Morgunblaðið - 08.10.2008, Side 2

Morgunblaðið - 08.10.2008, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Bankakreppan Eftir Bjarna Ólafsson og Höllu Gunnarsdóttur TILGANGURINN með mögulegu láni frá Rússum er ekki að ráðast í framkvæmdir eða lánastarfsemi hér heima fyrir heldur að styrkja gjald- eyrisvaraforðann. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde forsætisráð- herra á Alþingi í gær. Hafnar verða viðræður við Rússa innan fárra daga um allt að fjögurra milljarða evra lán til íslenska ríkis- ins, andvirði um 620 milljarða króna. Á blaðamannafundi í Iðnó í gær sagði Geir að Ísland hefði allt þetta ár leitað hófanna hjá vinaþjóðum um gjaldeyrisskiptasamninga, en án ár- angurs. „Þá þurftum við að leita að nýjum vinum, sagði Geir.“ Ljóst er að í orðum Geirs fólst gagnrýni á bandaríska seðlabankann, en hann hafði fyrr í haust gert gjaldeyris- skiptasamninga við seðlabanka Dan- merkur, Noregs og Svíþjóðar, en hafði ekki talið ástæðu til að gera slíkan samning við Íslendinga. Rússneski sendiherrann hringdi í Davíð Oddsson, formann banka- stjórnar Seðlabanka Íslands, í gær- morgun og impraði á möguleikanum á 4 milljarða evra láni til íslenska rík- isins. Kom þetta fram í viðtali við Davíð í Kastljósi Sjónvarpsins í gær. Sagði Davíð að fjármálaráðherra Rússa hefði sagt að viðræðurnar yrðu teknar með jákvæðu hugarfari og að Pútín hafi heimilað að þær færu fram. Sagðist Davíð bjartsýnn á að samningar næðust. Líkt og for- sætisráðherra gaf Davíð til kynna óánægju með hefðbundnar vina- þjóðir Íslendinga. „Þeir vita einnig að þetta er vinarbragð í erfiðleikum og menn taka eftir því hér á landi af því að maður hefði haldið að ein- hverjir aðrir í okkar heimshluta myndu frekar sjá skyldur sínar eða vinsemd við okkur en þeir.“ Rússalánið fari ekki í opinberar framkvæmdir Í HNOTSKURN »Yfirlýsingar vegna máls-ins voru misvísandi í gær og snemma í gær sagði Seðla- bankinn lánið í höfn. »Svo kom fram í rúss-neskum fjölmiðlum að svo væri ekki. » Í kjölfarið var sagt aðákveðið hefði verið að hefja viðræður við Rússa. TÍÐINDIN í þjóðfélaginu hafa verið þess eðlis und- anfarna daga að allir leggja við hlustir þegar nýjar fregnir berast. Tæknin býður sem betur fer upp á það að mikilvægar fréttir geta náð allra eyrum nánast sam- stundis, án þess að standa þurfi upp frá kaffibollanum, eins og þessir menn treystu á í gærmorgun þegar þeir hlustuðu á blaðamannafund Geirs H. Haarde forsætis- ráðherra í beinni útsendingu í farsímunum sínum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Alls staðar lagðar við hlustir FRÉTTASKÝRING Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ENN ríkir mikil óvissa um raunveru- legt gengi íslensku krónunnar gagn- vart öðrum gjaldmiðlum. Talsmenn fyrirtækja í innflutningi, sem Morg- unblaðið talaði við, segja að þeir haldi að sér höndum við núverandi aðstæður, enda sé ekki nokkur leið að vita hvað erlendur gjaldeyrir muni kosta. Seðlabanki Íslands ákvað í gær að eiga viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyri á föstu gengi, sem tók mið af gengisvísitölunni í 175 stigum og gengi evru í 131 krónu. Megnið af gjaldeyrisviðskiptum dagsins var hins vegar á mun veikara gengi eða um og yfir 200 krónur á evru. Á er- lendum mörkuðum mun gengi evru hafa tímabundið farið allt upp í 350 krónur. Hér heima var skráð gengi evrunnar um 150 krónur í bönkunum og á vefsíðu Valitor, sem sér um VISA-þjónustu hér á landi, var gengi evru skráð 226 krónur í gær. Frekari útfærslu þörf Svo virðist sem gjaldeyrisvara- forði Seðlabankans hafi ekki staðið undir þeirri fastgengisstefnu sem bankinn kynnti í gær og því hafi farið sem fór. Væri gjaldeyrisvarasjóður- inn nógu sterkur ætti loforð Seðla- bankans um viðskipti á áðurnefndu föstu gengi að festa raunverulegt gengi krónunnar nærri hinu fasta gengi. Til skýringar mætti koma með stutt dæmi þar sem annar banki vill eiga viðskipti með evrur á genginu 150 krónur. Þá gæti fólk farið í Seðla- bankann, keypt evrur á 131 krónu og selt hinum bankanum á 150 krónur. Áhættulaus gróði næmi þar 19 krón- um á hverja evru. Því myndi hinn ónefndi banki fljótlega færa gengi evrunnar hjá sér nær gengi Seðla- bankans. Þetta dæmi gengur hins vegar ekki upp ef Seðlabankinn get- ur ekki staðið við loforð sitt um fast gengi krónunnar eða vill það ekki. Ljóst er að frekari útfærslu fast- gengisstefnunnar er þörf og að stækka þarf gjaldeyrisvarasjóðinn, eins og reyndar stendur til að gera með því að fá lán hjá Rússum. Bankinn hefur upplýst að nánar verði greint frá fyrirkomulagi geng- ismála á allra næstu dögum. Velta má hins vegar fyrir sér hvort rétt hafi verið hjá Seðlabankanum að fara út í aðgerðir sem þessar án þess að ganga úr skugga um að hann gæti staðið við fast gengi krónunnar. Þá þarf líka svör við því hvað Seðlabank- inn ætlar að standa lengi við tilboð sitt um fast gengi gjaldmiðla, því vart á að viðhalda því til frambúðar. Gengi krónu ennþá óljóst Fastgengisstefna Seðlabankans dugði ekki í gær til að koma böndum á gengið VIÐBRÖGÐ smárra hluthafa í Glitni og Lands- bankanum, sem margir hafa tapað milljónum á und- anförnum dögum, eru mismunandi, en ljóst að óánægja er mikil. Margir í þessum hópi eru sjálfir starfsmenn bankanna, sem fjárfestu í trú á eigin vinnustað. Eins og bófar Vilhjálmur Bjarnason, formaður félags fjárfesta og sparifjáreigenda, segir sögulega reynslu af fjármála- fyrirtækjum hafa verið nokkuð góða þegar bankarnir voru einkavæddir. Þá hafi fólk verið hvatt til að kaupa í þeim og talað um dreift eignarhald. Margir hafi þá keypt hlutabréf sem voru í boði. Nú blasi hins vegar önn- ur mynd við. Vilhjálmur var sjálfur hluthafi í Glitni og Landsbankanum, m.a. með varasjóð sem ætlaður var börnunum hans. „Það er sárt að finna það að þetta brenni upp á einni nóttu, vegna þess að menn hafa hagað sér eins og gangsterar,“ segir Vilhjálmur. Fyrirgreiðsla frá bankanum Annar hluthafi sem rætt var við vildi ekki koma fram undir nafni þar sem makinn vinnur hjá Glitni. Hann kvað þau hjónin hafa tapað 2,5 millj- ónum, um þriðjungi þess lausafjár sem heimilið átti. Heimilið standi óhaggað, en hann sé feginn því að vera ekki mjög skuldsettur á heild- ina litið. Hann segir ekki hafa verið þrýst á um kaupin af yfirmönnum, en þau hafi verið gerð smátt og smátt, oft með fyrirgreiðslu frá bankanum, svo sem lánum. „Ég ætla ekki að taka þetta nærri mér, en ef- laust eru margir sem bera harm sinn í hljóði út af þessu.“ onundur@mbl.is Fleiri en þeir stóru sem tapa eignum Vilhjálmur Bjarnason ÁGÆTLEGA gekk að þjónusta al- menna viðskiptavini í bönkum í gær. Hægt var að taka innstæður út af venjulegum tékka- og sparireikn- ingum, en hins vegar var erlendur gjaldeyrir skammtaður upp að vissu marki. Að sögn talsmanna bank- anna voru þó mjög fá tilfelli þar sem þurfti að takmarka gjaldeyrisút- tektir. Almennt var miðað við há- mark að andvirði 250.000 króna, því hvert og eitt útibú liggur ekki á ótakmörkuðu magni gjaldeyris frá degi til dags. Fullyrt er að unnið verði að því að útvega útibúum meiri gjaldeyri á morgun, svo ekki þurfi að færa þessar takmarkanir neðar. Áfram var lokað fyrir viðskipti í öllum sjóðum bankanna, en í Glitni var lokað fyrir viðskipti í öllum sjóð- um nema ríkisskuldabréfasjóðum og erlendum sjóðum. Mjög mikið var að gera í útibúum Landsbankans í gær- morgun, fram til klukkan ellefu, þegar blaðamannafundur forsætis- og viðskiptaráðherra hófst í Iðnó. onundur@mbl.is Skömmtuðu gjaldeyrinn Íslensk stjórnvöld afþökkuðu fjár- hagslega aðstoð frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum (IMF) við lausn bankakreppunnar hér, að því er Reuters-fréttastofan hafði eftir ónafngreindum embættismanni eins G7-ríkjanna, samtaka sjö stærstu hagkerfa heims, í gær. Sagði hann Japana hafa lagt til að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að- stoðaði Íslendinga. Íslendingar vildu hins vegar ekki biðja sjóðinn um peninga, enda vildu þeir ekki að það spyrðist út að landið þyrfti á slíkri fjárhagsaðstoð að halda. Davíð Oddsson seðlabankastjóri vék að samskiptunum við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn í viðtali við Kast- ljósið í gær, þar sem hann sagði fimm sérfræðinga bankans nú veita seðlabankanum aðstoð og ráðgjöf. Minnti hann á að ofangreind fjárhagsaðstoð IMF væri skilyrt og að með því að þiggja hana myndu stjórnvöld tímabundið afsala sér stjórn eigin peningamála. Þetta væri aðstoð til handa gjaldþrota ríkjum og Ísland væri ekki gjald- þrota. baldura@mbl.is Afþökkuðu fé frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.