Morgunblaðið - 05.07.2008, Page 41

Morgunblaðið - 05.07.2008, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 41 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Montreal 11. eða 25. júlí frá kr. 17.000 Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Montreal 11. og 25. júlí í viku. Þetta er einstakt tækifæri til að njóta lífsins í þessari stórkostlega spennandi borg sem er önnur stærsta borg Kanada. Í borginni mætast gamli og nýi timinn, rík sagan og iðandi nýbreytnin á einstaklega skemmtilegan hátt. Það er frábært að skoða sig um, versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar, skemmtigarðar, spennandi söfn, endalaust úrval verslana og veitingastaða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða. Mjög takmarkað framboð flugsæta og gistingar í boði á þessu verði. Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum, sértilboð 11. og 25. júlí. Verð kr. 39.990 flug og gisting í viku Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára á Hotel Les Suites Labelle *** með morgunverði í viku, sértilboð 11. og 25. júlí. Örfá sæti í boði! Verð kr. 17.000 aðra leið Verð kr. 24.990báðar leiðir www.listvinafelag.is Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 5. júlí kl. 12:00 Bine Katrine Bryndorf 6. júlí kl. 20:00 Bine Katrine Bryndorf leikur verk eftir J.S.Bach, Messiaen og Carl Nielsen Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Lau 23/8 kl. 15:00 Lau 23/8 kl. 20:00 Sun 24/8 kl. 16:00 Fös 29/8 kl. 20:00 Lau 30/8 kl. 15:00 Lau 30/8 kl. 20:00 Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson (Söguloftið) Fös 11/7 kl. 20:00 Lau 12/7 kl. 20:00 Sun 13/7 kl. 16:00 Fim 17/7 kl. 20:00 Fös 18/7 kl. 20:00 Kómedíuleikhúsið Ísafirði 8917025 | komedia@komedia.is Act alone á Ísafirði (Hamrar/Edinborgarhúsið) Lau 5/7 kl. 13:00 Sun 6/7 kl. 14:00 Gísli Súrsson (Haukadalur Dýrafirði/ferðasýning) Mið 9/7 kl. 16:00 U Fös 25/7 kl. 14:00 Lau 26/7 kl. 20:00 U Pétur & Einar (EinarshúsBolungarvík) Lau 5/7 kl. 17:00 Fim 10/7 kl. 20:00 Fim 17/7 kl. 20:00 Fim 24/7 kl. 20:00 Fim 31/7 kl. 20:00 Í gegnum árin hefur hljómsveitin Hraun sýnt það og sannað að gott stuð og frábær spilamennska fylgir henni hvarvetna. Metnaður sveit- arinnar blasir ekki beint við og birt- ist ekki í fullyrðingum og draumum um frægð og frama eða í að upphefja eigið ágæti heldur í alúð og umhyggju fyrir tónlistinni sem sveitin hefur valið til flutn- ings og því að taka hlutunum með ró. Hægt komast sumir en kom- ast þó og það á svo sannarlega við Hraun sem lullar áfram, breytir landslaginu og safnar svo fallegum mosa og verður órjúfanlegur þáttur tilverunnar. Það er eitthvað við Hraun sem gerir sveitina afar alþýðlega en um leið krúttlega gamaldags. Liðsmenn Hrauns leitast ekki eftir því að vera „hipp og kúl“ en kjósa þess í stað að gera það sem þeim finnst skemmti- legt og frumlegt. Það sem annars einkennir Silent Treatment er frá- bær spilamennska Hrauns, virkilega góður söngur Svavars Knúts, líf- legar raddanir ásamt fínum lögum í bland við betri. Já, fín lög og önnur betri, þar liggur hundurinn grafinn því mér finnst stemningin og flutn- ingur Hrauns meira töfrandi en lög- in sjálf í flestum tilfellum – en eitt ber þó að taka fram að lagasmíð- arnar eru yfir meðallagi þó svo að þær nái ekki að heilla mig jafnmikið og öruggur flutningur Hrauns. Þjóð- lagarokk að hætti enskra sveita á borð við Jethro Tull og Fairport Convention ásamt þunglyndum ný- bylgjudrunga er sá stíll sem Hraun bræðir saman við góða texta sem eru ýmist sungnir á íslensku eða ensku. Ástin, Bakkus, von og von- leysi ásamt hæfilegri bjartsýni er sá sannleikur sem sveitin leyfir hlust- endum að njóta óspart. Það skal öll- um vera ljóst að markmiðið er að gleðja og lyfta fólki upp þó að óend- urgoldin ást sé líklega til umfjöll- unar. Þau lög sem mér finnst bera af eru þau sem flokkast undir það að vera hress og jafnvel villt því þar nær Hraun að sýna allar sínar bestu hliðar. Þetta á sérstaklega við „Happy Song“ sem sækir nett áhrif til Jethro Tull og Þursaflokksins, drykkjuslagarann „So let Us Drink“ og að lokum „Thunderball“, sem er með trylltari lögum plötunnar og minnir mig á ekki ómerkari hljóm- sveitir en Red Hot Chili Peppers og graðhestarokkarana í System of a Down – virkilega magnað lag þar sem sveitin fer hamförum undir lok- in. Þegar á heildina er litið er auðvelt að gleyma stund og stað þegar hlust- að er á Hraun, sveitin er bara það góð og skemmtileg. Það sem mér finnst hins vegar vanta á Silent Treatment eru fleiri afgerandi tón- smíðar – það sem boðið er upp á er gott en mætti vera aðeins betra og feitara því að umgjörðin er svo sann- arlega til staðar. Heitt Hraun TÓNLIST Geisladiskur Hraun – Silent Treatment bbbmn Jóhann Ágúst Jóhannsson WILL SMITH er konungur sum- armyndanna, árið í ár lítur ekki út fyrir að heyra til undantekninga. Hancock er óneitanlega vitlaus og bagalega brokkgeng en sem auð- gleymd augnabliks sumarafþreying sleppa áhorfendur skaðlaust frá henni. Vitaskuld vona aðdáendur Smiths að ótvíræðir hæfileikar hans fái að blómstra í bitastæðu hlutverki en það gerist greinilega ekki í sumar. Hancock er skopmynd um tilvist- arkreppu ofurhetjanna sem tröllríða bíóunum árið út og inn. Hancock (Smith) er mislukkuð útgáfa af Kóngulóar-, Leðurblöku- og X- mönnum hasarblaðanna og -mynd- anna en hann á bágt og er í upphafi myndarinnar í strætinu í Los Angel- es. Við komum að honum hálf- dauðum í rennusteininum en eftir vænan afréttara er hann tekinn til við að lúskra á illþýði borgarinnar. Það er þarft verk en hetjustörfin hafa slæmar aukaverkanir því Han- cock er orðinn geðillur og stórkarla- legur, hann lætur sér ekki nægja að stilla til friðar heldur skemmir og fordjarfar allt í kringum sig og liggur undir ámælum fjölmiðla og borg- arbúa. Það getur ekki endað á annan veg hjá Hancock en öðrum slags- málahundum og eyðilegging- arormum, hann er settur inn. En þá kemur auglýsingamaðurinn Ray (Bateman) til sögunnar og vill bæta ímynd hans. Enn frekar kona hans Mary (Theron) sem lúrir á yfirnátt- úrlegum hæfileikum. Myndin fer vel af stað, það er sprengikraftur í brellunum og ímyndin af ofurhetjunni skemmti- lega skrumskæld í draslaralegu rónaútliti Hancocks. Síðan hallar leiðin niður á við, Hancock rakar sig, bætir ráð sitt og upp úr hléi er ósköp lítið að gerast áhugavert. Það er ekki heil brú í handritinu, hinn aðþrengdi Hancock og stallkona hans, Mary, eru óljósar og illa út- skýrðar persónur jafnvel af ofur- hetjum að vera. Í samanburði við framangreinda kollega sína eru þau þokukenndir umrenningar, sendi- boðar almættisins hingað komnir til að sussa á mannkynið en flest hefur farið úrskeiðis. Bakgrunnurinn er kauðskur og tilvist þeirra bragðlítill bixímatur gamalla ásta og borg- arhryðjuverka. Hafið ekki of miklar væntingar, þá má hafa stundargaman af Hancock og Smith er furðu brattur í ankanna- legu hlutverkinu. Sá sem stelur myndinni er þó enginn annar en Bateman, hann tekur hlutverk sitt skemmtilega alvarlega og heldur andlitinu á hverju sem gengur. Ther- on er fín leikkona en er fyrirmunað að gera eitthvað fyrir hana Mary. Sem fyrr segir eru brellurnar magn- aðar og útlitið óaðfinnanlegt en sama verður ekki sagt um innihaldið, sem fjarar að lokum út í tómið. Er þetta fugl? Er þetta flugvél? Nei, þetta er fyllibytta Hancock Hafið ekki of miklar væntingar, þá má hafa stundargaman að Hancock. Smith er furðu brattur í ankanna- legu hlutverkinu en myndin fjarar þó út undir lokin og það er ekki heil brú í handritinu. KVIKMYND Háskólabíó, Sambíóin, Smárabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri Leikstjóri: Peter Berg . Aðalleikarar: Will Smith, Charlize Theron, Jason Bateman. 95 mín. Bandaríkin 2008. Hancock bbbnn Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.