Fréttablaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 16
16 24. apríl 2009 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Í liðinni viku var hringt í mig og ég beðinn að mæta í myndatöku fyrir þann góða vef www.sammala.is þar sem fólk úr öllum áttum lýsir yfir stuðningi við að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Myndina átti að nota í auglýsingar fyrir málstaðinn. Í Fréttablaðinu sl. mánudag birtist myndin síðan ásamt mynd af Bene- dikt Jóhannessyni í heilsíðuauglýsingu með fyrirsögninni „Við erum sammála“. Benedikt hafði í vikunni áður birt þunga- vigtargrein í Morgunblaðinu og í kjölfarið mætt í Silfur Egils þar sem hann á báðum stöðum reifaði rökin fyrir því að sækja strax um aðild. Grein hans og sjónvarpsviðtal vöktu mikla athygli og fengu margan manninn til að hugsa málið betur. Sama dag og Morgunblaðsgreinin birtist bættust yfir 400 nöfn á www.sammala.is. En daginn sem við stóðum hlið við hlið á heilsíðu í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Við erum sam- mála“ birti Benedikt hins vegar nýja grein, nú á vef- síðu sinni www.heimur.is, þar sem hann reifaði hin miklu viðbrögð við Morgunblaðsgrein sinni, eink- um þau sem hann hafði fengið frá flokksbundnum sjálfstæðismönnum. Það vakti því nokkra furðu að höfundur skyldi ljúka netpistlinum á því að fullvissa fólk um að hann myndi ekki breyta út af þeirri venju sinni að setja X við D í þingkosningunum á morg- un. En sem kunnugt er telur Sjálfstæðisflokkurinn „hagsmunum Íslands best borgið utan Evrópusam- bandsins“. Semsagt: Þrátt fyrir allan sinn kröft- uga málflutning um nauðsyn þess að Ísland sæki um aðild að ESB ætlar Bene- dikt Jóhannesson að kjósa gegn honum. Hann ætlar að nota atkvæði sitt gegn eigin sannfæringu. Hann ætlar að taka rótgróna flokkshlýðni fram yfir sjálf- stæða hugsun. Hér er komið skólabókar- dæmi um það hvers vegna það gengur svo hægt að breyta hlutum á Íslandi. Þrátt fyrir að menn tali hraustlega úr göml- um hjólförum er lítil von til að þeir fáist upp úr þeim. Íslensk stjórnmálaumræða skiptir í raun litlu sem engu máli. Íslendingar virð- ast láta ætterni fremur en málefni ráða þegar í kjör- klefann kemur og láta sig hafa það aftur og aftur að kjósa flokkinn sem þeir eru í hjarta sér ósammála, aðeins vegna þess að þeir hafa alltaf kosið hann. Það er hárrétt sem stendur í áðurnefndri auglýs- ingu: Við Benedikt erum „sammála“ um að hags- munum Íslands sé best borgið innan Evrópusam- bandsins. En lengra nær það því miður ekki. Þegar á reynir, á sjálfan kosningadaginn, verðum við Benedikt alls ekki sammála. Annar kýs framtíðina, hinn fortíðina. Af öllu því góða fólki sem hefur lýst sig sammála okkur í Evrópumálunum vona ég að Benedikt verði sá eini sem ætlar að kjósa þvert á skoðanir sínar. Höfundur er rithöfundur. SPOTTIÐ skipta um dekk hjá Max1 Umfelgun og ný dekk á góðu verði Umfelgun og jafnvægisstilling á 4 fólksbíladekkjum á 12–16 tommu stálfelgum 6.458 kr. Kauptu sumardekkin hjá Max1 á góðu verði. Spyrðu okkur hvað við getum gert meira fyrir þig. Við erum góðir í að gera hlutina fljótt og vel og ódýrt – skoðaðu: www.max1.is Reykjavík, sími 515 7190: Bíldshöfða 5a, Bíldshöfða 8, Jafnaseli 6, Knarrarvogi 2. Akureyri, sími 462 2700: Tryggvabraut 5. Skoðaðu www.max1.is Sparaðu, láttu Ný sumardekk Dekkjaskipti Ekki alveg sammála HALLGRÍMUR HELGASON Fái skynsemin að ráða og Íslendingar velji frekar Fjörðinn en Urðarsel er ekki þar með sagt að vanda- málin séu að baki. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Þ að voru falleg sólarlögin í Urðarseli. Svo mælti Bera í Sjálfstæðu fólki, er Bjartur var að flosna upp frá Sumarhúsum. Og Bjartur valdi frekar að freista þess að draga fram lífið þar uppi á heiði en að fara í Fjörðinn, eins og skynsemin boðaði. Íslendingar standa nú frammi fyrir hliðstæðu vali. Annar valkosturinn er þessi: að láta „bjartskt“, skynsemi sneytt stolt og eðlislæga einangrunarhyggju eyjarskeggjans hafa yfir- höndina og reyna að láta eins og íslenzka krónan sé enn þá not- hæf mynt, þótt það kosti að stórdragi úr utanríkisviðskiptum, hér verði haftabúskapur varanlegur, vextir haldist háir, fyrir- tæki hafi ekki aðgang að lánsfé og neyðist því ýmist til að hætta starfsemi eða flytja úr landi. Það myndi fjöldinn allur af fólki líka gera, ekki sízt það sérhæfðasta og menntaðasta. Eftir stæði einangrað samfélag sem byggði afkomu sína á hálfgerðum sjálfs- þurftarbúskap með tilheyrandi rýrnun lífskjara. Hinn valkosturinn er þessi: að sækja um aðild að félagsskap annarra Evrópuþjóða samkvæmt þeim leikreglum sem þær hafa komið sér upp og ber nú nafnið Evrópusambandið. Strax með ákvörðun um að setja stefnuna á aðildarumsókn gæfu Íslendingar skýr skilaboð til umheimsins um að þeir hygðust ekki láta hina eðlislægu einangrunarhyggju eyjarskeggjans hafa yfirhöndina, heldur sýndu þeir metnað til að eiga samleið með næstu grann- þjóðum sínum og öðrum þjóðum álfunnar í að finna leiðir út úr kreppunni. Því að finna þær leiðir er viðfangsefni sem á tímum hnattvæðingar verður ekki leyst með því að hvert og eitt þjóðríki reyni að loka sig af í þeirri trú að þannig geti þau einangrað sig frá verstu áhrifum kreppunnar. Heldur einmitt hið gagnstæða; þjóðir heims, og þá sérstaklega þær sem sameinast hafa um hinn sameiginlega innri markað Evrópu, verða að taka saman höndum um vænlegustu leiðirnar út úr kreppunni. Fái skynsemin að ráða og Íslendingar velji frekar Fjörðinn en Urðarsel er ekki þar með sagt að vandamálin séu að baki. Það þarf líka að hafa fyrir hlutunum í Firðinum. En svo fremi sem Íslendingar hafi þá trú á eigin getu til að gæta hagsmuna sinna um leið og þeir fara að þeim leikreglum sem þjóðir Evrópu hafa sameinast um, þá er litlu að kvíða. „Bjartur og slíkir menn eru þeir frjálsbornu íslendingar sem íslenskt sjálfstæði og íslenskt þjóðerni bygðist á í fortíðinni og mun byggjast á í nútíð og framtíð,“ skrifar Nóbelsskáldið um þessa þekktustu persónu sína. En því „bjartska“ sjálfstæði og frelsi lýsir hann svo ógleymanlega í næstu setningu, þar sem Rósa er spurð hvernig hún kunni við sig í heiðardalnum: „Það er náttúrulega ósköp frjálst, sagði hún og saug uppí nefið.“ Kveðum Bjart í kútinn. Kjósum evrópsk lífskjör, evrópska framtíð. Þjóðin stendur frammi fyrir sögulegu vali. Urðarsel eða Fjörðurinn AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR Netbólan Stjórnmálamenn margir hverjir ætla seint að læra inn á Netið og er ekki örgrannt um að manni finnist stund- um sem þeir haldi að Netið sé bara bóla sem springi brátt. Í það minnsta ætla þeir seint að læra að maður setur ekki upp heimasíðu rétt á meðan maður er í prófkjöri eða kosningum og uppfærir síðan ekki meira. „Það er margt skemmtilegt við starf stjórn- málamannsins. Eitt af því er að standa í kosningabaráttu, maður hittir mikið af fólki af öllum stærðum og gerðum. Síðustu daga hef ég gengið í hús í borginni og fært þeim sem ég hitti rauða rós með góðri kveðju frá okkur í Samfylkingunni.“ Svo heilsar Steinunn Valdís Óskarsdóttir lesendum á síðu sinni. Kveðjan á í raun vel við, en ef rýnt er í dagsetning- una sést að færslan er skrifuð 26. apríl 2007. Þá voru einmitt líka kosningar. Steinunn er ekki ein um þetta því í nýjustu færslu á síðu sinni upplýsir Árni Þór Sigurðsson að kjörstjórn Vinstri grænna hafi kynnt tillögu um framboðslista. Sú færsla er skrifuð á gamlársdag 2006. Er ekki betra að loka bara síðunni, fyrst þau eru nú bæði komin með aðrar bloggsíður? Í hvert sinn sem við rænum Í umróti nútímans eru heiðarleiki og réttsýni það sem kjósendur virðast helst sækjast eftir. Því ráku margir upp stór augu þegar Sjálfstæðisflokkurinn auglýsti fjölskyldudag í Laugardalnum. Sérstakir gestir voru ræningjarnir þrír úr Kardi- mommubænum. „Við læðumst hægt og hljótt á tám, í hvert sinn sem við rænum.“ Er þetta boðskapur dagsins? Étt ánn sjálfur Ekki eru allir búnir að gera upp hug sinn fyrir kosningar og kannski tekst ekki öllum að finna atkvæði sínu far- veg. Þeim skal bent á hreyfingu sem hefur vaxið fiskur um hrygg undanfar- ið. Um hana má lesa á heimasíðunni edibaleballot.tao.ca en hún gengur í sem fæstum orðum út á það að kjósendur eigi að éta kjörseðilinn í klefanum. Engu skipti hvað er kosið, allt sé sama tóbakið og kjörseðill- inn hafi ekkert gagn umfram þær hitaeiningar sem í honum eru. Verði ykkur að góðu. kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.