Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.04.2009, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 21.04.2009, Qupperneq 12
12 21. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR Útgjöld ríkisins árið 2009 verða tæplega 556 milljarðar króna. Á móti koma rúmlega 400 milljarðar í tekjur. Það verður því verkefni næstu ríkisstjórnar að loka rúm- lega 150 milljarða króna fjár- lagagati á næsta kjörtímabili. Samkvæmt áætlun Alþjóðagjald- eyrissjóðsins (AGS) verður niður- skurðurinn 35 til 55 milljarðar árið 2010, en margir halda því fram að miðað við stærð verkefnisins þurfi að ganga enn lengra. Miðað við væntanlega hagþróun næstu ára liggur fyrir að stjórnvöld eiga tvo kosti til að brúa fjárlagahallann sem þau standa frammi fyrir. Skattahækkanir Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra sagði í viðtali við Frétta- blaðið fyrir landsfund Vinstri grænna í lok mars að blönduð leið niðurskurðar og tekjuöflunar með skattahækkunum væri eina færa leiðin til að loka fjárlaga- gatinu á næstu tveimur til þrem- ur árum. Steingrímur sagði síðar á opnum fundi fjárlaganefndar í byrjun apríl að tillögur í skatta- málum yrðu kynntar þegar tekju- og gjaldahliðar fjárlaga næsta árs yrðu ræddar í sumar. Vinstri græn eru eini stjórn- málaflokkurinn sem hefur geng- ið fram fyrir skjöldu og viður- kennt fyrir sjálfum sér og öðrum að skattahækkanir þurfi að fara saman við niðurskurð í ríkisbú- skapnum. Þetta hafa fulltrúar þeirra kynnt sem blandaða leið. Í viðtali Fréttablaðsins við fjár- málaráðherra kallaði hann eftir hugmyndum um hvernig leysa mætti hinn gríðarlega vanda sem fram undan er með öðrum hætti. Hann bauð líka upp á svar við eigin spurningu þegar hann sagði: „Ég held að sú leið sé ekki til.“ Stefna Vinstri grænna er skýr. Í kosningaáherslum flokksins kemur fram að dreifa skuli skatta- byrðinni með réttlátum hætti og nota beri skattkerfið markvisst til tekjuöflunar með þrepaskiptum tekjuskatti eða álagi á há laun. Tvö ný hátekjuskattþrep áætlar Stein- grímur að gefi ríkissjóði allt að fjóra milljarða í auknar tekjur. Kosningaáherslur flokksins gera jafnframt ráð fyrir hækkun fjár- magnstekjuskatts; tryggja á lágan virðisaukaskatt á nauðsynjavörum en slíkum skatti á munaðarvarn- ing verði haldið hærri, samkvæmt stefnu. Borgarahreyfingin er þeirrar skoðunar að hækkun á háar tekj- ur komi til greina og eins megi leggja hærri virðisaukaskatt á valda vöruflokka. Kemur ekki til greina Sjálfstæðisflokkurinn útilokar hins vegar skattahækkanir með öllu með þeim rökum að ekki sé fyrirséð hver áhrif skattahækkana verði við þær aðstæður sem ríki í efnahagslífinu. Hætt sé við að skattahækkanir leiði til enn frek- ari samdráttar sem muni þrengja skattstofna og mögulega draga úr heildarskatttekjum á endanum. Í landsfundarályktun segir: Við skattleggjum okkur ekki út úr kreppunni. Þar er lofað að Sjálf- stæðisflokkurinn muni beita sér af fullum þunga gegn endurupp- töku eignaskatts og hátekjuskatts. Eignaskattur sé ósanngjarn og komi einkum illa við eldra fólk. Frekari hækkun skatta væri til- ræði við kaupmátt almennings og myndi gera honum erfiðara að komast í gegnum efnahagsþreng- ingarnar sem nú séu hafnar. Sjálf- stæðisflokkurinn hvetur sveitarfé- lög sérstaklega til þess að standa gegn hækkun skatta. Lýðræðishreyfingin hefur afdráttarlaust lýst því yfir að frek- ari skatta sé ekki hægt að sækja til þrautpíndra heimila í landinu. Fátt um svör Samfylkingin hefur ekki svarað því afdráttarlaust hver afstaða hennar sé til hækkunar skatta. Hvað hátekjuskatt varðar verði slík gjöld aðeins sett á sem neyð- arúrræði, flokkurinn leggst gegn hækkun tekjuskatts en tekur fram að ef til slíks komi verði persónu- afsláttur að hækka á móti til að tryggja að hinir tekjulægri beri ekki skarðan hlut frá borði. Framsóknarflokkurinn segir að markmiðið sé að þær tekjur sem þurfi til lágmarksframfærslu verði ekki skattlagðar. Um skatta- mál segir Frjálslyndi flokkurinn í stefnuskrá sinni að standa beri sérstaklega vörð um ráðstöfunar- tekjur láglaunafólks, aldraðra og öryrkja. Samkvæmt stefnuyfirlýs- ingu Frjálslyndra er hátekjuskatt- ur því ekki útilokaður. Leiðir til niðurskurðar Enginn stjórnmálaflokkur leggst gegn því að skera niður í ríkis- fjármálunum; það verður einfald- lega ekki komist hjá því, og hvert mannsbarn í landinu hefur sætt sig við þá staðreynd. Það má hins vegar leita lengi í stefnuskrám og landsfundasamþykktum flokkanna að því hvernig nákvæmlega verði að niðurskurðinum staðið. Hins vegar má segja að sátt sé um að verja mennta- og velferðarkerf- ið eins og kostur er í framtíðinni. Þetta eru stærstu útgjaldaliðirnir í rekstri hins opinbera, og óútskýrt hvernig á að komast hjá því að taka verulega fjármuni þaðan. Vinstri græn ætla að skera niður alla hernaðartengda starfsemi og spara í rekstri ráðuneyta, yfir- stjórn stofnana og sendiráða með því að afnema sérkjör. Í stjórn- málaumræðu síðustu daga hefur komið fram hjá forsvarsmönnum flokksins að laun opinberra starfs- manna verði að lækka. Launalækk- un er að mati flokksins mun væn- legri leið en að fækka starfsfólki. Margt er líkt með... Í landsfundarályktun Sjálfstæðis- flokksins er tekið sérstaklega til þess að draga verði úr útgjöldum og eru skilyrði AGS þar nefnd. Þannig liggi fyrir að hagræða þurfi um tugi milljarða í rekstri hins opinbera á næstu árum. Af þessum sökum beri að „skilgreina þá grunnþjónustu sem ríkið á að sinna. Niðurskurðurinn mun óhjá- kvæmilega taka til allra þátta hins opinbera“, segir í stefnuyfir- lýsingu. Forsvarsmenn flokksins hafa að undanförnu svarað spurn- ingunni um niðurskurð á þann hátt að öll ráðuneyti, stofnanir og fyrir- tæki á vegum ríkisins þurfi að taka til rækilegrar skoðunar. Sumar stofnanir þurfi að leggja niður eða sameina, auk þess sem verkefn- um þurfi að fresta. Eins hafa sjálf- stæðismenn bent á þá leið að tekju- tengja barnabætur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gagnrýnt ríkisstjórnarflokkana fyrir að gera ekki grein fyrir hvernig niðurskurði ríkisfjármála verði háttað á næsta kjörtíma- bili, sitji hún áfram. Það verður hins vegar ekki séð að svo mikill munur sé á hugmyndavinnu Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar um hvernig flokkarnir hyggjast skera niður. Samfylkingin segir í kosn- ingaáherslum sínum að til þurfi að koma „vönduð forgangsröðun opin- berra útgjalda þar sem framlög til velferðarmála verði sett í önd- vegi“. Flokkurinn vill markvissa fjármálastjórn ríkis og sveitarfé- laga og vinna að skipulagsbreyt- ingum til hagræðingar, svo sem með sameiningu stofnana þar sem það á við. Framsóknarflokkurinn nefn- ir ekki niðurskurð í ríkisfjármál- um í kosningastefnuskrá sinni. Málflutningur flokksins í kosn- ingabaráttunni er að það þurfi að hagræða. Siv Friðleifsdóttir, fyrr- verandi heilbrigðisráðherra, sagði hins vegar á borgarafundi nýlega að það væri óumflýjanlegt að skera niður í mennta- og velferðarkerf- inu. Hún taldi fullyrðingar um annað lýsa fullkomnu óraunsæi. Ekkert gefið upp Auðvitað stendur vinna við að útfæra niðurskurðaraðgerðir yfir í öllum ráðuneytum, og það hefur verið staðfest í fjölmiðlum. Ekk- ert er hins vegar gefið upp um þá vinnu. Fjármálaráðherra sagði nýlega að ríkisstjórnin væri ekki búin að útfæra niðurskurðar- aðgerðir, en það væri nauðsynlegt. Ef marka má stefnu og kosninga- áherslur flokkanna, sem og stjórn- málaumræðuna, er mikið verk óunnið í þeim efnum. Fátt sagt um niðurskurðarleiðir Hvernig loka á 150 milljarða króna fjárlagagati er risaverkefni sem bíður stjórnvalda á næsta kjörtímabili. Flokkarnir takast á um hvort hækka beri skatta. Hjá niðurskurði í ríkisrekstri verður ekki komist en mótaðar leiðir til sparnaðar liggja ekki á lausu. KRÓNUR Verkefni stjórnvalda er að skera niður um 150 milljarða á næstu þremur árum. Hvað leiðir verða farnar við það verkefni liggur ekki fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Nauðsynlegur niðurskurður Vaxtagjöld ríkissjóðs Útgjöld til utanríkismála Þar af til Varnarmálastofnunar Útgjöld til heilbrigðismála Þar af til Landspítalans Útgjöld til félagsmála Þar af til fæðingarorlofs Mögulegur hátekjuskattur Almenn tekjuskattshækkun *Uppreiknað á verðlag ársins 2009 150 100 50 0 4 14 M ill ja rð ar k ró na 10 ,6 11 3, 1 32 ,9 11 5, 7 1, 2 12 ,2 86 ,9 5615 3 Útgjöld ríkisins Búðarhálsvirkjun 25 milljarðar Nýtt háskóla- sjúkrahús 82 milljarðar Héðinsfjarðargöng 7 milljarðar Sundabraut í göngum 24 milljarðar Varðskip Landhelgisgæslunnar 3,5 milljarðar Þrjár nýjar björgunarþyrlur 9 milljarðar FRÉTTASKÝRING SVAVAR HÁVARÐSSON svavar@frettabladid.is H A LL I Á R ÍK IS SJ Ó Ð I 2 00 9 2009

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.