Morgunblaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.10.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2008 15 ERLENT YFIRVÖLD í Nepal krýndu í gær Matina Shakya sem nýja Kumari eða lif- andi gyðju, sem telst endurholdgun gyðjunnar Kali. Matina er aðeins þriggja ára og var valin samkvæmt leyndum leiðum, hún heldur stöðunni til kynþroskaaldurs. Foreldrar hennar segja erfitt að þurfa að kveðja hana en hún mun dveljast fjarri foreldrum og hljóta einkakennslu. Reuters Lifandi gyðja í Nepal BÍLAÁHUGAMENN voru lítt hrifnir þegar Citroën 2CV, eða „Bragginn“ eins og bíllinn hefur ver- ið kallaður hér á landi+, var fyrst sýndur almenningi á bílasýningu í París fyrir 60 árum. Frumgerð bílsins var aðeins með eitt framljós, engan startara og for- stjóri Citroën, Pierre-Jules Bou- langer, viðurkenndi að bíllinn líktist einna helst regnhlíf á fjórum hjólum. Við hönnun bílsins höfðu Boulang- er og samstarfsmenn hans það að leiðarljósi að framleiða ódýrt farar- tæki fyrir bændur, bíl sem gæti flutt fjóra menn og eggjakörfu yfir plægðan akur án þess að eggin (hvað þá beinin) brotnuðu. Hannaður fyrir bændur Þótt fjölmiðlamenn væru ekki uppveðraðir þegar bíllinn var sýnd- ur í fyrsta skipti varð eftirspurnin fljótlega svo mikil að kaupendur þurftu að bíða í allt að fimm ár eftir því að fá hann afhentan. Ástæðan fyrir vinsældunum var einkum sú að Bragginn var ódýr, sparneytinn, bilaði sjaldan og fjöðr- unin var svo mikil að hann hentaði vel á holóttum sveitavegum og jafn- vel utan vegar. Hann var því álitinn kjörinn ferðabíll. bogi@mbl.is Ódýr og bilaði sjaldan     ; <. 1)4  9 !9  $    = "'$.   + '%4  . >  " 9$?   4!9 > 92 9 @01              ! "  !!     "  !      ! #$    !  %  '! ( @0 )    *  '    " +&, - !"    *! '    .+/& 0.+/   1   2  *(" 1!  3 @0 4      5  6*  1     7   8 / 9!     1  %*     !!     8#$ 8 /&  *   @5  #! - !! *   ! *! *  !  1      !  +  :1  ! !      *  *    '     %  '*  %    @) ,: 9 ;   &  !!   ) !   +<!  :% '*     *     6*   :   *  = >?8#>=@ 8 /&    A      ' B8 %  *       '  8 ' / (  N  A '  B7  ". "  .% ($  ' %3)$3) %      5&8 /% & )8>DE =?#C:" 97 "  & F$8 G/ $ & == F# /4"  '  & EE#  EGB>& EGFE EG>8& EGG$ 8 "   7 4&  1 & DC3E-@57@ FCC GCFC /<   : .% 9 ". $ @E 8BF ==#                  / 0 1 2 ' 3 4 5 6 2 7   0 4 4  ) 1 8  8 2 % .*!!  "  H% F#    %   B"#      * E$$  8 "',#  $ - ' 1!    !  *  * *! 9  :1!   H? < 5*    ,4 $ < $, I *     '!  '! 8   ?" <!   >" 9!!       + <,I  A <  !   *  ="?> ! "  BARACK Obama, forsetaefni demó- krata, hefur aukið forskot sitt á John McCain, forsetaefni repúblikana, ef marka má nýja skoðanakönnun sem náði til allra Bandaríkjanna. Könnun CNN bendir til þess að 53% líklegra kjós- enda styðji Obama en 45% McCain. Munur- inn hefur aukist um helming frá sams konar könnun sem gerð var um miðjan september þegar hann var fjögur prósentustig. Könnunin bendir til þess að fylgi George W. Bush Bandaríkjaforseta sé minna en nokkru sinni fyrr, þ.e. 24%, sem er jafnmikið fylgi og Rich- ard Nixon var með skömmu áður en hann sagði af sér árið 1974. Minnk- andi fylgi Bush eru slæmar fréttir fyrir McCain því 56% aðspurðra sögðust telja að hann myndi halda stefnu forsetans. Fjármálakreppan virðist einnig hafa stuðlað að auknu fylgi Obama. 68% aðspurðra sögðust treysta Obama til að takast á við kreppuna, átján prósentustigum fleiri en Mc- Cain. Þá bendir könnunin til þess að stuðningurinn við Söru Palin, vara- forsetaefni repúblikana, hafi minnk- að verulega. bogi@mbl.is Obama eyk- ur forskotið Barack Obama FRÉTTASKÝRING Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is HVAÐA áhrif hafa áföll eins og kreppa og stríð á heilsu okkar? Lík- lega er rétt að velta því fyrir sér nú þegar efnahagslegar hamfarir ríða yfir heiminn og margir óttast um sinn hag. Fleiri leita til geðlækna en áður og sjálfsvígum fjölgar. En nið- urstöður rannsókna á því hvernig fólk bregst við í stríði hafa sýnt að ekki er um einhlítt svar að ræða þegar spurt er um áhrifin á al- mannaheilsu. Reynslan er misjöfn. Í Danmörku batnaði heilsufar al- mennings undir hernámi Þjóðverja 1940-1945. Þess ber að gæta að eng- inn raunverulegur matarskortur var í landinu en ekki var lengur auðvelt að ná sér í hvítan sykur eða hvítt brauð, ýmis annar munaður var ekki á boðstólum og afleiðingin var holl- ara mataræði. Aukin samheldni Og þótt ótrúlegt megi telja segja heimildarmenn að minna hafi verið um margvíslega kvilla, þ. á m. sum- ar geðraskanir, en venjulega í Saraj- evo í umsátri Bosníu-Serba 1992- 1995. Eitt af því sem bent hefur verið á er að samheldni eykst stundum mik- ið meðal þeirra sem deila erfiðum tímum. Danir voru langflestir mjög andvígir nasistum og hernámið varð smám saman til að þjappa fólki sam- an. Utanaðkomandi þrýstingur get- ur eflt sálarlífið í afmörkuðum hóp. Tíminn kostar meira í góðæri Bandaríska blaðið The New York Times fjallaði um efnahaginn og heilsuna í gær og sagði það fara eft- ir lífsvenjum fólks í góðærinu hvaða áhrif þrengingarnar gætu haft. Sumir hefðu drukkið of mikið, líka borðað of mikið af kaloríuauðugu veislufæði á veitingahúsum og ekki gefið sér tíma til að stunda heilsu- rækt vegna anna í lífsgæðakapp- hlaupinu. „Tíminn er verðlagður hærra en ella í góðæri,“ segir Grant Miller, aðstoðarprófessor í læknis- fræði við Stanford-háskóla. Miller hefur m.a. kannað hvaða áhrif sveiflur á kaffibaunaverði hafi í Kólumbíu. Þótt lægra verð á mark- aði hafi slæm áhrif á efnahag lands- manna sýna tölulegar vísbendingar að almannaheilsufar batnar. „Það sem skiptir máli fyrir heilsu- far barna í sveitahéruðum Kólumbíu kostar ekki mikla peninga en út- heimtir mikinn tíma. Þetta á við um brjóstagjöf, að sækja hreint drykkjarvatn langa leið og fara með barn á fjarlæga heilsugæslustöð til að fá ókeypis bólusetningu.“ Þess vegna hækkar dánartíðni kólumbískra barna þegar kaffiverð- ið er hátt og fullorðnir leggja sig fram við ræktunina. Minni ástæða er til að strita þegar verðið lækkar og þá fá börnin meiri athygli. Betri heilsa í kreppu? Reuters Ofeldi Fleiri elda hollan mat heima í kreppu og forðast feita skyndibita. Í HNOTSKURN »Niðurstöður bandarískrarannsókna frá áttunda áratugnum benda til að tíðni hjartasjúkdóma, skorpulifrar, sjálfsvíga og innlagna á geð- deild hækki í kreppu. Fræði- menn hafa síðar bent á slæma galla á rannsókninni og efast um niðurstöðurnar. ÞRÓUN erfðamengis mannsins er að staðna vegna þess að eldri karlar eignast sjaldnar börn á Vesturlöndum, að mati Steve Jones, prófessors við University College í Lundúnum, eins þekktasta erfðafræðings Breta. Jones færði rök fyrir þessari greiningu sinni í fyrir- lestrinum „Þróun mannsins er á enda“ við skólann í gær, þar sem hann benti á að karlar sem eru komnir yfir 35 ára aldur séu líklegri en yngri karlar til að bera með sér stökkbreytingar í erfðamengi barna sinna. Dagblaðið The Times fjallaði um fyrirlesturinn á vef sínum í gær, þar sem vitnað var til þeirrar greiningar Jon- es að þrír þættir varði mestu um þróun erfðamengis: Náttúruval, stökkbreyt- ingar og tilviljanakenndar breytingar á erfðamenginu. Segir Jones að eftir því sem karlar séu eldri þeim mun meiri líkur séu á að stökkbreytingar verði við frumuskipt- ingar í líkama þeirra. Sem dæmi hafi orðið um 300 frumuskiptingar á sæði 29 ára karls en yfir 1.000 þegar komið sé fram á fimmtugsaldur. baldura@mbl.is Hægir á þróuninni Stöðnun er að verða í þróun á erfðamengi mannsins, að mati virts erfðafræðings, þar sem feður eru fáir eldri en 35 ára Steve Jones

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.