Fréttablaðið - 21.04.2009, Side 8
8 21. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR
■ Sendið
umboðsmanni
neytenda
ábendingar eða
sparnaðarráð
á neytendur@
frettabladid.is
DR. GUNNI
neytendur@
frettabladid.is
Leggðu þitt af mörkum
ókeypis námskeið í náttúruvernd
Námskeiðið fer fram í Ska afelli
dagana 1. l 3. maí n.k. Nánari
upplýsingar á umhverfisstofnun.is
eða í síma 591 2000.
Skipholti 50b • 105 Reykjavík
Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is
Demparar
1 Hvert hefur hafnfirskt til-
raunavatn verið sent?
2 Hvað voru mennirnir þrír
sem voru handteknir fyrir
meint fíkniefnasmygl úrskurð-
aðir í langt gæsluvarðhald?
3 Hvaðan fengu Íslendingar
aðstoð meðan skútan var elt?
SJÁ SVÖR Á SÍÐU 30
STJÓRNMÁL „Bankarnir þjónust-
uðu eigendur sína fram yfir aðra
viðskiptavini og sérstaklega bar
mikið á þessu eftir að lausafjár-
kreppan á alþjóðamörkuðum skall
á og batt enda á nánast frjálst
aðgengi að ódýru lánsfé. Síðasta
árið fyrir bankahrunið má segja
að íslensku viðskiptabankarn-
ir þrír hafi engum þjónað nema
sínum stærstu eigendum.“
Þessu heldur Ólafur Arnarson
fram í nýrri bók sinni, Sofandi að
feigðarósi, sem fjallar um banka-
hrunið í október.
Að mati Ólafs höfðu bankarnir
leiðst of langt út í að fjárfesta og
lána stærstu eigendum sínum og
stór hluti áhættu þeirra var tek-
inn í þágu þessara stóru eigenda.
„Krosseignartengslin, sem hvað
mest voru gagnrýnd af erlendum
greiningardeildum, blaðamönnum
og matsfyrirtækjum árið 2006,
voru í raun krabbameinsæxli sem
þá var byrjað að éta undirstöðu
bankanna,“ segir í bókinni.
Mjög er fjallað um Davíð Odds-
son enda aðkoma hans að málum
mikil, fyrst sem forsætisráðherra
og svo sem Seðlabankastjóri.
Ólafur telur Davíð hafa gert mörg
mistök og undir það síðasta hafi
enginn hlustað á hann. „Það tók
enginn minnsta mark á honum af
því að það var ekki litið á hann
sem faglegan Seðlabankastjóra
heldur stjórnmálamann, enda
hagaði hann sér sem stjórnmála-
maður,“ segir Ólafur.
Gagnrýnt er í bókinni að ríkis-
bankarnir voru á sínum tíma
seldir mönnum sem höfðu engan
bakgrunn í bankarekstri. Ábyrgð-
in er sögð formanna þáverandi
stjórnarflokka, Davíðs og Hall-
dórs Ásgrímssonar formanns
Framsóknaflokksins.
Ólafur kallar ákvörðunina um
þjóðnýtingu Glitnis óhæfuverk
sem hrint hafi af stað „skelfi-
legri“ atburðarás. „Eins og varað
hafði verið við fól þjóðnýting
Glitnis í sér fall bankakerfis-
ins.“
Hann segir bankana vissulega
hafa verið í þröngri stöðu og lík-
legt megi teljast að einhver þeirra
hefði farið í þrot þótt öðruvísi
hefði spilast. Röð rangra ákvarð-
ana sem teknar hafi verið að und-
irlagi eða af Davíð Oddssyni hafi
leitt til þess sem varð.
Undirstöður voru fúnar að
mati Ólafs, sem segir Seðlabank-
ann hafi grafið undan fjármála-
kerfinu með því að standa í vegi
fyrir að bankarnir fengju að færa
reikninga sína í evrum. Þá hafi
peningastefnan á Íslandi verið
glórulaus í mörg ár. Allir ráðherr-
ar sem komið hafi að efnahags-,
fjár- og viðskiptamálum undan-
farinn tæpan áratug beri mikla
ábyrgð í þeim efnum.
bjorn@frettabladid.is
Bankarnir þjónuðu
bara eigendum sínum
Síðasta árið fyrir hrun þjónuðu bankarnir bara stærstu eigendum sínum. Þetta
er fullyrt í nýrri bók um bankahrunið í október. Höfundur segir engan hafa
litið á Davíð Oddsson sem faglegan Seðlabankastjóra heldur stjórnmálamann.
Verð á prenthylkjum í venjulega
heimilisprentara er satt að segja
hálfgerð bilun. Yrsu blöskraði verð-
lagið þegar hún þurfti að endurnýja
hylki í Dell V105 bleksprautuprent-
ara sem hún keypti í fyrra á 13.390
kr. Sami prentari kostar 16.850 kr.
í dag. „Ég fór í EJS á Grensásvegi. Það
þarf tvö hylki í þennan prentara. Það svarta
kostaði 6.290 kr. og litahylkið kostar 5.250 kr!
Þvílíkt og annað eins. Ég er orðlaus.“
Ekki er gefið upp hver nýtingin er í
þessu tilfelli, en fólk ætti að kannast við
að prentarar fara snemma að pípa um að
hylkin séu að klárast. Þegar fólk kaupir
sér nýjan prentara ætti það því að taka
verð prenthylkja inn í myndina.
Í ESJ fæst einnig hinn stórvirki Xerox
Phaser laser-prentari á 39.900 kr.
Í hann þarf fjögur hylki og eitt-
hvað held ég að Yrsa myndi segja
ef hún þyrfti að endurnýja hylkin
þau. Þrjú þeirra eru á 23.300 kr.
stykkið, og það fjórða kostar 27.390
kr., sem sé tæplega hundrað þúsund
krónur samtals, eða jafn mikið og
tveir og hálfur prentari. Þess má geta að
með nýjum prentara fylgja hylki sem eru
„örlítið endingarverri“ en þessi dýru, sam-
kvæmt starfsmanni.
Ýmislegt má auðvitað gera til að spara
prentsvertuna. Ein leið til þess er að nota
leturtegund sem er sérstaklega hönnuð til
að spara blek. Þetta letur heitir Ecofont og
má nálgast frítt á www.ecofont.eu.
Neytendur: Prenthylki eru ekki gefins
Ókeypis letur sparar prentsvertu
ECOFONT
MENNING Katrín Jakobsdótt-
ir menntamálaráðherra segir að
eðlilegt hefði verið að bæjarstjórn
Akraness leitaði samráðs við ráðu-
neytið áður en rekstur byggða-
safnsins á Akranesi væri færð-
ur í hendur einkaaðila. „Við erum
ekki formlegur rekstraraðili, en
það kemur fjármagn til reksturs-
ins frá okkur. Því hefði mér þótt
eðlilegra að þeir hefðu haft sam-
ráð við okkur.“ Um 36 prósent af
heildarveltu safnsins 2007 komu
frá ríkinu.
Líkt og Fréttablaðið greindi frá í
gær hyggur bæjarstjórn Akraness
á samninga við fyrirtækið Vætti
hf. um að það taki að sér rekst-
ur byggðasafnsins að Görðum og
listaseturs að Kirkjuhvoli.
Safnaráð hefur eftirlit með söfn-
um sem njóta ríkisstyrkja. Rakel
Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri
Safnaráðs, segir að eðlilegt sé að
ráðið veiti umsögn um jafnrót-
tæka breytingu á starfseminni og
raun beri vitni. Ítrekað hafi þess
verið óskað en umsagnar hafi ekki
verið leitað. Í bréfi sem ráðið sendi
bæjarstjóranum kemur fram að
umsögn sé væntanleg 30. apríl.
Gísli S. Einarsson bæjarstjóri
segir málið verða tekið fyrir á
fundi bæjarstjórnar í dag.
Þá minnir Rakel á að staða
byggðasafns sé undir viðurkenn-
ingu þjóðminjavarðar komin.
Grundvallarbreyting á starfsemi
geti breytt stöðu safna. Því sé eðli-
legt að þjóðminjavörður sé hafður
með í ráðum. - kóp
Fyrirhugaður einkarekstur á byggðasafninu að Görðum á Akranesi:
Ráðherra átelur samráðsleysi
AKRANES Bæjarstjórn hyggur á samning
við einkafyrirtæki um rekstur byggða-
safns og listaseturs.
ÍRAN, AP Dómsmálaráðherra Írans
hefur fyrirskipað nýja rannsókn
á máli bandarísku blaðakonunnar
Roxana Saberi, sem í síðustu viku
var dæmd af undirrétti í Teheran
í átta ára fangelsi fyrir njósnir.
Þetta ákvað ráðherrann eftir að
Mahmoud Ahmadinejad Írans-
forseti bað ríkissaksóknarann að
sjá til þess að Saberi fengi alla
þá málsvörn í áfrýjuninni sem
íranskt réttarkerfi byði upp á.
Barack Obama Bandaríkjafor-
seti sagði á sunnudag að hann
hefði „alvarlegar áhyggjur“ af
velferð Saberi; hann væri þess
fullviss að hún hefði engin tengsl
við njósnastarfsemi. - aa
Bandarísk blaðakona í Íran:
Heitið fullri
málsvörn
ÓLAFUR ARNARSON
„Það tók enginn
minnsta mark á honum
(Davíð Oddssyni) af
því að það var ekki litið
á hann sem faglegan
Seðlabankastjóra held-
ur stjórnmálamann.“
Ólafur starfaði síðast
hjá Landic Property
en vann áður hjá
fjárfestingarbönkunum
Dresdner Kleinwort
Benson og Lehman
Brothers. Þar áður var
hann framkvæmda-
stjóri þingflokks
Sjálfstæðisflokksins og
aðstoðarmaður Ólafs G.
Einarssonar í mennta-
málaráðherratíð hans.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
VEISTU SVARIÐ?