Morgunblaðið - 05.07.2008, Side 35

Morgunblaðið - 05.07.2008, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 35 MESSUR Á MORGUN því heldur málunum reddað! Leik- verkið Ferðir Guðríðar var feiknayf- irgripsmikið og flókið með aldamóta- árið í brennideplinum. Sýningin fór víða og spannaði mörg ár. Margs er að minnast frá þessum tíma, m.a. ná- ins samstarfs leikstjóra og leikara. Brynja var greind kona, vel lesin og hafði víða komið. Mér er fersk í minni frumsýning okkar í Þórshöfn. Það var gott að vera hjá frændum okkar Færeyingum og tóku þeir sýningunni fjarska vel. Einnig stendur upp úr kvöldverður hjá herra Ólafi Ragnari Grímssyni forseta þegar Thor Heyerdahl var heiðursgestur á Bessastöðum. Margir fræðimenn sem á einn eða annan hátt tengdust fyrirhuguðu aldamótarafmæli voru þar gestir. Eitt er mér þó sérstaklega minn- isstætt frá þessum tíma. Móðir mín, Anna Sæbjörnsdóttir, greindist með krabbamein í byrjun æfingatímabils- ins. Vegna þessa varð að vonum mik- ið rask á æfingarferlinu. Brynja sýndi ástandinu sérstaklega mikinn skilning og reyndist mér alveg sér- lega vel, bæði í gegnum veikindin og svo sex mánuðum síðar þegar móðir mín lést. Hinn sterki karakter Brynju og hennar mannlega hlið komu þar svo sannarlega í ljós. Þótt sambandið hafi rofnað hin síðari ár, eftir að við fjölskyldan fluttum vestur til Bandaríkjanna, hugsaði ég ævin- lega hlýtt til Brynju Ben. Guð blessi ævinlega minningu hennar. Ég votta Erlingi, Benedikt, Char- lotte, Önnu Róshildi, Ingunni, Jó- hönnu og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Ragnhildur Rúriksdóttir. Við fráfall Brynju Benediktsdóttur minnist ég samvinnu okkar við und- irbúning esperanto-sýningar Inúk– hópsins á 62. heimsþingi Alþjóðlega esperanto-sambandsins í Reykjavík 1977. Þá voru þrjú ár liðin frá frum- sýningu leikritsins Inúk í Þjóðleik- húsinu sem var hópverkefni unnið undir stjórn Brynju Benediktsdóttur sem einnig samdi textann ásamt Har- aldi Ólafssyni mannfræðingi. Leik- sýningin varpaði sterku ljósi á hlut- skipti og örlög Grænlendinga og jafnframt annarra frumbyggja sem lenda undir holskeflu framandi menningar. Verkið hentaði vel til sýningar á alþjóðavísu og urðu sýn- ingar erlendis næstu árin yfir eitt hundrað í yfir tuttugu löndum. Hefur engin íslensk leiksýning gert jafnvíð- reist. Jafnan var sýnt á íslensku. Þeg- ar 62. heimsþing Alþjóðlega esper- anto-sambandsins var í undirbúningi í Reykjavík 1977 kom fram sú hug- mynd að Inúk yrði leiksýning þings- ins. Leikstjóranum, Brynju Bene- diktsdóttur, leist strax vel á þá hugmynd og var ákveðið í samráði við leikhópinn að sýningin færi fram á esperanto þar sem aðstæður væru sérstakar, fjöldi gesta frá mörgum þjóðum þar sem allir töluðu alþjóða- málið. Áhugi Brynju á því að svo skyldi vera er mér einkar minnis- stæður. Textinn var því þýddur á það mál og æfður með hópnum. Enginn leikaranna hafði lært esperanto og enginn tími gafst til eiginlegrar kennslu í málinu og urðu leikararnir því að læra textann utan að og gekk það fljótt og vel. Nauðsynlegt var að hafa tvær sýningar vegna fjölda þing- gesta sem voru á annað þúsund frá um fjörutíu þjóðum. Viðtökur voru frábærar og sýningarinnar getið afar lofsamlega í esperanto-blöðum víða um heim. Íslenskir esperantistar minnast Brynju Benediktsdóttur með þakklæti fyrir mikilvægt fram- lag hennar og Inúk-leikhópsins til al- þjóðlegrar menningar með því að sýna hið merka leikrit á hinu hlut- lausa alþjóðamáli esperanto. Baldur Ragnarsson. Brynja Benediktsdóttir leikkona er dáin. Ég minnist hennar fyrst frá því hún og maðurinn hennar voru að æfa sjónvarpsauglýsingu í árdaga Sjónvarpsins, kringum 1968, til að auglýsa tímaritið Sextíu og fimm gráður; en það var menningartímarit á ensku sem móðir mín, Amalía Lín- dal stóð fyrir. Er mér enn í unglings- minni er þetta glæsilega par athafn- aði síg þá í hjónarúmi við lestur fyrir svefninn, frammi fyrir upptökuljós- unum í borðstofunni okkar heima í Kópavogi. Seinna áttu mér eftir að verða minnisstæðar leiksýningar sem þau hjónin tengdust; sem og er hún hvatti mig lögeggjan til að mæta á leiksýn- ingu sína um Guðríði Þorbjarnardótt- ur, landnámskonu í Kanada; enda var ég þá orðinn formaður Vináttufélags Íslands og Kanada. Ég votta eftirlifandi eiginmanni hennar innilega samúð mína; en leiðir okkar hafa legið eftirminnilega sam- an í kaffihúsalífi borgarinnar. Ég læt fylgja hér eftir ljóð úr elleftu ljóðabók minni, Söguljóðum og sögum (2008): Braga sem í brunni djúpum brástjörnur af himinhjúpum. Berjast hjörtu bakvið grindur rifjabúrs sem ástir bindur. Nú er timinn til að elskast tæpur því við munum eldast, gæfuleysið við mér gín, heilsumissis gröf mun þín. Munum við þó mjög sem fyrrum mega vefjast höndum kyrrum. Slítum því ei sambands flæði meðan uppi stöndum bæði. Tryggvi V. Líndal. AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Svavar A. Jónsson, stúlknakórinn Graduale Nobili syngur, fé- lagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja, organ- isti Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigrún Óskarsdóttir predikar og þjónar fyrir altari, organisti Krisztina Kalló Szklen- ár, félagar úr kórnum leiða söng. Kaffisopi á eftir. BESSASTAÐASÓKN | Lautarguðsþjónusta kl. 11 við leikskólann Holtakot. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson predikar og leiðir stundina, Bjartur Logi Guðnason organisti mætir með gítarinn og Álftaneskórinn leið- ir sönginn. Farið í leiki að lokinni guðs- þjónustu og boðið upp á kaffi og kleinur. BREIÐHOLTSKIRKJA | Vegna sumarleyfa er ekki messað á sunnudögum í júlí. Bent er á messur í nágrannakirkjum. Nánar á www.breidholtskirkja.is. BRÆÐRATUNGUKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Egill Hallgrímsson, organisti Vil- mundur Jónsson. BÚSTAÐAKIRKJA | Morgunmessa kl. 11. Kór Bústaðakirkju syngur, organisti og kór- stjóri er Renata Ivan. Eftir messu er kaffi í safnaðarheimilinu. Prestur sr. Pálmi Matt- híasson. Guðspjallið fjallar um frásöguna þegar Jesús mettar 4000 manns. DIGRANESKIRKJA | Hjallakirkja/Digra- neskirkja/Kópavogskirkja/Lindakirkja hafa sameiginlegt helgihald í sumar í söfnuðum Kópavogs. Messa kl. 11 í Hjallakirkju, prestur sr. Guðmundur Karl Brynjarsson. Helgistund kl. 14 í Kópa- vogskirkju, prestur sr. Guðmundur Karl Brynjarsson. Nánar á www.digranes- kirkja.is DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir predikar, Dómkórinn syngur, organisti er Marteinn Friðriksson. Fermd verður Edda Sigrún Fransdóttir Goulay, Ljósvallagötu 20, Reykjavík. Einn- ig verður barn borið til skírnar. FRÍKIRKJAN Keafas | Almenn samkoma kl. 20. Gestur og ræðumaður er Mario Greenwood. Lofgjörð og fyrirbænir. Kaffi og samvera á eftir og verslun kirkjunnar er opin. GARÐAKIRKJA | Messa kl. 20. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir altari ásamt Nönnu Guðrúnu Zoëga djákna. Félagar úr kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóhanns Baldvins- sonar organista. Boðið upp á akstur frá Vídalínskirkju kl. 19.30, frá Jónshúsi kl. 19.35 og Hleinum kl. 19.40. Sjá www gardasokn.is GLERÁRKIRKJA | Kvöldmessa á Ráðhús- torginu kl. 20.30. Sr. Arnaldur Bárðarson þjónar, kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Hjartar Steinbergssonar organista. GRAFARVOGSKIRKJA | Útimessa og grill að Nónholti kl. 11, í skógarreit rétt neðan við Sjúkrahúsið Vog, hægt er að aka að staðnum. Prestar sr. Vigfús Þór Árnason og sr. Guðrún Karlsdóttir. Björn Erlingsson hafeðlisfræðingur og safnaðarfulltrúi flyt- ur hugvekju. Kór Grafarvogskirkju syngur. Tónlist er í umsjá Aðalheiðar Þorsteins- dóttur, Sighvatur Jónasson leikur á harm- ónikku. Boðið verður upp á grillaðar pylsur og gos. Börnin eru boðin velkomin. GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl. 10, bænastund 10.15. Messa kl. 11. Altaris- ganga og samskot til ABC-barnahjálpar. Messuhópur þjónar, kirkjukór Grensás- kirkju leiðir söng, organisti Árni Arinbjarn- arson. Prestur sr. Petrína Mjöll Jóhannes- dóttir. Molasopi eftir messu. GRUND dvalar- og hjúkrunarh. | Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Hreinn S. Hákonar- son, organisti Kjartan Ólafsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Morgunsöng- ur kl. 10.30. Prestur sr. Kjartan Jónsson héraðsprestur. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson predikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Hópur úr Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngur, organisti Arngerður M. Árnadóttir. Alþjóðlegt orgels- umar: Tónleikar kl. 20, Bine Katrine Bryn- dorf, organisti frá Danmörku leikur m.a. verk eftir Bach o.fl. HJALLAKIRKJA | Sameiginlegt helgihald í sumar í söfnuðum Kópavogs. Guðsþjón- usta kl. 11 í Hjallakirkju og kl. 14 í Kópa- vogskirkju. Sr. Guðmundur Karl Brynjars- son þjónar, organisti Jón Ólafur Sigurðs- son. Nánar á heimasíðum kirknanna. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam- koma í dag kl. 20. Umsjón Björn Tómas Kjaran. Ath. engin samkoma fimmtudag. Fatabúðin í Garðastræti 6 og nytjamark- aður á Eyjarslóð 7 eru opin alla virka daga kl. 13-18. HJÚKRUNARHEIMILIÐ Ás | Guðsþjónusta kl. 15. Prestur sr. Baldur Kristjánsson. HÓLADÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknar- prestur á Ólafsfirði, organisti Jón Bjarna- son. Tónleikar kl. 14. Laufey Sigurðar- dóttir og Páll Eyjólfsson leika saman á fiðlu og gítar verk eftir N. Paganini, F. Tár- rega, A. Piazzolla, P. Houghton o.fl. Ókeyp- is aðgangur. HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa | Guðsþjón- usta kl. 13.30. Ingimar Pálsson organisti leiðir almennan safnaðarsöng, Kristinn Ágúst Friðfinnsson. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Vörð- ur Leví Traustason. Biblestudy in the cafe- teria in english at 12.30 pm. Almenn sam- koma kl. 16.30. Ræðumaður Vörður Leví Traustason, Gospelkór Fíladelfíu leiðir lof- gjörð. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma kl. 20 með lofgjörð og fyrirbænum. Guð- mundur Karl Þorleifsson og Sigurlaug Björnsdóttir tala. KAÞÓLSKA kirkjan: Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Kapúsínaklaustrið á Kollaleiru Reyðarf. | Messa kl. 11. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30. Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga er messa á latínu kl. 8.10. Laug- ardaga er barnamessa kl. 14 að trú- fræðslu lokinni. Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka daga kl. 18.30. Ísafjörður | Messa kl. 11. Flateyri | Messa 2. og 3. sunnudag í mán- uði kl. 16. Suðureyri | Messa 1. og 4. sunnudag í mánuði kl. 16. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laug- ardaga er messa á ensku kl. 18.30. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16, miðviku- daga kl. 20. KEFLAVÍKURKIRKJA | Eiríksreið: Hjólað verður á milli kirkna á utanverðum Suður- nesjum til minningar um sr. Eirík Brynjólfs- son. Sr. Eiríkur var mikill hjólagarpur og hjólaði reglulega um Reykjanesskagann, sóknarbörnum sínum til stuðnings og þjónustu. Lagt verður af stað kl. 10 frá Keflavíkurkirkju. Þaðan er haldið í Út- skála, Hvalsnes og Kirkjuvogskirkju í Höfnum. Uppl. á www.keflavikurkirkja.is KOTSTRANDARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Prestur er Baldur Kristjánsson. KÓPAVOGSKIRKJA | Helgistund kl. 14. Prestur séra Guðmundur Karl Brynjars- son, organisti Lenka Mátéová. LANDSPÍTALI | Guðsþjónusta í Fossvogi kl. 10.30 á stigapalli á 4. hæð. Sr. Vigfús Bjarni Albertsson og Helgi Bragason organisti. LANGHOLTSKIRKJA | Vegna sumarleyfa sóknarprests og starfsfólks er Langholts- kirkja lokuð í júlímánuði. Sr. Pálmi Matt- híasson, sóknarprestur Bústaðakirkju, þjónar Langholtsprestakalli á meðan. Bent er á messur í Bústaðakirkju kl. 11 á sunnudögum í júlí. Messað verður á ný í Langholtskirkju 3. ágúst kl. 11. Nánar á www.langholtskirkja.is. LAUGARNESKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20. Sr. Bjarni Karlsson predikar og þjónar ásamt Sigurbirni Þorkelssyni meðhjálp- ara. Organisti er Guðmundur E. Erlends- son, almennur safnaðarsöngur verður við messuna en forsöngvari er Jóhannes Ari Jónsson. Fulltrúar lesarahóps flytja texta. Messukaffi. Helgihald alla sunnudaga fram til hausts er kl. 20, ýmist í umsjá leikmanna eða presta. LÁGAFELLSKIRKJA | Göngumessa kl. 11. Byrjað með stuttri helgistund og að henni lokinni er lagt af stað í létta gönguferð. Gengið á milli Úlfarsfells og Lágafells. Ritningatextar lesnir á völdum stöðum og sögumaður segir frá. Endað í kirkjunni með bæn og blessun. Kaffiveitingar í skrúðhúsinu. Prestur sr. Ragnheiður Jóns- dóttir, sögumaður Sigurður Hreiðar, org- anisti Jónas Þórir. LINDASÓKN í Kópavogi | Sameiginleg messa Þjóðkirkjusafnaðanna í Kópavogi kl. 11 í Hjallakirkju. Organisti Keith Reed, prestur Guðmundur Karl Brynjarsson. Helgistund kl. 14 í Kópavogskirkju. Organ- isti Jón Ólafur Sigurðsson, prestur Guð- mundur Karl Brynjarsson. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng, organisti Steingrímur Þórhallsson, sr. Örn Bárður Jónsson predikar og þjónar fyrir altari. Kaffi og spjall á Torginu eftir messu. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17. ,,Að elska Guð“. Keith Reed fjallar um efn- ið í tali og tónum. Lofgjörð. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Léttar veitingar eftir messu. Morgunsöngur þiðjud.-föstud. kl. 10. Kristinn Ágúst Frið- finnsson. SELJAKIRKJA | Goslokamessa Eyja- manna kl. 20 í samstarfi við Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu (ÁtVR). Sr. Kristján Björnsson, sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson og sr. Þorvaldur Víð- isson þjóna. Þorvaldur Halldórsson ásamt félögum úr sönghóp ÁtVR og kór Selja- kirkju leiða sönginn. SELTJARNARNESKIRKJA | Kyrrðarstund kl. 11 í umsjón sr. Sigurðar Grétars Helga- sonar. Ritningarlestrar, bæn og altaris- ganga. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 17. Prestur sr. Egill Hallgrímsson, organisti Glúmur Gylfason. Flutt verður tónlist frá sumartónleikum helgarinnar. SÓLHEIMAKIRKJA | Á kirkjudegi Sól- heimakirkju verður messa kl. 14. Sr. Eirík- ur Jóhannsson prófastur Árnesprófasts- dæmis þjónar fyrir altari. Ræðumaður er Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, Garðar Cortes syngur einsöng, organisti er Ester Ólafsdóttir. Kirkjukaffi á Grænu könnunni eftir athöfn- ina. VALÞJÓFSSTAÐARKIRKJA | Hátíðar- messa kl. 14. Vígslubiskup Hólastiftis, hr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vísiterar söfnuðinn og predikar. Sóknarpresturinn, sr. Lára G. Oddsdóttir, þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóhönnu I. Sigmarsdóttur, pró- fasti Múlaprófastsdæmis. Gerð verður grein fyrir endurbótum á kirkj- unni með bæn og þakkargjörð. Kaffi í Vé- garði eftir messu. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Helgi- stund kl. 20. Einsöngur Sigríður Thorla- cius, organisti Arngerður María Árnadóttir. ÞINGEYRAKIRKJA Húnavatnsprófasts- dæmi | Messa kl. 14. Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson predikar og þjónar fyrir altari. Kirkjan er opin alla daga milli kl. 10 og 17 til 31. ágúst. ÞINGVALLAKIRKJA | Messa kl. 14. Bene- dikt Kristjánsson syngur einsöng, Kristján Valur Ingólfsson predikar og þjónar fyrir altari, organisti Guðmundur Vilhjálmsson. Morgunblaðið/Sigurður ÆgissonHofsóskirkja. Orð dagsins: Jesús mettar 4 þúsundir manna. (Mark. 8.) Laugu oft hvað mér þykir vænt um ykkur og vildi óska þess að ég hefði búið ykkur nær, komið oftar í seinni tíð til ykkar og hugsað um ykkur. Elsku Alli minn, ég vil þakka þér fyrir allt og allan þinn vinskap og væntumþykju. Við munum einhvern tímann taka einn ólsen, ef ekki tvo. Ég trúi á það að svona góðir vinir eins og við eigi eftir að hittast aftur í næsta lífi. Hvíl í friði besti vinur minn. Elsku Lauga, Björk mín og Steini, Kristinn, Elvar og fjölskyldur. Guð veri með ykkur öllum á þess- um erfiðu tímamótum. Ragna Rós, Elín Aðalsteina og Bjarki Þórður. Aðalsteinn Jónsson – þar var ein- stakur maður á ferð. Húmorinn ávallt á oddinum og hann laus við alla til- gerð. Ég var lánsöm að fá að kynnast honum í eina tíð, fyrir mér voru það forréttindi. Þrátt fyrir breitt kyn- slóðabil varð okkur virkilega vel til vina. Viska hans og hlýja snertu mig djúpt. Það var ávallt blíða á Eskifirði, hvernig sem viðraði – það fullvissaði Alli mig alltaf um þegar ég hringdi austur. Ég gleymi því ekki þegar hann rúntaði um fjörðinn sinn ber að ofan eins og ungu strákarnir – því hitinn var svo mikill. Við tókum ófáa rúnt- ana saman – Alli keyrði. Honum lá aldrei á og gaf sér góðan tíma í að segja mér sögur frá því að hann var polli og hvernig hann þurfti að hafa fyrir lífinu. Ég naut þess að hlusta. Dugnaðurinn, krafturinn, þrautseigj- an og útsjónarsemin skein í gegnum allar sögurnar. Hann gerði heiðarlega tilraun til að kenna mér brids og skammaði mig þegar ég lét vitlaust spil út en svo hlógum við bara að öllu saman. Hann var klókur spilamaður. Sú stund þegar við vorum ein á Bakkastíg og þurftum að elda ofan í okkur og Elfu heitna er ógleymanleg. Það verður seint sagt að við höfum verið sterk á svelli eldamennskunnar. Allt gekk þetta nú samt. Saltkjötið, kartöflunar og grænmetið, allt í sama pottinn. Dúknum lyft upp til helminga – ekki tekinn af og brotinn saman eins og Lauga gerði – lagt á borð og kræs- ingarnar borðaðar með bestu lyst og útvarpsfréttir í botni að vanda. Við áttum líka skemmtilegar stundir þeg- ar Alli nennti að gera sér ferð til höf- uðborgarinnar. Þá bauð hann alltaf út að borða og sagði áhugaverðar sögur af sér í Reykjavík þegar hann var upp á sitt besta. Ég heimsótti þau Laugu á Bakk- astíg fyrir sex árum, þá sá ég hann síðast. Það var alltaf jafn gott að koma til þeirra sómahjóna og vil ég þakka þeim kærleikann og góðar stundir. Ég sendi Laugu og allri fjölskyld- unni mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Margrét Stefánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.