Fréttablaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 24
4 föstudagur 24. apríl Stjörnumerki: Sporðdreki. Diskurinn í spilaranum: Grace Jones - Hurricane. Uppáhaldsmatur: Lime, chili og engifer. Draumafrí: Ég á engan draumaáfangastað, mér finnst gaman að fara hvert sem er. Uppáhaldstími dags- ins: Það veltur á því hvaða dagur er. Minn uppá- haldstími vikunnar er mjög oft. Líkamsræktin: Sund. Uppáhalds- sjónvarpsþátt- ur: Ég er gjörsamlega háð CSI. Hverju myndirðu sleppa ef þú yrðir að spara: Ég eyði mestum pen- ing í mat. Ég kaupi ekki dýr föt eða hluti, en ég verð að elda góðan mat. Áhrifavaldur: Margt fólk allt í kringum mig. ✽ ba k v ið tjö ldi n Kitty Von Sometime hefur ekki setið auðum höndum síðan hún flutti til Íslands árið 2006. Hún er forsprakki The Weird girls project, er plötusnúður, starfar hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP og á nú von á sínu fyrsta barni með tón- listarmanninum Daníel Ágústi Haraldssyni. Viðtal: Alma Guðmundsdóttir Myndir: Anton Brink É g kom fyrst til Íslands árið 2000 til að skrifa um Airwaves-tónlist- arhátíðina. Daginn eftir hátíðina vakn- aði ég þunn og mörgum vinum ríkari,“ segir Kitty brosandi, spurð hvenær hún kom fyrst til Íslands. Það var þó ekki fyrr en árið 2006 sem hún flutti alfarið til landsins eftir fjölmargar heimsóknir. „Ég kom oftar og oftar til Ís- lands með hverju árinu sem leið og flaug þá oft eftir vinnu á föstu- degi og fór beint út á lífið um kvöldið þegar ég kom. Ég kynnt- ist fleira fólki í hvert skipti og árið áður en ég flutti kom ég tíu sinn- um hingað, mun oftar en fjárhag- urinn leyfði,“ útskýrir Kitty sem var stödd á Kings Cross þegar hryðjuverkaárásirnar áttu sér stað í London 7. júlí 2005 og segir það hafa ráðið úrslitum um ákvörðun sína að flytja til Íslands. „Ég var í lest skammt frá þeirri sem var sprengd. Fólk byrjaði að panikka þegar lestin stoppaði í miðjum göngunum og þegar við komum á stoppistöðina og lestin var rýmd var enginn þar. Þegar við komum upp á götuna var svæð- ið umkringt fólki og margir voru særðir. Okkur var svo beint frá neðanjarðarlestarkerfinu í áttina að Tavistock Square, en þar var strætó sprengdur í um 150 metra fjarlægð frá okkur. Ég hafði lengi hugsað um að flytja til Íslands, en þetta réði úrslitum um það og lengi á eftir gat ég ekki hugs- að mér að fylgjast með breskum fréttum því ég vildi komast sem lengst frá þessum atburði,“ út- skýrir Kitty. LISTIN KALLAR Kitty, sem er 31 árs, lærði sál- fræði og heimspeki í skóla en seg- ist alltaf hafa heillast af listinni og gerði meðal annars tónlistar- myndband fyrir Ghostigital sem var tilnefnt til Íslensku tónlistar- verðlaunanna árið 2007 og gerð- ist síðar plötusnúður. „Ég byrjaði að þeyta skífum þegar ég flutti til landsins því mér leiddist tónlist- in á skemmtistöðunum sem ég stundaði svo ég ákvað að ég vildi fara akkúrat í öfuga átt við þessa töff músík og spila mjög „cheese“ tónlist sem allir kunna textann við,“ segir Kitty brosandi, en hún kemur fram undir nafninu Kiki- Ow og hefur reglulega haldið 90’s partí með DJ Curver frá því 2006. Kitty er einnig hugmyndasmið- urinn á bak við verkefnið Weird girls project sem hóf göngu sína 2007, þar sem konur koma saman í myndatökur og myndbandsupp- tökur, klæddar í mismunandi bún- inga eftir uppákomum. Kitty sér sjálf um allt skipulag í kringum tökurnar, en ekkert er æft fyrir- fram. Stelpurnar, sem eru mis- margar eftir verkefni, vita aðeins hvenær þær eiga að mæta, en hafa ekki hugmynd um hvað mun eiga sér stað eða hvar. Tilganginn segir hún meðal annars vera að auka sjálfstraust, stíga út fyrir þæg- indarammann og taka sig ekki of alvarlega. „Vinkonur mínar voru að kvarta yfir því að hafa ekkert fyrir stafni svo einn daginn bauð ég þeim heim ásamt ljósmyndara og sagði þeim að koma með eins marga búninga og þær gætu. Við tókum svo myndir heima hjá mér og það var virkilega gaman,“ segir Kitty um upphaf verkefnisins. GERIR TÓNLISTARMYND- BAND Síðan Weird girls project hóf göngu sína hafa verkefnin orðið viðameiri og fram undan er upp- taka á tónlistarmyndbandi fyrir hljómsveitina Agent Fresco sem fer fram í júní, við lagið Eyes of a cloud catcher. „Þetta er okkar stærsta verk- efni hingað til og ég hef verið að undirbúa það í þrjá mánuði. Alls 28 stelpur alls staðar að af land- inu taka þátt í því og vita ekkert nema hvenær við tökum það upp og fyrir hvaða hljómsveit mynd- bandið er. Allt annað verð ég búin að skipuleggja frá a til ö og verð búin að láta sauma á þær bún- inga,“ útskýrir Kitty sem leggur mikla vinnu í hvert verkefni. „Ég gæti gert myndband sem væri allt ákveðið fyrirfram eins og hver annar, en meginatriðið í þessu eru óvænt viðbrögð stelpnanna við því BRJÁLÆÐISLEGA SKIPU Kann vel við Ísland „Ég vil ala barnið mitt upp á Íslandi, en myndi gjarn- an vilja eyða ári í Bret- landi áður en barnið byrjar í skóla,“ segir Kitty. FINNDU ÞITT RÉTTA BLEND SNIÐ KRINGLUNNI · SMÁRALIND KEFLAVÍK 9.990 JEANS MEDIUM WAIST TIGHT FIT SLIM LEG STAR 9.990 JEANS #6904 SPACE HIGH WAIST TIGHT FIT SLIM LEG #6906 9.990 JEANS SUN MEDIUM WAIST TIGHT FIT BOOT CUT #6903

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.