Morgunblaðið - 08.10.2008, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Menn fá misjafna útreið í Kast-ljósi. Á mánudagskvöld sat
Sigurður Einarsson, forstjóri Kaup-
þings, fyrir svörum. Hann var
spurður um stöðu bankans og stóð
sig að mörgu leyti vel.
Umræðan sner-ist hins veg-
ar nánast ein-
göngu um
bankann, en ekki
Sigurð og launa-
kjör bankastjór-
anna, sem þó eru
landsmönnum of-
arlega í huga
þessa dagana,
enda í hróplegu
ósamræmi við stöðu bankanna.
Í sumar sat Ólafur F. Magnússonfyrir svörum um það leyti, sem
hann hrökklaðist úr stóli borg-
arstjóra.
Þá var engin feimni við að spyrjaafar áleitinna og persónulega
spurninga. Þá dugði ekki að ræða
pólitík.
Þegar Richard S. Fuld, forstjóriLehman Brothers, sem nú er
gjaldþrota, kom fyrir eftirlits- og
umbótanefnd fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings á mánudag spurði
formaður nefndarinnar, Henry
Waxman, hann þráfaldlega hvort
hann teldi sanngjarnt að hann hefði
fengið tugi milljóna dollara í vas-
ann. Hann fékk ekkert svar og
Waxman hefur líklega ekki átt von
á svörum.
Sigurður Einarsson hefði senni-lega ekki svarað heldur.
En málið er ekki að látið skyldi hjálíða að hjóla í Sigurð Einarsson.
Spurningin er hvers vegna fariðer í manngreinarálit í yf-
irheyrslum í Kastljósinu.
STAKSTEINAR
Sigurður
Einarsson
Farið í manngreinarálit
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!" #
!" #
#
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).? $ $
$
$ $
$
*$BC
!
" #
*!
$$B *!
%
& '"
& "
(
)"
*)
<2
<! <2
<! <2
%
("' +
#
,-! ) .
!-
*
B
$
%
&' (
)
"& *&
/
+
&&
,
" -.)
<
87
/- %
&
" 0
/0 )11
)"2)
!)+
#
VEÐUR
SIGMUND
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
FRÉTTIR
HÆTT var leit að íslenskri konu í
Færeyjum sökum myrkurs í gær-
kvöldi, en færeyska lögreglan lýsti
eftir henni í gærdag. Leit hófst eftir
að bíll, sem konan var með á leigu,
fannst mannlaus í Vestmanna. Þá
átti konan pantað flug frá Fær-
eyjum í fyrradag en mætti ekki.
Ekkert hefur til konunnar spurst
frá því á laugardag. Lögreglu- og
slökkviliðsmenn, leitarhundar, bát-
ur og þyrla tóku þátt í leitinni í
gær.
Að sögn lögreglunnar í Færeyj-
um er um að ræða 61 árs gamla
konu, sem kom til Færeyja á föstu-
dag.
Leit hætt
vegna myrkurs
DAVÍÐ Oddsson seðlabankastjóri
hefur á undanförnum vikum átt í ít-
arlegum viðræðum við seðlabanka
beggja vegna Atlantsála, að því er
fram kom í viðtali Kastljóssins í gær.
Davíð rakti þar samskiptin við er-
lenda seðlabanka og sagðist hafa átt
í „mjög margvíslegum viðræðum við
seðlabankastjóra stórra landa og
reyndar bréfaskiptum líka“.
„Ég hef átt í miklum viðræðum við
Mervyn King, bankastjóra Eng-
landsbanka, [Jean-Claude] Trichet,
forseta evrópska
seðlabankans, og
ég hef [...] marg-
oft rætt við Tim
Geithner, banka-
stjóra seðlabanka
Bandaríkjanna í
New York, sem
er í stjórn banda-
ríska seðlabank-
ans og sér um
slíka hluti. Og núna síðast að þá vor-
um við komnir dálítið langt í viðræð-
unum og bæði Geithner og [Donald
L.] Kohn, sem er einn af forsetum
seðlabankans í Washington, voru
komnir í málið og það var búið að
bera það undir [Ben] Bernanke
[seðlabankastjóra Bandaríkjanna],“
sagði Davíð og hélt áfram.
Fá ekki sömu fyrirgreiðslu
„Svo varð niðurstaðan sú, eftir at-
hugun Bandaríkjamanna, að að
þessu sinni að þá ætluðu þeir ekki
að veita okkur sömu fyrirgreiðslu
eins og Dönum, Norðmönnum og
Svíum [...] Við útskýrðum það fyrir
þeim, eða reyndum það [...] að þeir
yrðu að átta sig á því að við værum
talin í hópi Norðurlandanna og
þess vegna myndi það vekja meiri
athygli og verða skaðlegt fyrir okk-
ur ef við værum ekki með.
En það er ekki víst að þeir hafi
alveg áttað sig á því samhenginu,
en við höfum átt mjög miklar og
ágætar viðræður við þá.“
baldura@mbl.is
Viðræður voru langt komnar
Seðlabankastjóri margoft rætt stöðuna við yfirmenn í bandaríska seðlabankanum
Davíð Oddsson
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
„ÞAÐ sem er ánægjulegt við þessa
yfirlýsingu Davíðs er að hann skuli
núna telja að lækka skuli vexti,
Seðlabankinn hefur nú ekki verið á
þeim buxunum lengi,“ segir Vil-
hjálmur Egilsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins
Í Kastljósi í gær sagði Davíð
Oddsson seðlabankastjóri að haga
þurfi kjarasamningum þannig að það
skapist ró og að Seðlabankinn geti
farið að lækka vexti. „Það er orðið
mikilvægt að við getum farið að gera
það. Og þar er samvinna við aðila
vinnumarkaðarins mikilvæg,“ sagði
Davíð. Hann sagði því nauðsynlegt
að aðilar vinnumarkaðarins næðu
fljótt saman um festu í kjarasamn-
ingum um skamma hríð.
Andanum náð
„Ég tel að menn muni aðeins
reyna að ná andanum fyrst eftir at-
burði síðustu helgar og svo kemur að
því fyrr en síðar að við setjumst nið-
ur og ljúkum gerð kjarasamninga,“
segir Vilhjálmur. „Í síðustu tvö
skipti sem við unnum að kjarasamn-
ingum fannst manni nú á Seðlabank-
anum að það væri tilefni til að hækka
vexti í kjölfar þeirra samninga, svo
það er ánægjulegt ef orðin er stefnu-
breyting þar á.“ Hann segir að sam-
band hafi ekki verið haft við SA af
hálfu Seðlabankans varðandi þessi
mál „enda hefur Seðlabankinn alltaf
undirstrikað að hann taki vaxta-
ákvarðanir alveg sjálfstætt.“
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ,
segir ljóst að lækkun vaxta sé mjög
brýn en fleira sé aðkallandi en end-
urnýjun kjarasamninga. „Ég hef
skilið það svo allavega síðasta sólar-
hringinn að það væri neyðarástand
sem hefði kallað fram þessi neyðar-
lög og þá hlýtur allt að vera undir.
Að mínu viti mega þá engar heilagar
kýr vera í stöðunni og ég held það sé
sitthvað fleira sem þarf að gera í
þessu samfélagi en fara í endurskoð-
un samninga.“
Stefnubreyting um
vexti ánægjuleg
Samningar gætu leitt til vaxtalækkunar
Vilhjálmur
Egilsson
Grétar
Þorsteinsson
VARÐSKIP Landhelgisgæslunnar
er á leið til aðstoðar við færeyska
togarann Rasmus Effersöe sem er
vélarvana 9-10 sjómílur undan A-
Grænlandi og um 550 sjómílur norð-
ur af Akureyri. Gæslunni barst
beiðni um aðstoð á mánudagskvöld
og varðskip hélt þegar til aðstoðar úr
Reykjavíkurhöfn. Búist er við að það
verði komið á staðinn um hádegi á
fimmtudag. Að sögn skipverja er
veður sem stendur gott á svæðinu,
nokkur hafís en veðurspá góð.
Áætlað er að varðskipið dragi
togarann til Akureyrar.
Gæslan á leið
til aðstoðar