Morgunblaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2008 23
Elsku Gummi bróðir. Mér finnst
svo skrítið að hafa þig ekki lengur
hjá mér. Ég á svo margar minningar
og langar að rifja upp nokkrar. Þeg-
ar við fórum í Þrastaskóg keyrandi á
Bronco-bílnum, ég, þú og Karen. Við
villtumst því stundum var keyrt dá-
lítið greitt, þannig að þú gast engan
veginn fylgst með því hvar þú varst.
En þá kom talstöðin þín að góðum
notum. Þú kallaðir á Grétu og Gyðu
sem voru á öðrum bíl þannig að við
komumst á leiðarenda og áttum svo
saman góða viku. Og þegar þið Gréta
buðuð okkur krökkunum heim til
ykkar í Krummahóla í bíó með poppi
og kók. Ekki má gleyma því að þú
varst oft að leiðbeina mér í lífinu og
stóðst alltaf við bakið á mér. Svo átt-
um við saman yndislega helgi í sumar
með fólkinu okkar. Þakka þér fyrir
að hafa fylgt mér og mínum öll þessi
ár.
Hann vissi um veginn
til himins
gegnum frelsarans slóð.
Hann kunni bæði
sálma og bænir
sögur og ljóð
samt fór hann aldrei veginn
hvernig sem á því stóð.
(Sigurbjörn Þorkelsson.)
Þín systir,
Guðmunda.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni
vekja hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Við kynntumst Guðmundi fyrir
rúmum fimm árum. Það er þungbært
að hugsa til þess að hann sé dáinn og
samverustundirnar verði ekki fleiri.
Við hefðum viljað hitta hann mun oft-
ar en við gerðum og nú er of seint að
bæta úr því.
Við hittum Guðmund síðast í júní.
Það er okkur mjög minnisstæð stund
þegar hann leiddi Grétu sína út á
dansgólfið og sveiflaði henni um allt
gólfið í flottum dansi. Þau brostu all-
an hringinn og virtust ástfangin upp
fyrir haus. Helst minntu þau okkur á
menntaskólapar sem var að stíga sín
fyrstu skref saman. Ekki óraði okkur
fyrir því að þetta væri í síðasta sinn
sem við ættum góðar stundir með
Guðmundi. Við yljum okkur nú á
köldum haustdögum við minningarn-
ar um þennan mæta mann sem Guð-
mundur var. Við minnumst m.a.
stundanna í Miðhúsaskógi og á Þing-
völlum. Eina helgina á Þingvöllum
fengum við óvænta heimsókn í tjaldið
okkar. Úti var hávaðarok og rigning.
Allir voru flúnir heim vegna óveðurs-
ins. Þar voru hjúin úr Vesturberginu
mætt, jafnþrjósk og við að láta ekki
veðrið aftra sér frá góðri útilegu og
mögulegri veiði. Gréta hefur æ síðan
grínast með að öruggara sé að vera á
öðru landshorni en við í sumarfríi, þá
væri kannski möguleiki á sól og sum-
aryl. Þessi kvöldstund á Þingvöllum
er um margt eftirminnileg fyrir utan
veðrið og vonlausa veiðiferð. Við
sötruðum kaffi og Baileys til að halda
á okkur hita og hlógum mikið yfir
skemmtilegum sögum Guðmundar
frá veiðivarðarárum hans og einnig
yngri árum þegar hann túraði um
landið með Bubba og fleirum. Því
þykir okkur við hæfi að kveðja Guð-
mund með texta eftir hann. Megi all-
ar vættir heimsins vernda ykkur og
styrkja á þessum erfiðu tímamótum
elsku Gréta, Inga Vigdís, Birgir,
Jóna, barnabörn og aðrir aðstand-
endur.
Okkur langar að koma á framfæri
að opnaður hefur verið styrktar-
reikningur til stuðnings Grétu og
fjölskyldu hennar. Margt smátt gerir
eitt stórt. Reikningsnúmerið er 0101-
26-55352, kt. 191152-2639. Hvíl í friði
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
og Ívar Torfason.
Þegar ég var lítil stelpa og vildi
ekki fara heim frá afa og ömmu eftir
fjölskylduboð var brugðið á það ráð
að láta Guðmund klæða mig. Ég bar
nefnilega óttablandna virðingu fyrir
honum og sat alveg kyrr á meðan
hann klæddi mig. Ég vil ekki segja að
ég hafi verið hrædd við hann þar sem
hann reyndist mér alltaf svo góður.
Þessar minningar á ég ekki sjálf, mín
fyrsta minning um Guðmund er þeg-
ar ég er hjá honum og Grétu í
Krummahólunum að horfa á sjón-
varpið og ég mátti sitja í húsbónda-
stólnum og best fannst mér að sitja í
fanginu á Guðmundi. Á þessum árum
gekk hann mér að vissu leyti í föð-
urstað, enda bjó pabbi minn þá langt
í burtu og gerir reyndar enn. En það
eru margar minningar sem streyma
fram frá barnæsku og fram á ung-
lingsár, ferðalög alla leið vestur á
firði og í sumarbústaði, já ég fór ým-
islegt með Grétu og Guðmundi. En
eins og oft vill verða þá fjarlægist
fólk þegar það fullorðnast, og þannig
var það með samband mitt við Guð-
mund. Við nutum þess samt alltaf að
hittast og spjalla saman, ekki alltaf
sammála en það gerir hlutina nú
bara aðeins skemmtilegri. Samband
okkar Guðmundar var reyndar alltaf
þannig að það voru engar kvaðir
gerðar, aldrei kvartað yfir að við hitt-
umst ekki nógu oft eða þess háttar,
bara notið þess að hittast þegar tæki-
færi voru til. Guðmundur og Gréta,
Gréta og Guðmundur, þar sem annað
þeirra var þar var hitt, en samt á svo
óþvingaðan hátt. Þau voru fyrir-
myndarhjón enda búin að eiga langt
og farsælt hjónaband. Eins og hjá
öllum skiptast á skin og skúrir en
alltaf stóðu þau saman. Gréta frænka
mín hefur misst mikið, líkt og móðir
hennar, amma mín, stendur hún
frammi fyrir því að vera orðin ekkja
alltof ung, alltof snemma. Megi al-
góður guð styrkja hana í framtíðinni.
Einnig bið ég guð að styrkja foreldra
Guðmundar, systkini hans og ekki
síst börnin hans Birgi Kristján og
Ingu Vigdísi, tengdadótturina Jónu,
og barnabörnin, sem voru honum svo
kær.
Karen Jenný.
Elsku frændi okkar. Við viljum
þakka þér allar stundirnar sem þú
hefur gefið okkur og munum varð-
veita þær í hjarta okkar.
Sef um daga, dreymir um nætur
dreymir um það sem áður var.
Kafa svefninn, kanna hugann
kannski finn ég eitthvað þar
sem hjálpað gæti mér að muna
og minnast þín í hjarta mér.
Nóttin langa lág svo hvíslar
leiðist þér að vaka með mér?
(Bubbi Morthens.)
Þínar frænkur,
Birgitta, Helga og Anna María.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is
Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Yvonne Tix
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
GUÐRÚNAR AÐALHEIÐAR
ARNFINNSDÓTTUR,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins
Höfða, fyrir góða umönnun.
Ragnar Hallvarðsson,
Guðrún Hallvarðsdóttir,
Jón Sævar Hallvarðsson, Jóhanna Arnbergsdóttir,
Halla Guðrún Hallvarðsdóttir, Ásgeir Samúelsson,
Arnfinnur Hallvarðsson, Guðrún Berta Guðsteinsdóttir,
Einvarður Hallvarðsson
og ömmubörn.
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu
við andlát elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, bróður, afa, langafa og langalangafa,
SVEINS HRÓBJARTS MAGNÚSSONAR,
Kleifahrauni 3,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss
Vestmannaeyja fyrir góða umönnun og hlýhug.
Sigríður Steinsdóttir,
synir og aðrir aðstandendur.
✝
SVAVAR FANNDAL TORFASON
meistari í rafvélavirkjun,
Grenilundi 12,
Garðabæ,
sem lést á Landspítalanum sunnudaginn
28. september, verður jarðsunginn frá
Vídalínskirkju föstudaginn 10. október kl. 13.00.
Sólbjört Gestsdóttir,
Hólmfríður Fanndal Svavarsdóttir,
Ingólfur Arnarson, Sigríður Guðjónsdóttir,
Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir,
Jóhanna Rósa Arnardóttir, Jón Vilhjálmsson
og fjölskyldur.
Birgir var eigin-
maður Kolbrúnar
Theódórsdóttir
frænku minnar en hún
er elsta barn Huldu
Kjerúlf föðursystir
minnar og Theódórs Johansen frá
Færeyjum. Það mun hafa verið 1965
sem ég kynntist Bigga fyrst, há-
vöxnum og myndarlegum manni og
héldust þau kynni æ síðan og bar
aldrei neinn skugga þar á. Að vísu
var dálítið langt á milli okkar í kíló-
metrum talið en það kom ekki í veg
fyrir að vinskapurinn dafnaði, því
okkur var ekki lagið að telja mikið
kílómetra ef ferðahugurinn greip
okkur og alltaf var pláss til að gista
hjá Bigga og Kollu og skipti engu
hvað klukkan var, hvaða árstími var
né hvað ferðalangarnir voru margir,
hvort sem það var í Skarðshlíð, Ein-
holti eða Huldugili því þar bjuggu
samhent hjón og rausnarskapurinn
var í fyrirrúmi. Fyrir það ber að
þakka og sú skuld verður aldrei
greidd að fullu.
Samband þeirra hjóna við Austur-
land var sérstakt, oft var komið við í
Brekkugerði, farið að veiða og skoða
náttúruna, heimsækja frændfólk og
ræða málin. Fyrir fáum vikum voru
þau hjón á ferðalagi hér fyrir aust-
an, komu við hjá okkur hjónum,
stoppuðu góða stund og snæddu
kvöldverð. Birgir var lasinn en bar
Birgir Valdemarsson
✝ Birgir Valde-marsson fæddist
á Akureyri 27. apríl
1941. Hann andaðist
á Sjúkrahúsinu á
Akureyri 22. sept-
ember síðastliðinn
og fór útför hans
fram í kyrrþey.
sig vel, minntist að-
eins á að ekki væri
nógu rösklega unnið á
heilbrigðisstofunum
og var orðinn lang-
þreyttur á að bíða eft-
ir niðurstöðum úr
rannsóknum, einarður
að vanda og þótti illt
að geta ekki gert góð-
um mat betri skil.
Ekki grunaði mig þá
að þetta yrði okkar
síðasti fundur því Ak-
ureyrarferð var fyrir-
huguð hjá okkur hjón-
unum, en þegar þar að kom var sú
ferð farin til að kveðja þennan
ágæta mann. Ég hef átt því láni að
fagna um dagana að kynnast mörg-
um ágætum Akureyringum og einn
þeirra var Birgir Valdimarsson
fremstur meðal jafningja.
Við útförina varð mér hugsað til
þess að ég minntist þess ekki að
hafa nokkurn tíman heyrt neitt ann-
að en gott um þennan ágæta dreng.
Það var kalt í veðri en sólskin,
þriðjudaginn 3. september síðastlið-
inn og fallegt á Akureyri þegar
Birgir var kvaddur hinstu kveðju frá
Höfðakapellu. Útgöngulagið var
Hreðavatnsvalsinn sem var vel við
hæfi og hef ég ekki heyrt það ágæta
lag betur flutt í annan tíma, eftir
stóð minningin um heilsteyptan og
góðan dreng.
Við hjónin sendum Kollu og henn-
ar fólki samúðarkveðjur og vonum
að framtíðin verði gjöful á áfram-
haldandi vináttu okkar í milli og ég
veit að þess óskar líka Þórey systir
mín, Dodda og Siggi, Alda og
Svenni, Vassi og Sigga og öll hin.
Megi guð blessa þig og þína.
Sölvi Kjerúlf.
Elsku besta amma,
þá er komið að leiðar-
lokum hjá þér og við verðum að
skilja um hríð en þú hefur skilið okk-
ur eftir með fullt af yndislegum
minningum sem við getum nú leitað
huggunar í.
Þú varst alltaf svo þolinmóð við
okkur og góð og nenntir endalaust að
leika við okkur eða spila. Þú kenndir
okkur svo mikið af ljóðum og okkur
fannst óskaplega gaman að hlusta á
sögur af álfum, huldufólki og tröll-
um.
Og góðar eru nú líka minningarn-
ar um allar fjallgöngurnar sem við
þrjár fórum í og þú fræddir okkur
um fjöll og blóm og sagðir okkur sög-
ur úr firðinum okkar.
Við söknum þín sárt elsku amma
en það er huggun í að vita að núna
✝ Sigríður Ingi-björg Eyjólfs-
dóttir fæddist á
Bjargi í Borgarfirði
eystra hinn 30. júlí
1921. Hún lést á
sjúkrahúsinu á Eg-
ilsstöðum 17. sept-
ember síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Bakka-
gerðiskirkju 25.
september.
líður þér vel og þúr ert
komin aftur heim í
fjörðinn fagra.
Lítill drengur lófa strýkur
létt um vota móðurkinn,
– augun spyrja eins og
myrkvuð
ótta og grun í fyrsta sinn:
Hvar er amma, hvar er
amma,
hún sem gaf mér brosið sitt
yndislega og alltaf skildi
ófullkomna hjalið mitt?
Lítill sveinn á leyndar-
dómum
lífs og dauða kann ei skil:
hann vill bara eins og áður
ömmu sinnar komast til,
hann vill fá að hjúfra sig að
hennar brjósti sætt og rótt.
Amma er dáin – amma finnur
augasteininn sinn í nótt.
Lítill drengur leggst á koddann
– lokar sinni þreyttu brá
uns í draumi er hann staddur
ömmu sinni góðu hjá.
Amma brosir – amma kyssir
undurblítt á kollinn hans.
breiðist ást af öðrum heimi
yfir beð hins litla manns.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Ýrr og Sif.
Sigríður Ingibjörg
Eyjólfsdóttir