Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.04.2009, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 21.04.2009, Qupperneq 38
22 21. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR > ÓLÉTT LEIKKONA Leikkonan Ellen Pompeo úr spítaladramanu Grey‘s Anatomy þarf að heimsækja spítala meira á næstunni en góðu hófi gegnir. Pompeo á von á fyrsta barni sínu með eiginmanninum Chris Ivey. Þau hafa verið gift í tvö ár eftir að hafa kynnst í stórmarkaði fjórum árum fyrr. Pönkarinn og grunnskóla- kennarinn Hlynur Áskels- son, betur þekktur sem Ceres 4, er hvergi af baki dottinn heldur vinnur að nýrri plötu. Venju sam- kvæmt er pólitíkin aldrei langt undan en Ceres sýnir líka á sér nýja hlið og syng- ur ballöður. Mikla athygli vakti þegar Hlynur birtist brúnn og „köttaður“ með Party-Hanz, Agli Gillzenegger og Gazman í hljómsveitinni Merzed- ez Club sem söng Ho ho ho, we say hey hey hey í söngvakeppni Sjón- varpsins fyrir ári síðan. Fljótlega fóru að berast fréttir af hugsanleg- um landvinningum í útlöndum og erlendir útgáfurisar voru sagðir áhugasamir um að fá hljómsveit- ina til liðs við sig. Hins vegar hefur lítið frést af verkefnum hjá sveitinni og fyrir því er góð ástæða. „Ég held að það sé alveg óhætt að setja kross yfir leiðið hjá Merzedez Club, lýsa yfir andláti hennar og vona að minn- ing hennar hvíli í friði,“ segir Hlynur í samtali við Fréttablaðið. Dauðdaginn, sem flesta var farið að gruna að væri óumflýjanleg- ur, er staðreynd. „Við erum bara eins og Bítlarnir, áttum okkar stund og stað og ég leyfi mér stór- lega að efast um að við komum nokkurn tímann aftur saman,“ heldur Hlynur áfram og vill lítið segja um ástæðurnar fyrir sambandsslitunum, telur þó að spennuþrungið andrúms- loft milli Haffa Haff og Gillz hafi skipt þar sköpum. „Og svo voru menn ekki sammála um aðferðir til brúnku; sumir kusu ljósabekki á meðan aðrir vildu fara í brúnkuspraut- un.“ Hlynur kveðst þó þakklátur fyrir að hafa fengið tæki- færi til að taka þátt í þessu mikla ævin- týri sem vissulega hristi allrækilega upp í Eurovision- kepninni. En Hlynur sjálf- ur hefur ekki lagt tónlistina á hilluna, því hann vinnur nú að plötu sem ráðgert er að komi út þegar sumarið er úti. Fyrsta lagið af plötunni er þó þegar farið að hljóma og það rímar heldur betur við samtímann. Sungið er um banka, lögfræðinga og stjórnmálamenn og þann hausverk að hafa ekkert val. „Bankarnir eru að eignast allt og lögfræðingarnir fylgja á eftir og hirða upp það litla sem eftir er,“ segir Hlynur en bætir því þó við að ekki verði öll lögin af þessum toga. „Nei, ég syng líka ballöð- ur, það verða krappar beygj- ur á þessari plötu,“ útskýrir Hlynur. Auk þess verður lag um fótbolta og knattspyrnu- dómara sem kemur út þegar Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar og lagið West Ham verður að sjálf- sögðu meðal góðra gesta sem auka- lag. „Þetta var stutt gaman en var grand á meðan á því stóð.“ Lýsir yfir andláti Eurovision- stjarnanna í Merzedez Club SYNGUR UM SAMTÍMANN Hlynur Áskelsson, Ceres 4, syngur um þann hausverk að eiga ekkert val. Ný plata er væntanleg með pönk- aranum og grunnskóla- kennaranum þar sem hann syngur ballöður til jafns við pólítíska texta. folk@frettabladid.is Pabbi Rubinu Ali sem lék hina ungu Latiku í Ósk- arsverðlaunamyndinni Slumdog Millionaire hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa ætlað að selja dóttur sína fyrir 37 millj- ónir króna. Málið þykir hið ótrúleg- asta; fjölmiðlar hafa fjallað töluvert um hvort aðstandendur kvikmyndar- innar hafi staðið við sína skilmála en þeir hafa sagst ætla að gera sitt til að tryggja börnunum í myndinni sómasamlega framtíð með framtíðarsjóði. Pabbinn neitar alfarið sök. Slumdog- pabbi kærður DANNY BOYLE Leikstjóri Slumdog Millionaire. Ástmaður Kylie Minogue hefur látið húðflúra nafn hennar á sig til að sanna fyrir söngkonunni að hann sé ástfanginn af henni í alvörunni. Kylie og spænska fyrirsætan Andres Segura hafa verið saman um nokkurt skeið og fyrirsæt- an vildi endilega að Kylie efaðist ekki eitt augna- blik um trúmennsku sína gagnvart henni. FRÉTTIR AF FÓLKI NUDD Verð frá 1690.- Selásbraut 98 110 Árbæ S:577 3737 í apríl og maí Nánari upplýsingar og skráning: sími 525 4444 endurmenntun.is Að skrifa texta á ensku - viðskiptaenska hefst 27. apríl Ítalska fyrir byrjendur hefst 27. apríl ÍST 200:2006 Raflagnir bygginga hefst 28. apríl Mígreni haldið 29. apríl Íslenska flóran hefst 4. maí Facebook sem markaðstæki – aukanámskeið hefst 4. maí Fuglar og fuglaskoðun hefst 5. maí Frístundalóðir: Umhirða og skipulag hefst 5. maí Starfsandi og starfsmannastjórnun í ríkisstofnunum hefst 6. maí Námstefna um átraskanir haldið 6. maí Íslenski þroskalistinn haldið 7. maí Smábarnalistinn: Staðlaður þroskalisti haldið 8. maí Franska Rivieran hefst 11. maí Eldfjöll hefst 13. maí Safnhaugar í heimilisgörðum hefst 18. maí

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.