Fréttablaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 19
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 GRÆN STÖRF - vistvænar áherslur í atvinnuuppbygg- ingu kallast málþing sem haldið verður í Iðnó á morg- un, laugardag, frá klukkan 13 til 15. Umhverfisráðuneytið, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Félag umhverfisfræðinga standa fyrir málþinginu þar sem fjallað er um nýjar áherslur í atvinnuuppbyggingu í kjölfar efnahagserfiðleika. Margrét Erla Maack, dagskrá- gerðarkona á Rás 2, og liðsfélag- ar hennar þar höfnuðu á dögun- um í öðru sæti í matreiðslukeppni fjölmiðlafólks, sem Gestgjafinn og Turninn í Kópavogi efndu til. „Við vorum montnust með það að hafa verið fyrir ofan Frétta- stofu RÚV,“ nefnir Margrét Erla kát. Ástæðan var sú að fyrir liði Fréttastofu RÚV fór fréttakonan og matreiðslubókahöfundurinn vinsæli, Jóhanna Vigdís Hjalta- dóttir. Í keppni þar sem frumlegheit og áræði skipta sköpum verð- ur liðið að vera samstiga í öllum ákvörðunum. Liðsmenn Margrét- ar Erlu gerðu sér grein fyrir að ekki hefði réttur eins og venjuleg- ur hvítlaukssmjörshumar fleytt þeim langt áfram í keppni sem þessari. „Við unnum eins og vel smurð maskína,“ rifjar hún upp og minnist þess hve sú reynsla að elda í „gegnum annað fólk“ eins og hún orðar það hafi verið krefjandi. Margrét Erla bjó að þeirri góðu reynslu í keppninni að mamma hennar eldaði ein jólin humar á fjóra mismunandi vegu og þar af leiðandi var hún ekki svo ýkja smeyk við að ráðast í hum- armatreiðsluna. Margrét Erla segist eiga erf- itt með að elda eftir uppskrift og hvað þá að gefa uppskriftir. Þess vegna beinir hún þeim tilmælum til þeirra sem einnig eru óvanir að fara varlega í að áætla magnið af hvítlauknum, engiferinu og chili- piparnum í réttinn. Að lokum gefur Margrét lesend- um vinsamlega ábendingu. „Notið latexhanska við niðurskurðinn á chilialdinum og sleppið því algjör- lega að hafa fræin með í réttin- um. Vinur minn skar einu sinni chilialdin án hanska og fór svo að pissa. Hann þurfti síðan að sitja með mjólkurglas í kjöltunni það sem eftir lifði kvöldsins. Það var ekki mjög töff.“ vala@frettabladid.is Rífandi humarréttur Margrét Erla Maack, dagskrárgerðarkona á Rás 2, og liðsfélagar hennar þar stóðu sig vel í matreiðslu- keppni fjölmiðlafólks sem Gestgjafinn og Turninn í Kópavogi efndu til á dögunum . Margrét Erla Maack, dagskrárgerðarkona á Rás 2, gefur lesendum Fréttablaðsins bragðgóða uppskrift að humri með kúskús, chili og mangó. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Humar (plokkaður eða með skel) Þurrt hvítvín Engiferrót, rifin Saxaður hvítlaukur (mikill) Kúskús Mangó Búnt af kóríander Smjör Olía Ferskur chili (smátt saxaður án fræja!) Sítrónur. Marínerið humarinn í þurru hvítvíni, 3/4 af engiferrótinni ásamt helmningnum af hvít- lauknum. Einnig væri hægt að nota risarækjur eða skötusel í staðinn fyrir humarinn. Skerið mangóið í smáa ten- inga. Undirbúið kúskúsið eftir leiðbeiningum. Þegar kúskús- ið er tilbúið er mangó teningun- um hrært saman við. Bræðið smjörið í potti til helminga með ólífuolíu. Setjið síðan restina af engiferinu og hvít- lauknum út í. Steikið humarinn í smjöri á pönnu (eða grillið á útigrilli). Skvettið smá hvítvíni út á. Setjið steiktan humarinn á kúskúsmangó- beðinn og setjið vænan skammt af fersku koríander ofan á ásamt smjörinu og sítrónubátun- um. ROKKHUMAR RÁSAR 2 Með kúskús og mangói H ri n g b ro t Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is Nýr A la Carte REYKT ÖND með blönduðu salati, valhnetum og fíkjublöndu Við mælum með Pinot Gris, Pully Fumé eða Pouilly Fuisse með þessum rétti. 4ra rétta tilboðsseðill Verð aðeins 6.890 kr. með 4 glösum af sérvöldum vínum aðeins 10.490 kr. Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.