Fréttablaðið - 28.04.2009, Side 23

Fréttablaðið - 28.04.2009, Side 23
ÞRIÐJUDAGUR 28. apríl 2009 19 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 28. apríl 2009 ➜ Kvikmyndir 20.00 Kvikmynd um karlakórinn Don Kósakka og stjórnanda hans Serge Jaroff verður sýnd í MÍR-salnum við Hverfisgötu 105. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. ➜ Tónleikar 12.15 Á hádegistónleikum Hafnarfjarð- arkirkju við Strandgötu, mun Haukur Guðlaugsson leika á hið nýja orgel kirkjunnar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 20.00 Sönghópurinn Útmannasveitin flytur blandaða söngdagskrá á Sumar- málakvöldvöku í Egilsstaðakirkju. Á efn- isskránni eru verk eftir Sigfús Einarsson, Sigvalda Kaldalóns og Pál Ísólfsson. 20.00 Kvennakór Hafnarfjarðar heldur vortónleika í Hásölum (safnarheimili Hafnar- fjarðarkirkju) við Strandgötu. Á efnisskránni verða m.a. íslenskar og erlendar vorvísur, madrigali, kirkjuleg verk og söngleikjalög. 21.00 Hljómsveitin Slow Train sem leikur einungis tónlist eftir Bob Dylan, verður á Rósenberg við Klapparstíg í kvöld. ➜ Síðustu forvöð Sýningu Helgu Sigríðar Valdemarsdóttur „Fagurfræðilegt dundur“ á Café Karólínu við Kaupvangsstræti á Akureyri, lýkur á föstudaginn. Opið mán.-fim. kl 11.30-01, fös. kl. 11.30-03. Guðrúnar Einarsdóttur er myndlistar- maður aprílmánaðar hjá SÍM, kynn- ingarmiðstöð íslenskrar myndlistar við Hafnarstræti 16. Sýning hennar er opin virka daga frá kl. 9-17. ➜ Leiklist 19.30 Karavana-hópurinn frá Árós- um í Danmörku, sýnir verkið „Dásamlega Kaupmannahöfn“ í Norræna húsinu við Sturlu- götu. Einnig mun Sólheima- kórinn flytja nokkur lög. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. ➜ Fyrirlestrar 12.05 Anna Agnarsdóttir flytur erind- ið: „Stjórnarbylting á Íslandi 1809: Stóð Íslendingum á sama?“ í fyrirlestra- sal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. ➜ Ljósmyndasýningar 17.00 Sigurður Gunnarsson ljósmynd- ari opnar sýningu sína „Bus Stop“ í Borgarbókasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu 15. ➜ Myndlist Sýning átján myndlistarmanna á Garðatorgi í Garðbæ, hefur verið framlengd til 3. maí. Opið mán.-fös. kl. 12-18 og lau.-sun. kl. 10-18. Tvívídd í þrívídd, sýning nemenda starfsbrauta Fjölbrautaskólans í Garða- bæ í Gallerí Tukt er opin alla virka daga kl. 9-18. Aðgangur er ókeypis. Gallery Tukt, Hinu húsinu við Pósthúss- træti 3-5. Spennumyndin Obsessed með söngkonunni Beyonce Knowles hlaut mestu aðsóknina vestanhafs um síðustu helgi. Í henni leika þau Knowles og Idris Elba hjón sem lenda í miklum vandræðum þegar geðsjúk kona ofsækir eigin- manninn. Söguþræðinum svipar nokkuð til Fatal Attraction frá níunda áratugnum þegar Glenn Close ofsótti Michael Douglas á eftirminnilegan hátt. Í öðru sæti yfir aðsóknarmestu myndirnar var 17 Again með Zac Efron og Fighting lenti skammt undan í því þriðja. Í fjórða sætinu var The Soloist með Jamie Foxx í aðalhlutverki og heimildarmynd- in Earth náði fimmta sæti. Beyonce í efsta sætinu OBSESSED Beyonce Knowles og Idris Elba leika aðalhlutverkin í Obsessed. „Þetta gekk alveg ljómandi vel og var bara býsna ánægjulegt,“ segir fréttahaukurinn Kristinn Hrafns- son. Hann var japanska ríkissjón- varpinu innan handar á nýliðinni kosninganótt en fjöldi erlendra blaða- og fréttamanna voru staddir hér á landi til að fylgjast með þess- um sögulegu kosningum. Kristinn taldi að rúmlega tíu Íslendingar hefðu verið í svipuðu hlutverki og hann: að aðstoða erlenda blaða- menn og tökulið. Japanar hafa verið gríðarlega áhugasamir um íslensku efna- hagskreppuna og fylgst grannt með gangi mála. Japanarnir voru á Grand hóteli og sáu sigurræðu Jóhönnu Sigurðardóttur og sendu meðal annars út beint snemma á sunnudagsmorgninum. „Þetta var í kringum fimmtán mínútna innslag og var sýnt í einum vinsælasta sjón- varpsþættinum,“ útskýrir Kristinn en sökum tímamismunar var um að ræða kvöldþátt í Japan. Japanska tökuliðið var búið að fylgjast með aðdraganda kosning- anna í viku en hélt sig mest megnis við höfuðborgarsvæðið. Kristinn segir að samstarfið hafi gengið stóráfallalaust, þrátt fyrir gjör- ólíka menningarheima og siði. „Þeir þurftu að læra töluvert af íslenskri útsjónarsemi,“ útskýrir Kristinn og þvertekur fyrir að íslenska leið- in sé slæm, en bætir því við að það hafi komið Japönum dálítið spánskt fyrir sjónir að fá ekki heildarkjör- sókn á kosninganótt. „Já, þetta fór dálítið fyrir brjóstið á þeim.“ - fgg Kristinn með japanska ríkissjónvarpinu TÍU Í VINNU HJÁ ERLENDUM FRÉTTASTÖÐVUM Kristinn Hrafnsson var einn af íslensku blaðamönnunum sem aðstoðuðu erlend tökulið og blaðamenn á kosninganótt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.