Morgunblaðið - 26.09.2008, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Gæsluvarðhald Lögregla vill halda mönnum lengur til að klára rannsóknir.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
ÞREFALT lengri tími að meðaltali
fer í skýrslutöku af útlendingi, með
aðstoð túlks, en Íslendingi, sam-
kvæmt upplýsingum frá lögreglu
höfuðborgarsvæðisins. Handtekinn
mann verður að leiða fyrir dómara
innan 24 klukkustunda frá því hann
er sviptur frelsi. Lögreglumenn
telja að rýmri heimildir væru til
bóta, fyrir lögreglu, hinn hand-
tekna, dómstóla og fangelsismála-
yfirvöld.
„Hvern þann sem er handtekinn
vegna gruns um refsiverða háttsemi
skal án undandráttar leiða fyrir
dómara.“ Svo segir í stjórnar-
skránni. Ákvæðið hefur lengi verið
túlkað á þann veg að ekki megi
svipta menn frelsi lengur en í sólar-
hring án þess að fara fyrir dómara.
Í lögum um meðferð sakamála, sem
ganga í gildi 1. janúar nk., verður
það lögfest.
Í greinargerð með lögunum er
m.a. vísað til stjórnarskrárinnar.
Tímapressa á lögreglu
„Aðeins að setja upp skýrslutöku
getur verið mikil skipulagsvinna.
Passa þarf upp á að sakborningur,
lögmaður og túlkur komi á sama
stað, á sama tíma. Þetta getur kost-
að allt að tíu símtöl,“ segir lögreglu-
fulltrúi hjá fjármunabrotadeild lög-
reglu. „Það setur okkur oft í mikla
tímapressu og vandræði, þ.e. vegna
þeirra takmarkana sem við höfum.
Það ættu að vera rýmkunarákvæði
fyrir okkur, til jafns við Norðmenn.“
Mikill tími starfsmanna deildar-
innar fer í að glíma við erlenda
glæpamenn en deildin fæst að
mestu leyti við innbrot, þjófnaði og
fjársvik. Hann segir oft þörf á meiri
tíma og það gæti einnig komið hin-
um handtekna vel. Á stundum vanti
aðeins nokkrar klukkustundir upp á
að rannsókn ljúki en tryggja þurfi
nærveru viðkomandi á meðan og því
sé oft farið fram á gæsluvarðhald.
Frelsi og réttindi manna
Sveini Andra Sveinssyni hæsta-
réttarlögmanni líst illa á umræðuna.
Hann segist ekki sjá hag í þessu
fyrir sakborninga og tekur fram að
frelsissviptingu án dóms beri að
halda í algjöru lágmarki. Hann seg-
ir það aðeins hluta af málinu, að lög-
regla nái að klára sína rannsókn.
„Önnur mál, sem skipta máli, eru til
að mynda frelsi og réttindi manna.“
Vilja geta haldið mönnum lengur
Handtekinn mann skal leiða fyrir dómara innan 24 klukkustunda frá því hann er sviptur frelsi
Fjármunabrotadeild lögreglu höfuðborgarsvæðisins vill rýmri heimildir og til jafns við Norðmenn
„VIÐ HÖFUM
alltaf brugðist
mjög skjótt við ef
við sjáum vís-
bendingar um
neikvæða þróun,“
segir Margrét
Gauja Magnús-
dóttir, bæjar-
fulltrúi og for-
maður íþrótta- og
tómstundanefnd-
ar Hafnarfjarðar, en bæjarfélagið
hefur skipað starfshóp til að bregð-
ast við fækkun stúlkna í skipulögðu
íþrótta- og tómstundastarfi.
Íþróttaiðkun ungmenna hefur
ætíð verið mjög mikil í Hafnarfirði
og er það enn í dag. Samkvæmt nið-
urstöðum rannsóknar Rannsóknar
og greiningar á högum og líðan ungs
fólks í Hafnarfirði eru vísbendingar
um að stúlkum fari fækkandi í
íþrótta- og æskulýðsstarfi. Eru hafn-
firskar stúlkur aðeins undir lands-
meðaltali en piltarnir enn nokkuð yf-
ir.
Tímabundinn kynjakvóti
Margrét Gauja segir að starfshóp-
urinn hafi jafnréttisstefnu og að-
gerðaáætlun Íþróttabandalags
Hafnarfjarðar frá 2004 til grundvall-
ar við vinnu sína. „Svo munum við
vera í virku samstarfi við félagsmið-
stöðvarnar í bænum til að reyna
virkja stúlkurnar frekar.“
Meðal þess sem kemur fram í
stefnunni er að íþróttafélögin skuli
gæta þess að ráða jafnhæfa þjálfara
fyrir bæði kyn í öllum íþróttagrein-
um, að framboð á íþróttagreinum sé
jafnt og tímabundinn kynjakvóti í
stjórnum félaga. andri@mbl.is
Virkja á
hafnfirsk-
ar stúlkur
Færri leggja stund á
skipulagðar íþróttir
Margrét Gauja
Magnúsdóttir
ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdótt-
ir menntamálaráðherra mun í dag
afhenda Menningarmálastofnun
Sameinuðu þjóðanna (UNESCO)
listaverkið Saga Þórs eftir Erró að
gjöf. Listaverkið, sem er stórt olíu-
verk, er gefið sem viðurkenningar-
vottur fyrir störf stofnunarinnar og
til þess að heiðra listamanninn.
Í höfuðstöðvum stofnunarinnar í
París er að finna verk eftir marga
þekkta listamenn og vekur lista-
verkasafnið jafnan mikla athygli.
UNESCO
fær Erróverk
Hvernig er þessum málum
háttað í Noregi?
Lögreglan í Noregi skal eins fljótt og
auðið er færa handtekinn mann fyrir
dómara eða í síðasta lagi á þriðja
degi eftir frelsisviptingu. Í Danmörku
er hins vegar sams konar ákvæði og í
lögum um meðferð sakamála, þ.e. að
handtekinn mann skuli færa fyrir
dómara innan 24 klukkustunda.
Á íslenska ákvæðinu eru þó fyr-
irvarar, s.s. ef ófærð, veður eða aðr-
ar þvílíkar ástæður eru fyrir hendi og
ef hinn handtekni er undir áhrifum.
S&S
Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur í New York
bab@mbl.is
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
utanríkisráðherra sat í gær morg-
unverðarfund á allsherjarþingi Sam-
einuðu þjóðanna í New York, þar sem
saman komu kven-þjóðarleiðtogar og
-ráðherrar aðildarríkja SÞ. Condo-
leeza Rice, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, stýrði fundinum sem var
fyrst haldinn í tengslum við allsherj-
arþingið árið 2006 og er nú orðinn að
föstum lið.
Í inngangsorðum sínum sagði Rice
meðal annars að hæfileikar kvenna
yrðu að nýtast til fullnustu, enda
þýddi ekki að helmingur mannauðs
þjóða væri geymdur á hliðarlínunni.
Stemmningin á fundum var lífleg
og hátíðleg og merkilegt að sjá marg-
ar valdamestu konur heims sam-
ankomnar í einum sal. Vináttan sem
ríkir á milli þessara kvenna fór ekki á
milli mála, en eins og Ingibjörg Sól-
rún lýsti fyrir blaðamanni að fund-
inum loknum, þá finna þær til mik-
illar samkenndar þrátt fyrir að
bakgrunnur þeirra sé ólíkur, bæði
menningarlega og pólitískt.
Persónulegt andrúmsloft
„Við erum allar með svipaða
reynslu í farteskinu, reynslu af því að
láta til okkar taka og koma okkar
málum áfram. Það sem fer auðvitað
þvert á menningu og heimshluta er
að konur eru almennt ekki þar sem
völdin eru og þurfa að hafa talsvert
fyrir því að komast þangað. Það er sú
reynsla sem við eigum sameiginlega.“
Hvaða þýðingu hefur fundur og
tengslanet af þessu tagi?
„Við lærum af hinum og miðlum
reynslu og þekkingu. Við erum líka
að koma hver annarri á framfæri og
það skilar sér. Svo búum við til alls-
konar samstarfsfleti sem skipta
miklu máli.“
Sækja konur í hópi leiðtoga styrk
hver í aðra?
„Já, við gerum það. Og á svona
fundi er annað andrúmsloft og per-
sónulegu samskiptin eru öðruvísi og
beinni heldur en þegar við erum, eins
og venjulega, örfáar í karlahópi. Þeir
eru svo miklir vinir og félagar, karl-
arnir, þannig að við verðum alltaf að-
eins svona á jaðrinum. En þarna er
þetta okkar eigin hópur.“
Á fundinum kynntir þú hugmynd
sem snýr að því að halda virkum
tengslum og samskiptum á milli þess-
ara kvenna og gera þær og störf
þeirra sýnilegri.
„Já, ég lagði til að komið yrði upp
vefsvæði um konur í leiðtogastöðum.
Þar yrðu tengingar við heimasíður
þeirra, upplýsingar um fundi, styrki,
ráðstefnur og fleira. Þarna yrðu líka
ræður, og sagt verður frá pólitík
þeirra og ýmsu því sem þær eru að
fást við. Þetta er hugmynd sem við
höfum unnið að undanfarnar vikur, í
samstarfi við skrifstofu Condoleezzu
Rice. Hugmyndinni var vel tekið og
við stefnum á að koma þessu á fót í
janúar, en utanríkisráðuneytið mun
halda heimasíðunni úti.“
Mikilvægt að konur fái aukið
hlutverk í friðarviðræðum
Ályktun öryggisráðsins númer
1325 um konur, frið og öryggi hefur
verið ofarlega í umræðunni um konur
og öryggismál. Þú hefur lagt áherslu
á mikilvægi þess að henni sé haldið á
lofti og ekki síst fylgt eftir.
„Já, það er búið að samþykkja
þessa ályktun, sem er mjög mik-
ilvægur áfangi. En það skiptir máli að
hún sé ekki bara orð á blaði heldur
komist raunverulega í framkvæmd.
Og þá er mikilvægt að einblína ekki
bara á konur sem fórnarlömb í stríði
– þó þær séu það svo sannarlega –
heldur líka að þær fái aukið hlutverk í
friðarviðræðum og uppbyggingu í
samfélögum eftir stríðsátök.“
Já, það er gjarnan talað um að kon-
ur gegni lykilhlutverki í að halda
samfélögum saman og byggja þau
upp eftir stríðsátök.
„Þær gerðu það til dæmis í Rúanda
og einnig í Líberíu. Þar tóku konur
málin að mörgu leyti í sínar hendur
og lögðu mikið af mörkum í að koma á
stöðugleika og friði í þessum löndum.
Þær sýndu hvers þær voru megnugar
og það hefur skilað þeim árangri í því
að komast í valdastöður í sínum lönd-
um.“
Morgunblaðið/Birna Anna
Fagnaðarfundir Það fór vel á með Ingibjörgu Sólrúnu og Condoleezu Rice á fundinum í New York í gær.
Allar með svipaða
reynslu í farteskinu
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sótti fund með öðrum kven-
leiðtogum heimsins á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær