Morgunblaðið - 26.09.2008, Side 28

Morgunblaðið - 26.09.2008, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Sigrún, systir mín, hefur nú kvatt eftir 17 ára baráttu við krabbamein, það er ekki neitt smá sem hún þurfti að glíma við. Lengi vel hélt ég og vonaði að hún hefði betur, þvílíkur dugnað- ur og kraftur sem hún sýndi, sagði að það væri bara fyrir hraustmenni sem væru vel á sig komin að fá krabba- mein. Ein af mínum fyrstu minningum er frá 17. júní 1965, þá var ég á fjórða ári og Sigrún á fimmtánda ári og við á leiðinni að sjá litlu systur okkar ný- fædda á fæðingardeildinni. Það var margt sem fyrir augu bar og margar spurningar sem ég hafði handa stóru systur, allt var skýrt út með hlýju og glöðu geði. Það var Sigrúnu í blóð borið að fræða, og ekki skrítið að hún yrði kennari. Strax í æsku myndaðist þessi sterki strengur á milli okkar sem bara styrktist og þroskaðist með hverju ári. Hún hafði sérstaklega góða nærveru, var frábær hlustandi og vildi fylgjast með hvað maður hafði fyrir stafni og gat sett sig inn í öll málefni. Það eru forréttindi að fá að kynnast slíkri konu og einfaldlega mannbætandi. Sigrún var bráðlagin og listræn, hún flísalagði, hún fékkst við glerlist, leðursaum, fatasaum og fleira, allt sem Sigrún kom nálægt varð fallegt. Ég var eigingjarn á stóru systur, og leist nú ekki of vel á ráðahag hennar þegar hún var farin að sýna einhverjum karli mikinn áhuga. Hér var kominn lífsförunautur hennar, Ragnar Kærnested, betri mann hefði Sigrún ekki getað fundið og Ragnar var alla tíð eins og klettur við hlið konu sinnar. Börn þeirra eru þrjú og barnabörnin sjö, það var gaman að fylgjast með uppvexti barna þeirra og þótt Sigrún væri mikil barnagæla sem gat laðað að sér öll börn þá vildi hún hafa aga og reglur. Hún var kennarinn og nemendurnir áttu að hlýða og vera kurteisir og prúðir, þetta átti líka við um hennar börn. „Sjáðu hvað ég er rík,“ sagði hún þegar hún benti mér á myndir af hópnum sínum þar sem hún lá fár- sjúk fyrir fáum dögum. Á sorgartímum sem þessum leitar hugurinn yfir farinn veg og allar góðu minningarnar koma upp – við í stangveiði, í jeppaferðum, á Flórída, í Stykkishólmi og margt fleira sem maður geymir í huga sér. Á innan við hálfu ári hef ég nú kvatt tvö af fjór- um systkinum mínum og mikið er lagt á elsku mömmu okkar sem nú kveður frumburð sinn. Ég vona að við öll sem stóðum nærri Sigrúnu fáum styrk til að takast á við sorgina, missirinn er mikill. Sigrún Ólafsdóttir ✝ Sigrún Ólafs-dóttir fæddist í Reykjavík 13. des- ember 1950. Hún lést á líknardeild Landspítalans 17. september síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Há- teigskirkju 25. sept- ember. Hvíldu í friði, elsku systir, ég trúi því að við eigum eftir að hitt- ast síðar. Vörður Ólafsson. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Að morgni miðviku- dagsins 17. september lést á líknar- deild LSH tengdamóðir sonar okkar og bróður, Sigrún Ólafsdóttir. Upp í hugann koma allar góðu minningarnar frá liðnum árum og dýrmætar samverustundir verða að perlum í sjóði minninganna. Kynni okkar af þeim Sigrúnu og Ragnari hófust fljótlega eftir að dóttir þeirra, Dröfn, og sonur okkar og bróðir, Kristinn, tóku að rugla saman reyt- um. Frá fyrstu kynnum skynjuðum við hversu heilsteypta og ástríka tengdafjölskyldu Kristinn hafði eign- ast. Strax var litið á Kristin sem einn af fjölskyldunni og Stallaselið hefur ávallt staðið honum opið. Nú þegar langri baráttu við illvíg- an sjúkdóm er lokið viljum við fjöl- skylda Kristins þakka af heilum hug þá hlýju, vinsemd og virðingu sem Sigrún sýndi okkur ætíð þau ár sem við höfum átt samleið. Eftirlifandi eiginmanni, aldraðri móður, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ástvinum vottum við okkar dýpstu samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Hildur, Guðjón, Borghildur, Hörn og fjölskyldur. „Eitt sinn verða allir menn að deyja.“ Ein besta vinkona okkar er nú fallin frá eftir margra ára baráttu við krabbameinið. Við héldum alltaf að hún væri búin að sigrast á þessum vágesti, en hann birtist alltaf aftur og sigraði að lokum. Fyrstu minningarnar um Sigrúnu eru þegar hún sex mánaða gömul kom í sveitina til okkar systra að Böðmóðsstöðum. Það var mikið búið að hlakka til að sjá þetta barn. Svo birtist hún loksins í fallegum rauðum galla með rauða húfu og brosti til okkar út að eyrum alveg tannlausu brosi. Við systurnar féllum alveg fyr- ir henni og tókum hana okkur að hjartastað. Eftir þetta kom hún til okkar að Böðmóðsstöðum mörgum sinnum á sumrin og stundum til lengri dvalar. Oft var staðið við gluggann og horft og fylgst með öll- um bílum sem voru að koma langt að og mikill fögnuður þegar hún kom loksins til okkar. Við litum á hana sem systur og fannst að hún ætti bara að vera alltaf hjá okkur. Sigrún óx upp og varð einstaklega vel gefin og falleg stúlka, en hélt alltaf tryggð sinni við okkur systur og á unglings- árunum var margt brallað. Við eign- uðumst allar stelpur á svipuðum aldri. Höfðum við gaman af að koma í afmælisboðin og fylgjast með þeim vaxa úr grasi. Vinkonurnar þrjár fundu að þær höfðu löngun til að hittast meira svo þær ákváðu að stofna saumaklúbb, þar sem þeirra góða sambandi væri áfram haldið. Í þennan saumaklúbb var valið af mikilli vandvirkni. Ein- göngu konur sem þekkst höfðu árum saman. Þessi klúbbur, sem ber heitið „Lykkjan“, er nú orðinn yfir 30 ára gamall. Ferðalögin orðin mörg og klúbbarnir margir. Oft hefur verið kátt á hjalla, en ekki mikið saumað. Sigrún og Ragnar byggðu sér fal- legt hús í Breiðholtinu og keyptu sér síðar hús í Stykkishólmi. Í maí síð- astliðnum hafði hún samband við klúbbsystur sínar, fárveik og nýkom- in úr meðferð, og vildi endilega að allur hópurinn skemmti sér eina helgi í Hólminum, ásamt mökum. Þetta varð dásamleg ferð og hópur- inn hress að venju. Létum sem veik- indin væru ekki til staðar og sungum fram á nótt. Þetta var seinasta ferð hópsins saman. Nú er hún Sigrún okkar farin og hennar verður sárt saknað. Viljum við hjónin senda Ragnari, móður hennar og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Svala og Vigfús. „Sæl og blessuð,“ var Sigrún vön að segja skælbrosandi þegar við hitt- umst frænkurnar. Alltaf varð maður glaður af því einu að sjá þessa einstöku konu sem Sigrún var. Þegar ég hugsa til allra þeirra stunda sem við Sigrún áttum saman þá dettur mér fyrst í hug allt það sem hún kenndi mér, þvílíkt fróðleiksflóð! Sigrún var kennaramenntuð og það var starfið sem Guð ætlaði henni, hún var fædd til að kenna, hún kenndi ekki bara í skólanum heldur kenndi hún öllum í kringum sig svo margt og ég held að hún hafi alltaf gert það ómeðvitað. Alltaf var gleðin við völd hjá Sig- rúnu frænku, þegar ég var lítil fannst mér æðislegt þegar við fórum í leik- inn Fagur fiskur í sjó, það sagði eng- inn þuluna á jafn skemmtilegan hátt og Sigrún. Þá hélt önnur á hönd hinnar, fór með þuluna og ég titraði af spenn- ingi. „… Fetta, bretta – nú skal hönd á litla lófann detta“ og þá var að forða lófanum burt ellegar tapa leiknum. Sigrún kunni fjöldann allan af skrítlum og vísum og sagði þær þannig að maður veltist um af hlátri. Oft áttum við mjög skemmtileg samtöl og nú koma Sossubækurnar upp í hugann, Sigrún þekkti margar barnabækur rosalega vel og fannst ekki leiðinlegt að fræða litlu frænku sína um hinar ýmsu bækur en Sossu- bækurnar standa sko sannarlega upp úr. Eftir að hún hafði kynnt bækurnar um Sossu fyrir mér fór ég að lesa þær og á tímabili ríkti Sossu-æði á heimilinu og svo þegar lestrinum var lokið ræddum við um Sossu og henn- ar líf og Sigrún tengdi söguna við raunveruleikann sem við lifum í á svo ótrúlegan hátt að ég mun seint gleyma því. Hún var svo ofboðslega góð við börn og það leið öllum svo vel nálægt henni, alltaf var léttleikinn í háveg- um hafður og yfirveguð rödd hennar hafði svo góð áhrif á alla sem um- gengust hana. Það var alltaf gaman að spjalla við Sigrúnu, hún hlustaði, sýndi áhuga og sagði sínar skoðanir. Þegar tím- inn leið og ég stálpaðist breyttust umræðuefnin en hún var alltaf eins, skilningsrík, jákvæð og til í að hlusta. Ég á heilan helling af minningum um Sigrúnu sem ég varðveiti í hjarta mínu sem skíragull. Það er sárt að þurfa að kveðja þessa glæsilegu konu en við getum huggað okkur við allar góðu minn- ingarnar sem hún skilur eftir í hjört- um okkar. Sigrún var rík, hún átti virkilega góða að – þau Ragnar eignuðust börnin sín þrjú, mörg barnabörn, hún átti góða foreldra og systkini og óteljandi vini. Öllum þótti og þykir vænt um Sig- rúnu og við minnumst hennar sem gleðigjafa og tökum okkur hana til fyrirmyndar í lífinu. Ég vona að Guð taki vel á móti henni og veiti fjölskyldu hennar og vinum styrk á þessum erfiðu tímum. Hvíldu í friði elsku Sigrún. Birna Varðardóttir. Með sorg og trega í hjarta minn- umst við Sigrúnar, yndislegrar vin- konu og frænku sem er látin eftir erf- ið veikindi. Með æðruleysi og dugnaði tókst hún á við veikindi sín og svo sann- arlega sannfærð um að hún myndi ná heilsu aftur. Að gefast upp var ekki til í orða- bókinni hennar. Reglulega hittumst við í sauma- klúbbnum okkar, Lykkjunni. Kon- urnar mættu fyrst og svo komu karl- arnir seinna um kvöldið. Mikið var sungið þegar við komum saman og Sigrúnu einni var treyst fyrir því að gefa upphafstóninn svo hægt væri að byrja fjöldasöng. Hvílík ógrynni af söngtextum sem hún kunni, revíu- textum og skemmtilegum kvæðum sem hægt var að taka undir. Þetta hafa verið ómetanlegar stundir að koma svona saman. Alltaf kom Sig- rún með handavinnuna sína í klúbb- inn. Það klikkaði aldrei. Hún prjón- aði og heklaði á „ungana sína“, fyrst sín börn en síðan á barnabörnin þeg- ar þau fæddust. Sigrún var ásamt saumaklúbbnum fremst í flokki að standa fyrir jólaballi ættarinnar, sem hafa verið árviss um nokkurra áratuga skeið. Hún hafði yndi af börnum og þau hændust að henni enda var hún kennari að mennt og dáð sem slík. Og hún var hafsjór af fróðleik, kunni margar sögur um menn og málefni. Stóð upp í samkvæmum og veislum og hélt ræður á léttum nót- um þegar við átti. Hún hafði einstak- lega ljúft og þægilegt viðmót og fólki leið vel í návist hennar. Hún gat hrif- ið fólk með sér til verka og leiddi þá hópinn áfram, ákveðin en sanngjörn á allan hátt. Það var alltaf gaman að koma heim til Sigrúnar og Ragnars. Þau voru höfðingjar heim að sækja. Mikl- ar veislur voru haldnar þar í tengslum við saumaklúbbinn og við önnur tækifæri. Og alltaf var létt yfir þeim hjónum, þrátt fyrir að allir vissu að tímarnir voru erfiðir. Ferðalög voru henni hugleikin, bæði stutt og um lengri vegu. Oft var farið í lítið ferðalag, t.d. bara hjólað um á höfuðborgarsvæðinu. Hún átti það til að hjóla alla leið úr Breiðholtinu í Laugardalinn, birtist brosandi á tröppunum hjá okkur og svo tók hún ekki í mál að við keyrð- um hana til baka eftir að hafa kíkt inn og fengið smáhressingu. Og svo var farið í lengri ferðir um heiminn og það gerði hún hvenær sem hún hafði tök á. Í Stykkishólmi bjuggu Sigrún og Ragnar sér „hreiðurstað“, í húsi sem þau höfðu fest kaup á og dvöldust þar hvenær sem færi gafst. Sl. vor kom saumaklúbburinn þar saman ásamt mökum og áttum við þar ynd- islega helgi. Glatt var á hjalla á góðri stund og Sigrún lék á als oddi enn ákveðin í að láta ekki bugast. Bar- áttuþrekið var ótrúlegt. En svo fór að baráttunni lauk og Sigrún fór í sína hinstu ferð. Elsku Ragnar, Bylgja, Örvar, Dröfn, Valgerður og fjölskyldur, megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum og blessa minningu Sigrúnar okkar. Ebba og Ægir. Elsku hjartans frænka mín hefur kvatt þennan heim. Þrautagöngunni lokið, loks hefur þreyttur líkaminn fengið hvíldina. Eftir sitjum við með sorg í hjarta og söknum góðrar manneskju og vinar umfram allt. Við Sigrún höfum þekkst frá barnæsku, einungis eitt ár skildi okkur að í aldri, hún var eldri og þá um leið reyndari og fullorðnari en ég. Ég dvaldi stundum sem lítið barn hjá þeim heiðurshjónum, Völlu og Óla, þegar mikið var að gera í desember hjá mömmu og þá var oft gaman hjá okkur Sigrúnu. Jólasveinninn gaf okkur í skóinn, ég vaknaði á undan, freistingin var mikil og ég gleypti í mig það sem var í báðum skóm, Sig- rúnu til mikillar hrellingar. Hún var ári á undan mér í Kennó, þá var himinn og haf á milli okkar, hún var svo miklu fullorðnari en ég. Ég leit upp til hennar og fannst hún svo fullorðin og virðuleg. Ég man Sigrúnu fyrir utan skemmtistaðinn Sigtún við Austurvöll. Þar stóð hún í biðröðinni og feimnisleg kynnti hún mig fyrir ungum manni sem stóð við hlið hennar. Þarna sá ég Ragnar í fyrsta sinn. Síðan hefur hann staðið sem klettur henni við hlið, í blíðu og stríðu, alltaf reiðubúinn að styðja hana og styrkja. Falleg, fínleg og samt svo sterk. Alltaf svo fullorðin. Talaði hægt og skýrt og vandaði mál sitt, talaði yf- irvegað. Alltaf svo glöð þegar við hittumst. Börnin hennar voru henni alltaf efst í huga og hún ræddi um þau með miklu stolti og gleði. Svo komu barnabörnin og ekki fengu þau síðri umönnun. Sá fríði hópur syrgir yndislega mömmu og ömmu sem vildi allt gera fyrir þau. Nú hefur verið höggvið stórt skarð í hóp okkar systkinabarna, bæði Flosi og Sigrún farin á þessu ári. Elsku Valla hefur misst mikið. Spurningar hrannast upp í hugan- um, af hverju heimsótti ég ekki frænku mína oftar, af hverju hringdi ég ekki í hana? Nú er einungis hægt að hugsa hlýtt til hennar og sjá hana fyrir sér á eilífðarbrautum. Sofðu, mín Sigrún, og sofðu nú rótt; guð faðir gefi góða þér nótt! (Jón Thoroddsen) Ég og fjölskylda mín vottum Ragnari, Bylgju, Örvari, Dröfn og barnabörnum okkar dýpstu samúð í sorg þeirra og vonum að sá sem öllu ræður gefi þeim frið og ró í hjarta. Fari elsku frænka mín í friði. Brynja Baldursdóttir. Mín elsku besta frænka og vin- kona er dáin. Við Sigrún vorum mjög nánar allt frá barnæsku og skilur hún eftir mikið tómarúm og söknuð. Ég hlakkaði alltaf svo til þegar Sig- rún kom á sumrin í sveitina til okkar því þar var margt brallað. Við skrif- uðumst líka á, skrítnum bréfum. Þessar bréfaskriftir urðu svo að skemmtiatriði í 60 ára afmælinu mínu þegar Sigrún las upp hvert bréfið á fætur öðru. Þegar ég svo flutti til Reykjavíkur var gott að vita af góðri frænku sem kenndi mér á borgarlífið. Sigrún fór með mig í strætó og bíó og fleira sem sveitastelpa þurfti að læra á og upp- lifa. Seinna urðum við stórar og fórum á flakk. Við þvældumst til Noregs og um landið þvert og endilangt og það var einmitt þá sem við nældum okk- ur hvor í sinn flugvirkjann, ég í Gumma og hún í Ragga. Við fórum líka saman til útlanda, vorum saman í saumaklúbbnum og Fífunum. Hvað sem við gerðum saman þá var alltaf glatt á hjalla og mikið sung- ið. Sigrún kunni alla texta fram og til baka og við öll tækifæri og það var alltaf gott að láta hana byrja fjölda- söng. Betri og ljúfari félagsskapur var ekki til. Sigrún hélt vel utan um sína nán- ustu og var öllum ómetanlegur styrkur og stoð. Allt var fallegt sem Sigrún snerti á og auðgaði hún líf okkar sem í kringum hana vorum. Sigrún og fjölskylda reyndust mér ákaflega vel þegar Gummi dó og gleymi ég því aldrei. Hún var alltaf til staðar svo drífandi og kát. Það er sárt til þess að hugsa að hún Sera mín sé farin, en sársaukinn mun á endanum víkja fyrir djúpu þakklæti fyrir allt sem hún hefur gefið mér. Ég vil votta Völlu, Ragga og börn- unum og fjölskyldum þeirra samúð mína. Karólína Árnadóttir (Kalla.)  Fleiri minningargreinar um Sig- rúnu Ólafsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dög- um. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa FRIÐRIKS KETILSSONAR, Rauðumýri 10, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri og starfsfólki Heimahlynningar á Akureyri fyrir einstaka umönnun og hlýu. Guð blessi ykkur öll. Laufey Bergrós Árnadóttir, Júlíus Fossberg Friðriksson, Árni Ketill Friðriksson, Gígja Hansen, Arnar Magnús Friðriksson, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.