Fréttablaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 22
2 föstudagur 24. apríl
núna
✽ einstaklega barngóð
augnablikið
Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Anton Brink
Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir
sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
Auglýsir eftir au-pair
á Facebook
Þóra Sigurðardóttir rithöfund-
ur auglýsir nú eftir au-pair stúlku
á Facebook-síðu sinni. Þóra eign-
aðist sitt fyrsta barn, lítinn dreng,
síðasta sumar, en hún hefur verið
búsett á Bahamaeyjum undan-
farin ár þar sem eiginmaður henn-
ar, sjónvarpskokkurinn víðfrægi,
Völundur Snær, á og rekur
eigin veitingastað við strönd-
ina á Grand Bahamas.
Í auglýsingunni segist Þóra
þurfa að finna au-pair hið snar-
asta. Hún leitar að áhugasamri og
duglegri manneskju, en viðkom-
andi mun fá greitt í erlendri mynt
og allt borgað, svo ekki sé minnst
á góða veðrið.
Konur í kreppu
Nokkrar hressar konur hafa tekið
sig saman um að halda opið
hús með spennandi tilboðum í
kreppunni. Boðið verður upp á
axlanudd, tarot- og sígaunalest-
ur, litun og plokkun á frábæru
verði. Tarot-spil, saltlampar og
steinar verða meðal annars til sölu.
Emami-kjóllinn vinsæli verður á sér-
stöku tilboðsverði á staðnum. Ekki
missa af skemmtilegri stund á opnu
húsi á sunnudaginn í Miðgarði í
Grafarvogi, milli klukkan 13 og 18.
GRÆN Drew Barrymore mætti í sæ-
grænum kjól eftir Elle Saab í Leon-
ard H. Goldenson-leikhúsið í síðustu
viku. Kjóllinn þótti fara einstaklega vel
við föla húð leikkonunnar, sem skart-
aði grænum augnskugga og rauð-
bleikum varalit.
É g er komin átta mánuði á leið og á að eiga í lok maí,“ segir
Regína Ósk Óskarsdóttir söng-
kona sem á von á sínu öðru barni
en fyrir á Regína dóttur sem er að
verða sjö ára. „Við vitum kynið.
Þetta er önnur stelpa,“ segir Reg-
ína og spenningurinn í röddinni
leynir sér ekki. Eiginmaður Reg-
ínu er söngvarinn Sigursveinn
Þór Árnason en þetta er hans
fyrsta barn. Regína segir Svenna
Þór afar spenntan fyrir komu
dótturinnar. „Pabbinn er voða-
lega spenntur og ég líka. Það er
bara eins og ég sé að gera þetta
í fyrsta skiptið,“ segir hún hlæj-
andi og bætir við að henni hafi
liðið vel á meðgöngunni.
„Meðgangan hefur gengið eins
og í sögu enda hef ég verið dug-
leg að hreyfa mig. Ég er búin að
vera í jóga og sundi og var í rækt-
inni í einkaþjálfun alveg fram að
sjöunda mánuði,“ segir hún og
bætir við að hreyfingin hafi gert
henni rosalega gott. „Það stend-
ur svo margt til boða fyrir ófrísk-
ar konur í dag og ef maður hefur
verið að hreyfa sig eitthvað fyrir
er engin ástæða til að hætta
því.“
Aðspurð hvort hún upplifi
þessa meðgöngu öðruvísi en þá
fyrri segir hún að sér líði betur
núna. „Ég hreyfði mig ekkert á
fyrri meðgöngunni enda þyngd-
ist ég mikið. Nú passa ég mig
betur og það gengur vel. Hreyf-
ing skiptir líka svo miklu máli
fyrir andlegu líðanina og eins ef
þú ætlar að komast aftur í form.“
Regína segir nánast allt tilbú-
ið fyrir komu barnsins svo núna
bíður hún spennt á milli þess
sem hún vinnur og ræktar sál
og líkama. „Þetta verður
skemmtilegt sumar og
þar sem það hefur
verið svolítið mikið
að gera hjá mér síð-
ustu árin ætla ég
bara að njóta þess
að vera til í góða
veðrinu.“ - iáh
Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona er komin átta mánuði á leið:
Á VON Á ANNARRI STELPU
þetta
HELST
HJÖRDÍS RUT SIGURJÓNSDÓTTIR RITSTJÓRI
Ég ætla að kjósa á laugardaginn og eyða tíma með syni mínum, fara í sund, húsdýra-
garðinn eða gera eitthvað annað spennandi sem við mæðginin höfum gaman af. Á
laugardagskvöldið verður svo flakkað á milli stöðva til þess að fylgjast með nýjustu
tölum í kosningunum eins lengi og ég dugi en úthaldið fer eflaust eftir spennustiginu.
helgin
MÍN
„Hún er yndisleg,“ segir Birta
Björnsdóttir, fatahönnuður og
eigandi Júniform, sem eignað-
ist dóttur hinn 22. mars síðast-
liðinn. Fyrir á Birta fjögurra ára
son, Storm Björn Jónsson, sem
hún segir standa sig vel í hlut-
verki stóra bróður. Birta hefur
hvergi slakað á í hönnuninni og
sat meira að segja við saumavél-
ina daginn sem hún átti. „Stund-
um koma hugmyndirnar einmitt
þegar þær eiga ekki að koma og
hlaðast upp þar til ég bara verð
að framkvæma þær,“ segir hún
hlæjandi og bætir við að Júniform
gangi afar vel.
„Ég er alltaf að bíða eftir þess-
um kreppuskelli en það er bara
búið að vera brjálað að gera hjá
okkur frá áramótum og við erum
mjög þakklátar fyrir hvern góðan
mánuð sem við fáum.“ Hún segir
sumartískuna hjá Júníform litríka,
pönkaða og rómantíska. „Sjálf
ætla ég að vera í einhverju þægi-
legu og brjóstagjafarvænu án þess
þó að tapa alveg „lookinu“ fyrir
Birta Björnsdóttir í Júníform:
Eignaðist stúlku
Hamingjusöm Birta Björnsdóttir eign-
aðist dóttur í lok mars en fyrir á hún fjög-
urra ára son.
Hraust Regína hefur verið
hraust á meðgöngunni og
segir nánast allt tilbúið fyrir
komu barnsins.
Spenntur Regína segir eiginmann sinn,
Sigursvein Þór Árnason söngvara, vera
mjög spenntan fyrir komu dótturinnar.