Morgunblaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Bankakreppan
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
TRYGGINGARSJÓÐUR inni-
stæðueigenda gæti þurft að ábyrgj-
ast um það bil 560 milljarða ís-
lenskra króna vegna Icesave
reiknings Landsbankans. Eignir
sjóðsins samkvæmt upplýsingum frá
sjóðnum eru 13 milljarðar auk 6
milljarða króna í formi ábyrgða.
Gera ráð fyrir tryggingum
Liam Parker, fjölmiðlafulltrúi hjá
breska fjármálaráðuneytinu [the
Treasury], sagði í samtali við Morg-
unblaðið að gengið væri út frá því að
íslenski tryggingarsjóðurinn myndi
tryggja innistæður á Icesave-
reikningum fyrir allt að 20.000 evr-
ur, sem er um 16.000 pund, og breski
innistæðusjóðurinn myndi tryggja
afganginn, allt að 50.000 pund fyrir
hvern innistæðueigenda. Fulltrúi
ráðuneytisins sagðist aðspurður
ekki geta svarað hvað myndi gerast
ef íslenski sjóðurinn gæti ekki staðið
við skuldbindingar sínar. Hann
sagði að bresk stjórnvöld gerðu ráð
fyrir því að Íslendingar stæðu við
sitt.
200.000 viðskiptavinir
Í skriflegu svari til blaðamanns
vísaði Jónas Þórðarson, fram-
kvæmdastjóri Tryggingarsjóðsins,
til laga um sjóðinn en þar segir:
„Hrökkvi eignir sjóðsins ekki til og
stjórn hans telur til þess brýna
ástæðu er henni heimilt að taka lán
til að greiða kröfuhöfum.“
Annar talsmaður fjármálaráðu-
neytisins sagði að bresk stjórnvöld
hefðu átt viðræður við íslensk
stjórnvöld til að tryggja breskum
innistæðueigendum það fjármagn
sem þeir ættu rétt á. Viðskiptavinir
Icesave í Bretlandi eru um 200.000
talsins og innistæður þeirra um 4,8
milljarðar punda, sem samsvarar
840 milljörðum íslenskra króna, mið-
að við gengi Seðlabanka Íslands.
Hinn íslenski Tryggingarsjóður
innistæðueigenda tryggir innistæð-
ur fyrir allt að 20.000 evrur, sem eru
um 16.000 pund, sem þýðir að sjóð-
urinn gæti í versta falli þurft að
greiða allt að 560 milljarða íslenskra
króna til breskra innistæðueigenda.
Vísa á stjórnvöld
Í samtali við mbl.is í gær vísaði
Halldór J. Kristjánsson á samstarf
íslensku og bresku tryggingasjóð-
anna en sagði að stjórnvöld yrðu að
öðru leyti að svara fyrir þetta.
Landsbankinn ætti miklar eignir á
móti þessum skuldbindingum og
eins væru ábyrgðir vegna slíkra
sjóða álitamál um alla Evrópu um
þessar mundir.
„Við erum að vinna að því að gera
allt sem við getum til þess að fá bæt-
ur til breskra innistæðueigenda eins
fljótt og við getum,“ sagði talsmaður
tryggingasjóðs innistæðueigenda í
Bretlandi við vefútgáfu BBC í gær.
Margir Bretar áhyggjufullir
Á blaðamannafundi með erlend-
um blaðamönnum í gær sagði Geir
H. Haarde forsætisráðherra að ef
þörf væri á þá myndi íslenska ríkið
styðja Tryggingarsjóð innistæðueig-
enda í að afla nauðsynlegs fjár-
magns svo sjóðurinn gæti staðið við
lágmarksskuldbindingar sínar í kjöl-
far gjaldþrots eða greiðslustöðvunar
íslensks banka. Á vef Financial Tim-
es [FT] var sérstakur spurt og svar-
að dálkur fyrir áhyggjufulla spari-
fjáreigendur. Þar kom fram að
Bretar gerðu ráð fyrir að Trygging-
arsjóður innistæðueigenda myndi
leita til Seðlabanka Íslands til að fá
frekara fjármagn, en hvort sjóður-
inn gæti staðið við skuldbindingar
sínar væri algjörlega óljóst.
Bretar gera ráð fyrir ábyrgð
Icesave Viðskiptavinir Icesave í Bretlandi eru um 200.000 talsins og innistæður um 4,8 milljarðar punda.
Icesave-reikningseigendur í bæði Hollandi og Bretlandi Tryggingarsjóður innistæðueigenda gæti
þurft að ábyrgjast rúmlega 500 milljarða vegna reikninga í Bretlandi Viðræður hafnar milli landanna
Í HNOTSKURN
»Jónas Þórðarson, fram-kvæmdastjóri Tryggingar-
sjóðs innistæðueigenda, var
gríðarlega upptekinn í gær og
var með rúmlega 150 ósvöruð
skilaboð síðdegis í gær, sam-
kvæmt ritaranum hans.
»Breska fjármálaeftirlitiðréð í gær endurskoðenda-
fyrirtækið Ernst&Young sem
neyðarskilanefnd vegna starf-
semi Landsbankans þar í
landi.
»Á mörgum breskum miðl-um voru fréttir um
áhyggjur sparifjáreigenda
vegna vanda Landsbankans.
EKKI hefur verið ákveðið hvernig
húsnæðislánin sem Íbúðalána-
sjóður tekur við verða greidd. Fé-
lagsmálaráðherra segir að verið sé
að skoða málið. Skuldabréfaútboð
Íbúðalánasjóðs komi til greina en
einnig aðrar leiðir sem ekki sé
hægt að segja frá nú.
Íbúðalánasjóði hefur gengið
ágætlega að fjármagna útlán sín
að undanförnu. Það hefur aðallega
verið gert með skuldabréfaútboð-
um. Nú hlýtur hins vegar að vera
meiri óvissa um kjör í slíku útboði,
vegna þeirra aðstæðna sem ríkja á
fjármálamarkaðnum og lækkun
lánshæfismats íslenska ríkisins og
stofnana þess.
Takist Íbúðalánasjóði ekki að fá
fjármagn á góðum kjörum til þess
að fjármagna þessi nýju verkefni
sín, hlýtur það að koma til skoð-
unar að nýta endurskoðunar-
ákvæði lánasamninganna, eins og
búist hefur verið við að bankarnir
myndu gera. Á móti má lesa yf-
irlýsingar Jóhönnu Sigurðardóttur
sem hefur varað við afleiðingum
þess ef bankarnir hækka vexti
húsnæðislána verulega, meðal ann-
ars í ræðustól Alþingis. Talið er að
lán um 5500 einstaklinga sé með
þessum ákvæðum. Félagsmálaráð-
herra kveðst ekki geta lofað
óbreyttum vöxtum, þeir fari eftir
vaxtastiginu. „Það eina sem ég get
sagt er að þetta fólk verður í
öruggara skjóli hjá okkur en
bönkunum við þær aðstæður,“
segir Jóhanna.
„Fólk í
öruggara
skjóli“
„Ég vil leggja sérstaka áherslu á
að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins
um að beita þessum lögum að því
er Landsbankann varðar var gerð í
góðu samstarfi við bankann og að
hans frumkvæði,“ sagði Halldór J.
Kristjánsson, bankastjóri Lands-
bankans, um samstarf stjórnenda
bankans við stjórnvöld í gær.
„Það var samdóma mat stjórnar
og stjórnenda Landsbankans að
nýta sér þau úrræði sem lögin hafa
að geyma við þessar aðstæður.
Landsbankinn hefur átt í góðu
samstarfi við stjórnvöld um að
leysa þau mál sem upp hafa komið
sem vissulega eru mörg þegar
grípa til þarf til úrræða af þessu
tagi svo hratt.“
Inntur eftir því hversu margir
eru skráðir með Icesave-reikninga
erlendis vildi Halldór ekki gefa upp
nákvæmar tölur.
„Við höfum aldrei gefið upp
skiptingu á milli markaðssvæða
um það hversu margir hafa Ice-
save-sparireikninga. Við höfum
verið með Icesave í Bretlandi og í
Hollandi og höfum ekki gefið það
upp nákvæmlega hversu margir
eru með reikninga hjá okkur í
þessum löndum,“ segir Halldór,
um fjölda reikningshafa í Icesave.
„Við höfum ekki boðið upp á
þennan reikning í öðrum löndum.
Þetta er nýrra hjá okkur í Hollandi
en í Bretlandi. Í Hollandi höfum við
tiltölulega stóran hóp viðskipta-
vina, þótt upphæðirnar séu um-
talsvert lægri en í Bretlandi.“
Aðspurður um tryggingar á
sparifjárinnistæðum Icesave-
reikningshafa vísar Halldór til
tryggingasjóðanna.
„Við höfum kosið að láta trygg-
ingasjóðina ræða það. Því það er
vafalaust til umræðu hjá trygg-
ingasjóði hér á landi og í Bretlandi.
Það gildir um þetta ákveðið sam-
starf sem ég tel að sé betra að láta
rétta aðila tjá sig um, ef á það
reynir.“ baldura@mbl.is
Með reikninga í Bretlandi og í Hollandi
FRÉTTASKÝRING
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR mun taka
við íbúðalánum banka á þeim kjörum
og með þeim skilyrðum sem lána-
samningarnir kveða á um. Félags-
málaráðherra fullyrðir að lántak-
endur verði betur settir í skjóli
Íbúðalánasjóðs en þeir hefðu verið
hjá bönkunum.
Í neyðarlögum Alþingis um heim-
ildir til aðgerða á fjármálamark-
aðnum var Íbúðalánasjóði heimilað
að yfirtaka húsnæðislán bankanna.
Gert er ráð fyrir því að félagsmála-
ráðherra geti gefið út reglugerð til að
mæla fyrir um slíka yfirfærslu.
Reglugerðin hefur ekki verið samin
og ekki von á henni fyrr en í lok þess-
arar viku eða byrjun næstu. Unnið
var að undirbúningi málsins í félags-
málaráðuneyti og hjá Íbúðalánasjóði
í gær.
Vegna yfirtöku skilanefndar á
stjórn Landsbankans í gærmorgun
má búast við að fyrst reyni á húsnæð-
islán þess banka. Þar virðast einmitt
hafa skapast þær aðstæður sem nýju
lögin taka til. Eftir því sem næst var
komist hafði í gær ekki borist ósk frá
skilanefnd bankans um sölu á lánum
með húsnæðisveðum til Íbúðalána-
sjóðs. Skýrt kemur fram í lögunum
að ekki þurfi að leita samþykkis
skuldara fyrir slíkri yfirfærslu.
Ekkert liggur fyrir um það hvort
og þá hvernig vaxtakjör lánanna
munu breytast við yfirfærslu til
Íbúðalánasjóðs. Stór hluti húsnæð-
islána bankanna er verðtryggður
með 4,15% vöxtum en jafnframt með
endurskoðunarákvæði sem heim-
ildar lánveitanda að breyta vöxtum
til samræmis við breyttar aðstæður.
Endurskoðunarákvæði lánanna sem
veitt voru haustið 2004 verður virkt
næsta sumar eða haust. Lán sem
bankarnir hafa veitt að undanförnu
eru á mun hærri vöxtum.
Afsláttur veitir svigrúm
Vextir lána Íbúðalánasjóðs fara
eftir þeim kjörum sem sjóðurinn fær
á skuldabréfum sem hann býður út á
markaði, að viðbættu álagi. Vextir
þeirra eru núna 4,9%, miðað við upp-
greiðsluákvæði, en 5,4% á almennum
lánum.
Íbúðalánasjóður tekur við lán-
unum með núverandi kjörum. Vextir
verða óbreyttir, fyrst um sinn, geng-
istryggð lán færist yfir í þeirri mynt
og gengi sem í gildi er. Það síð-
arnefnda þýðir að þeir sem tekið hafa
lán í erlendri mynt, geta enn lifað í
voninni um að þau lækki aftur með
hækkun íslensku krónunnar.
Erfitt er að fullyrða hvort lána-
kjörin haldast óbreytt. Hluti hús-
næðislána bankanna virðist vera
fjármagnaður til skamms tíma. Jó-
hanna Sigurðardóttir félagsmála-
ráðherra sagði í gær að verið væri
að skoða á hvaða verði tekið verði
við íbúðalánum bankanna. „Við
hljótum að yfirtaka [þau] með
ákveðnum afslætti sem gefur okkur
möguleika til þess að gera betur
fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum,“
segir Jóhanna. Hún segir að fara
verði vel yfir lánasöfnin og taka tillit
til veðanna á bak við þau þegar yf-
irtökuverð Íbúðalánasjóðs verður
ákveðið. Hún segir nauðsynlegt að
aðstoða fólk í greiðsluerfiðleikum
og vísar til þess að Íbúðalánasjóður
hafi betri úrræði til þess en bank-
arnir. Þá bindur hún vonir við ný
úrræði í frumvarpi viðskipta- og
dómsmálaráðuneytis um greiðslu-
aðlögun.
Íbúðalánasjóður tekur við
lánunum á núverandi kjörum
Félagsmálaráðherra segir að bankarnir þurfi að veita afslátt af íbúðalánasöfnum
Morgunblaðið/Kristinn
Byggt Íbúðalán bankanna nema 600 til 700 milljörðum króna.
Í HNOTSKURN
»Íbúðalán nema 1.200 til1.300 milljörðum kr. Þar
af eru verðtryggð íbúðalán
bankanna 500-600 milljarðar
og íbúðalán í erlendri mynt
hátt í 100 milljarðar kr.
»Heildarskuldir heimilannavið lánakerfið nema 1.760
milljörðum kr.