Fréttablaðið - 28.04.2009, Síða 10

Fréttablaðið - 28.04.2009, Síða 10
10 28. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR STJÓRNMÁL Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður seint í nóvember 1998 og bauð fram í fyrsta sinn í kosn- ingunum 1999. Sverrir Hermanns- son, fyrrverandi þingmaður og ráð- herra Sjálfstæðisflokksins, stofnaði flokkinn ásamt fylgismönnum en Davíð Oddsson hafði fáum mánuð- um áður gert Sverri að láta af starfi bankastjóra í Landsbankanum. Kvótakerfið var sérstakt eitur í beinum Sverris sem beindi flokkn- um jöfnum höndum gegn því og Sjálfstæðisflokknum. Í aðdraganda flokksstofnunar leit út fyrir að samtök sem vildu breyt- ingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu myndu koma að stofnun flokksins. Upphófst mikil valdabarátta bak við tjöldin sem lyktaði með því að samtökin hrökkluðust frá borði. Voru það fyrstu illdeilurnar í tengslum við Frjálslynda flokkinn en ekki þær síðustu. Miklar vendingar urðu árið 2006 þegar Nýtt afl, undir forystu Jóns Magnússonar, var lagt inn í Frjáls- lynda flokkinn. Nýtt afl bauð fram í kosningunum 2003 og hlaut eins prósents fylgi. Jón komst til talsverðra áhrifa innan flokksins og lét til sín taka. Umdeild varð blaðagrein hans undir yfirskriftinni Ísland fyrir Íslendinga? en í kjölfarið tóku frjálslyndir að daðra við það sem í daglegu tali nefnist rasismi. Mörg- um flokksmönnum ofbauð slíkur málflutningur. Deiluefnin í Frjálslynda flokkn- um hafa verið af margvíslegum toga en oftar en ekki hafa þau frem- ur virst á persónulegum nótum en faglegum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraun- ir hefur Guðjóni A. Kristjánssyni formanni hvað eftir annað mistek- ist að lægja öldurnar innan flokks- ins. Kennir hann nú illdeilum, auk annars, um ófarirnar í kosningun- um. Óvíst er hver afdrif Frjálslynda flokksins verða en eins og sakir standa skartar flokkurinn þrem- ur kjörnum fulltrúum; í sveitar- stjórnum Ísafjarðar, Grindavíkur og Reykjavíkur. bjorn@frettabladid.is EINBEITING Kínverska listdansskauta- parið Dan Zhang og Hao Zhang tekur á öllu sínu í keppni í Goyang í Suður- Kóreu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MENNTUN Reykjavíkurborg ætlar að skera niður framlög til tónlistarskóla í Reykjavík, aftur í tím- ann, um tólf prósent. Þetta kom fram á fundi Sigurð- ar Sævarssonar, formanns Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík, með formanni menntaráðs á föstudag. Sigurður hafði áður lýst þeirri von sinni að um misskilning væri að ræða af hálfu borgarinnar. Slíkur niðurskurður gæti enda þýtt hrun í tónlistar- kennslu, og ekki væri hægt að bregðast við honum öðruvísi en með því að senda börnin heim. „Við ítrekuðum alvarleika málsins og ræddum þetta fram og til baka,“ segir hann. Engin niðurstaða hafi þó fengist. Samtökin segjast hafa skilið áformin, þegar þau voru kynnt í janúar, þannig að skorið yrði niður framlag til tónlistarskólanna frá og með næsta skólaári. Það hefst í september. Borgin ætli hins vegar að skera niður framlög allt aftur til janúar- mánaðar. Sigurður segist nú bíða fundarboðs frá borginni, ræða eigi málin betur um mánaðamót. Ekki náðist í Kjartan Magnússon, formann mennta- ráðs. - kóþ Fundur Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík með formanni menntaráðs: Borgin sker niður afturvirkt KÓPAVOGUR Starfsmenn Kópavogs- bæjar verða á ferðinni frá 27. apríl til og með 8. maí við að hreinsa garðaúrgang sem eigendur lóða og landssvæða setja utan við lóðar- mörk sín. Þetta kemur fram í til- kynningu frá Kópavogsbæ. Í tilkynningunni segir að árviss viðburður í bæjarlífinu sé að bæjarbúar taki höndum saman við að hreinsa og fegra bæinn að lokn- um vetri. Lóðahafar þurfa sjálfir að fjar- lægja lausan jarðveg og rusl af byggingarlóðum, eins og timbur og málma. Hið sama á við um spillingarefni sem skila á til endurvinnslustöðva. - kg Garðaúrgangur utan lóða: Vorhreinsun í Kópavoginum Opið virka daga kl. 8:00 til 17:00 www.velaland.is VESTURLANDSVEGUR VAGNHÖFÐI VÉLALAND HÚSGAGNA- HÖLLIN TANGARHÖFÐI BÍlDSHÖFÐI H Ö FÐ A B A K K I REYKJAVÍK Vélaland - VAGNHÖFÐA 21 Sími 577-4500 Vélaland sérhæfir sig í tímareimum. Komdu í Vélaland og fáðu ráðgjöf um skiptingu á tímareim. Vélaland skiptir fljótt og vel um tímareimina fyrir þig, á föstu verði. Fáðu ráðgjöf um tímareimaskipti Er tímareimin komin á tíma? Fast verð hjá Vélalandi Skoðaðu fast verð hjá Vélalandi. Hringdu núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma. Verðdæmi um tímareimaskipti: Nissan Patrol 2,8 dísil Árgerð 1992-2000 Heildarverð, varahlutur og vinna: 49.088 kr. Toyota Land Cruiser 90 3,0TD Árgerð 1997-2002 Heildarverð, varahlutur og vinna: 36.925 kr. Toyota Corolla 1,6 bensín Árgerð 1997-2001 Heildarverð, varahlutur og vinna: 35.987 kr. VW Golf 1,6AEE bensín Árgerð 1997-2006 Heildarverð, varahlutur og vinna: 46.774 kr. Ford Focus 1,6 bensín Árgerð 1998-2005 Heildarverð, varahlutur og vinna: 38.948 kr. Sjáðu hvar við erum. Hringdu núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma. Nánari upplýsingar : sími 525 4444 endurmenntun.is LEIÐSÖGUNÁM Á HÁSKÓLASTIGI Framúrskarandi kennarar Hægt að stunda í staðnámi og fjarnámi Lotubundin kennsla – hentar með vinnu Veitir inngöngu í fagdeild Félags leiðsögumanna Umsóknarfrestur til 11. maí Mikið úrval af krókum handklæðaslám og fl . Opið 13-18 Saga Frjálslyndra er saga deilna og átaka Tíu ára þingsögu Frjálslynda flokksins er lokið. Í flokknum, sem var stofnaður vegna ósættis og óánægju, logaði allt í illdeilum frá fyrsta degi og þar til yfir lauk. FYRSTA LANDSÞINGIÐ Sverrir Hermannsson, stofnandi Frjálslynda flokksins, var kjörinn formaður á landsþinginu 1999. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fjárhagsstaða Frjálslynda flokksins er slæm og þarf flokkurinn að semja við lánardrottna um greiðslufrest á skuldum. Flokkurinn náði ekki því 2,5 prósenta marki í kosningunum á laugardag sem tryggir framboð- um ríkisframlög. Magnús Reynir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, telur að þar með hafi flokkurinn orðið af 12-14 milljóna króna árlegum ríkisframlögum út kjörtímabilið. „Þetta var tvöfalt áfall,“ segir Magnús Reynir og vísar til þess að annars vegar hafi Guðjón A. Kristjánsson formaður fallið út af þingi og hins vegar hafi 2,5 prósenta markið ekki náðst. Hann vill ekki láta uppi hve mikið flokkurinn skuldar; stofnanir flokksins eigi eftir að fara yfir málið. Skuldirnar séu þó ekki stórvægilegar og fyrst og fremst vegna kostnaðar sem féll til í kosningabarátt- unni. „Við fórum gætilega og eyddum ekki meiru en við töldum brýna nauðsyn á.“ Ljóst sé þó að ekki sé hægt að greiða skuldirnar að sinni, um þær verði að semja. Magnús kveðst bjartsýnn á að þeir sem eigi peninga inni hjá flokknum sýni stöðunni skilning og reyni að koma til móts hann. Spurður hvort mögulegt sé að Frjálslyndi flokkurinn fari í gjaldþrot segist Magnús ekki telja líkur á því. Guðjón A. Kristjánsson lánaði Frjálslynda flokknum fjórar milljónir fyrir nokkrum árum. Magnús Reynir segir að gert hafi verið upp við hann að fullu. - bþs Frjálslyndi flokkurinn náði ekki 2,5 prósenta fylgi og fær því ekki ríkisframlög: Getur ekki greitt skuldirnar að sinni MAGNÚS REYNIR GUÐMUNDSSON 2005 Gunnar Örlygsson segir sig úr flokknum. 2006 Margrét Sverrisdóttir rekin úr starfi fram- kvæmdastjóra. 2007 Margrét segir sig úr flokknum. 2007 Sveinn Aðalsteinsson miðstjórnarmaður segir sig úr flokknum. 2008 Karen Jónsdóttir, bæjarfulltrúi á Akranesi, segir sig úr flokknum. 2009 Kristinn H. Gunnarsson segir sig úr flokknum. 2009 Jón Magnússon segir sig úr flokknum. 2009 Ásgerður Jóna Flosa- dóttir, nýkjörinn vara- formaður, segir sig úr flokknum. NOKKRIR ÞÆTTIR ÁTAKASÖGUNNAR FRJÁLSLYNDIR Á ÞINGI Fylgið frá 1999 - 2009 1999 4,2% 2 þingmenn Sverrir Hermannson og Guðjón A. Kristjánsson. 2003 7,4% 4 þingmenn Guðjón A. Kristjánsson, Sigurjón Þórðarson, Gunnar Örlygsson og Magnús Þór Hafsteinsson. 2007 7,3% 4 þingmenn Guðjón A. Kristjánsson, Kristinn H. Gunnarsson, Grétar Mar Jónsson og Jón Magnússon 2009 2,2% 0 þingmenn TÓNLISTARNEMAR Formaður samtaka tónlistarskóla segir málið alvarlegt. Myndin er úr safni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.