Morgunblaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2008 19
Á tali Viðskiptaráðherra er upptekinn maður þessa dagana. Áður en hann hélt blaðamannfund í Iðnó í hádeginu í gær þurfti hann að ljúka nokkrum símtöl-
um. Og víst er að þau hafa verið áríðandi miðað við ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar nú um stundir.
Brynjar Gauti Blog.is
Lára Stefánsdóttir | 7. október
Hugsum um fólk
Nú eru erfiðir tímar sem
leggjast misvel í fólk og því
nauðsynlegt að hyggja vel
að andlegri heilsu lands-
manna til að takast á við
þau verkefni sem blasa við.
Börn eru hugsandi fólk og því skilj-
anlegt að þau hafi áhyggjur af ástandi
sem þau skilja ekki á sama tíma og for-
eldrar þeirra eru með miklar áhyggjur. Þar
sem ég er í skólanefnd Akureyrarbæjar
hef ég skrifað fræðslustjóra og skóla-
nefnd bréf þar sem ég fer þess á leit að
kallaður verði saman fundur skólastjórn-
enda og námsráðgjafa til að ræða hvernig
best verður mætt áhyggjum barna og
unglinga þessa dagana. Við þurfum að
gera allt sem í okkar valdi stendur til að
tryggja þeim traust umhverfi.
Við þurfum einnig að skoða málefni
eldri borgara, ræða við þá og skoða hver
þeirra staða er. Hvar er sparnaðurinn
þeirra, er hann e.t.v. á einhverjum verð-
bréfasjóði sem hefur orðið fyrir áföllum?
Nauðsynlegt er fyrir öldrunarstofnanir
Akureyrarbæjar að skoða þessi mál vel. …
Meira: lara.blog.is
Arnþór Helgason | 7. október
Nýir tímar
Grétar Þorsteinsson, hinn
mæti forseti ASÍ, sagði í
gær að það Ísland, sem
við vöknuðum til í dag,
yrði ekki hið sama og það
sem við sofnuðum frá í
gærkvöld.
Hafi ég vaknað í morgun í breyttu þjóð-
félagi vona ég að ég sé orðinn nýr og betri
Íslendingur og svo sé um flesta þá sem
búa hér. Þá læðist að mér sú gleðihugsun
að nýir tímar séu í vændum þar sem hug-
að verði meira að hinum félagslegu gild-
um en verið hefur um sinn. …
Meira: arnthorhelgason.blog.is
Gunnar Rögnvaldsson | 7. október
Efnahagsleg
borgarastyrjöld
Rétta nafnið á því ástandi
sem ríkir núna í Evrópu-
sambandinu er ekki nafnið
eða hugtakið „samstaða“.
Réttara er að nota hug-
takið „efnahagsleg borg-
arastyrjöld“ eða „efnahagsleg hryðju-
verkastarfsemi“.
Það er frjálst flæði fjármagns innan
ESB og evrusvæðis, en það eru samt til
landamæri innan ríkja ESB og evru, þó
svo að þau séu ekki virk í eiginlegum
skilningi, heldur einungis virk í ríkisfjár-
mála- og skattalegum skilningi. Hvað er
þá að núna? Jú núna fossar fjármagnið
þangað sem ríkisstjórnirnar yfirbjóða
hver aðra með ríkisábyrgð á innistæðum
og skuldbindingum fjármálastofnana í
ESB. Þær ríkisstjórnir sem treysta sér
ekki til að útskrifa ótakmarkaðar skatta-
hækkanir til skattgreiðenda í löndum sín-
um sjá hér fjármálastofnanir sínar lagðar í
rúst vegna þess að auðvitað selur maður
hlutabréf sín í þessum fjármálastofn-
unum í þeim ESB-löndum sem þora ekki
að yfirbjóða í þessari samkeppni um
mestu, hæstu og bestu ríkisábyrgðina –
og kaupir svo nýjan hlut í fjármálastofn-
unum með betri ríkisábyrgð því þær
munu plumma sig best og skila mestum
hagnaði og því ekki fara á hausinn. Hag-
kerfin á evrusvæði geta ekkert gert til að
hindra efnahagslegt tjón. …
Meira: tilveran-i-esb.blog.is
ÍSLENDINGAR þreyja nú sína
fyrstu fjármálakreppu. Aðrar þjóðir
hafa reynt margar slíkar kreppur á
árum áður. En vegna þess að við fáum
nú þessa heldur óskemmtilegu upp-
lifun í fyrsta skiptið hefur hún valdið
meiri kvíða í samfélaginu en ella. Ekki
bætir úr skák að sú fjármálakreppa
sem nú hrjáir heimsbyggðina er sú
mesta í áratugi. Hér er þó á ferð óum-
flýjanlegur fylgifiskur kapítalismans.
Hagfræðingar hafa um langan ald-
ur gert sér grein fyrir því að sveiflur í
fjármálageiranum geti orsakað hagsveiflur. Úkra-
ínski hagfræðingurinn Michail Tugan-Baranovsky
setti þegar í lok 19. aldar fram þá kenningu að út-
lánaaukning banka valdi fjárfestingu í nýju hús-
næði og atvinnutækjum en samdráttur útlána valdi
kreppu þegar fjárfestingarbylgjunni lýkur. Í því
góðæri sem nú er að renna sitt skeið, í bili að
minnsta kosti, höfum við Íslendingar séð áhrif auk-
inna útlána bankakerfisins, sem eiga rætur að
rekja til aukins framboðs ódýrs fjármagns á al-
þjóðamörkuðum, í gríðarlegri byggingastarfsemi.
Ný hverfi hafa risið og einnig hafa þær atvinnu-
greinar sem tengjast byggingariðnaði dafnað vel,
svo sem ýmsar verslanir og starfsemi verktaka og
iðnaðarmanna. Sömuleiðis hafa orðið til myndarleg
og öflug fyrirtæki í ýmsum öðrum greinum. Sam-
dráttur útlána síðustu mánuði hefur síðan bundið
enda á þessa uppsveiflu og ógnar fjárhag þeirra
fyrirtækja sem áður efldust.
Verðbólur ógna fjármálafyrirtækjum
En fjármálakreppur verða ekki vegna mikillar
fjárfestingar í nýbyggingum og atvinnutækjum.
Fjármálakreppur geta hins vegar átt sér aðdrag-
anda í fjárfestingu í ýmsum eignum sem þá eru
ekki sérstaklega framleiddar heldur ganga kaupum
og sölu á milli aðila. Sem dæmi má nefna hlutabréf
og fasteignir. Fjárfesting verður hér ekki til þess
að auka framleiðslu heldur einungis til þess að
hækka verð á viðkomandi eign. Mikil verðhækkun
fasteigna í Bandaríkjunum árin 2003–2007 var
þannig undanfari þeirrar miklu kreppu sem nú er á
alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Ef margir sýna
hlutabréfum, svo annað dæmi sé tekið, áhuga þá
taka þau að hækka í verði óháð væntanlegri arð-
semi. Fjárfestar hagnast þá af verðhækkunum sem
kallar á enn frekari fjárfestingar. Þá verður til það
sem hagfræðingar kalla „bólur“ en þær fela í sér
yfirverðlagningu á hlutabréfum og öðrum eignum.
Það eru þessar bólur sem geta ógnað tilvist fjár-
málafyrirtækja sem annarra fyrirtækja.
Bólur verða til í góðæri. Í góðæri eru stjórnend-
ur fyrirtækja fullir bjartsýni, lánstraust banka og
fyrirtækja er mikið og viðskiptatækifæri mörg.
Líklegast er að þetta gerist í lok einkavæðingar-
ferlis viðskiptabanka þegar hagkerfi sem hefur
skort lánsfé getur látið drauma um ný viðskipti og
fyrirtækjarekstur rætast. Auknum erlendum lán-
tökum banka og aukningu útlána fylgir gengis-
hækkun, viðskiptahalli og skuldasöfnun í erlendri
mynt. Auknum útlánum fylgir einnig hækkun verðs
á hlutabréfum og fasteignum. Við
þessar aðstæður geta myndast bólur.
Eignir eru þá keyptar í þeirri von að
verð hækki enn frekar, burtséð frá
þeim tekjum sem skapast, og þegar
margir kaupa hækkar verðið og bjart-
sýni á framtíðarþróun eflist. Þannig
getur verð á hlutabréfum og fast-
eignum hækkað lengi án þess að til
þessa séu ástæður aðrar en væntingar
um frekari hækkanir og mikið fram-
boð lánsfjár. Mikill hagnaður myndast
þá í fyrirtækjum, eignarhaldsfélögum
og bönkum þegar eignir eru færðar á
markaðsvirði. Eigið fé eykst mikið og
snöggt. Aukning eigin fjár réttlætir síðan enn frek-
ari lántökur sem valda enn meiri verðhækkunum.
Þannig myndast ástand þar sem skuldsetning fyrir-
tækja og einstaklinga er mikil, sömuleiðis erlendar
skuldir, og eignaverð er í hæstu hæðum. Slíkt
ástand er tímabundið og sú aðlögun sem það krefst
getur valdið fjármálakreppu.
Bólurnar springa
Kreppuástand hefst þegar einhverjar breytingar
verða, oft smávægilegar, sem valda því að eigna-
verð tekur að lækka. Í okkar tilviki fólust breyting-
arnar í lausafjárkreppunni erlendis sem takmark-
aði aðgang innlendra banka að erlendu lánsfé.
Eignaverðslækkun veldur síðan lækkun eigin fjár
fyrirtækja, fjármálastofnana og heimila. Gengi
gjaldmiðilsins lækkar einnig og oft skyndilega
vegna þess að fjármagnsflæðið snýst við, fjármagn
fer úr landi. En gengislækkunin verður þá einnig til
þess að eigið fé skuldugra fyrirtækja og heimila
lækkar enn frekar. Kreppan magnast þegar fyrir-
tæki komast í þrot og útlán bankanna tapast. Fyrst
koma yfirleitt eignarhaldsfélög, fyrirtæki sem hafa
lagt í miklar fjárfestingar, verktakafyrirtæki og
önnur sú starfsemi sem þrífst á aðgengi að ódýru
fjármagni. Útlánatap og önnur eignarýrnun banka
getur síðan ógnað tilvist þeirra.
Á þennan hátt geta ákvarðanir stjórnenda banka
og fyrirtækja orðið til þess að hagkerfi verði fyrir
verulegu áfalli sem bitnar á atvinnu og lífskjörum
þjóðar. Gróðasókn stjórnenda og fyrirtækja hefur
þá skapað verðbólur sem valda auknum hagnaði til
skamms tíma og verða yfirleitt til þess að stjórn-
endur og eigendur efnast mikið. En þegar bólan
springur hrynja fyrirtækin og gjaldþrot þeirra og
bankaþrotin geta orðið til þess að allur almenn-
ingur beri skarðan hlut frá borði. Sumir verða illa
úti vegna atvinnumissis, aðrir tapa eigum sínum og
enn aðrir horfa fram á óyfirstíganlega skuldabyrði.
Íslenska hlutabréfabólan árin 2002–2007 var sú
mesta á Vesturlöndum en verð hlutabréfa sjöfald-
aðist á þessu tímabili. Verð fasteigna hækkaði einn-
ig mjög mikið á þessum árum en það meira en tvö-
faldaðist. Þau vandamál sem íslenskir bankar og
fyrirtæki hafa strítt við undanfarið má að einhverju
leyti rekja til þess að eignabólan er að springa og
skuldabyrði fyrirtækja að aukast. Eigið fé fyrir-
tækja og fjármálastofnana brennur! Þegar verð á
eignum lækkar þá minnkar einnig verðmæti þeirra
veða sem bankar hafa fyrir útlánum sínum. Slík
vandamál geta orðið bönkum að falli ekki síður en
þau vandamál sem felast í takmörkuðum aðgangi
að lánsfé erlendis sem gerir endurnýjun lána erf-
iða. Slæm afkoma fyrirtækja sem eru í viðskiptum
við bankana, léleg eignasöfn og útlánatap verður til
þess að eigið fé bankanna minnkar. Slíkt dregur
síðan úr möguleikum til endurfjármögnunar lána.
Vandamál í mun fleiri greinum
En það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því
að þau vandamál sem fylgja lækkandi eignaverði
og aukinni skuldabyrði einskorðast ekki við banka
og fjármálastofnanir. Öll skuldsett fyrirtæki sem
hafa ráðist í fjárfestingar geta lent í rekstrarerfið-
leikum. Sömuleiðis verður samdráttur í fyrirtækj-
um og atvinnugreinum sem tengjast byggingageir-
anum þegar aðgangur að ódýru lánsfé minnkar. Af
þessum sökum er unnt að búast við vandamálum í
mun fleiri greinum en fjármálageiranum á næstu
vikum og mánuðum. Fyrirtæki í byggingariðnaði,
innflutningsfyrirtæki sem hafa notið hás gengis
krónunnar, fyrirtæki sem eru skuldsett og hafa
ráðist í fjárfestingar og fyrirtæki sem eru í raun
fjárfestingasjóðir sem stunda kaup og yfirtökur á
öðrum fyrirtækjum geta lent í rekstrarvanda og
orðið gjaldþrota. Því má búast við enn frekari
vandamálum eftir að þeim hremmingum sem nú
standa yfir í fjármálageiranum lýkur.
Viðbrögð og framtíðarhorfur
Þótt framtíð íslensku þjóðarinnar sé björt þegar
til lengri tíma er litið má gera ráð fyrir umtals-
verðum hremmingum á næstu vikum og mánuðum.
Búast má við uppsögnum starfsfólks ýmissa fyrir-
tækja, gjaldþrotum, aukinni skuldabyrði og síðri
lífskjörum. Þeir erfiðleikar sem við nú horfum fram
á í fjármálageiranum marka ekki endalok þessara
hremminga.
Það er því afar mikilvægt að stjórnvöld leiti ráða
og feli aðilum sem hafa reynslu af fyrri fjármála-
kreppum að gegna lykilhlutverki í að móta við-
brögð hér á landi. Þótt Íslendingar séu að fara í
gegnum sína fyrstu fjármálakreppu er fyrir hendi
umtalsverð reynsla af viðbrögðum við fyrri krepp-
um. Oft er bent á að viðbrögð Svía við bankakrepp-
unni árið 1992 hafi verið til fyrirmyndar en þar
tókst ríkisvaldi að firra skattborgara tjóni og leggja
grunninn að meiri stöðugleika í efnahagsmálum.
Ekki er ráðlegt að ákvarða viðbrögð við núverandi
kreppuástandi án þess að kynna sér vel reynslu
annarra þjóða. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF)
hefur mikla þekkingu á þeim vandamálum sem upp
kunna að koma í fjármálakreppum og þeim mistök-
um sem unnt er að gera við mótun viðbragðsáætl-
unar. Með velferð þjóðarinnar í huga er það von
greinarhöfundar að stjórnvöld hér á landi hagnýti
sér þessa reynslu til fulls áður en afdrifaríkar
ákvarðanir eru teknar.
Eftir Gylfa Zoëga »Ekki er ráðlegt að ákvarða
viðbrögð við núverandi
kreppuástandi án þess að kynna
sér vel reynslu annarra þjóða.
Gylfi Zoëga
Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Í ólgusjó markaðshagkerfisins
Sigurður Þórðarson | 7. október
Framboð til öryggisráðs-
ins vonandi dregið til baka
Mörgum hefur runnið til
rifja sá uppskafningsháttur
sem felst í framboði Ís-
lands til öryggisráðsins,
sem hefur það hlutverk að
ákveða við hvaða lönd eigi
að fara í stríð. Þetta er af-
káralegt enda höfum við ekki aðra leyni-
þjónustu en greiningardeild BB og annan
her en Hjálpræðisherinn. Vonir standa nú
til að framboð Íslands til öryggisráðsins
verði nú loks dregið til baka. Það hefur lík-
lega kostað einhverja milljarða með öllu
en betri er hálfur skaði en allur.
Meira: siggith.blog.is