Morgunblaðið - 05.07.2008, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 05.07.2008, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Heiðurshjónin á Brúarlandi í Þistilfirði, þau Jónas Aðalsteins- son og Anna Guðrún Jóhannesdóttir, eru nú bæði fallin frá. Við frænd- systkinin vorum svo heppin að vera í sveit hjá þeim. Það veganesti sem við fengum á Brúarlandi hefur reynst okkur vel. Jónas Aðalsteinsson ✝ Jónas Aðal-steinsson fædd- ist í Hvammi í Þist- ilfirði 2. mars 1920. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Þingeyinga á Húsa- vík 19. apríl síðast- liðinn og var jarð- sunginn frá Svalbarðskirkju í Þistilfirði 26. apríl. Anna og Jónas á Brúarlandi, eins og allir þekktu þau, voru einstök að sækja heim og dvelja hjá. Það var alltaf tími til að spjalla við samferðamenn og fjölmörg börn dvöldu hjá þeim færri eða fleiri sumur. Erindið við þau hjónin núna er að kveðja þau og þakka fyrir okkur. Emilía Baldursdótt- ir orti um sveitina og Eiríkur Bóasson hefur gert lag við ljóðið. Sól er í hafi og sígur að nóttu sveitin mín blundar í kvöldskuggafrið árniður grætur er nær dregur óttu nú hefur svefn þaggað fuglanna klið. Fjöllin í heiðbláan himin sig teygja horfa þau langt yfir jarðneska fold. Hér vaknar lífið og hér mun það deyja, hér dafnar gróður í frjósamri mold. Sveitin mín kær hér minn dag hef ég dvalið draumar hér fæddust og von mín og þrá gleði og sorgartár þú hefur talið til þín ég vitna um dagsverkin smá. Þegar loks hugur minn héðan vill flytja halda til dvalar á annarri fold, hismið að endingu á þín að vitja eyðast og hverfa og verða þín mold. Afkomendum Önnu og Jónasar á Brúarlandi færum við samúðar- og alúðarkveðjur frá okkur og fjöl- skyldum okkar. Jóhannes Árnason og Sigurlaug Sigurðardóttir. Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is Kveðja frá Félagi iðn- og tæknigreina Sigurgestur Guðjónsson heiðurs- félagi Félags bifvélavirkja, síðan Fé- lags iðn- og tæknigreina (FIT) var einn af stofnendum Félags bifvéla- virkja hinn 17. janúar 1935. Hann var virkur forustumaður um réttindi iðnaðarmanna, hæglátur en traustur maður. Sigurgestur var ritari Félags bif- vélavirkja 1935 til 1960, formaður Félags bifvélavirkja frá 1960 til 1976, Sigurgestur Guðjónsson ✝ SigurgesturGuðjónsson fæddist á Stokks- eyri 5. júní 1912. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 6. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 16. júní. í stjórn Eftirlauna- sjóðs bifvélavirkja 1960 til 1983, hann var til vara í trúnaðar- mannaráði bifvéla- virkja og Félags iðn- og tæknigreina frá 1976 til dauðadags, í sveinsprófsnefnd bif- vélavirkja um árabil, í miðstjórn Málm- og skipasmíðasambands (MSÍ), og í stjórn Líf- eyrissjóðs MSÍ. Margar sameining- ar hafa verið innan iðngreina síðustu ár. Fram á síðustu ár var Sigurgestur Guðjónsson virk- ur þátttakandi í félagsstörfum FIT, mætti og tók virkan þátt í umræðum á fundum félagsins. Stjórn Félags iðn- og tæknigreina þakkar Sigurgesti farsælt, fórnfúst og traust störf fyrir félagsmenn. FIT vottar aðstandendum Sigur- gests innilega samúð. Hilmar Harðarson, formaður. Ungur man ég til trésmiðju Gissurar Símonarsonar í slakka við Miklatorg bernsku minnar, skammt frá Pólunum, sem við krakkarnir höfð- um hálfgerðan beyg af. Þar bjuggu nefnilega kallar sem sumir drukku brennivín. Þar var bjó líka dónalegur lausagönguhundur sem okkur var heldur í nöp við. Löngu síðar fóru leiðir mínar og höfðingja þessarar smiðju að rekast saman í Sundlaugunum. Gissur Sím- onarson. af Leifsgötuhorninu birtist mér þar sem hinn besti félagi. Hann var þá þekktur húsasmíðameistari og athafnamaður. Gamla verkstæðið hans var þá löngu flutt frá Miklatorgi og orðið að landsþekktri Glugga- smiðjunni í Síðumúla og síðar að Við- arhöfða. Gissur umgekkst gjarnan aðra menn sem væru þeir stórhöfðingjar. Gissur Símonarson ✝ Gissur Sím-onarson fæddist á Eyrarbakka 16. september 1920. Hann lést á Drop- laugarstöðum 21. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 1. júlí. Hann var rakti ættir okkar saman til Hauk- dæla og kynnti mig fyrir Ketilbirni gamla sem forföður okkar. Ekkert vissi ég á þeim tíma um þennan upp- runa minn en Gissur var með þetta allt á hreinu og raðaði á mig útprentunum til jar- teina. En hann var ættfróður í þann tíma og glensaði með hversu Espólín-tölvan sín væri góð því hún væri með höfuðatriðið „lókal–böss“. Gissur kynnti mig fyrir Iðnaðar- mannafélagi Reykjavíkur, sem hann þá farsællega stýrði og gerði okkur Óla Björns frænda að gildum limum þar í, okkur til ánægju og þroska. Gissur bar eiginlega sinn innri mann utan á sér. Hann var fríður sýnum, réttholda, meðalhár, slétthærður, brosmildur, prúður og höfðinglegur í fasi. Talaði ekki öfugt orð um nokk- urn mann en lagði gott til mála. Slík- um manni er gott að vera með og þeir gera aðra menn betri með útgeislun sinni. Þeir veljast enda gjarnan til forystu þar sem fleiri koma saman. Sannaðist það á Gissuri. Gissur var fæddur jafnaðarmaður af þeirri yfirtegund eðalkrata, sem geta vel tjónkað við forstokkaða íhaldskurfa eins og mig með hæfilegu háði og breskættuðum „understate- ments“. Félagslyndur var Gissur, sat í bygginganefnd Reykjavíkur og skipaði forystusveitir félagasamtaka iðnaðarmanna. Var hann enda sæmdur Fálkaorðunni í tíð Kristjáns Eldjárns. Í Sundlaugunum var góður fé- lagsskapur með fólkinu sem þar pott- aði sig daglega. Gissur Gluggi, eins og við kölluðum hann okkar á milli, og Bryndís konan hans til sex ára- tuga voru þarna lengi með okkur. Pottflokkurinn fór um tíma í „exk- úrsjónir“ og „menningarvísittir“, bæði í fyrirtæki og á heimili meðlima og var sveitasetur Gissurar og Bryn- dísar heimsótt á sumardegi. Frá þessum góðu dögum eigum við ein- stakar minningar um glaðværð og hlátrasköll. Nú stöndum við hinir gömlu synd- arar eftir við lífsins Miklatorg og horfum á eftir enn einum góðum fé- laga á þessu vori. Dagarnir hafa ver- ið óvenjubjartir og hlýir í Laugunum undanfarið. Sólin hefur skinið svo marga daga í röð, að Íslendingurinn fer að gleyma áhyggjum hversdags- lífsins eins og skáldið lýsti. Það er líka bjart yfir minningunni um Giss- ur Símonarson, sem var sannur heið- ursmaður í sjón og raun. Það voru gagnvegir sem hann gekk. Við sendum fólkinu hans okkar bestu kveðjur úr Laugum. Halldór Jónsson. Okkur var öllum brugðið, ömmubörn- unum þínum og mér, þegar kallið kom. Ég var á leið til Noregs til að hitta fjölskyldu mína og við áttum yndislega kveðjustund, mamma mín, áður en ég fór, fyrir það er ég þakklát. Þegar ég fór til Noregs 1977 þá trúðir þú því ekki að ég yrði meira en eitt ár, en í Bergen var ég í 23 ár. Alltaf var jafngaman að koma heim til Íslands og hitta þig. Börnin mín nutu þess ekki síð- ur en ég og fyrir það þökkum við öll núna. Ég er svo þakklát fyrir að Ragnheiður Guðnadóttir ✝ RagnheiðurGuðnadóttir fæddist í Reykjavík 12. nóvember 1933. Hún lést á Landspít- alanum laugardag- inn 31. maí síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Laugarneskirkju 5. júní. hafa átt þig fyrir mömmu. Við vorum svo lánsamar hvað allt tókst vel hjá okk- ur, þrátt fyrir allt. Þegar ég var fjögurra ára þurfti ég að fara í heimavist fyrir heyr- naskerta og voru það erfiðar stundir fyrir okkur báðar, en svo- leiðis voru bara tím- arnir þá. Þar var ég í 13 ár. Síðastliðin 10 ár höfum við átt gott samband og met ég það mikils. Við getum lengi notið minninganna. Ferðin okkar til Bergen með Smyrli er ógleyman- leg, þú naust þín virkilega og það var ekki heldur leiðinlegt að aka norður á Seyðisfjörð, þú í fyrsta sinn. En lífið heldur áfram og um leið og við kveðjum þig, elsku mamma, amma og langamma, þá biðjum við Guð að geyma þig. S. Kolbrún Hreiðarsdóttir. Elsku besta amma, það er erfitt að lýsa því hversu mikið við söknum þín. Þú varst svo yndisleg og góð, alltaf tilbúin til að hlusta og rétta hjálparhönd. Við eigum ótal margar góðar minningar um þig og afa. Öll sumrin í Garðinum og jólaboðin er Guðfinna Jónsdóttir ✝ Guðfinna Jóns-dóttir fæddist á Meiðastöðum í Garði 25. janúar 1930. Hún lést á heimili sínu 31. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Útskálakirkju 10. júní. eitthvað sem við mun- um ávallt geyma. Það er erfitt að sætta sig við hversu skyndilega þú fórst. Ef maður flettir upp orðinu amma í orðabók þá væri mynd af þér. Alltaf tilbúin að prjóna lopapeysur á alla vini og vanda- menn allrar fjölskyld- unnar svo ekki sé minnst á alla staflana af flatkökum sem þú gerðir fyrir okkar. Dugnaður þinn og kraftur átti sér enga hliðstæðu, þú varst sannkölluð kjarnakona, eitilhörð og silkimjúk. Okkur er það minnisstætt þegar við strákarnir stálumst út á tanga við Garðskagavita eitt kvöldið. Við vorum að leika okkur á flæðiskeri þegar þú komst að leita að okkur. Þér var nú ekki sama þegar þú sást okkur langt frá landi og þegar farið að flæða að. Þú stóðst við vitann og skipaðir okkur að fara strax í land og keyrðir svo á eftir okkur þar sem við hjóluðum eins og litlar hræddar kanínur heim í hús. Þegar heim var komið þá brostir þú yfir strákapörunum og gafst okkur heita skúffuköku og mjólk. Svona varstu, alltaf tilbúin að siða okkur til og kenna okkur reglur lífsins en alltaf svo blíð. Við kveðjum þig með söknuði, elsku amma og biðjum að heilsa afa. Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér helgaði sitt líf. Með landnemum sigldi’hún um svarrandi haf. Hún sefaði harma. Hún vakti’er hún svaf. Hún þerraði tárin. Hún þerraði blóð. Hún var íslenska konan, sem allt á að þakka vor þjóð. Ó! Hún var ambáttin hljóð. Hún var ástkonan rjóð. Hún var amma, svo fróð. Ó! Athvarf umrenningsins, inntak hjálpræðisins, líkn frá kyni til kyns. Hún þraukaði hallæri, hungur og fár. Hún hjúkraði’og stritaði gleðisnauð ár. Hún enn í dag fórna sér endalaust má. Hún er íslenska konan, sem gefur þér allt sem hún á. Ó, hún er brúður sem skín! Hún er barnsmóðir þín eins og björt sólarsýn! Ó! Hún er ást, hrein og tær! Hún er alvaldi kær eins og Guðsmóðir skær! Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold. Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. En sólin, hún sígur, – og sólin, hún rís, – og sjá: Þér við hlið er þín hamingjudís, sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf: Það er íslenska konan, – tákn trúar og vonar, sem ann þér og þér helgar sitt líf. (Ómar Ragnarsson.) Hvíl í friði, Brynjar og Sigurður James. Elsku mamma, tengdamamma og amma. Okkur langar að minnast þín í fáum orðum í þökk og einlægni. Þú varst manneskja sem alltaf varst til staðar þegar þín var þörf, alltaf til í að hjálpa þegar þess þurfti, skilningsrík, ráðagóð, einstaklega drífandi, hreinskiptin og réttlát manneskja. Þrátt fyrir löng og erfið veikindi stóðst þú þig alltaf eins og hetja, þú varst svo tillitssöm að þú vildir ekki að við værum að hafa áhyggjur af þér. Baráttuþrek þitt var einstakt, þú varst alltaf til í að prófa eitthvað nýtt og taka þátt í lífinu, jafnvel sein- ustu dagana varstu farin að láta þig Jóna Birta Óskarsdóttir ✝ Jóna Birta Ósk-arsdóttir fædd- ist í Jaðri í Þykkva- bæ 16. október 1934. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnu- daginn 1. júní síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Fossvogskirkju 10. júní. dreyma um góða Spánarferð með fjöl- skyldunni. Þú hefur verið okkar stoð og stytta. Það var gott að fá að verða samferða þér í lífinu. Við eigum eftir að sakna þín mikið. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Þinn sonur, tengdadóttir og barnabörn, Sigurður Hreinsson, Bryndís H. Guðmundsdóttir, Anna Sesselja, Guðmundur Andri og Steinunn Ósk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.