Morgunblaðið - 26.09.2008, Side 18

Morgunblaðið - 26.09.2008, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Fall krón-unnar oghækkandi verðbólga skellur nú á almenningi af krafti. Á forsíðu Morgunblaðsins í gær kemur fram að hækkun vísitölunnar jafngildi 14% verðbólgu og búast megi við enn meiri hækkunum vegna falls krónunnar. Á forsíðu 24 stunda er fjallað um þau áhrif, sem þetta ástand hefur á verð- tryggðu lánin. Þar er tekið dæmi um mann, sem tók 22,8 milljóna króna lán í mars 2006. Höfuðstóll lánsins hefur hækkað um 4,9 milljónir og hefur lántakinn þó greitt hátt á fjórðu milljón af láninu. Nánast allir Íslendingar hafa svipaða sögu að segja. Einu gildir hvort um er að ræða námslán, húsnæðislán, bílalán eða önnur lán, í núver- andi ástandi er verðtryggingin að ríða almenningi á slig. Bankarnir hafa undanfarið bætt eiginfjárstöðu sína með gengishagnaði. Gengishagn- aðurinn hefur verið þeirra eina ljós í myrkrinu. Spyrja má hvort þeir hefðu hegðað sér öðruvísi hefðu þeir ekki búið við það öryggi að þorri þeirra lána, sem þeir hafa veitt, er verðtryggður. Þau rök hafa verið færð fyrir verð- tryggingunni að hin veika króna bjóði ekki upp á annað. Þá má spyrja á móti hvort verðtryggingin ætti ekki að vera víðtækari og ná til dæmis til launa þannig að almenn- ingur ætti auðveldara með að borga af verðtryggðu lán- unum. En það gengur ekki, líklega vegna þess að verðtrygging telst kapítalismi þegar bankar eiga í hlut, en sósíal- ismi þegar kemur að almenningi?! Áhrif verðtryggingarinnar eru hins vegar aðeins ein af birtingarmyndum fjár- málakreppunnar. Bandarísk stjórnvöld eru svo uggandi um ástandið að þau hafa lagt fram björgunaráætlun, sem hljóðar upp á eitt þúsund milljarða dollara. Þau vilja ekki að mesti fjármálaskellur í 80 ár verði að kreppunni miklu. Lykilspurn- ingin fyrir Íslendinga er hins vegar hver eigi að verja krón- una. Menn geta rætt um ágæti eða gagnsleysi krónunnar og upptöku evru þar til þeir verða bláir í framan, sú umræða breytir engu um núverandi stöðu. Höfundar þess kerfis, sem Íslendingar búa við, hljóta að ætla að verja það. Ef krónan er gjaldgeng og rétta myntin til framtíðar er þetta rétti tíminn til að sýna fram á það. Sú holskefla, sem nú gengur yfir almenning, er ekki aft- urkræf. Verðbólgunni verður tæplega svarað með verð- hjöðnun, verðtryggðir höfuð- stólar lána munu ekki lækka á ný. Margir halda því fram að Íslendingar búi við ónýtt fjár- málakerfi. Bankarnir ætla ekki að gerast bjargvættir þess og þá eru ekki margir eft- ir. Til hvaða ráðstafana á að grípa til að rétta það við? Hve- nær á að taka upp hanskann fyrir almenning í landinu – og hver ætlar að gera það? Hvenær á að taka upp hanskann fyrir almenning í landinu?} Hver ætlar að verja krónuna? Það er áreið-anlega rétt, sem varð nið- urstaðan á fundi í Háskólanum í Reykjavík fyrr í vikunni, að íslenzk tunga eigi undir högg að sækja í við- skiptalífinu. Út af fyrir sig er ekkert óeðlilegt að enskan sæki á í viðskiptalífinu. Það er orðið al- þjóðlegra. Íslenzk fyrirtæki eru með fólk af mörgum þjóð- ernum í vinnu og allir þurfa að skilja það sem fram fer. En þarf það að verða á kostnað íslenzkunnar? Er það ástand eftirsóknar- vert, sem hefur skapazt í sum- um fyrirtækjum, þar sem fólk talar saman á meira og minna bjagaðri ensku og flestir textar, sem fara manna á milli, eru svo yfirþyrmandi flat- neskjulegir að allir, sem unna heimstungumálinu ensku í raun, hljóta að finna til í málbeininu? Fólk lærir að hugsa á móðurmáli sínu. Það er ágætt að hafa í huga að sá, sem ekki hefur góð tök á móðurmálinu og kann ekki að setja hugsun sína fram með skýrum og réttum hætti á eigin tungu, skín sjaldnast mjög skært þegar hann þarf að bregða fyrir sig öðru tungu- máli. Íslenzk tunga er þannig ein af auðlindum þeirra fyrir- tækja sem hafa starfsstöðvar hér á landi. Þess vegna eiga ís- lenzk fyrirtæki að móta sér stefnu um að íslenzkan sé áfram í fyrsta sæti þótt menn noti ensku eða önnur tungu- mál til að bjarga sér. Það er í þágu fyrirtækjanna að hlúa að móðurmálinu. Það er í þágu fyrirtækjanna að hlúa að íslenzkunni} Að hugsa á móðurmálinu Þ að hefur verið reiknað út að kostn- aðurinn við Íraksstríðið nemi um þessar mundir þrjú þúsund millj- örðum dollara, ef marka má þau Joseph Stiglitz, nóbelshafa í hag- fræði, og Lindu Bilmes, hagfræðiprófessor við Harvard. Bók þeirra frá því fyrr á árinu ber þennan titil The three trillion dollar war. Nú segir slík ofurfjárhæð venjulegum manni sennilega ekki neitt, en til hliðsjónar má hafa að sú upphæð sem bandarísk stjórnvöld ætla að verja til að ná hinu strandaða fleyi kapítalism- ans aftur á flot nemur eitt þúsund milljörðum dala (700 sem fyrirhugaðir eru plús 300 sem þegar hefur verið ráðstafað í þessari lotu). En látum jafnvel þrjú þúsund milljarða doll- ara liggja á milli hluta ef þeir hefðu nýst til ein- hvers uppbyggilegs, til dæmis að harðstjóra hefði verið velt úr sessi og þjóðin sem hann kúgaði gengið í endurnýjun lífdaga. En því er óvart ekki að heilsa, 5 árum eftir innrásina í Írak sér ekki fyrir endann á blóðsúthell- ingum. Mannfall meðal óbreyttra borgara er komið á ann- að hundrað þúsund og eyðileggingin í bráð og lengd á tröllauknum skala. Þó er enn verra að það blasir við að þegar Bandaríkjamenn hverfa á braut muni bresta á borg- arastyrjöld sem á eftir að taka öllu öðru fram í grimmd- aræði og fyrirsjáanlegt að Íran dragist inn í þann hild- arleik einnig, að öll Mið-Austurlönd muni bálast í loga. En eiginlega ætlaði ég ekki að tala um þetta heldur þau tíðindi sem undanfarið hafa verið að gerast í efnahags- heiminum og tákna þáttaskil sambærileg við þau þegar Sovétríkin féllu saman innanfrá í byrjun tíunda áratugar 20. aldar. Tvö módel hafa gengið sér til húðar á innan við tuttugu árum: ríkiskapítalismi og einkavæðing- arkapítalismi. Hvað er þá eftir? Gerbreytt viðhorf til vinnunnar. Hin gríð- arlega tækni- og framleiðslugeta sem mann- kynið hefur náð birtir okkur möguleika sem hingað til hafa ekki fengið að njóta sín vegna misskiptingar, sóunar og óðagróða fárra, sbr. upphæðirnar sem nefndar voru hér að ofan. Nauðungin gæti verið úr sögunni, og samt halda samfélögin áfram nauðungarvinnunni eins og fugl sem hefur lokast inni í galopnu búri. Má ekki segja að mannkynið sé komið í hring – að undangengnum spíral. Þetta sé sú staða sem mannkynið var í á forsögulegum tíma þegar næsta um- hverfi færði því allt sem með þurfti. Frægt er þegar bandaríski mannfræðingurinn Marshall Sahlins leiddi að því líkur í verki sínu: Stone Age Economics (1972) að mannkynið hefði aldrei haft eins ríkulegan tíma aflögu og þá, aldrei þurft að verja jafn litlum tíma til framfærsl- unnar, aldrei getað helgað sig jafn óskipt innstu köllun hvers einstaklings: að finna lífi sínu merkingu. Menning sem hefur efni á að henda þrjú þúsund milljörðum dollara í tortímingu – fyrir utan allt hitt – hverju gæti hún ekki áorkað í uppbyggingu? peturgun@centrum.is Pétur Gunnarsson Pistill Talandi um peninga Nýir möguleikar á norðurheimskautinu FRÉTTASKÝRING Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is B reytingar á umhverfi norðurheimskautsins, með hlýnun og bráðnun íss, hafa orðið meiri en menn gerðu ráð fyrir. Þetta hefur í för með sér bæði mögu- leika og ný verkefni sem takast þarf á við, segir Jón Egill Egilsson, skrif- stofustjóri auðlinda- og umhverf- isskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Þar á meðal eru auknar siglingar og nýting auðlinda á svæðinu en málefni norðurheimskautsins snúa jafnframt að öryggismálum í víðasta skilningi orðsins, ekki síst hvað varðar björg- un og slysahættu. Farþegaskip sigla stöðugt meira á norðurslóðum og þótt ísinn sé orðinn minni kann hann að reynast hættulegur. Jón Egill segir að hér á landi sé unnið að stefnumörkun varðandi ut- anríkispólitíska þætti málsins, sem snúi að því hverjar verði áherslur Ís- lands á svæðinu. Bundnar séu vonir við það að á norðurslóðum verði hægt að nýta auðlindir sem ekki voru aðgengilegar áður. Þar séu miklar olíulindir sem hingað til hafi ekki verið hægt að nýta, einkum á Barentssvæðinu. Ísinn á svæðinu, sem óðum þynn- ist, opnar líka nýjar siglingaleiðir. „Á norðvesturleiðinni (Kanadamegin) er hægt að sigla,“ bendir Jón Egill á. Sú staðreynd sé ein ástæða þess að Kan- adamenn hafi nú lýst því að þeir vilji auka eftirlit sitt á þessum slóðum. „Þá er að verða líklegra að norðaust- urleiðin meðfram Rússlandi opnist líka,“ segir Jón Egill. Ennfremur sé íshellan á sjálfu pólsvæðinu að verða það þunn að menn velti því fyrir sér hvort hægt sé að sigla gegnum ísinn árstíðabundið. Auk þess hafi tækni fleygt fram, bæði samgöngutækni og vinnslu á hafsbotni. Þá fari menn að velta fyrir sér hvernig þeir eigi að taka á þessari auknu umferð og framkvæmdum, hver eigi að fylgjast með og hver verði áhrifin á umhverf- ið. Spurður hvernig Íslendingar hafi helst áhrif á málefni norðurheim- skautsins, segir Jón Egill, að það sé einkum í gegnum setu okkar í norð- urskautsráðinu. „Þetta er sá vettvangur sem við höfum lagt áherslu á að þurfi að efla núna þegar þessi heimshluti er að komast í brennidepil og umferð um hann að aukast,“ segir Jón Egill. Auk norðurskautsráðsins megi líta til haf- réttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og ákveðins lagaumhverfis sem þeg- ar sé til. Lykilhlutverk ráðsins Sumir velti því fyrir sér hvort norðurskautsráðið sé í stakk búið til þess að takast á við málefni norð- urslóða, verði umræðan um svæðið pólitísk milliríkjaumræða. Íslensk stjórnvöld telji þó að ráðið sé góður grunnur undir slíkar umræður, sem kunni að vakna. Jón Egill segir að lykilatriði sé að þeir sem búi á svæð- inu séu leiðandi varðandi stefnumót- un og þróun. Þar hafi norðurskauts- ráðið lykilhlutverki að gegna. Höfuðáherslu beri að leggja á að forðast að spenna aukist og þjóðir á svæðinu skiptist í hópa eða fylkingar, gamlar eða nýjar. Þá verði líka að gæta að samstarfi við aðila sem málið varðar en eru ekki á svæðinu, t.d. Evrópusam- bandið, en áhugi þess á norð- urpólnum hefur farið vaxandi. Þá hafi lönd á borð við Kína og Kóreu fengið áheyrnaraðild að norð- urskautsráðinu, ekki síst vegna hugsanlegra siglinga yfir pólinn og á milli heimsálfa. Ennfremur séu Ind- verjar búnir að setja upp vís- indaaðstöðu á Svalbarða. Áhugi sé því bæði Atlantshafs- og Kyrrahafs- megin. NC * ' ' O <  2 2 = 6 5 > - 6 5 6 > 6 6=62-6 7?:-?I#)E:  "  , #$ % ? < @ 5 = 6 5 > :2=65> 5 3 < A? B < ###             5 *' '*  $       $          Á norðurpólnum er ekkert land, en hann liggur í miðju Norður- Íshafinu. Hann er á svæði sem meira og minna er þakið ís allan ársins hring, að því er fram kemur á vísindavef Háskóla Íslands. Norðurheimskautsráðið fjallar um málefni norðurslóða. Þar eiga átta ríki sæti, Norðurlöndin fimm, Rússland, Bandaríkin og Kanada. Á vegum ráðsins eru haldnir reglu- legir fundir embættismanna, ráð- herrafundir og nefndafundir. Ísland á ekki land að Norð- urpólnum eða heimskautinu sem slíku og hefur af þeim sökum ekki gert kröfu til hafsbotnsréttinda við norðurskautið. Fimm ríki hafa sér- stakan áhuga á þeim kröfum, Nor- egur, Danmörk (fyrir hönd Græn- lendinga), Bandaríkin, Kanada og Rússland, enda eiga þau land að svæðinu. Ísland er hins vegar óefað á norðurskautssvæðinu og hluti af vistkerfi þess. ÞAKIÐ ÍS ALLT ÁRIÐ ››

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.