Fréttablaðið - 21.04.2009, Page 10
10 21. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR
GENF, AP Mahmoud Ahmadinejad
Íransforseti sakaði Vesturlönd um
að beita helför nasista gegn gyðing-
um til að réttlæta að réttur væri
þverbrotinn á Palestínuaröbum.
Þessi ummæli urðu fulltrúum Evr-
ópuríkja á ráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna um kynþáttamisrétti, sem
hófst í gær í Genf í Sviss, tilefni
til að ganga af fundi í mótmæla-
skyni. Bandaríkjastjórn sniðgekk
ráðstefnuna alveg og Ísraelsstjórn
gekk svo langt að kalla sendiherra
sinn í Sviss heim vegna megnrar
óánægju sinnar með að Íransfor-
seta skyldi boðið að ávarpa ráð-
stefnuna.
Ban Ki-Moon, framkvæmda-
stjóri SÞ, átti fund með Ahmadin-
ejad áður en hann flutti ávarp sitt.
Kvaðst Ban hafa ráðlagt Íransfor-
seta að tala gætilega til að forðast
að hleypa upp ráðstefnunni. Eftir
ávarpið lýsti Ban vonbrigðum
sínum; Ahmadinejad hefði notað
ávarpið „til að ásaka, kljúfa og jafn-
vel fara með hatursáróður,“ þver-
öfugt við tilgang ráðstefnunnar.
Í ávarpinu sagði Ahmadinejad
meðal annars, að Bandaríkin og
Evrópa hefðu staðið að stofnun
Ísraelsríkis eftir síðari heimsstyrj-
öld, en það hefði verið gert á kostn-
að Palestínumanna.
„Þeir gripu til hernaðaryfir-
gangs til að gera heila þjóð heim-
ilislausa með þjáningar gyðinga að
yfirvarpi,“ sagði hann.
Það varð um fjörutíu erindrek-
um Frakklands, Bretlands og fleiri
Evrópuríkja tilefni til að yfirgefa
salinn. Áður en ráðstefnan hófst
höfðu ráðamenn þessara ríkja
varað við því að fulltrúar þeirra
myndu yfirgefa ráðstefnuna ef hún
yrði vettvangur gyðingaandúðar
eða annarra sjónarmiða sem fælu
í sér harkalega gagnrýni á Ísrael.
Sú staða kom upp á síðustu kyn-
þáttamisréttis-ráðstefnu SÞ sem
fram fór í Suður-Afríku fyrir átta
árum.
Ahmadinejad bætti við að hann
teldi Ísrael vera „grimma kynþátta-
misréttis-kúgunarstjórn“.
Ungir franskir gyðingar í grímu-
búningum höfðu uppi hávær mót-
mæli í salnum og hentu rauðum
trúðsnefjum í Ahmadinejad er
hann hugðist hefja mál sitt. Mót-
mælendurnir sögðu síðar að þeir
hefðu verið að reyna að koma því
til skila „hvers konar skrípaleikur
þessi ráðstefna er“.
Fulltrúar Íslands gengu ekki úr
salnum. audunn@frettabladid.is
Í PONTU Í GENF Ahmadinejad flytur ávarp sitt á ráðstefnunni. Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóri SÞ, hlýðir á. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Íransforseti hleypir
upp ráðstefnu SÞ
Mahmoud Ahmadinejad er eini þjóðhöfðinginn sem sækir ráðstefnu SÞ gegn kyn-
þáttamisrétti í Genf. Hann hleypti henni upp með gagnrýni á Ísrael í ávarpi í gær.
Fulltrúar Evrópuríkja gengu af fundi. Bandaríkin sniðganga ráðstefnuna alveg.
Starfsendurhæfing • hvatning – þátttaka – tækifæri
Morgunverðarfundur með Gail Kovacs
Þriðjudaginn 28. apríl 2009 kl. 8.15 – 10.00
á Grand Hótel Reykjavík.
Gail Kovacs er sérfræðingur á sviði starfsendurhæfingar og hefur starfað sem
alþjóðlegur ráðgjafi á því sviði um áratuga skeið í Bretlandi, Kanada
og Bandaríkjunum.
Dagskrá:
• Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri
Starfsendurhæfingarsjóðs. „Hlutverk og áherslur
Starfsendurhæfingarsjóðs“
• Gail Kovacs, sérfræðingur í starfsendurhæfingu
og alþjóðlegur ráðgjafi. „Vocational Rehabilitation:
The Capacity to Avoid Incapacity“
• Umræður með þátttöku fundarmanna
Fundarstjóri er Ingibjörg Þórhallsdóttir, sérfræðingur hjá Starfsendurhæfingarsjóði.
Fundurinn og veitingar eru í boði Starfsendurhæfingarsjóðs. Þátttakendur eru beðnir
um að skrá þátttöku sína fyrir sunnudaginn 26. apríl nk. á www.virk.is. Einnig er
hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á virk@virk.is
– Verum virk
A
T
A
R
N
A