Morgunblaðið - 05.07.2008, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 05.07.2008, Qupperneq 40
Hann sagði ekki neitt. Það var eiginlega eins og það væri ekki neitt bak við augun. … 44 » reykjavíkreykjavík Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is ÞÓ KREPPAN sverfi að þurfa unn- endur tölvuleikja ekki að örvænta. Gamestöðin er ný verslun sem kaupir gömlu leikina og selur jafnt nýja sem notaða leiki á hagstæðu verði. Guðjón Elmar Guðjónsson er framkvæmdastjóri hinnar nýju versl- unar: „Þetta viðskiptamódel er vel þekkt bæði í Evrópu og Bandaríkj- unum,“ segir Guðjón en Gamestöðin tekur við notuðum tölvuleikjum í skiptum fyrir inneignarnótu eða greiðslu í beinhörðum peningum. „Verðið á leikjunum fer eftir ákveð- inni formúlu og ræðst kaupverðið af því hversu mikil eftirspurn er eftir leiknum og hversu mörg eintök við eigum fyrir,“ segir Guðjón. Tveir við- skiptavinir geta því fengið mis- jafnt skiptiverð fyrir sama leikinn. „Í raun gildir að sá sem kemur fyrst, hann fær mest,“ útskýrir Guðjón. Algengt verð fyrir nýlega notaða leiki, t.d. fyrir PS3-vélina, er í kring- um 1.500 kr. „Inneignarnóta er gefin út á staðnum, en ef fólk vill fá greitt reiðufé fyrir leikina leggjum við inn hjá þeim eftir 3-5 daga og er þá upp- hæðin helmingi lægri en ef um inn- eignarnótu væri að ræða.“ Öll flóran af leikjatölvum Verslunin selur leiki og tekur við öllum leikjum fyrir PlayStation 2 og 3, PSP, Nintendo Wii og DS, og Xbox 360. Einnig er hægt að koma not- uðum leikjatölvum í verð ef þær standast skoðun en Guðjón segir verslunina ekki taka við PC-leikjum, m.a. af tæknilegum ástæðum er varða afritunarlæsingu og fjölspil- unarkóðun. Þó má finna ágætis úrval af nýjum PC-leikjum í búðinni. Gagn af gömlu leikjunum Morgunblaðið/G.Rúnar Úrval Guðjón Elmar áætlar að um 10.000 leikir séu til hjá Gamestöðinni. Gamestöðin kaupir notaða leiki og selur nýja á fínu verði Guðjón Elmar Guðjónsson Gamestöðin er til húsa í Skeifunni 17 og er opin frá 12 til 22 alla daga.  Óperupopp- arinn Garðar Thór Cortes tek- ur þátt í einni stærstu klassísku tónlistarhátíð austurstrand- arinnar í lok mánaðarins. The New- port Music Festival kallast hátíðin og af heimasíðu hennar að dæma er manni líkast til ekki hleypt inn á stuttbuxum og hlýra. Í grein vef- miðils The Providence Journal seg- ir að framkvæmdastjóri hátíð- arinnar Mark Malkovich hafi verið í kvöldverðarboði hjá Íslendingnum Kaju Zaklynski þegar hann heyrði fyrst í Garðari Thór og honum hafi samstundis verið ljóst að Garðar yrði að syngja á hátíðinni í ár. Í greininni er Garðar sagður svar Ís- lands við Andrea Bocelli,hinum ítalska stórsöngvara, og haft er eft- ir Malkovich að Garðar eigi eftir að njóta gríðarlegra vinsælda í fram- tíðinni. „Og þá getum við sagt: Ég sá hann syngja í Newport!“ Malkovich trúir á Garðar Thór Cortes  Útnefning Bjarkar og Sigur Rósar sem vina Sameinuðu þjóð- anna hefur orðið tilefni til vanga- veltna. Í fyrsta lagi spyrja menn sig hvað nafnbótin feli í sér; orða- lagið á heimasíðu samtakanna er í óræðari kantinum eins og oft á við um texta stofnunarinnar og í öðru lagi velta menn því fyrir sér hvort með útnefningu Bjarkar sé Kína, sem situr í öryggisráði SÞ, að rétta út sáttarhönd til Bjarkar. Yf- irvöld þar í landi reiddust enda mjög yfir gegndarlausu málfrelsi Bjarkar á tónleikum hennar í Sjanghæ í mars. Eða er sá mögu- leiki fyrir hendi að yfirvöld þar í landi viti kannski ekki af þessum nýjasta vini SÞ? Bestu vinir SÞ Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is INNIPÚKINN er góður kost- ur á krepputímum enda kosta aðgangur að báðum tónleika- dögum ekki nema 3.900 kr. í forsölu. „Það er líka alltaf hlýtt á innipúkanum, þú getur farið heim til þín að sofa og verið í fallegum fötum en ekki kraftgalla,“ bætir Diljá Ámundadóttir við, en hún er einn skipuleggjenda Innipúk- ans: verslunarmannahelg- arhátíðar þeirra sem tíma ekki, nenna ekki eða geta ekki farið út á land til að fagna frídegi verslunarmanna. Miðbæjarrottu-stemning á NASA Miðasala hefst á þriðjudag, 8. júlí, á Midi.is en hátíðin fer fram á skemmtistaðnum Nasa að þessu sinni. Að vanda skartar Innipúkinn ein- valaliði íslenskra tónlsitarmanna. „Ég býst við að Geir Ólafs muni stela senunni á sinn einstaka hátt,“ segir Diljá og kímir. „FM Belfast kemur líka öllum í gott stuð, sama hvað. Megas spilar fyrir okkur og eins Benni Hemm Hemm með glæsilega hljómsveit á bak við sig,“ bætir hún við og eru þá margir listamenn enn ótaldir. „Allt eru þetta hljómsveitir sem eru að gera mjög góða hluti og hafa alla burði til að búa til glæsilega innihátíð. Úrvalið passar við þessa bylgjulengd í tónlistinni: þetta er grasrótin sem kenna má við 101. Að vanda kappkostum við að skapa huggulega stemmningu.“ Gott partí sem þörf er fyrir Innipúkinn er nú haldinn í 6. sinn og segir Diljá vinsældir hátíðarinnar fara vaxandi ár frá ári. „Það var algjörlega þörf fyrir þessa hátíð – að hafa einhvern viðburð fyrir þá sem kjósa að vera í borginni. Við ætlum að gera gott partí.“ Eins og flestir þekkja var það tónlistarspekúl- antinn með peningavitið, Dr. Gunni, sem var for- sprakki þess hóps sem skipulagði fyrsta Innipúk- ann árið 2002. Þá var hátíðin haldin í Iðnó og aðeins eitt kvöld. Hátíðin stækkaði svo og spann- aði í fyrsta skipti tvo daga árið 2005. Dagskráin hefst að þessu sinni kl. 19 bæði kvöldin og er aldurstakmark 20 ár. Það viðrar alltaf vel inni  Forsala miða á Innipúkann hefst á þriðjudag  Áhugaverð tónlistarblanda Diljá Ámundadóttir Ampop Innipúkinn hefur á undanförnum árum flakkað um helstu tónleikastaði miðborgarinnar. Í ár fer hátíðin fram á NASA líkt og hún gerði í hittifyrra, þegar Ampop tróð upp við mikla gleði. Morgunblaðið/Valdís Thor Benni Hemm Hemm Boys in a Band Dísa Dr. Spock FM Belfast Geir Ólafsson Grjóthrun í Holshreppi Hjaltalín Hjálmar Megas og Senuþjófarnir Morðingjarnir Múgsefjun Soundspell Þessir hafa stað- fest komu sína: Geir Ólafs Krúner Íslands verður á svæðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.