Fréttablaðið - 21.04.2009, Síða 6
6 21. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR
STJÓRNMÁL Afar alvarlegt er að
Fréttablaðið og Morgunblaðið
birti nafnlausar auglýsingar með
hræðsluáróðri og lygum um stefnu
vinstriflokkanna, segir Steingrímur
J. Sigfússon, formaður Vinsti
grænna.
Undir það tekur Sigrún Jóns-
dóttir, framkvæmdastjóri Samfylk-
ingarinnar. Bæði Samfylkingin og
Vinstri græn hafa sent ritstjórum
blaðanna bréf þar sem birtingu á
nafnlausum auglýsingum með póli-
tískum áróðri er mótmælt.
„Þessar auglýsingar tala fyrir sig
sjálfar. Það hefur ekki verið venj-
an að menn fari yfir í að reyna að
afbaka málflutning annarra,“ segir
Steingrímur.
Undir auglýsinguna skrifar
Áhugahópur um endurreisn Íslands.
Þar er varað við skattahækkunum
komist Samfylking og Vinstri græn
til valda eftir kosningar, og tekin
dæmi um meintar skattahækkan-
ir.
„Ég hef ekkert á móti því að menn
takist á, en það er dapurlegt ef ein-
hverjir sem blanda sér í baráttu
hafa ekkert fram að færa og byggja
baráttuna á því að rangtúlka áhersl-
ur annarra,“ segir Steingrímur.
Hann segir skattastefnu VG
liggja fyrir í kosningastefnuskrá.
Þar sé til að mynda skýrt að engin
áform séu uppi um að setja á eigna-
skatt, og ekki hafi verið rætt um
skattahækkanir á fyrirtæki. Full-
yrðingar um annað séu hrein ósann-
indi.
Aðrar upplýsingar sem fram
komi í auglýsingunni séu svo ýmist
beinlínis rangar eða settar fram
með afar villandi hætti.
„Einhvers staðar er komin sú
örvænting í kosningabaráttuna að
menn grípa til þessara ráða,“ segir
Steingrímur. Hann segir að birting
á slíkum neikvæðum auglýsingum
snúist vonandi í höndum þeirra sem
beiti slíkum meðölum og fólk gleypi
ekki nafnlausan áróður.
Samkvæmt prentlögum eru nafn-
lausar auglýsingar birtar á ábyrgð
ritstjóra blaða, segir Steingrímur.
Hann segir það umhugsunarefni að
stærstu dagblöð landsins birti slík-
ar auglýsingar.
Sigrún segir þær upplýsingar
sem fram komi í auglýsingunni
ýmist villandi eða beinlínis rangar.
Samfylkingin telji til að mynda að
vandinn í ríkisfjármálunum verði
ekki leystur með skattahækkun-
um. Áherslan eigi að vera á aðhald
í ríkisfjármálum og að koma í veg
fyrir að skotið sé undan skatti. Ekki
hefur tíðkast á undanförnum árum
að birta neikvæðar auglýsingar af
þessu tagi í kosningabaráttu, segir
Sigrún. Hún skorar á þá sem að aug-
lýsingunni standa að koma fram
undir nafni.
„Tilgangurinn blasir við, hann
hlýtur að vera að draga upp vill-
andi mynd af málflutningi stjórn-
málaflokkanna.“ brjann@frettabladid.is
Gagnrýna villandi
pólitískar auglýsingar
Forsvarsmenn VG og Samfylkingar gagnrýna birtingu Fréttablaðsins og Morg-
unblaðsins á nafnlausum pólitískum auglýsingum. Innihalda hræðsluáróður
og lygar segir formaður VG. Nafnlausar auglýsingar eru á ábyrgð ritstjóra.
Þór Jónsson almannatengill hafði
milligöngu um kaup hóps sem kallar
sig Áhugafólk um endurreisn Íslands
á heilsíðuauglýsingum í Morgun-
blaðinu og Fréttablaðinu. Hann segir
að ábyrgðarmenn og greiðendur
auglýsingarinnar hafi fullyrt við sig í
gær að þeir muni gera grein fyrir sér
í dag.
Í auglýsingunum eru settar fram
fullyrðingar um áform Samfylkingar
og Vinstri grænna um skattahækk-
anir. Ekki kemur fram hverjir standa
fyrir auglýsingunum. Auglýsingarnar
hafa verið gagnrýndar fyrir nafnleysi
þeirra sem að þeim standa.
Einnig hafa þær upplýsingar
sem þar eru settar fram
verið gagnrýndar.
Þór segir að hans eina
aðkoma að auglýsingunum
hafi verið að fá upplýsingar
um verð og senda aug-
lýsingarinnar inn. Það hafi
hann gert sem almanna-
tengill í aukastarfi.
„Ég tók að mér verkefni og leysti
það af hendi eins og fyrir var lagt.
Ég get ekki sagt hver fól mér það en
ábyrgðarmenn og greiðendur aug-
lýsingarinnar hafa fullyrt við
mig að þeir gefi sig fram
á morgun [í dag].“ segir
Þór. Hann veit ekki til þess
að til standi að birta fleiri
auglýsingar á næstunni.
Þór starfar sem forstöðu-
maður almannatengsla hjá
Kópavogsbæ, en tekur fram
að aðkoma hans að auglýs-
ingunum tengist starfi hans
þar ekki á nokkurn hátt. Þór á að
baki langan feril sem fjölmiðlamaður
og var til að mynda fréttamaður á
Stöð 2 og NFS.
Almannatengill hafði milligöngu um kaup á pólitískum auglýsingum í blöðum:
Gefur ekki upp aðstandendur
ÞÓR JÓNSSON
SKATTAHÆKKANIR
Það boðar vinstri stjórn!
Samfylkingin og Vinstri grænir
áforma skatta ofan á staðgreiðsluskatta
1. Hátekjuskattur á laun yfir 500 þúsund krónum
Hátekjuskattur vinstra manna leggst m.a. á iðnaðarmenn, vélavinnufólk, tölvufræðinga, lyfja- og meinafræðinga,
lækna, byggingarmenn og arkítekta fyrir utan yfirmenn og stjórnendur í atvinnulífinu.
Hátekjuskatturinn leggst þungt á barnafjölskyldur og þá sem auka við sig vinnu til að standa skil á skuldum. Auk þess er
hann vinnuletjandi og dregur úr framleiðslu þegar síst skyldi. Hætta er á atgervisflótta úr landi.
2. Eignaskattur 2%
Eign Nýr skattur
20 mkr. 400.000
30 mkr. 600.000
40 mkr. 800.000
50 mkr. 1.000.000
60 mkr. 1.200.000
3. 40% hækkun fjármagnstekjuskatts á fjármagnstekjum yfir 120.000 krónum
Fjármagnstekjuskattur verður til þess að draga úr sparnaði almennt en hann er grunnurinn að endurreisn samfélagsins.
4. Hækkun skatta á fyrirtæki
Koma verður hjólum atvinnulífsins af stað en ekki beita hamlandi aðgerðum gegn atvinnulífinu. Auknar skattbyrðar leiða
til uppsagna og samdráttar.
Vinstri menn vilja lækka laun og hækka skatta. Hverjir eiga að borga skatta vinstri manna þegar allir eru komnir á
vonarvöl?
Við viljum ekki skattpínt þjóðfélag!
Áhugafólk um endurreisn Íslands
+
+
+
+
+
Hugmyndir vinstri manna um eignaskatt bitna á fjölskyldufólki og eldri borgurum.
Þeir sem fjármagna „velferðarbrú” vinstri manna breytast úr greiðendum í
þiggjendur.
Mánaðarlaun Skattur núna Viðbót á ári Alls á ári
600.000 180.995 36.000 2.207.940
700.000 218.195 72.000 2.690.340
800.000 255.395 168.000 3.232.740
900.000 292.595 264.000 3.775.140
1.000.000 329.795 360.000 4.317.540
Mánaðarlaun
H
á
te
kj
u
sk
a
tt
u
r
AUGLÝSING Ekki kemur fram hver stendur fyrir
auglýsingunum. Því bera ritstjórar fjölmiðla sem
birta þær ábyrgð á efni þeirra samkvæmt lögum
um prentrétt.
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
SIGRÚN JÓNSDÓTTIR
Einhvers staðar er komin
sú örvænting í kosninga-
baráttuna að menn grípa til
þessara ráða.
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
FORMAÐUR VINSTRI GRÆNNA
Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is
Hjólafestingar
síðasta vetrardag-
Hafnarborg 22. apríl kl. 20
fyrsta sumardag-
Neskirkja 23. apríl kl. 16
Sigrún Hjálmtýsdóttir
Jónas Þórir
Jón Kristinn Cortez
ÞRESTIR
VORTÓNLEIKAR 2009
Hefur þú náð ólöglega í
höfundarréttarvarið efni í
gegnum netið?
Já 33%
Nei 67%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Ertu búin(n) að ákveða hvað þú
ætlar að kjósa?
Segðu skoðun þína á vísir.is
Auglýsingasími
– Mest lesið
SKIPULAGSMÁL Þórður Magnússon
hjá Torfusamtökunum segir að verk-
takar sem eigi húseignir í miðbæn-
um geti ekki eingöngu kennt borg-
aryfirvöldum um að þær séu tómar
eða í niðurníðslu. Hann segir enn
fremur að þeir beiti aðra eigendur
þvingunum til að komast yfir hús-
eignir á heilum byggingarreitum.
„Það er nokkuð varhugavert hjá
verktökum, sem eiga mörg þessara
auðu húsa í miðbæ Reykjavíkur, að
kenna borgaryfirvöldum eingöngu
um það hversu hægt hefur gengið
með uppbyggingu á þessum reit-
um sem búið er að leyfa niðurrif á,“
segir Þórður Magnússon hjá Torfu-
samtökunum.
„Hefðu þeir kosið að koma með
tillögur sem væru í samræmi við
það deiliskipulag sem var í gildi
2003 hefði enginn getað staðið í vegi
fyrir þeim. En þeir vita upp á sig
sökina því þeir hafa alltaf sóst eftir
að fá að byggja meira og rífa meira
en deiliskipulagið leyfir.“
Hann segir mörg dæmi þess að
íbúar hafi kvartað undan ógæfu-
fólki í húsum í eigu verktaka. „Það
bjó fólk á Frakkastígs-Laugavegs-
reitnum fyrir tíu árum og þá var
þetta notalegt íbúðarhverfi, með fal-
legum bakgörðum. Síðan hafa verk-
takar séð að það megi rífa þessi hús
og þá hafa þeir keypt þau og leigt
ógæfufólki. Með því skapa þeir
þrýsting á þá sem eftir eru að færa
sig og þannig leggja þeir undir sig
reitinn.“ - jse
Fulltrúi Torfusamtakanna gagnrýnir málflutning eigenda tómra húsa:
Segir verktaka beita þrýstingi
ÞÓRÐUR MAGNÚSSON Verktakar geta
ekki einungis kennt borgaryfirvöldum
um niðurníðslu húsa í miðborginni,
segir Þórður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FJÁRMÁL Lánasjóður sveitarfélaga
ohf. stendur vel og skilaði 1,2
milljörðum króna í tekjuafgang
á síðasta ári. Tekjurnar voru sex
milljón krónum meiri en á árinu
2007.
Í nýjasta hefti Sveitarstjórnar-
mála kemur fram að sjóðurinn
hefur ekki tapað útláni frá því
að hann hóf starfsemi árið 1967.
Ávöxtun á lausu fé árið 2008 var
einnig góð, en það er að mestu
varðveitt í Seðlabankanum. Eigið
fé um áramótin var 11,3 milljarð-
ar, ríflega milljarði meira en árið
á undan. Gert er ráð fyrir svip-
aðri afkomu á árinu 2009 og síð-
ustu tvö ár. - kóp
Lánasjóður sveitarfélaga:
Milljarður í
tekjuafgang
KJÖRKASSINN