Morgunblaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2008 29
MENNING
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞETTA er einhver sérstæðasti maður sem ég
hef hitt,“ segir rithöfundurinn Andri Snær
Magnason um Bath lávarð sem hann hitti á
Englandi í síðustu viku. Andri Snær var að lesa
upp úr Draumalandinu sem kemur út á Bret-
landseyjum á næstu dögum, og las hann meðal
annars upp í smábænum Frome. Í kjölfarið
heimsótti hann lávarðinn sem býr þar nærri.
„Það voru einhverjar sýningar á dagskránni í
Frome líka, og þar voru þrjár af hjákonum hans
að sýna listaverk. Hann hefur nefnilega átt ein-
hverjar 70 svona hjákonur, og oft 10 eða 20 í
einu,“ segir Andri Snær og hlær, en Bath er
einn ríkasti maður á Englandi og býr í risastór-
um kastala. „Hann er eins og blanda af Stórval
og Hugh Hefner, eins ólíklega og það hljómar.
Kastalinn hans er allur skreyttur með vegg-
myndum og lágmyndum eftir hann sjálfan.
Hann virðist hafa verið listamaður þegar hann
var yngri, en svo virðist hann hafa lent all-
svakalega í hippatímanum og hans gildi virðast
vera leifar af því. Allar þessar konur mega
nefnilega eiga aðra ástmenn og hann telur þetta
mun eðlilegra en raðkvæni nútímamanna. Hann
er búinn að mála myndir af þeim öllum og raða
þeim niður stóran hringstiga. Þær eru sumar
merktar með ártölum eftir því hvenær þær voru
kærusturnar hans.“
Andri Snær segir að heimsóknin hafi verið
eins og hann ímyndar sér að væri að koma heim
til Frank-N-Furter úr Rocky Horror Picture
Show. „Við fengum til dæmis að sjá kama sutra-
herbergið hans sem hann er búinn skreyta sjálf-
ur. Þar eru til dæmis sex nashyrningshorn á
rúmstokknum, þau eru talin örva kynhvötina.
Það sem er þó hvað merkilegast við þau er að
hann ræktaði hornin sjálfur, hann var sem sagt
með nashyrninga á landareigninni sinni. Þannig
að þetta er bara breskur aðall eins og hann ger-
ist súrrealískastur,“ segir Andri Snær, en ein af
kærustum lávarðarins hafði lesið Draumalandið
og kom þeim í samband í kjölfarið.
Bónusljóð og Blái hnötturinn
Aðspurður segist Andri Snær annars ánægð-
ur með Bretlandsferð sína, en auk Frome las
hann upp í Bristol. Draumalandið hefur verið
fáanleg á ensku á Amazon um nokkurt skeið, en
hún kemur í verslanir á Englandi á allra næstu
dögum.
Andri Snær segir að viðbrögðin í Frome hafi
verið sérstaklega góð. „Þetta er svona 20 til 30
þúsund manna bær með nokkuð háan eðl-
ismassa af fólki, þarna hefur alls konar fólk
komið sér fyrir. Einn maður sem ég hitti er til
dæmis með sólarpanel á þakinu hjá sér, og hann
flytur rafmagn út úr húsinu sínu. Hann fram-
leiðir sem sagt meira rafmagn en hann notar.
En það var sem sagt góð mæting í Frome,
líklega á bilinu 80 til 90 manns. Ég var líka í
London og fór þar á upplestur hjá nokkuð
þekktum rithöfundi, en þar voru færri. Þannig
að ég var ánægður með þetta,“ segir Andri
Snær og bætir því við að um helmingur þeirra
sem komu á upplesturinn hafi keypt Drauma-
landið.
Auk þess að lesa upp úr Draumalandinu las
Andri Snær bæði upp úr Lovestar, Bón-
usljóðum og Bláa hnettinum á ensku, en búið er
að þýða bækurnar þótt þær séu að vísu ekki enn
komnar út á ensku.
Andri Snær gerir ráð fyrir að fara nokkuð oft
til Englands á næstu mánuðum til að fylgja
Draumalandinu eftir. Þar að auki kemur bókin
líklega út í Danmörku og Japan á næsta ári, og
því ljóst að fagnaðarerindið berst víða.
Blanda af Stórval og Hefner
Andri Snær Magnason hitti einn ríkasta mann Bretlands sem hefur átt um 70
hjákonur um ævina Draumalandið kemur út á Englandi, Japan og Danmörku
Magnaður Eins og sjá má er lávarðurinn ekki eingöngu sérstæður persónuleiki, heldur vekur klæðaburð-
ur hans eflaust athygli hvert sem hann fer. Í bakgrunni má sjá málverk eftir hann, m.a. sjálfsmynd.
BATH lávarður heitir fullu nafni Alexander George Thynn, 7th Marquess
of Bath. Hann fæddist hinn 6. maí árið 1932 og er því 76 ára gamall. Hann
fæddist í London en ólst upp á ættaróðalinu Longleat, og býr þar enn.
Óðalið er frá 18. öld og þykir hið glæsilegasta, eins og sjá má á myndinni
hér til hliðar.
Lávarðurinn hefur skrifað allnokkrar bækur og sat um tíma í lávarða-
deild breska þingsins.
Hann hefur vakið mikla athygli í heimalandi sínu fyrir mikið frjálsræði í
kvennamálum og hefur hann átt fjölmargar hjákonur, eða „wifelets“.
Hann er hins vegar giftur hinni ungversku Önnu Gael Gyarmathy og á
með henni tvö börn, Lady Lenku Thynn og Ceawlin Thynn.
Þá er hann ekki síður þekktur fyrir afar sérstakan klæðaburð sinn.
Samkvæmt lista Sunday Times yfir ríkasta fólk á Bretlandseyjum árið
2005 var lávarðurinn í 382. sæti. Eignir hans voru þá metnar á 120 millj-
ónir punda, sem nemur að minnsta kosti 20 milljörðum íslenskra króna.
Einstaklega litríkur karakter
Reisulegt Longleat House, heimili lávarðarins.
Bath lávarður er m.a. þekktur fyrir skrautlegan klæðaburð og kvenhylli
www.lordbath.co.uk, www.longleat.co.uk
ÓLÖF Arnalds lauk nýverið þrennra tónleika ferð til
New York-borgar. Kraumur – tónlistarsjóður og ís-
lenski konsúllinn í New York lögðu Ólöfu lið við tón-
leikaferðina og voru fyrstu tónleikarnir haldnir á tón-
listarhátíð útvarpsstöðvarinnar East Village Radio,
þar sem fram komu m.a. Boris, Mark Ronson, KRS-
One, Flying lotus, Awsome Color og High places.
Skúli Sverrisson deildi sviði með Ólöfu á öðrum tón-
leikunum sem fram fóru á tónlistarklúbbnum Le Pois-
son Rouge en þeim til að-
stoðar á sviðinu var einvala
lið tónlistarfólks; Laurie
Anderson, Peter Scherer, Okkyung
Lee, Shahzad Ismaily, Sam Amidon og Nico
Muhly. Dagblöð og vefmiðlar New York-borgar
sýndu tónleikunum mikinn áhuga og voru
þeir valdir mest spennandi tónleikar dagsins af New
York Times, Time Out, Flavorpill og The Onion. Þá má
nefna að hinn virti útvarpsmaður John Shaefer á
WNYC gerði plötum Ólafar og Skúla mjög hátt undir
höfði og lýsti áhuga á að bjóða Ólöfu í þátt sinn, New
Sounds, þar sem upprennandi tónlistarmenn eru
kynntir til sögunnar.
Lokatónleika ferðalagsins hélt Ólöf með Sam Ami-
don og Kríu Brekkan (einnig þekkt sem Kristín Anna
Valtýsdóttir, fyrrverandi söngkona múm). Tónleikarn-
ir hlutu m.a. frábæra dóma í Paste Magazine, sem áður
hafði valið Við og við í 38. sæti af 100 bestu plötum árs-
ins 2007.
Ólöf Arnalds vinnur nú að næstu plötu, en fram-
undan er ferð á WOMEX-heimstónlistarhátíðina í Se-
villa í lok þessa mánaðar.
Ólöfu vel tekið í New York
Þótt það sé ekki enn á hreinu
hvort Rússar komi fjármálalífi Ís-
lands til hjálpar má gera ráð fyrir
að slíkt myndi breyta samskiptum
landanna umtalsvert. Telja má að
með auknu pólitísku sambandi
myndu menningarleg tengsl land-
anna aukast og þá er ekki úr vegi
að velta því fyrir sér sérstaklega
hvað við gætum átt í vændum frá
þessum „nýju“ vinum okkar í
austri.
Fyrir það fyrsta má slá því föstu
að með þrýstingi Rússa myndu stig-
in hrannast inn frá Austur-Evrópu-
þjóðunum í næstu Evróvisjón-
keppni og þá vitum við hvað gerist.
Allar líkur eru á að Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands verði boðið að leika
undir á heimssýningarferðalagi
Bolshoi-ballettsins og umtalsverðar
líkur eru á að kósakkadans verði
næsta unglingaæðið. Að lokum má
reikna með að Trabant komi saman
aftur og sendi frá sér plötu sem
slær bæði Björk og Sigur Rós við í
sölu.
Ja hérna. Fljótt á litið virðist allt
mæla með þessum ráðahag.
Er gott að eiga menn-
ingarvin í austri?
Ofurbloggarinn Jens Guð hefur
um nokkurt skeið haldið úti kosn-
ingu um þá hljómsveit sem fer mest
í taugarnar á landanum. Þátttaka
netverja hefur verið með nokkrum
ágætum og nú þegar 1.200 manns
hafa skilað atkvæðum sínum hefur
Jens ákveðið að loka fyrir kosning-
una. Ástæðuna segir hann þá að
upp hafi komist um svindl í kosn-
ingunni þar sem fjöldi atkvæða hafi
á stuttum tíma runnið til Sprengju-
hallarinnar, eða allt að 150 atkvæði
á nokkrum sekúndum. Kunningjar
Jens gruna hins vegar Sprengju-
höllina sjálfa um græsku enda sam-
ræmist svindlið kímnigáfu sveitar-
innar auk þess sem sigur í kosning-
unni gæti virkað sem góð auglýsing
fyrir væntanlega plötu. Ekki er öll
vitleysan eins.
Gruna Sprengjuhöllina
um græsku
FólkÍ FinnlandiÓlöf er nú stödd
í Finnlandi þar sem
kærasti hennar og
barnsfaðir Ragnar
Ísleifur Braga-
son stundar
nám.