Morgunblaðið - 05.07.2008, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
dagbók
Í dag er laugardagur 5. júlí, 187. dagur
ársins 2008
Orð dagsins: Ég lít svo á, að ekki séu
þjáningar þessa tíma neitt í sam-
anburði við þá dýrð, sem oss mun op-
inberast. (Rm. 8, 18.)
Víkverji fór í golf á dögunum áKorpúlfsstaðavelli en langt er
síðan Víkverji lamdi kúluna á þeim
ágæta velli. Reyndar fannst Vík-
verja að „Korpan“ væri lúin og
þreytt. Ytri aðstæðum um að kenna?
Þurrkur og mikil umferð. Það er ef-
laust erfitt verkefni að halda golf-
völlum GR í hæsta gæðaflokki. Slík
er aðsóknin.
x x x
Golfsiðir eru misjafnir hjá kylf-ingum. Sumir telja að vellirnir
séu þeirra einkavellir og eru því ekk-
ert að flýta leik þrátt fyrir að aðrir
séu að bíða. Aðrir kylfingar telja að
þeir geti skotið sér á milli ráshópa
þegar þeim hentar. Það gerðist í síð-
ustu heimsókn Víkverja á „Korp-
unni“. Víkverji er rólyndismaður en
það þykknaði upp og fór að helli-
rigna eftir því sem reiðin varð meiri
vegna óboðnu gestanna sem töldu
sig „eiga völlinn“. Gestirnir fundu
greinilga fyrir „pressunni“ og yf-
irgáfu svæðið eftir skamma stund.
Frábær innkoma.
x x x
Margir kylfingar verða ávallt aðeiga nýjustu græjurnar og á
„Korpunni“ sá Víkverji nokkra kylf-
inga munda fjarlægðarsjónauka sem
eru til þess ætlaðir að gefa upp ná-
kvæma fjarlægð frá boltanum og að
holu. Slík tækni nýtist best þeim
sem vita upp á hár hve langt þeir slá
í 99% tilvika.
x x x
Víkverja fannst skondið að sjákylfing sem reif upp sjónauk-
ann í 200 metra fjarlægð frá holu.
Fjarlægðin var mæld nákvæmlega.
Næsta högg rúllaði hinsvegar aðeins
20 metra. Aftur var sjónaukinn not-
aður. Sama ferli og höggið fór 5
metra til hægri og svona gekk þetta
áfram. Og þegar að flötinni var kom-
ið var græjan enn á lofti þrátt fyrir
að boltinn væri aðeins í 15 metra
fjarlægð eða svo frá flöt. Að mati
Víkverja flýta svona græjur ekki
leik nema hjá þeim allra bestu.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Reykjavík Katrín Steina
fæddist 16. febrúar kl. 13.23.
Hún vó 3.475 g og var 51 cm
löng. Foreldrar hennar eru
Olga Steingrímsdóttir og
Friðgeir Sveinsson.
Reykjavík Guðlaug Helga
fæddist 30. apríl kl. 22.52.
Hún vó 3.095 g og var 49 cm
löng. Foreldrar hennar eru
Björn Gunnlaugsson og Rósa
Ásgeirsdóttir.
Nýirborgarar
Krossgáta
Lárétt | 1 lygar, 4
ánægð, 7 auðugur, 8 Æs-
ir, 9 nytjaland, 11 húsa-
garður, 13 drepa,14 út-
rýmdi, 15 verkfæri, 17
glaða, 20 liðamót, 22
kryddtegund, 23 ófúst,
24 reiður, 25 rugla.
Lóðrétt | 1 uppgerð-
arveiki, 2 þýtur, 3 landa-
bréf, 4 aldinn, 5 mæta, 6
starfsvilji,10 rotin, 12
held, 13 tjara, 15 teygði
úr, 16 krók, 18 rétt-
arrannsókn á vettvangi,
19 koma í veg fyrir, 20
heitur, 21 borðar.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 kindarleg, 8 æddum, 9 fáséð, 10 als, 11 tólin,
13 Agnar, 15 safns,18 eðlan, 21 tel, 22 glíma, 23 dætur,
24 skapnaður.
Lóðrétt: 2 indæl, 3 daman, 4 refsa, 5 eisan, 6 hætt, 7 ið-
ur, 12 inn, 14 góð,15 segl, 16 frísk, 17 staup, 18 eldra, 19
líttu, 20 næra.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Sudoku
Þrautin felst í því að fylla út í
reitina þannig að í hverjum 3x3-
reit birtist tölurnar 1-9. Það verð-
ur að gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei
má tvítaka neina tölu í röðinni.
Lausn síðustu Sudoki.
www.sudoku.com
© Puzzles by Pappocom
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5
Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Bc4 c5
8. Re2 Rc6 9. Be3 O–O 10. O–O Bd7 11.
Hb1 Dc7 12. Bf4 e5 13. Bg3 Had8 14.
Bd5 Kh8 15. dxe5 Bxe5
Staðan kom upp á argentíska meist-
aramótinu sem lauk fyrir skömmu í
Mendoza. Stórmeistarinn Fernando
Peralta (2546) hafði hvítt gegn al-
þjóðlega meistaranum Lucas Liasco-
vich (2419). 16. Hxb7! Dxb7 17. Bxe5+
f6 18. Bd6 Hfe8 19. Bxc5 hvítur hefur
nú fengið tvö peð upp í skiptamuninn
ásamt því að hafa biskupaparið. Fram-
haldið varð: 19…Db5 20. Be3 Bg4 21.
c4 Hxd5? 22. exd5 Dxc4 23. dxc6 Dxe2
24. Dd4 He5 25. h3 Be6 26. Bf4 Hf5 27.
Dd8+ Kg7 28. De7+ og svartur gafst
upp.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Ólánið var hans eina lán.
Norður
♠K
♥G987
♦ÁKDG5
♣Á107
Vestur Austur
♠G10762 ♠Á98543
♥-- ♥D653
♦87632 ♦10
♣632 ♣54
Suður
♠D
♥ÁK1042
♦94
♣KDG98
Suður spilar 6♣.
„If it wereńt the bad luck, I wouldńt
have no luck at all,“ söng Rjómarokk-
arinn Jack Bruce á sínum tíma og und-
ir þann söng tók Paul Hackett, for-
sprakki enska liðsins á EM, þegar
hann gekk út úr spilasalnum með tap-
aða slemmu á bakinu. Af tæknilegri
snilld náðu þeir félagar, Hackett og
Waterlow, að melda 6♣ frekar en 6♥.
Laufslemman er glæsileg, því það má
henda þremur hjörtum niður í tígul og
þá er skiptir ♥D engu máli. Hjarta-
slemman er 55% og Hackett reiknaðist
svo til að 6♣ væru um það bil 85%. En
það er tölfræðilegt langtímaverkefni
að ná fram réttlæti við spilaborðið.
Vestur kom út með ♠G og eftir athygl-
isverðan fyrsta slag, skipti austur yfir í
hjarta og vestur trompaði! Einn niður,
en mótherjar Hacketts unnu 6♥ létti-
lega á hinu borðinu.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Hvað sem þú ert að reyna að fram-
kvæma skiptir samkvæmnin mestu máli.
Framfarirnar og snilldarhugmyndirnar
koma þegar þú vinnur stöðugt í málinu.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú hittir fólk sem virðist hugsa á
sömu nótum og þú. Ekki rasa um ráð
fram og álykta neitt. Líklegra er að gild-
ismat ykkar og forgangsröðun séu ólík.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Ólíkt flestu í lífinu á ekki að hafa
þarfir annarra í huga þegar kemur að
tómstundum. Þá eiga hlutirnir bara að
snúast um þig. Láttu allt eftir þér.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú þarfnast tíma og rúms bara
fyrir sjálfan þig. Því er betra ef þú getur
haft hemil á stefnumótunum. Gefðu sjálf-
um þér tíma til að láta hugann reika.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Hugsanir hafa áhrif á allt í lífi okkar.
Reyndu að hafa þær sem allra jákvæð-
astar. Þær geta fært birtu inn í atburði
sem þú ert leiður yfir.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Ráðstafanir sem þú gerir til að
bæta öryggi þitt í framtíðinni láta þér líða
vel. Þú færð hjálp við verkið frá ein-
staklingi sem er ekki sama um þig.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú ert klár, sterkur og með hlutina á
hreinu. Það er því ekkert sem segir að þú
getir ekki lagað það sem þarfnast við-
gerðar. Þú vilt heldur ekki vera upp á
aðra kominn.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú ert í keppnisskapi og leik-
urinn sem er í gangi núna snýst um hver
geti verið tillitsamastur, örlátastur og
samúðarfyllstur. Þú verður konungur
kærleikans.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Það sem vaggar hefur misst
jafnvægið og það á jafnt við um þig og
heimilistæki. Til að halda jafnvæginu
skaltu virða slökunartímann þinn.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú ert kraftmikill og kemst yfir
allar hindranir sem á vegi þínum verða.
Lagfæringarnar sem þú gerir bera hæfi-
leikum þínum gott vitni. Það er gott að
muna hvar þeir liggja.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þig langar ekki að stjórna nein-
um en hefur þörf fyrir að gera nokkrar
breytingar. Í stað þess að reyna að breyta
maka þínum skaltu byrja á sjálfum þér.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú færð eitthvað út úr því að hjálpa
þeim sem oft hjálpa þér og færð það
margfalt borgað til baka – og á stundinni!
Stjörnuspá
Holiday Mathis
5. júlí 1851
Þjóðfundurinn var settur í
Lærða skólanum í Reykjavík
til að ræða frumvarp dönsku
stjórnarinnar um réttarstöðu
Íslands. Fundurinn stóð í rúm-
an mánuð.
5. júlí 1930
Sólheimar í Grímsnesi, fyrsta
heimili hér á landi fyrir
þroskahefta, tók til starfa.
Sesselja H. Sigmundsdóttir, 28
ára, stofnsetti heimilið ásamt
Þjóðkirkjunni og var for-
stöðumaður þess til æviloka,
1974.
5. júlí 1933
Hópflug Ítala. Sveit 24 flug-
véla hafði viðdvöl í Reykjavík
á leið frá Róm til Chicago.
Balbo flugmálaráðherra var
foringi sveitarinnar. Í rit-
stjórnargrein Morgunblaðsins
var sagt að Íslendingar væru
„sjónarvottar að hinum ítalska
stórhug, djörfung og frama“.
Nákvæmlega hálfri öld síðar
kom ítölsk flugsveit til að
minnast hópflugsins.
5. júlí 1983
George Bush, þáverandi vara-
forseti Bandaríkjanna, kom í
opinbera heimsókn til Íslands.
Hann var forseti frá 1989 til
1993.
5. júlí 1987
Bjarni Arason, 15 ára kjöt-
afgreiðslumaður, sigraði í
Látúnsbarkakeppni Stuð-
manna sem haldin var í Tív-
olíinu í Hveragerði. Und-
ankeppnir höfðu verið á átta
stöðum á landinu.
5. júlí 1998
Minnisvarði um bræðurna
Brynjólf Pétursson Fjöln-
ismann, Jón Pétursson háyfir-
dómara og Pétur Pétursson
biskup var afhjúpaður á Víði-
völlum í Skagafirði þar sem
þeir ólust upp.
Heimild: Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist þá…
„Það er auðvitað enginn heima fyrstu helgina í
júlí frekar en fyrri daginn,“ segir Júlía Jörg-
ensen sem er þrítug í dag og ekki með áform
um stórveislu. „Deginum verður eytt heima með
fjölskyldunni og ég fæ mér franska súkku-
laðitertu í tilefni dagsins.“
Júlía, sem er kennari í Myllubakkaskóla í
Keflavík, segir innanlandsferðalög ekki á dag-
skránni á næstunni því erfingi sé væntanlegur
mjög bráðlega. „Ég bíð eftir fæðingu annars
barnsins míns, hún á að bresta á núna á næstu
dögum og það er fátt annað sem kemst að. Ég
geri því ósköp lítið þessa dagana annað en að liggja með tærnar
upp í loft eða í sundlauginni í sólbaði,“ segir Júlía og hlær. „Ég
ætla að láta sumarfríið bíða þar til í desember en þá fer ég í jóla-
ferð til útlanda með stórfjölskyldunni.“
Það er ótrúlega skemmtileg tilviljun að veðurspáin fyrir afmæl-
isdaginn er mjög góð. „Það er spáð rosalega góðu veðri á afmæl-
isdaginn [í dag] og ég fæddist einmitt á hitabylgjudegi í Lúx-
emborg fyrir 30 árum. Það var heitasti dagur sumarsins 1978 og
því kannski vel við hæfi að það sé almennilegt veður á þessum degi
á þrítugsafmælinu.“
Þess er að sjálfsögðu óskandi að veðurspáin rætist og Júlía fái að
njóta dagsins í blíðunni. liljath@mbl.is
Júlía Jörgensen er þrítug í dag
Fæddist á hitabylgjudegi
;)Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is