Fréttablaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 46
34 24. apríl 2009 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. kirkjuleiðtogi, 6. tveir eins, 8. versl- un, 9. heiður, 11. mun, 12. hegna, 14. smáu, 16. sjúkdómur, 17. ætt, 18. drulla, 20. skóli, 21. snöggur. LÓÐRÉTT 1. ómögulegur, 3. í röð, 4. pensillín, 5. svelg, 7. lausn, 10. ái, 13. stykki, 15. ungur fugl, 16. blaður, 19. guð. LAUSN LÁRÉTT: 2. páfi, 6. ff, 8. búð, 9. æra, 11. ku, 12. refsa, 14. litlu, 16. ms, 17. kyn, 18. aur, 20. fg, 21. snar. LÓÐRÉTT: 1. ófær, 3. áb, 4. fúkalyf, 5. iðu, 7. frelsun, 10. afi, 13. stk, 15. ungi, 16. mas, 19. ra. „Ég er oftast með stillt á rás 2 eða X-ið. Hlusta svo á Alicia Keys, Audioslave, U2 og alls kon- ar djass, til dæmis John Scofield og Ómar Guðjónsson.“ Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki „Ég er búinn að læra eitt, ekki abbast upp á íslenskar stelpur. Þótt þær séu kannski sætar þá geta þær bitið frá sér og meitt þig,“ skrifar áhættuleikarinn Dan Forcey en hann stjórn- ar áhættuatriðunum í kvikmyndinni Dead of Night. Íslenska leikkonan Anita Briem leikur þar eitt aðalhlutverkanna á móti ofurmenninu Brandon Routh og það er augljóst að Forcey þessi hefur komist í kynni við íslenska vík- ingablóðið sem rennur um æðar Anitu eftir einhverja slagsmálasenuna. Tökur á myndinni eru hafnar í glæsivillu í New Jersey og ganga, ef marka má blogg- síðu Forcey, nokkuð vel. Myndin byggir á ítalskri myndasögu eftir Tiziano Sclavi og segir frá einkaspæjaranum Dylan Dog sem fæst við yfirnáttúruleg mál. Anita er í hlutverki Elizabeth en hún er ein af fjölmörgum konum sem reynir að draga Dylan Dog á tálar. Aðdáendur myndasög- unnar geta vart beðið eftir því að sjá þessa myndasögu vakna til lífsins á hvíta tjaldinu enda ein mest selda myndasagan á Ítalíu. Myndin skartar auk Anitu og Routh sjón- varpsstjörnunni Taye Diggs sem er þekkt- astur fyrir leik sinn í Grey‘s Anatomy. Nóg er fram undan hjá Anitu um þess- ar mundir en hún mun á næstunni leika í kvikmyndinni The Storyteller á móti Idol-stjörnunni Katherine McPhee og svo leikur hún lítið hlutverk í Everything Will Happen Before You Die. - fgg Ekki abbast upp á íslenskar stelpur VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Steikarfeiti af frönskum kartöflum. 2 Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. 3 Kiel. Í UPPTÖKUM Anita Briem er við tökur á myndasögumyndinni Dead of Night í New Orleans ásamt mótleikurum sínum Brandon Routh og Taye Diggs. Fjöldi íslenskra listamanna kemur fram á íslensku menningarhátíð- inni Núna, eða Now, sem stendur frá 24. apríl til 25. maí í Kanada. Meðal þeirra sem stíga á svið má nefna Bagga lút, Kippa Kan- inus, Borgar Magnússon og Lay Low. Aðal- stjarna hátíð- arinn- ar verður þó sjálfur Megas með hljómsveit sinni Senuþjófunum en Megas hefur verið kallaður afi íslenska rokksins í kanadískum fjölmiðlum að undanförnu. Hátíðin þykir hafa heppn- ast gríðarlega vel undanfarin ár og skipuleggjendurnir hafa því brugðið á það ráð að lengja aðeins í henni. Hún er því fimm vikur í stað tíu daga. Megas kemur fram á tónleikastaðnum The Pyramid Cabaret hinn 30. apríl ásamt Baggalúti. Ítarlega er fjallað um hátíðina á vef Winnipeg Free Press og þar fer einn af forsvarsmönnum hátíð- arinnar, Anne McPherson, fögrum orðum um Megas. „Margir hafa sagt að hann sé einhvers konar Bob Dylan þeirra Íslendinga,“ segir Anne í samtali við vefinn. „Og sumir halda því fram að hann sé afi íslenska rokksins,“ bætir Anne við. Þótt tónlistarfólk verði áber- andi á þessari alíslensku menningarhátíð í Kanada þá fær leiklistin einnig að blómstra því áður- nefnd McPherson hyggst setja upp verk Jóns Atla Jónassonar, Brim, í sam- starfi við sex kanadíska leikara. - fgg Megas fer á menningarhátíð í Kanada AFI Megas fer í sína jómfrúarferð til Kanada þegar hann leikur á íslensku menning- arhátíðinni Now, eða Núna, hinn 30. apríl. LAY LOW Á MEÐAL GESTA Lay Low verður meðal þeirra íslensku tónlistarmanna sem heiðra Kanada með nærveru sinni, aðrir eru Baggalútur og Kippi Kaninus. „Þetta gekk vonum framar og við áætlum um fjörutíu prósenta aukningu í heimsóknum á básinn okkar. Þetta var reyndar mjög góður tímapunktur því mestallur bransinn var í bænum og átti því heimangengt,“ segir Einar Tómas- son, kvikmyndafulltrúi hjá Film In Iceland. Um síðustu helgi var haldin stór og mikil tökustaða-sýn- ing í Hollywood. Þar koma fulltrú- ar frá löndum um allan heim og reyna að selja sitt land sem heppi- legan tökustað. Bókstaflega að „selja landslag sitt“. Ísland var þar á meðal en umrædd sýning hefur gefið vel af sér fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki; kvikmynd- ir á borð við Flags of our Fathers, Journey 3-D og sjónvarpsþáttur- inn Amazing Race hafa komið til Íslands eftir að hafa séð landslag Íslands. Einar segir að Ísland hafi vakið mikla athygli meðal svokallaðra „location managers“ en það eru þeir sem velja tökustaði fyrir kvikmyndir. „Þeir eru með eitt- hvert handrit í höndunum, koma á svona sýningar og fá tonn af bækl ingum og mynddiskum. Svo liggja þeir yfir þessu í nokkr- ar vikur og hafa síðan samband við viðkomandi aðila,“ útskýrir Einar. Hann segir að íslensk fyrirtæki séu orðin vel þekkt stærð í þess- um bransa og menn sem komi á íslenska básinn þekki oft vel til landsins og þeirra sem hér starfa. Hann fer síðan aftur út í október og ræðir þá eingöngu við fram- leiðslufyrirtæki á borð við Disney og Warner. „Mitt hlutverk er fyrst og fremst að kynna landið og koma mönnum í rétt tengsl. Ég skipti mér hins vegar ekki af samn- ingum fyrirtækja hér á landi við erlenda aðila,“ útskýrir Einar. Og Einar viðurkennir að hækk- un á endurgreiðsluprósentunni úr fjórtán í tuttugu prósent hafi vakið mikla athygli. Enda sé það alltaf hún sem beri fyrst á góma. „Já, hún styrkir okkar stöðu, það var kjaftfullt á öllum básum en þessi hækkun gerir okkur samkeppn- ishæf á ný,“ segir Einar og bend- ir jafnframt á að menn hafi verið hrifnir af því að Alþingi Íslands skyldi samþykkja þetta frumvarp samhljóða. „Mönnum fannst það sýna að kvikmyndagerðarmenn væru meira en lítið velkomnir til Íslands.“ Einar slær þó ákveðinn var- nagla, segir að þótt það hafi geng- ið vel þá bíti ekki í hverju kasti. freyrgigja@frettabladid.is EINAR TÓMASSON: AUKINN ÁHUGI Á ÍSLANDI SEM TÖKUSTAÐ KVIKMYNDA GESTKVÆMT Á ÍSLENSKA BÁSNUM Í HOLLYWOOD ÁNÆGÐUR MEÐ ÁRANGURINN Einar Tómasson segir að kvikmyndagerðarmenn hafi haft áhuga á Íslandi, menn skyldu þó halda væntingum í lágmarki því það bíti ekki í hverju kasti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sjónvarpið er vinsælt afþreyingar- tæki meðal Íslendinga yfir páskana. Capacent Gallup birti nýverið yfirlit yfir á hvað Íslendingar horfðu þessa helgi. Sveita- piltsins draum- ur, heimild- armynd um ferð FTT til Liverpool, naut mikilla vinsælda en rúmlega þrjátíu prósent þjóðarinnar sátu límd yfir þessu ferðalagi. Þar hefur eflaust spilað stærstu rulluna að hin goð- sagnakennda hljómsveit Hljómar, með Rúnar heitinn Júlíusson fremstan í flokki, sló sinn síðasta takt í þessari ferð. Heimir Jónasson, fyrrum sjón- varpsstjóri Stöðvar 2, hefur ekki verið áberandi eftir að hann hvarf úr stóln- um í Skaftahlíð. Hann hyggst hins vegar hasla sér völl í afþreyingariðn- aðinum og hefur stofnað fyrirtækið Icelandic Cowboys. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er tilgangur félagsins framleiðsla kvikmynda og þjónusta við kvik- myndaframleiðendur auk þess sem Heimir ku hafa í hyggju að aðstoða fyrirtæki og einstaklinga við að skipuleggja atburði. En það voru bara ekki Hljómar sem nutu mikilla vinsælda um pásk- ana. Þótt erfitt sé að finna þann Íslending sem ekki hefur séð Laddi 6-tugur þá virðast vinsældum Þór- halls Sigurðssonar engin takmörk sett. Upptaka á sýningunni var sýnd á Stöð 2 og ekki var að sökum að spyrja; rúm tuttugu prósent horfðu á hana og hafa væntanlega skellt upp úr yfir bröndurum Halla, Ladda og persóna þeirra. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.