Fréttablaðið - 28.04.2009, Síða 26

Fréttablaðið - 28.04.2009, Síða 26
22 28. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ SPÁIR STJÖRNUNNI 11. SÆTINU Í ÍSLENSKU ÚRVALSDEILDINNI SUMARIÐ 2009 GENGI Á VORMÓTUNUM Sigrar Jafntefl i 1 4 Töp GENGI SÍÐUSTU ÁRA 2008 2. sæti í B-deild 2007 9. sæti í B-deild 2006 5. sæti í B-deild 2005 2. sæti í C-deild 2004 10. sæti í B-deild 2003 4. sæti í B-deild STEINÞÓR FREYR ÞORSTEINSSON HALLDÓR ORRI BJÖRNSSON DANÍEL LAXDAL AÐRIR LYKILMENN > LYKILMAÐURINN Bjarni Þórður Halldórsson kom frá Fylki til Stjörnunnar fyrir síðasta tímabil eftir að hafa verið í láni hjá Víkingi sumarið 2007. Hann þótti meðal efnilegustu markvarða landsins en meiðsli gerðu það að verkum að hann átti erfitt uppdráttar síðustu ár sín í Árbænum. Það mun mikið mæða á honum í marki Stjörnunnar í sumar og ljóst að hann mun gegna lykilhlutverki í liðinu í sumar og baráttu þess fyrir að halda sæti sínu í efstu deild. > X-FAKTORINN Gervigrasið gæti skipt sköpum fyrir Stjörnumenn en þeir spila alla sína heimaleiki á slíku yfirborði. Það gæti talið þeim til tekna þar sem þeir eru óneitanlega vanari því að spila á gervigrasi en þau lið sem koma í heimsókn í Garðabæinn. 1 Stjarnan leikur nú í efstu deild karla í fyrsta sinn eftir átta ára fjarveru. Síðast var liðið í hóp bestu liða landsins árið 2000. Síðan þá hefur vitanlega mikið breyst en liðið féll til að mynda í C-deild árið 2004. Mikið uppbyggingarstarf hefur átt sér stað í Garðabænum undanfarin ár og til marks um það er að liðið er nánast óbreytt frá síðasta tímabili. Kári Ársælsson var í láni frá Breiðabliki en er farinn aftur í Kópavoginn og Zoran Stojanovic hefur siglt á önnur mið. En í staðinn fengu Stjörnumenn Steinþór Frey Þor- steinsson frá Breiðabliki sem skoraði sjö mörk í sex leikjum fyrir Stjörnuna í Lengjubikarnum. Bjarni Jóhannsson tók við liðinu fyrir síðasta tímabil og kom því liðinu upp í fyrstu tilraun. „Við erum ekki á kreppufylleríi og erum að langstærstum hluta með sama lið og fór upp í fyrra. Við förum inn í mótið fullir sjálfstrausts og teljum okkur búna undir átökin,“ sagði Bjarni. „Við höfum tamið okkur ákveðinn leikstíl og komum til með að spila samkvæmt 4-3-3 leikkerfinu í sumar með nokkuð djarfa sókn- arbakverði. Það er alveg ljóst að við ætlum ekki að leggjast í skotgrafir í sumar. Við erum með tiltölulega hraða leikmenn og ætlum að reyna að nýta þann hraða eins vel og mögulegt er.“ Bjarni segir sína menn fara algerlega óhrædda inn í sumarið. „Við ætlum ein- faldlega að kýla á þetta og fara í sumarið af fullum krafti. Við munum reyna að komast eins langt og við mögulega getum og það verður svo bara að koma í ljós hversu langt við förum á því.“ Ætlum í sumarið af fullum krafti N1-deild karla Haukar - Valur 29-24 Mörk Hauka (skot): Andri Stefan 8 (12), Sigurbergur Sveinsson 8/3 (15/4), Kári Kristján Kristjánsson 5 (5), Gunnar Berg Viktorsson 3 (4), Freyr Brynjarsson 2 (8), Stefán Rafn Sigurmanns- son 1 (2), Einar Örn Jónsson 1 (2), Elías Már Halldórsson 1 (3), Arnar Jón Agnarsson (1). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16 (40/5, 40%), Gísli Guðmundsson 2/1 (2/1, 100%). Hraðaupphlaup: 8 (Kári Kristján 3, Freyr 2, Andri 1, Elías Már 1, Stefán Rafn 1). Fiskuð víti: 4 (Kári Kristján 2, Freyr 1, Gunnar 1). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 8/5 (12/6), Ingvar Ákason 5 (8), Hjalti Þór Pálmason 4 (7), Hjalti Gylfason 2 (4), Heimir Örn Árnason 2 (5), Elvar Friðriksson 2 (5), Orri Freyr Gíslason 1 (1), Davíð Ólafsson (2), Sigurður Eggertsson (5). Varin skot: Ólafur Gíslason 9 (28/3, 32%), Pálmar Pétursson 5 (15, 33%). Hraðaupphlaup: 3 (Heimir Örn 2, Hjalti 1). Fiskuð víti: 6 (Heimir Örn 2, Hjalti Þór 1, Ingvar 1, Sigurður 1). Utan vallar: 2 mínútur. Haukar leiða í einvíginu, 1-0. Enska úrvalsdeildin Newcastle - Portsmouth 0-0 Lengjubikar karla Fylkir - FH 1-2 Breiðablik - HK 2-1 Danska úrvalsdeildin Midtjylland - SönderjyskE 2-4 Sölvi Geir Ottesen lék allan leikinn með Sönd- erjyskE Norska úrvalsdeildin Bodö/Glimt - Brann 0-2 Ólafur Örn Bjarnason, Kristján Örn Sigurðsson og Gylfi Einarsson voru allir í byrjunarliði Brann en Ármann Smári Björnsson kom inn á sem varamaður. ÚRSLIT HANDBOLTI Haukar eru komnir með 1-0 forystu gegn Val í úrslit- um úrslitakeppni N1-deildar karla í handbolta. Haukar unnu í gær sanngjarnan og sannfærandi sigur á Val á heimavelli, 29-24, eftir mik- inn baráttuleik þar sem mönnum var oft heitt í hamsi. Valsmenn byrjuðu mun betur í leiknum og náðu fljótlega tveggja marka forystu. Sú forysta hefði getað orðið mun stærri en gest- irnir fóru illa með mörg góð færi og fljótlega vöknuðu heimamenn til lífsins. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, varði ekki eitt einasta skot fyrstu átján mín- útur leiksins en eftir að varnar- leikur Hauka fór loksins að ganga upp fylgdi allt annað í kjölfarið – markvarsla, hraðaupphlaupsmörk og forystan. Haukar létu aldrei aftur af for- ystunni en um miðbik síðari hálf- leiksins fékk Einar Örn Jónsson að líta rauða spjaldið fyrir að fara með hönd í andlit Sigurðar Egg- ertssonar. En sóknarleikur Vals gekk afar illa og leikmenn liðsins köstuðu boltanum ítrekað frá sér – meira að segja í hraðaupphlaupi þar sem þeir voru þrír gegn einum varnarmanni Hauka. Birkir Ívar átti mjög góðan leik en varamarkvörðurinn Gísli Guð- mundsson átti afar sterka inn- komu undir lok leiksins. Arnór Þór Gunnarsson hafði ekki stigið feilspor á vítalínunni og því var brugðið á það ráð að láta Gísla í markið þegar Valsmenn fengu sitt fimmta vítakast í leiknum. Það herbragð tókst. Gísli varði, Arnór náði svo frákastinu en aftur varði Gísli úr dauðafæri. Hefði Arnór skorað hefði munurinn verið tvö mörk og tæpar fjórar mínútur eftir. En eftir þetta gengu Haukar endanlega frá leiknum og skor- uðu þrjú af síðustu fjórum mörk- unum. „Þetta var fáránlegur leikur,“ sagði Valsarinn Heimir Örn Árna- son. „Ég á ekki til orð yfir þessu. Við gerðum örugglega fimmtán tæknifeila og köstuðum boltanum allt of oft frá okkur. Þetta var bara einbeitingarleysi.“ Hann vonast þó til að sínir menn standist álagið á heimavelli og geti svo sótt sigur á Ásvelli. „Ef ekki þá eigum við ekki skilið að vinna titilinn. Við þurfum bara að taka til í hausnum eins og alltaf á úti- velli.“ Aron Kristjánsson var líflegur á hliðarlínunni í leiknum og lét oft heyra í sér. Hann sagði þó dóm- gæslu leiksins þegar á heildina er litið góða. „Ég er gríðarlega ánægður með sigurinn. Þetta var hörkuleikur – mikil barátta og læti. Það var þó svekkjandi að missa Einar í rautt,“ sagði Aron og sagði það mjög líklegt að hann færi í eins leiks bann. „En ég er sáttur við mína stráka. Eftir fyrsta korterið komumst við í gang í vörninni og Birkir Ívar fór að verja. Mér fannst við mjög beittir og mikil orka í liðinu.“ eirikur@frettabladid.is Enn lifir útivallargrýla Valsmanna Haukar unnu fimm marka sigur á Val, 29-24, í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Valsmenn voru þá fyrst og fremst sjálfum sér verstir og fóru illa með fjölmörg góð tækifæri í leiknum. FREYR Í GEGN Haukamaðurinn og fyrrum Valsarinn Freyr Brynjarsson er hér sloppinn í gegnum vörn Vals. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.