Fréttablaðið - 21.04.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.04.2009, Blaðsíða 16
16 21. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Það er hálfeinkennileg upplifun, eftir þjóðargjald- þrot og búsáhaldabyltingu, að nú standi yfir kosningabarátta á Íslandi og þó ekki síður hvað áróður stjórnmálaflokkanna hefur breyst ótrúlega lítið frá 2007. Lærdómurinn sem stjórn- málaforingjarnir og auglýsinga- stofur þeirra hafa dregið af hruni íslensks efnahagslífs virð- ist rista ótrúlega grunnt. Enn er öllu fögru lofað eins og verið sé að selja hreinsilöginn Cillit Bang og magn auglýsinga virðist vera í sömu hlutföllum og styrkirnir sem flokkar náðu að sópa til sín á lokadögum ársins 2006. Ég efast hins vegar um að nokkur láti þessar auglýsingar hafa áhrif á sig. Staðreynd máls- ins er sú að við þekkjum öll stjórnmálaflokkana og við vitum nákvæmlega hvað þeir standa fyrir. Það er einungis eitt kosn- ingamál: Hvað hafa flokkarnir sagt og gert í efnahagsmálum 1991-2009. Ólíkt því sem auglýs- ingasmiðir virðast halda er fólk ekki fífl og því má fastlega búast við því að flokkarnir verði metnir að verðleikum eins og skoðana- kannanir benda til; Sjálfstæðis- flokkurinn mun tapa mestu fylgi og Vinstrihreyfingin – grænt framboð bæta mestu við sig. Og sú útkoma væri enda fullkomlega makleg. Flokkarnir sem hafa verið við stjórnvölinn eiga skilið hegningu fyrir frammistöðu sína við stjórn landsins undanfarna áratugi. En síðan þarf að huga að framtíðinni og hvernig við byggj- um upp það sem stjórnarstefna undanfarinna ára hefur eyðilagt. Lærdómurinn af kreppu undanfarins vetrar er kannski fyrst og fremst sá að Ísland er ekki verndað umhverfi. Alþjóð- legar efnahagshræringar hafa áhrif á okkur og í alþjóðlegu efnahagslífi skiptir máli að hegða sér með ábyrgum hætti. Það var það sem brást meira eða minna á Íslandi; peningamennirnir risu ekki undir þeirri ábyrgð og þeim völdum sem þeim voru fengin. Stærstu fyrirtækjum Íslendinga var illa stjórnað og því fór sem fór; þó að enginn þurfi að efast um að mörg vel rekin fyrirtæki hafa verið dregin niður með þeim í fallinu. Hitt sem við getum lært af Icesave-málinu og nauðungar- samningunum við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn er að útlendingar munu ekki koma og bjarga okkur á stund neyðar. Þvert á móti ætl- ast þeir til að staðið sé við samn- inga í samræmi við alþjóðareglur. Það er svo annað mál hversu rétt- látar slíkar reglur eru þar sem þær virðast eingöngu snúast um að verja hagsmuni fjármagnsins. En það kvörtuðu ekki margir á Íslandi yfir því að vitlaust væri gefið á dögum útrásarinnar. Núna höfum við kynnst því af eigin raun. Pólitísk hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins er gjald- þrota eins og verk hans sjálfs í kreppunni hafa sýnt. Þetta varð lýðum ljóst mánuðina þegar íslenska ríkið yfirtók bankana og tekin voru upp gjaldeyris- höft. Þá kom í ljós að í kreppu duga úrræði frjálshyggjunnar ekki og yfirgripsmikil ríkis- afskipti þurfa að koma til. Sam- fylkingin stóð sig raunar ekki mikið betur og neitaði lengi vel að horfast í augu við að kreppan snerist um annað og meira en hvaða gjaldmiðill væri notaður á Íslandi. Núna sjá vonandi allir að evran hefði ekki heldur bjargað íslensku bönkunum; slík ævin- týramennska er ekki verðlaun- uð í nokkru hagkerfi. Á hinn bóginn hafði Samfylkingin þó næga framtíðarsýn til að snúa við blaðinu og mynda velferðar- stjórn með Vinstrihreyfingunni – grænu framboði. Það ríkis- stjórnarsamstarf er langbesti kosturinn við núverandi aðstæð- ur því að við komumst ekki út úr efnahagslægðinni nema að þjóðin standi saman og axli byrðarnar sameigin lega. Harkaleg andstaða sumra hópa við að dreifa byrð- unum jafnt er það sem vekur athygli í yfirstandandi kosninga- baráttu. Það ræðst auðvitað af því að veislan er búin að standa mjög lengi hjá vissum forréttinda- hópum og þeir sætta sig ekki við að henni sé lokið. Annar mikilvægur lærdómur af kreppunni er að hagsæld og velferð verður ekki reist nema á traustum grunni. Skyndigróði fjármálastofnana á undangengn- um veltiárum virtist ótrúlegur og vakti aðdáun en virkaði því miður einnig eins og hemill á gagnrýna hugsun. Þessi gróði var reistur á sandi. Hið sama gildir því miður um stóriðjugróðann sem byggist á því að gefa helstu verðmæti Íslands, orkuauðlindir landsins, á útsöluverði. Ef við getum lært eitthvað af hruni tál- sýna undanfarinna ára er það mikilvægi þess að uppbygging sé á sjálfbærum grunni. Hagnaður á kostnað komandi kynslóða er ekki raunverulegur. Það kemur alltaf að skuldadögum. Kreppukosningar SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | Skuldadagar M álefnalega snúast kosningarnar á laugardag á annað borðið um það sem stjórnarflokkarnir hafa þegar komið sér saman um og á hitt borðið það sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur fram að færa. Til þess sem stjórnarflokkarnir kunna síðar að ræða sín á milli eða stjórnarandstaðan að taka upp geta kjósendur af eðlilegum ástæðum ekki tekið afstöðu. Að hluta hefur myndin varðandi ríkisfjármálin skýrst. Ríkis- stjórnin boðar mikla hækkun tekju- og eignaskatta. Sjálfstæðis- flokkurinn telur á hinn bóginn ógerlegt að hækka skatta um leið og laun lækka. Að öðru leyti er þetta stóra mál óskýrt af beggja hálfu. Glíman um það verður stigin eftir kosningar. Að sama skapi er stefna ríkisstjórnarflokkanna í peningamálum og Evrópumálum sú sem þeir hafa komið sér saman um fyrir kosn- ingar. Samfylkingin hefur ekki metið stefnu sína á þessu sviði svo mikilvæga að gera hana að skilyrði fyrir stjórnarþátttöku. Af því leiðir að VG hefur framvindu málsins í hendi sér. Í raunveruleikanum hefur Samfylkingin svipt sjálfa sig mögu- leikanum á að setja Evrópumálin sem stjórnarþátttökuskilyrði. Ástæðan er sú að hún hefur fyrirfram útilokað samstarf við aðra en VG. Stefna Samfylkingarinnar í Evrópumálum hefur fyrir þá sök fremur lítið gildi í kosningunum. Flokkarnir hafa komið því þannig fyrir að fólkið í landinu getur ekki kosið um þetta annað stærsta mál sem að því snýr. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins sendi nýja flokksforystu með veganesti í Evrópumálum og peningamálum sem ekki er líklegt að endist út heilt kjörtímabil. Nýjasta útspil Sjálfstæðisflokksins um innleiðingu evru með aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er hugsan- lega vísbending um að flokksforystan vilji horfa á málið af meiri víðsýni en landsfundurinn. Krafturinn í andstöðunni við Evrópusambandið er formlegt bandalag áhrifamanna í VG og Sjálfstæðisflokknum undir merkjum Heimssýnar. Það bandalag, ásamt afstöðu sjávar útvegsins og landbúnaðarins, girti fyrir að samstaða gæti tekist um stefnu í peningamálum í fyrri ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn átti fyrir vikið erfitt með að hreyfa sig í Evrópumálum. Á sama tíma þorði Samfylkingin ekki að taka á málinu í alvöru með VG í andstöðu. Fátt bendir hins vegar til að VG þori að brjót- ast út úr áhrifamannabandalaginu að svo stöddu með Sjálfstæðis- flokkinn lausbeislaðan í Evrópusambandsandstöðunni. Það sem við blasir að öllu óbreyttu er þetta: Annars vegar mun ríkisstjórnin skipta þjóðinni í tvær stríðandi fylkingar um lausn á ríkisfjármálunum þegar kemur fram á haust. Hins vegar mun bandalag áhrifamanna í VG og Sjálfstæðisflokknum leggja stein í götu þess að samstaða náist nægjanlega skjótt um skynsamlega framtíðarstefnu í peningamálum og Evrópumálum. Það verður engin valdakreppa eftir kosningar. Þessi staða þýðir hins vegar áframhaldandi málefnalega stjórnarkreppu um þau viðfangsefni sem mestu skipta. Samstaða um völd með stærstu málefnin í uppnámi kemur að litlu haldi. En hitt gæti gefið þjóðinni von ef flokkarnir væru tilbúnir að mynda þjóðstjórn um málefna- lega lausn á þessum tveimur brýnu úrlausnarefnum. Pólitísk átök um þau minnka líkurnar á að þjóðin geti unnið sig skjótt út úr vandanum. Samstaða eykur líkurnar á að það geti gerst. Spurningin er: Þorir einhver að ríða á vaðið og bjóða upp á málefnalegan einingardans um þessi tvö mál? Öflug stjórn en málefnaleg kreppa: Hinn kosturinn ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Innihald óskast Bloggarinn Stefán Pálsson bendir á það sem hann kallar „aðdáunar- verða hreinskilni stjórnmálaflokks“ í stefnulýsingu Samfylkingarinnar á heimasíðu flokksins. Í kaflanum um utanríkismál er tæpt á helstu stefnu- málum flokksins í þeim málaflokki. Í lok hástemmdrar lýsingar á gildi fjölþjóðasamstarfs, forsendum öryggis og friðar og vinsamlegum samskiptum við önnur þjóðarbrot stendur: „Bæta við innihaldi...“ Á sömu orðum lýkur kaflanum um samábyrgð. Stuttu eftir að Stefán vakti athygli á þessu voru óskirnar um innihald horfnar úr stefnulýs- ingu Samfylkingarinnar. Hreint borð „Göngum hreint til verks“ er slagorð Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar á laugardag. Sjálfstæðisflokkurinn er þegar tekinn til óspilltra málanna í hreinsunarátakinu. Vefritið Smugan birti í gær auglýsingamyndir af forystuliði Sjálfstæðisflokksins, þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson hefur verið hreinsaður burt en Kristjáni Þór Júlíussyni bætt við í staðinn. Svona er það í Hollywood Björn Bjarnason var meðal gesta á heims- frumsýningu myndarinnar State of Play. Að sögn Björns fjallar myndin um blaðamann í Washington „sem fæst við að skrifa um mál, þar sem tengjast stjórnmál, öryggismál, ástarmál og fjármál auk þess sem kynntir eru innviðir blaðamennsk- unnar“. Björn mælir með myndinni. Það hefur vonandi ekki rýrt trúverð- ugleika myndar innar fyrir Birni að viðmælendur blaðamannsins, sem leikinn er af Russell Crowe, tala stundum við hann í síma, en krefjast þess ekki að öll þeirra samskipti fari fram í gegnum tölvupóst. Stundum tekur Hollywood sér skáldaleyfi. bergsteinn@frettabladid.is UMRÆÐAN Ögmundur Jónasson skrifar um heil- brigðismál Á stuttum ferli mínum sem heilbrigðis-ráðherra hef ég átt ótal fundi á heil- brigðisstofnunum, með starfsfólki og stjórnendum, með trúnaðarmönnum stéttarfélaga innan BHM, ASÍ, BSRB og Læknafélags Íslands. Ég hef hlustað eftir sjónarmiðum og komið mínum eigin á framfæri; viðrað þá skoðun að æskilegt væri að umræða um framtíðina væri eins laustengd amstrinu í augnabliki samtímans og kostur er, fjarri kjarasamningum og hagsmunatengdri bar- áttu, enda ættum við að nálgast viðfangsefnið með langtímahagsmuni samfélagsins alls í huga. Slíkan umræðuvettvang hefði skort. En það eru ekki bara kjarasamningar og hagsmunatog sem villir sýn. Það gera kosningar líka. Auðvitað eiga stjórn- málamenn þá að gera grein fyrir stefnu sinni svo kjósendur fái glögga mynd af áherslum þeirra, t.d. hvort þeir vilji greiða götu markaðsafla eða félags- legra úrræða. En pólitíkin lætur ekki að sér hæða. Í stað mál- efnalegrar umræðu er iðulega snúið út úr orðum manna og reynt að sá fræjum vafa og úlf- úðar. Kjarajöfnun verður að launalækkun í munni andstæðinga. Það er skrýtin upp- lifun fyrir mann sem varið hefur starfs- ævinni í að verja launataxtakerfið og starfskjör launafólks. Frá þeirri köllun mun ég aldrei hverfa! Því miður hefur verðbólga étið upp kjörin án þess að við hafi verið ráðið í kreppunni og við skipulagsbreyt- ingar hafa margir misst spón úr aski – því miður. Þar hef ég hvatt til varfærni og að lágtekjufólki yrði hlíft og störfin varin. Verstar þóttu mér pólitískar útleggingar fram- kvæmdastjóra Læknafélags Íslands sem fóru um fréttanetin í síðustu viku: Heilbrigðisráðherrann væri mótdrægur læknum og í ofanálag rógberi sem skapaði ótta og óvissu! Tilefnið var umræða á málþingi þar sem ég sagði að skattaumhverfi og innbyggðir fjármálahvatar gætu haft áhrif á þróun heilbrigðiskerfisins. Í kjölfar yfirlýsinga framkvæmdastjórans hefur fjöldi lækna haft sam- band við mig til að afsaka þessi skrif, þau væru hvorki á þeirra ábyrgð né í þeim góða samstarfs- anda sem samskipti okkar hefðu einkennst af. Orð eigi ekki að leggja út á verri veg en þau eru meint. Fyrir þetta er ég þessum læknum þakklátur. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Þakklátur læknum ÖGMUNDUR JÓNASSON ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.