Fréttablaðið - 28.04.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.04.2009, Blaðsíða 4
4 28. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR STJÓRNMÁL Allt að 25 prósent kjósenda einstakra fram- boða strikuðu yfir nöfn frambjóðenda á atkvæðaseðl- um í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningunum á laugardag. Hlutfall útstrikana var svipað hjá Sjálfstæðis- flokknum og VG en lægra hjá Samfylkingunni þar sem um 2.000 útstrikanir voru. Í dag kemur í ljós hvort útstrikanirnar hafi áhrif á röðun frambjóð- enda á listum. Í Reykjavík norður beittu um fjórtán prósent kjós- enda útstrikunum. Flestir strikuðu yfir frambjóðend- ur á lista Samfylkingarinnar en einnig hjá Sjálfstæð- isflokknum og Borgarahreyfingunni. Svo til engar útstrikanir voru á lista framsóknarmanna. Á hádegi í dag liggur fyrir hvort útstrikanirnar hafi áhrif á röð frambjóðenda. Í dag kemur líka í ljós hvort útstrikanir hafi áhrif í Norðausturkjördæmi og Suðvesturkjördæmi en þegar er ljóst að engar breytingar verða í Norðvesturkjör- dæmi og að Árni Johnsen færist niður um sæti á lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. - kóþ List án landamæra Dásamlega Kaupmannahöfn í Norræna húsinu í kvöld kl. 19.30 Kynnið ykkur dagskrána á listanlandamaera.blog.is Frítt er á alla viðburði hátíðarinnar og eru allir velkomnir Samsýning í Ráðhúsinu Tvívídd í þrívídd Dásamlega Kaupmannahöfn Árshátíð kvikmyndagerðarmanna, sem sagt var frá í blaðinu á laugardag, var ekki haldin af Félagi kvikmynda- gerðarmanna heldur af hópi sem kallar sig Kvikmyndagerðarmenn. Þá misritaðist nafn Jósa við eina af myndunum. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTTING STJÓRNMÁL Arnbjörg Sveins- dóttir, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, náði ekki endurkjöri í kosningunum á laugardag. Hún hefur setið á þingi síðan 1995. Arnbjörg telur ófarir Sjálfstæðis- flokksins meðal annars stafa af stuttri kosningabar- áttu. „Hún var mjög sérstök. Okkur var haldið mjög lengi á þinginu að verja stjórnarskrána þótt ljóst væri að þar fengist ekki niðurstaða.“ Hún á þó von á því að flokkurinn verði fljótur að sækja í sig veðrið aftur. Arnbjörg veit ekki hvað tekur við hjá sér, nú taki við atvinnuleit en hún útilokar ekki að bjóða sig fram aftur síðar. „Slík ákvörð- un ræðst af því hvort maður fái til þess hvatningu og einhverjir treysta manni í það. Ég skoða það mál þegar þar að kemur.“ - bs Arnbjörg Sveinsdóttir: Útilokar ekki framboð síðar ARNBJÖRG SVEINSDÓTTIR DÝRALÍF Tvíhöfða lamb fæddist á Kópareykjum í Reykholtsdal um kosningahelgina. Frá þessu segir á vef Skessuhorns. Jón Eyjólfsson, bóndi á Kópa- reykjum, segir í viðtali við Skessuhorn að ein ærin hafi borið einu lambi, og afturlapp- irnar hafi sem betur fer komið á undan. Lambið hafi verið lifandi þegar hann náði því en drepist fljótlega eftir það. Fyrir rúmum mánuði fæddist annað tvíhöfða lamb á Suður- landi. Það lifði í um það bil hálf- an sólarhring. - kg Sauðburður í Reykholtsdal: Tvíhöfða lamb kom í heiminn TVÍHÖFÐI Lambið fæddist lifandi en drapst skömmu síðar. MYND/SKESSUHORN VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 22° 13° 12° 22° 17° 11° 13° 11° 19° 19° 22° 14° 30° 29° 20° 13° 18° 19° 7 8 7 5 5 10 12 12 16 13 6 8 Á MORGUN 10-15 m/s suðvestan til an- nars 5-10 m/s FIMMTUDAGUR 3-8 m/s 8 7 4 5 8 3 7 6 3 3 15 6 13 13 10 6 8 12 88 ENN AÐ HLÝNA Það má búast við rigningarveðri í allan dag á vesturhelmingi landsins en síðan styttir að miklu leyti upp í nótt. Hitinn í dag verður á bilinu 5-10 stig en á morgun er horfur á að enn muni hlýna. Þá eru horfur á tveggja stafa hitatölum um mest allt land og allt að 16 til 17 stiga hita þar sem hlýjast verður, á norðanverðu landinu. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur STJÓRNMÁL Ákveðið var að skipa tvo starfshópa um sértæk málefni á fyrsta formlega stjórnarmyndun- arfundi forystumanna Samfylking- arinnar og VG í gær. Fundinn sátu formenn og varaformenn flokk- anna, auk aðstoðarmanna. Varaformennirnir Dagur B. Eggertsson og Katrín Jakobsdóttir leiða viðræðuhóp um Evrópumálin og eiga ráðherrarnir Össur Skarp- héðinsson og Ögmundur Jónasson einnig sæti í hópnum. Öðrum hópi verður falið að fjalla um breytingar á stjórnkerfinu en hann hefur ekki verið skipaður. Þá er í bígerð að koma á fót starfshóp- um um efnahags- og ríkisfjármál annars vegar og atvinnumál hins vegar. Lausn á ólíkum sjónarmiðum flokkanna í Evrópumálunum er lykilmál stjórnarmyndunarvið- ræðnanna. Finnist hún ekki eru hverfandi líkur á að af samstarfi flokkanna verði. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagðist í gærkvöldi bjart- sýn á að lausn finnist á Evrópu- ágreiningnum og kvaðst bjartsýnni eftir fundinn með VG í Norræna húsinu en fyrir. „Eitt af mikilvægustu verkefnun- um framundan er að ná þjóðarsátt um efnahagslegan og félagslegan stöðugleika fyrir heimili og fyrir- tæki og um aðgerðir gegn atvinnu- leysi, segir Jóhanna og vísar til aðila vinnumarkaðarins og sveitar- félaga. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, lítur á það sem sögu- lega skyldu að koma stjórninni á fót. „Það er eindreginn vilji og gagnkvæmur í báðum flokkum til að láta þetta sögulega tækifæri til að mynda fyrstu hreinu velferðar- stjórnina okkur ekki úr greipum ganga,“ segir hann. Þingflokkar stjórnarflokkanna lögðu blessun sína yfir viðræðurnar á fundum í gær og veittu formönnum sínum umboð til að leiða þær til lykta. Á fundi VG fór fram opinská umræða um Evrópumálin og komu fram mjög skiptar skoðanir; allt frá því að sækja aldrei um aðild yfir í að sækja strax um aðild. Þær tvær leiðir voru þó slegnar út af borð- inu. Báðir flokkarnir hafa á stefnu- skrá sinni að innkalla aflaheim- ildir. Því er líklegt að róttækar breytingar verði á kvótakerfinu. Steingrímur segir að yfir það mál verði sest eins og önnur. Jóhanna tekur undir það. „Við erum örugg- lega að horfa til þess að þessi rík- isstjórn mun skoða breytingar á sjávarútvegsstefnunni og reyna að ná sátt um leiðir í þeim efnum.“ kolbeinn@frettabladid.is Viðræðuhópar um ESB og stjórnsýslu Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingarinnar og VG hófust í gær. Varaformenn flokkanna fara fyrir viðræðuhópi um Evrópumál. Önnur stór mál verða einnig rædd í sérstökum hópum. Bjartsýni ríkir í herbúðum flokkanna. Endalegar upplýsingar um útstrikanir liggja fyrir í fjórum kjördæmum í dag: Fjórðungur beitti útstrikunum KOSNINGAR Fjöldi kjósenda nýtti sér réttinn til að strika út frambjóðendur . SAMNINGAVIÐRÆÐUR Glatt var á hjalla á fundinum. Dagur B. Eggertsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Hrannar B. Arnarsson frá Samfylkingunni hittu þar Katrínu Jakobsdóttur, Steingrím J. Sigfússon og Huginn Frey Þorsteinsson frá VG. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ATVINNULÍF Einkaleyfastofa hefur gefið út bækling til aðstoðar þeim sem hyggja á stofnun fyrirtækja. Bæklinginn, sem ber heitið Auð- kenni fyrirtækja, hagnýtar leið- beiningar um skráningar, má nálgast á heimasíðu stofunnar. Í bæklingnum er að finna upp- lýsingar um hvar helstu skrán- ingaraðila og er ætlunin að hvetja fólk til að undirbúa stofnun fyrir- tækja með réttum hættum. Slíkur bæklingur hefur ekki verið gefinn út á íslensku áður. Alþjóðlegur dagur hugverkaréttar er á sunnu- daginn, en hann er haldinn hátíð- legur árlega um allan heim. - kóp Verndun hugverkaréttar: Leiðbeiningar um nýsköpun GENGIÐ 27.04.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 210,2144 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 129,96 130,58 189,55 190,47 170,78 171,74 19,495 19,609 19,495 19,609 15,9 15,994 1,3456 1,3534 193,95 195,11 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR JEMEN, AP Liðsmenn strandgæsl- unnar í Jemen réðust á sunnudag til atlögu gegn hópi sjóræningja frá Sómalíu, sem höfðu rænt olíu- skipinu Qana. Strandgæslan hafði betur og er þetta í fyrsta sinn sem Jemenum tekst að ná skipi úr höndum sjóræningja. Ræningjarnir náðu skipinu á sitt vald fyrr á sunnudeginum. Ellefu ræningjar voru um borð þegar strandgæslan lét til skarar skríða. Sjóræningjar frá Sómalíu hafa rænt meira en hundrað skip- um undanfarið ár. Flestum skip- unum hefur verið rænt á Aden- flóa, sem liggur á milli Sómalíu og Jemens. - gb Sjóræningjar yfirbugaðir: Strandgæslan kom til bjargar 81 þúsund laxar sluppu Um 81 þúsund eldislaxar, um 637 grömm að þyngd að meðaltali hver, hafa sloppið úr eldisstöðinni Nova Sea í Rana í Noregi. Þetta uppgötvað- ist í síðustu viku. Slysið er litið mjög alvarlegum augum og er unnið að því að endurheimta fiskinn. Aðeins einn hafði þó náðst í gær. NOREGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.