 og Elín Ósk, f. 1994. Langafabörnin eru 25. Guðmundur byrjaði ungur til sjós, hann var á togurum á stríðsárunum og var í siglingum. Hann var einn af stofnendum Hraðfrystihúss Þórkötlustaða h/f og var það hans starfsvett- vangur. Fyrst var hann bílstjóri í mörg ár, ásamt því að hann sá um síldarsöltun á haustin, þá tók hann við verkstjórn í salt- fiskverkun og sinnti því í nokk- ur ár eða þar til hann varð út- gerðarstjóri og hann gegndi því starfi þar til hann hætti að vinna er hann komst á aldur. Útför Guðmundar fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Guðmundsdóttir, f. 9. júlí 1926. Börn þeirra eru a) Guð- mundur, f. 27. mars 1947, kvæntist Guð- laugu Þórdísi Guð- mundsdóttir, þau skildu, börn þeirra eru, Þorgerður Guðný, f. 1970, Elva Björk, f. 1975 og Guðmundur Geir, f. 1978, d. 1993. b) Margrét Guðfinna, f. 18. apríl 1949 , giftist Gylfa Hall- dórssyni, d. 25. nóv. 2006, börn þeirra eru Hörður, f. 1968, Ás- grímur, f. 1971 og Guðbjörg Gerður, f. 1974. c) Helgi, f. 22. apríl 1950 , d. 30. nóv. 1984, kvæntist Guðrúnu Kristins- dóttur, synir þeirra eru Guð- mundur Jón, f. 1970, Kristinn, f. 1972 og Davíð f. 1978, d) Her- mann, f. 23. sept. 1952, kvæntur Guðnýju Guðmundsdóttur, syni þeirra eru Birgir, f. 1970, Vign- Mig langar til að minnast tengdaföður míns Guðmundar, sem er nú fallinn frá og kominn á þann stað þar sem við trúum að við för- um öll að lífsgöngu okkar lokinni. Ég kynntist Guðmundi fyrst þegar ég kom til Grindavíkur að- eins 15 ára gömul og var ég þá mikið á heimili þeirra í Borgarholt- inu. En nokkrum árum seinna lágu leiðir okkar Helga sonar hans sam- an og ég fluttist til Grindavíkur þar sem við byggðum okkur heim- ili og eignuðumst við 3 syni. Ungur að aldri kvaddi Helgi okkar þennan heim eftir stuttan en erfiðann sjúkdóm, þá fann ég best hvað ég átti gott að eiga góðan tengdaföður því Guðmundur var mikið góður og hjálpsamur okkur drengjunum, hann fylgdist alltaf með öllu sem strákarnir tóku sér fyrir hendur og var stoltur af þeim á sjónum. Hann fylgdist alltaf með öllu í sambandi við fiskiríið fram á síðasta dag. Hann naut þess að vera öllum stundum með börnunum sínum og barnabörnum og gleðjast á góðum stundum. Þegar ég og seinni maðurinn minn eignuðumst dóttur okkar þá fór hún að kalla hann afa sinn og Gerðu ömmu sína einsog bræður hennar. Því var vel tekið og það var alltaf komið fram við hana einsog hún væri eitt af barnabörn- um þeirra, og voru þau henni hlý og góð. Okkur öllum hefur þú verið góð- ur og hlýr. Nú þegar við kveðjum þig, elsku Guðmundur, veit ég að þú ert kom- inn til hans Helga míns, foreldra þinna og systkina, sem geyma þig og leiða á þeim stað sem við hitt- umst öll á að lokinni þessarar jarð- vistar. Ég bið góðan Guð að varðveita elskulega konuna þína, börnin þín öll, barnabörn og ástvini alla. Þó kveðji vinur einn og einn og aðrir týnist mér, ég á þann vin, sem ekki bregst og aldrei burtu fer. Þó styttist dagur, daprist ljós og dimmi meir og meir, ég þekki ljós, sem logar skært, það ljós, sem aldrei deyr. Þótt hverfi árin, líði líf, við líkam skilji önd, ég veit, að yfir dauðans djúp mig Drottins leiðir hönd. Í gegnum líf, í gegnum hel er Guð mitt skjól og hlíf, þótt bregðist, glatist annað allt, hann er mitt sanna líf. (Margrét Jónsdóttir.) Megir þú hvíla í friði, elsku Guð- mundur. Guðrún, Þórarinn og Jóhanna Ásta. Elsku afi minn. Þegar við kom- um í heimsókn til þín 22. júní sl. var ég nokkuð viss um að við vær- um að hitta þig í síðasta skipti. Því ákvað ég að fara aftur upp á elli- heimili til þín og ég sat hjá þér og hélt í hönd þína og kyssti þig í síð- asta sinn. Þetta er mjög dýrmætur dagur fyrir mig því orð fá því ekki lýst hve heitt mér þótti vænt um þig, afi minn. Síðast liðið ár hafði heilsu þinni hrakað mjög mikið, en alltaf náðir þú þér aftur þangað til núna að loksins fékkstu hvíldina þína. Hann Helgi þinn tekur vel á móti þér og hugsar um þig fyrir okkur. Ég hef alltaf verið mikið hjá þér og ömmu í gegnum árin og eru það mjög dýrmætir tímar. Þið voruð alltaf svo góð við mig og er ég ykk- ur mjög þakklátur fyrir það. Það var ósjaldan sem ég fékk að fara með ykkur í alls kyns ferðir, úti- legur og bíltúra og síðan var alltaf svo gott að vera hjá ykkur í Borg- arhrauninu. Eftir að ég og Reimar eignuðumst Viðar Erni fannst þér ennþá skemmtilegra að fá okkur í heimsókn, því þú elskaðir lítil börn svo mikið. Með þessum fáu orðum kveð ég yndislegan afa. Ég mun sakna þín. Megi guð vera með þér og einnig passa hana ömmu mína. Þín, Guðný Rut. Elsku afi minn, nú ertu loksins búin að fá hvíldina sem þú varst farinn að þrá. Ég er svo þakklát fyrir að hafa setið hjá þér um stund á fimmtudaginn því að á föstudaginn lagðir þú upp í ferðina sem bíður okkar allra. Þrautum þínum er lokið og er ég viss um að nú gengur þú um himnaríki með þeim ástvinum sem á undan eru farnir. Missir ömmu er mikill en það er stór hópur afkomenda sem styður hana og veitir henni styrk. Þú munt lifa áfram í minningum okkar og þar er af nógu að taka. Undanfarna daga hefur hugur minn reikað aftur til þess tíma er ég var lítil stelpa og vandi komur mínar til ykkar ömmu í Borgar- holtið. Það kom fyrir að ég kom til ykkar á morgnana og náði ykkur í rúminu. Þá þurfti ég alltaf að spyrja um koppinn sem þú áttir undir rúmi og stundum stríddir þú mér og sagðir að við gætum farið saman að tína kríuegg og haft koppana okkar á höfðinu. Þá gætu kríurnar ekki goggað í okkur. Mér fannst þetta mjög sniðug hug- mynd. Ég man líka þegar þið amma komuð heim eitt kvöldið og gáfuð mér fallegt glas með mynd- um af krökkum. Það var bara ein kvöð sem fylgdi glasinu, ég mátti ekki tyggja mjólkina úr því. Ég hafði nefninlega tekið upp þann ósið að tyggja allt sem ég drakk. Börnin mín eiga líkar margar góð- ar minningar um langafa og þegar þið bjugguð á Höskuldarvöllunum fannst þeim mjög spennandi að fá að fara ein í heimsókn til ykkar því það var svo stutt að fara. Ég man líka hvað þú varst glaður þegar Elvar Geir kom upp í Víðihlíð með leikskólanum og settist í fangið á þér og kyssti þig. Hann var svo montinn að hafa þekkt einhvern þarna. Svona gæti ég haldið enda- laust áfram en ég læt þetta duga og kveð þig með söknuði. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Þorgerður Guðný Guðmundsdóttir. Elsku afi minn, þegar ég sest niður og skrifa nokkur orð um minningu þína kemur margt upp í hugann minn, þá sérstaklega hvað þú varst glaður og með skemmti- legan húmor um lífið og tilveruna. Það var alltaf svo gaman að fylgj- ast með þér þegar ég kom með drengina mína, þú lifnaðir allur við og varst svo glaður að sjá þá, þú varst svo mikill barnakarl. Elsku afi minn, ég veit að þú ert kominn á betri stað þar sem þú ert fær um að ganga og gera það sem þig langar til án þess að vera upp á aðra kominn. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Við söknum þín mikið, megi Guð geyma þig. Erna Rós og fjölskylda. Elsku langafi minn, ég sakna þín mikið, þú varst svo góður við mig og litla bróðir minn. Við söknum þín. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni sitju guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Þínir strákar, Bragi Snær og Jón Breki. Elsku frændi, en frændi var það nafn sem við krakkarnir hennar Helgu systur þinnar frá Stafholti kölluðum þig alltaf, alla okkar tíð. Það var ekki sjaldan að við sem börn í Stafholti sátum á tröpp- unum þegar frændi fór fram hjá á vörubílnum að keyra úr löndun, stoppaði og leyfði okkur að sitja í. Alltaf var pláss þó hann ætti sjálf- ur sjö börn. Þessar ferðir eru í huganum sem bestu ferðalög. Hugurinn reikar til þess að farið var í jólakaffi í Borgarholt til frænda og Gerðu. Hápunkti var náð þegar farið var í kjallarann og allur barnaskarinn fékk kók í flösku og hana heila. Ekki skemmdi fyrir ef bátarnir höfðu siglt til útlanda og til var konfekt og ávextir úr dós. Flest okkar systkinanna áttum okkar fyrstu spor á vinnumarkaði í fyrirtækinu sem frændi var eig- andi að. Þar hittumst við daglega og áttum samskipti til margra ára. Og þar sem foreldrar okkar og hans áttu alltaf heima í sama húsi voru samskipti mikil, morgunkaffi á laugardögum, mikið skrafað og allir höfðu gaman af. Spilandi Manna og hlátrasköllin glumdu og slegið í borðið. Síðan farið yfir spilamennskuna og ekki allir sáttir við úrslitin. Þú varst alltaf svo mikill barna- kall að krakkarnir drógust að þér. Og næsta kynslóð, börnin okkar, þekkja þig ekki heldur nema sem Frænda. Guð geymi þig elsku frændi. Alda og Hallgrímur. Kæri vinur. Þá er komið að hinstu kveðju, þeirri kveðju sem við öll munum einhverntímann kveðja. Ég var 15 ár þegar ég kom fyrst á heimili ykkar Gerðu. Fallegt og hlýlegt heimili, og þið voruð einstök hjón. Já, Guðmundur minn, þú varst ein- stakur maður, maður sem mér þótti alltaf og mun alltaf þykja vænt um. Sál þín var falleg og þú varst mér alltaf góður, takk fyrir það, og takk fyrir að vera afi Vig- dísar minnar, hennar sál er falleg eins og þín. Mín braut var ekki alltaf bein, en ég veit að þú hugs- aðir alltaf fallega til mín, og fylgd- ist með mér, takk fyrir það. Ég kveiki á kerti, ljósið er til þín, og ég bið góðan Guð og englana að vernda þig og lýsa upp veginn á nýjum brautum. Elsku Gerða mín og öll fjöl- skyldan, Guð gefi ykkur líka ljós. Minningin lifir. Þín Hekla Birgisdóttir. Kæri mágur. Það væri ekki rétt til orða tekið að segja að kveðjustund þín hafi komið mér á óvart svo lengi höfum við vitað hvert stefndi.Við höfum átt langa og trausta samleið gegn- um lífið og er gott að minnast þess. Þegar við kynntumst höfðuð þið Gerða byggt ykkur gott hús sem þið skírðuð Borgarholt og gerðuð það af svo mikilli fyrirhyggju að aldrei þurfti að tala um plássleysi þótt börnin yrðu mörg. Við Helga systir þín hófum okkar búskap í íbúðinni sem þið höfðuð búið í hjá foreldrum þínum í Stafholti. Sam- gangur var auðvitað mikill milli fjölskyldnanna og börn okkar Helgu hændust fljótt að þér. Þó að segja megi að þú hafir átt fullt hús af börnum áttir þú alltaf nóga hlýju handa fleirum og hlaust að launum sæmdarheitið „frændi“ og aldrei nefndur öðru nafni af okkar börnum en frændi í Borgarholti. Það var líka alltaf gott að leita til þín ef svo bar undir og margan greiðann gerðir þú okkur er við síðar byggðum hús okkar við Mánagerði. Oft rifjuðum við upp ferðalög sem við áttum saman fjórir í Híta- rvatn og á Arnarvatnsheiði. Sér- staklega var fyrsta ferðin í Híta- rvatn minnisstæð. Þá þurfti að ganga langan veg að skála og bera hafurtaskið. Veðrið var eins og best gerist á sólarströnd og enginn okkar hafði litið þennan stað áður. Nokkuð var áliðið kvölds er við komum í skálann svo við ákváðum að líta aðeins á bátinn og vatnið og fara svo snemma til veiða að morgni. Þegar við komum upp á hálsinn blasti vatnið við spegilslétt og glampandi og þessi fíni bátur bundinn í flæðarmálinu. Auðvitað urðum við að prófa bátinn og rér- um út á vatnið og lögðum upp árar. Eftir örstutta stund vakti svo mik- ið í kringum bátinn að það var lík- ast suðu í grautarpotti. Þetta kveikti nú heldur betur í okkur og ákváðum að sofa nú ekki fram að hádegi. Fyrir klukkan sex morg- uninn eftir voru allir tilbúnir í góð- an róður og vorum fljótir á miðin. Nú brá svo við að hvergi kraumaði og urðum við ekki varir fyrr en eftir hádegi. Að þessu var oft hleg- ið. Nú rifja ég þetta ekki lengur upp með ykkur því ég er einn eftir af þessum fjórum. Svona er lífið. Þú varst einn af eigendum Hrað- frystihúss Þórkötlustaða og vannst þar stærsta hluta starfsævinnar. Það var traust og gott fyrirtæki hér áður fyrr og naut mikillar virð- ingar og var eitt af burðarstólpum atvinnulífs í Grindavík. Þér tókst að höndla það sem flestir sækjast eftir í lífinu, góða og trygga vinnu, góðan lífsföru- naut sem skapaði þér sérstaklega hlýtt og notalegt heimili. Og síðast en ekki síst hóp af góðum, mann- vænlegum börnum sem þið komuð til góðs þroska. Hvers óskum við frekar ? Ég vil að lokum þakka þér samveruna um leið og ég votta Gerðu, börnum ykkar og öðrum ættmennum og vinum dýpstu sam- úð. Bogi G. Hallgrímsson. Guðmundur Jón Helgason MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 29 Elsku langafi, ég elska þig og mun sakna þess að koma til þín á elli- heimilið, leggjast upp í til þín og borða kex með þér. Þinn prakkari, Viðar Ernir. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.