Fréttablaðið - 21.04.2009, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 21.04.2009, Blaðsíða 39
ÞRIÐJUDAGUR 21. apríl 2009 23 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 21. apríl 2009 ➜ Tónlist 20.00 Jónas Ingimundarson spilar og spjallar við áheyrendur um tónlist í Salnum við Hamraborg 6 í Kópavogi. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. ➜ Opnanir 13.00 Jóhann Tryggva- son opnar mál- verkasýn- ingu á olíumál- verkum í galleríinu á Garða- torgi, Garðabæ. Sýningin verður opin alla daga kl. 13-18. ➜ Sýningar Svavar Pétur Eysteinsson sýnir vegg- spjöld á sýningunni „Ekki meir“ sem nú stendur yfir í sýningarrýminu Bóka- búðin, í Menningarmiðstöð Skaftfelli á Seyðisfirði. Ólafur Elíasson hefur opnað tvær sýn- ingar. Í Galleríi 100° í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1. Opið mán.-föst. kl. 11-17, lau. 13-17. Einnig í i8 Galleríi við Klapparstíg 33, opið mán. -föst. 8.30-16 og lau 13-17. ➜ Kvikmyndir 20.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir mynd japanska leikstjórans Mikio Naruse, When a Woman Ascends the Stairs, í Bæjarbíói við Strandgötu 6 í Hafnarfirði. Aðgangur ókeypis. Nánari upplýsingar á www.kvikmynda- safn.is. ➜ Leiðsögn 12.05 Kristján Mímisson forn- leifafræðingur segir í Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu frá fornleifarann- sóknum á Kirkjubæjarklaustri sem fóru fram á árunum 1995 - 2006 í. Aðgang- ur ókeypis og allir velkomnir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Kristín Þóra Jóhannsdóttir frá Akranesi sigraði í söngkeppni framhaldsskól- anna með laginu Angels sem Robbie Williams gerði frægt. 115 þúsund áhorf- endur horfðu á keppnina heima í stofu. „Þetta er bara frábært og ekkert síður sigur fyrir framhaldsskóla- nemendur sem sáu fram á að geta ekki horft á keppnina í sjónvarpi,“ segir Pálmi Guðmundsson, sjón- varpsstjóri Stöðvar 2, en hann var nýkominn með bráðabirgðaáhorfs- tölur frá söngkeppni framhalds- skólanna þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Gríðarlegur áhugi var á keppninni en eins og Fréttablaðið greindi frá hætti RÚV við að sýna frá keppn- inni, við litlar undirtektir fram- haldsskólanema. Lengi vel stóð til að aðeins áhorfendur úti í sal á Akureyri gætu séð þessa sívin- sælu söngkeppni, sem hefur alið af sér marga af frægustu söngvurum Íslands, en Stöð 2 hljóp í skarðið á síðustu stundu og forsvarsmenn hennar sjá væntanlega ekki mikið eftir því. Enda ekki á hverjum degi sem áskriftarstöð fær svo mikið áhorf. „En þetta er bara munur- inn á því að sýna í opinni og lok- aðri dagskrá.“ Pálmi viðurkennir að nú horfi menn bara til næsta árs enda standi til að endurtaka leikinn. „Það stóð aldrei til að tjalda til einnar nætur,” segir Pálmi og bætir því við að samstarfið við alla þá sem að keppninni komu hafi verið skemmtilegt. „Það er mik- ill kraftur í þessu fólki.“ Spurður hvort Stöðvar 2-menn horfi nú ekki hýru auga til Gettu betur, spurn- ingakeppni framhaldsskólanna, segir Pálmi að menn séu alltaf reiðubúnir að skoða alla hluti. Einar Ben. hjá AM Events, sem skipulagði keppnina, segir helgina fyrir norðan hafa heppnast ótrú- lega vel. „Miðað við þær upplýsing- ar sem við fengum frá lögreglunni á Akureyri telja menn það ótrúlegt að þetta skuli hafa farið svona vel fram miðað við þann fjölda sem þarna var samankominn.“ - fgg Söngkeppnin sló í gegn hjá Stöð 2 Á FRAMABRAUT Kristín Þóra Jóhanns- dóttir frá Akranesi sigraði. 115 þúsund fylgdust með keppninni í beinni útsend- ingu. MYND/HELGI STEINAR HALLDÓRSSON Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Vegna breytinga í verslun Eirvíkur eru tvær sýningareldhúsinnréttingar til sölu með 85% afslætti. Um er að ræða Miele innréttingar, aðra bláa og hina úr eik. TVÆR ELDHÚSINNRÉTTINGAR 85% afsláttur Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is skipta um dekk hjá Max1 Umfelgun og ný dekk á góðu verði Umfelgun og jafnvægisstilling á 4 fólksbíladekkjum á 12–16 tommu stálfelgum 6.458 kr. Kauptu sumardekkin hjá Max1 á góðu verði. Spyrðu okkur hvað við getum gert meira fyrir þig. Við erum góðir í að gera hlutina fljótt og vel og ódýrt – skoðaðu: www.max1.is Reykjavík, sími 515 7190: Bíldshöfða 5a, Bíldshöfða 8, Jafnaseli 6, Knarrarvogi 2. Akureyri, sími 462 2700: Tryggvabraut 5. Skoðaðu www.max1.is Sparaðu, láttu Ný sumardekk Dekkjaskipti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.