Fréttablaðið - 28.04.2009, Page 8

Fréttablaðið - 28.04.2009, Page 8
8 28. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR Hebron-Vinnufatnaður Smiðjuvegi 1, Grá gata www.hebron.is s. 567-6000 20% kynningAr afsláttur til 8. maí V INNUFATNAÐUR FÆST NÚ Í HEBRON Einsöngur: Þóra Einarsdóttir sópran Hjálmur Gunnarsson bassi Þorsteinn Guðnason tenór Píanó: Steinunn Birna Ragnarsdóttir Stjórnandi: Árni Harðarson Karlakórinn Fóstbræður Fjölbreytt og spennandi efnisskrá. Miðasala við innganginn. í Langholtskirkju 28., 29. og 30. apríl kl. 20 og 2. maí kl. 16 SKOÐANAKÖNNUN Framsóknarflokk- ur og Frjálslyndir náðu nánast hámarksfylgi sem þeim gafst kostur á, ef úrslit kosninga eru miðuð við greiningu Capacent Gallup á við- horfi kjósenda til stjórnmálaflokk- anna. Flokkarnir fengu skýrslu með slíkri greiningu fyrir kosningar, en hún er dagsett 19. mars. Samvæmt greiningunni var 97,6 prósent kjósenda talið „ósnertan- legt“ fyrir Frjálslynda flokkinn, það er, nánast ómögulegt að flokk- urinn myndi ná til þess hluta kjós- enda. Frjáslyndir náðu því til allra nema 0,2 prósentustiga af þeim sem gátu hugsað sér að kjósa flokkinn í mars. 84,9 prósent kjósenda voru ósnert- anleg fyrir Framsóknarflokkinn og var hann því 0,3 prósentustigum frá því að ná hámarksfylgi. Sam- fylking var 2,5 prósentustigum frá hámarksfylgi, en flestir töldu mögu- leika á því að kjósa Samfylkinguna og 67,7 prósent kjósenda voru talin ósnertanleg fyrir Samfylkingu. Þá var Sjálfstæðisflokkur 3,5 prósentu- stigum frá mögulegu hámarksfylgi sínu, en ómögulegt var talið að Sjálf- stæðisflokkurinn myndi ná til 71,8 prósent kjósenda. Vinstri græn voru lengst frá því að hámarka mögulegt fylgi sitt, 7,6 prósentustigum. 70,7 prósent kjósenda voru talin ósækj- anleg fyrir Vinstri græna. - ss Greining Capacent Gallup á viðhorfi kjósenda til stjórnmálaflokkanna sem gefin var út í mars: Framsókn og frjálslyndir náðu hámarks fylgi Fast fylgi Laust fylgi Opnir Ósnertanlegir Úrslit kosninga 14,6% 21,7% 2,2% 23,7% 29,8% Mögulegt fylgi flokkanna Sögðust kjósa flokkinn Sögðust ekki kjósa flokkinn Auglýsingasími – Mest lesið UTANRÍKISMÁL Íslendingar komu Norðmönnum á óvart með því að vera ekki tilbúnir til að afgreiða þjónustutilskipun Evrópusam- bandsins á fundi EES-nefndar- innar á föstudaginn. Málið átti að taka fyrir á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku en mörg mál lágu fyrir og náðist ekki að afgreiða þetta mál. Ákvörðuninni var því frestað til næsta fundar EES- nefndarinnar í maí. Dagbladet í Noregi greindi frá því nýlega að íslenska ríkisstjórn- in hefði komið stjórnvöldum í Nor- egi og Liechtenstein á óvart með því að stöðva loka-afgreiðslu þjón- ustutilskipunarinnar, slíkt hafi aldrei gerst áður. Slík afgreiðsla sé aðeins formsatriði. Einn af stjórnarflokkunum á Íslandi hafi stöðvað málið meðan kosning- ar færu fram. Þar sem þjóðirn- ar verði að samþykkja tilskip- unina samtímis bíði afgreiðslan næsta fundar. „Íslendingarnir voru ekki tilbúnir nú en það þýðir ekkert sérstakt. Tilskipunin á að taka gildi í lok 2009. Vinnan við það gengur vel,“ hefur Dagbladet eftir Oda H. Sletnes, sendiherra Noregs. Ögmundur Jónasson heilbrigðis- ráðherra segir að málið sé viða- mikið og þarfnist rækilegrar skoðunar. „Þetta er misskilning- ur hjá sendiherranum. Ísland er enn fullvalda ríki sem tekur eigin ákvarðanir á eigin forsend- um. Við munum ekki komast að niðurstöðu samkvæmt forskrift frá Noregi eða öðrum. En Norð- menn geta andað rólega. Við vilj- um gefa okkur tíma til að skoða þetta nánar.“ Eiríkur Bergmann Einars- son, forstöðumaður Evrópuset- urs Háskólans á Bifröst, segir að Íslendingar hafi ekki þá stöðu að geta breytt neinu í þjónustu- tilskipuninni. Þeir hafi lýst yfir að þeir ætli að samþykkja hana og því sé bara formsatriðið eftir. Stundum sé sagt að löndin hafi neitunarvald en því hafi aldrei verið beitt. „Hér er um pólitískar vöðva- hnyklingar að ræða sem hafa engan annan tilgang,“ segir hann. „Augljóst er að VG tókst að stoppa þetta. Utanríkisráðherra hefur áður lýst yfir að það sé stefna stjórnvalda að leiða þessa tilskipun í lög. Það ber því vott um taugaveiklun í samstarfinu að sendiherra Íslands hafi stöðvað staðfestingu á tilskipun tíu mín- útum fyrir kosningar. Á þessum tíma hefur VG eflaust talið sig hafa sterkari stöðu að kosningum loknum og geta haft eitthvað um þetta að segja en núna á maður von á að þetta verði staðfest.“ ghs@frettabladid.is Kom á óvart að Íslending- ar frestuðu Íslendingar vildu ekki ganga frá þjónustutilskipun ESB daginn fyrir kosningar. „Pólitískar vöðva- hnyklingar“ að mati forstöðumanns Evrópuseturs. „Norðmenn geta andað rólega,“ segir ráðherra. LOKAAFGREIÐSLAN FRESTAST Íslenska ríkisstjórnin náði ekki að taka fyrir umdeilda þjónustutilskipun ESB á ríkisstjórnarfundi fyrir kosningar. Þetta kom stjórnvöldum í Noregi og Liechtenstein á óvart en þau höfðu staðið í þeirri trú að lokaafgreiðslan færi fram á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar fyrir helgi. Í staðinn verður tilskip- unin sennilega tekin fyrir í maí. STJÓRNMÁL „Þessi niðurstaða er mikil vonbrigði,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson, sem er fall- inn af þingi. Þar hefur hann átt sæti síðan 2003 og skipaði nú 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Sigurður Kári segir tap Sjálf- stæðisflokksins fyrst og fremst helgast af efnahagshruninu. „Sjálfstæðisflokknum einum var kennt um það. Við fengum ekki að njóta þess góða sem gert var í okkar stjórnartíð. Styrkjamálin voru okkur líka mjög óþægileg.“ Ekki er ljóst hvað tekur nú við hjá Sigurði Kára. „Það kom bara í ljós í gærmorgun [sunnudags- morgun] að ég næði ekki endur- kjöri. Hvað ég tek mér fyrir hendur kemur í ljós með tíð og tíma. Ég held þó að ég muni verða þátttakandi í stjórnmálum alla ævi. Ég er ekki af baki dottinn.“ - bs Sigurður Kári Kristjánsson: Ekki hættur í stjórnmálum VEISTU SVARIÐ? 1. Hvað fékk Borgarahreyfingin marga menn kjörna í ný- afstöðnum kosningum? 2. Hvernig fór leikur kvenna- landsliðsins í fótbolta gegn Hollendingum? 3. Hver er sóttvarnalæknir? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.