Fréttablaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 43
FÖSTUDAGUR 24. apríl 2009 Íbúðalánasjóður auglýsir til umsóknar lán og styrki til tækninýjunga og umbóta í bygg- ingariðnaði. Lán eða styrki má veita einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum sem vinna að þróun tæknilegra aðferða og nýjunga sem leitt geta til lækkunar á byggingarkostnaði og viðhaldskostnaði íbúðarhúsnæðis, styttri byggingartíma eða stuðlað með öðrum hætti að aukinni hagkvæmni í byggingariðnaði. Rafræn umsóknareyðublöð er að finna á vefsíðu Íbúðalánasjóðs, www.ils.is. Nánari upplýsingar veitir Einar Örn Stefánsson hjá Íbúðalánasjóði í síma 569 6900 og með tölvupósti einarorn@ils.is. Umsóknarfrestur er til 15. maí 2009 Íbúðalánasjóður skal samkvæmt lögum stuðla að tækni- nýjungum og umbótum í byggingariðnaði, m.a. með því að veita lán eða styrki. www.ils.is Borgartúni 21, 105 Reykjavík Sími: 569 6900, 800 6969, ils@ils.is Er þetta bannað? www.andriki.is Má ráðherra í ríkisstjórn Íslands banna umfjöllun um sjálfan sig? HANDBOLTI Alfreð Gíslason náði þeim magnaða áfanga í vikunni að verða Þýskalandsmeistari í hand- bolta í fjórða skiptið á ferlinum. Það hefur enginn annar Íslending- ur leikið eftir. Alfreð varð tvisvar meistari sem leikmaður með Essen árin 1986 og 1987. Hann þjálfaði síðan Magdeburg sem varð meist- ari árið 2001 og nú Kiel. Mikil sigurhátíð var í Kiel á mið- vikudaginn þegar meistararnir voru hylltir en Kiel varð meistari degi fyrr þegar Hamburg tapaði gegn Flensburg. „Þetta var rosastemning og alveg svakalega gaman. Þetta var alveg ótrúlegt,“ sagði Alfreð en Kiel lagði Wetzlar á milli þess sem var fagnað. Alfreð skemmti sér konunglega í fagnaðarlátun- um og varð að lokum hundblautur. „Strákarnir sprautuðu mig allan með kampavíni þannig að ég fór á flot. Fékk líka helling í augun sem var ekkert sérstaklega þægi- legt. Ég sá ekki neitt,“ sagði Alfreð léttur í skapi. Náðum aðalmarkmiðinu „Það er mikill léttir að hafa land- að þessum titli. Þetta var skyldu- verkefni og okkar aðalmarkmið að vinna þennan titil. Ég hef nú ekki þann vanann á að fagna mikið og er strax byrjaður að hugsa um næsta leik. Einmitt núna er ég að reyna að finna út hvernig í andskotanum ég eigi að fara að því að stöðva Guðjón Val,“ sagði Alfreð en Kiel mætir Rhein-Neckar Löwen í undanúrslitum Meistaradeild- arinnar á sunnudag og svo aftur næsta fimmtudag. Það var eðlilega mikil pressa á Alfreð í vetur. Hann er að vinna í þannig umhverfi að ekkert nema Þýskalands- meistaratitill- inn er nógu got t . L ið ið byrjaði tíma- bilið á því að gera jafntefli við Dorm ag- en. Efuðust þá margir um Alfreð en jafnteflinu var svarað með 27 sigurleikjum í röð og bikar- inn því aftur til Kiel. „Jafnteflið var eiginlega mér að kenna. Undir- búningstímabilið var mjög þungt og ég vissi að það yrði ekki fagur handbolti í fyrstu tveim leikjunum. Þessi góði undirbúning- ur hefur síðan heldur betur skilað sér. Við höfum keyrt yfir lið enda í frábæru formi,“ sagði Alfreð. Kiel hefur verið í miðju mútu- skandalsins í handboltaheimin- um og framkvæmdastjórinn Uwe Schwenker meðal annars sagt af sér. Alfreð segir þá umræðu alla hafa haft áhrif á liðið. „Þetta æsir líka liðið upp og menn vilja svara á vellinum. Það hefur verið mikil ókyrrð og leið- indi. Það er viss taktík í gangi hjá forráðamönnum Hamburg og Löwen. Þeir reyna að skaða okkur með það að markmiði að við miss- um styrktaraðila. Enda er umfjöll- unin meira og minna í einhverj- um sorpritum,“ sagði Alfreð sem hefur mátt svara ófáum spurning- um tengdum þessu máli. Tómt kjaftæði hjá Jesper Nielsen „Þessi mál tengjast mér ekki beint en hann Jesper Nielsen hjá Löwen hefur verið að gefa það í skyn að við séum að kaupa leiki núna og það eðlilega tengist mér. Þær ásakanir eru tómt kjaftæði. Ég held reyndar að þessar sögur sem tengjast Kiel hér áður séu ekki sannar heldur,“ sagði Alfreð. Það hefur mikið verið skrifað um aðalstjörnu Kiel, Nik- ola Karabatic, í vetur. Hann er með þriggja ára samning við Kiel en virðist vilja fara. Hefur meðal annars verið orðað- ur við Rhein-Neck- ar Löwen og nú síð- ast sagðist hann vilja fara heim til Frakk- lands. „Ég veit ekki hvernig það mál endar, satt að segja. Frá okkar bæj- ardyrum séð þarf hann að vera eitt ár í viðbót áður en við munum ræða það að hann fari. Hann vill samt fara. Ég get þó sagt þér að við munum ekki selja hann til Löwen,“ sagði Alfreð og bætti við að Kar- abatic hefði verið til fyrirmyndar á æfingum og leikjum í vetur. Hann hefði glímt við ýmis álags- meiðsl sem hefðu gert það að verkum að ha nn hefur ekki spilað eins mikið og síðustu ár. - hbg Alfreð Gíslason Þýskalandsmeistari í fjórða skipti: Mikill léttir að hafa landað þessum titli LÍF OG FJÖR Alfreð skemmti sér konunglega á hliðarlínunni á miðvikudag þegar Kiel var krýnt sem þýskur meistari. NORDIC PHOTOS/BONGARTS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.